Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987.
Iþróttir _________
Glæsilegt hjá
Einari í Róm
kastaði 78,94 og sigraði í spjótkastinu
Einar Vilhjálmsson gerði sér lítið
fyrir og sigraði í spjótkasti á Grand
Prix mótinu í gærkvöldi. Hann kast-
aði spjótinu 78,94 metra sem er nokkuð
frá Norðurlandameti hans, 82,96 m.
Annar í spjótkastinu var Bretinn
Michael Hill sem á 3. besta afrekið í
ár, hefur kastað 85,24 m. í gærkvöldi
kastaði hann 78,76. Röð næstu manna
varð þannig:
3. David Ottley, Bretlandi..76,90
4. Peter Borglund, Svíþ.....76,74
5. Nicu Roata, Rúmenía......75,24
6. Jim Connolly, USA........72,70
7. Peter Yates, Bretlandi...71,10
-SMJ
Aouita fyrstur
undir 13 mín.
í5.000 m hlaupi þegar hann setti heimsmet í Róm
Hlauparinn írábæri, Said Aouita
frá Marokkó, gerir það ekki enda-
sleppt þessa dagana. Fyrir fáeinum
dögum bætti hann heimsmetið í 2.000
m hlaupi þegar hann hljóp á 4:50,81
mín. í gærkvöldi bætti hann um bet-
ur og bætti heimsmetið í 5.000 m
hlaupi. Hann hljóp á 12:58,39 mín.
og varð þar með fyrstur til að hlaupa
5.000 m á undir 13 mín. Heimsmetið
korn á Grand Prix mótinu í Róm í
gærkvöldi, sama móti og Einar Vil-
hjálmsson keppti á. Aouita átti
sjálfur eldra metið, 13:00,40, sett í
Osló fyrir tveim árum.
„Ég kom til Rómar til að sigra en
ekki setja nýtt heimsmet," sagði
Aouita sem var manna mest hissa á
metinu. Hann sagðist hafa ætlað sér
að spara kraftana þar til á heims-
meistaramótinu og þar að auki hefði
mikil orka farið í 2.000 m hlaupið.
Yfirburðir Aouita voru miklir í
hlaupinu og þegar 1.000 m voru eftir
var hann 60 m á undan Sydney
Maree þannig að lokaspretturinn
var eingöngu kapphlaup við tímann.
Afrek Aouita bar auðvitað hæst á
mótinu en meðal annarra afreka má
nefha að Robert Emmijan, USSR,
stökk 8,45 í langstökki og sigraði
með yíirburðum. Þá sigraði Calvin
Smith, USA, örugglega í 200 m
hlaupi á 20,22 sek. og í 100 m hlaupi
á 10,15 sek.
-SMJ
• Said Aouita frá Marokkó bætti enn einu heimsmetinu við frábæran
feril í Róm í gærkvöldi. Símamynd Reuter
• Dæmigerð mynd. Baráttuglaðir Ólafsfirðingar sækja að Friðriki, markverði Fram, sem tekst að blaka boltanum yfir á síðustu stuni
DV-mynd G. Ben
Skin og skúrir
í baráttuleik
- Fvam sigraði Leiftur, 1-3, í tvísýnum hörkuleik á Ólafsfirði
Jón Kristján Sigurðssan, DV, ÓlaMrðt
' „Ég er sáttur við leikinn en ekki úrslit-
in,“ sagði Óskar Ingimundarson, þjálfari
Leifturs, í gærkvöldi er lið hans hafði
beðið lægri hlut, 1-3, gegn íslandsmeistur-
um Fram.
„Vítaspymudómurinn var vægast sagt
óréttlátur og sló það liðið út af. laginu,“
hélt Óskar áfram. „Eftir að við höfðum
jafnað vorum við að mínum dómi nær sigr-
inum en Fram. Eini möguleiki okkar gegn
þeim var að berjast til síðasta blóðdropa
og okkur tókst að jafha, baráttan dugði
þó ekki til sigurs.“
Ótrúleg stemmning var fyrir leikinn á
Ólafsfirði og var fjölmenni gífurlegt í
brekkunum ofan við keppnisvöllinn. Þar
voru 700 áhorfendur saman komnir en
staðarmenn eru 1150.
Leikurinn sjálfur fór rólega af stað og
virtust fslandsmeistaramir óvanir möl-
inni, héldu boltanum þó öllu meira en
vom helst til rýrir uppi við mark heima-
manna á upphafsmínútunum.
Á 14. mínútu kom þó fyrsta marktækifæ-
rið og féll það í hlut gestanna. Ragnar
Margeirsson skallaði að marki en Þor-
valdur Jónsson varði stórkostlega vel.
Eftir þetta jafhast leikurinn og Leifturs-
menn skapa sér ágæt færi.
Á 18. mínútu á Þorsteinn Jakobsson
þrumuskot frá vítateigslínu en rétt yfir
markslána.
Örskömmu síðar á Halldór Guðmunds-
son fast skot sem fer rétt framhjá.
Á næstu augnablikum á Guðmundur
Steinsson síðan tvö ágæt færi honum en
bregst bogalistin í bæði skiptin uppi við
mark þeirra Ólafsfirðinga.
Á 35. mínútu skora síðan Framarar.
Sending berst að vítateignum og hrekkur
knötturinn af leikmanni Leifurs og inn
fyrir vömina. Þar kemur Einar Ásbjöm
Ólafsson aðvífandi og setur boltann í
markið af stuttu færi.
Á lokamínútu hálfleiksins vom heima-
menn mjög nærri því að jafna er Halldór
Guðmundsson haföi Friðrik Friðriksson
og markið eitt framundan. Friðrik sá hins
vegar við honum og sat því við 0-1 í leik-
hléinu.
Liðin sóttu á víxl í upphafi síðari hálf-
leiks og áttu bæði ágæt færi. Heimamenn
skomðu meira að segja umdeilt mark á
56. mínútu sem var dæmt af. Lét Þóroddur
Hjaltalín mótmæli Leifturskappa sem
vind um eym þjóta.
Á 79. mínútu jafna síðan Ólafsfirðingar
við mikinn fögnuð áhorfenda - bámst
köllin um allan fjörð og jafhvel til hafs.
Markið varð til með þeim hætti að Leift-
ursmenn fengu innkast nærri vítateig
Framara. Boltinn barst inn í teiginn þar
sem stiginn var darraðardans. Úr þvögu
hrökk knötturinn til Steinars Ingimund-
arsonar sem skoraði frá markteigslínu.
Tveimur mínútum síðar fá Framarar
víti og heimamenn verða sem steinrunnir.
Vítið varð til með þeim hætti að Einar
Ásbjöm skaut boltanum að markinu.
Knötturinn fór hins vegar ekki lengra en
svo að hann hrökk af einum vamarmanni
Leifturs og niður í vitateiginn. Þóroddur
Hjaltalín blés umsvifalaust í flautu sína
og benti fingri á vítapunkt. Sagði knöttinn
hafa farið í hönd.
í annað sinn á fáum mínútum dauf-
heyrðist Þóroddur við mótmælum Ólafs-
firðinga.
Úr spymunni skoraði Pétur Ormslev en
Þorvaldur Jónsson, frábær markvörður
Leifursmanna, var nærri því að verja.
Þegar 5 mínútur lifðu af leik kom Am-
ljótur Davíðsson inn fyrir Guðmund
Steinsson. Blés Amljótur lífi í leik Fram-
ara og átti sjálfur hörkuskot að marki sem
Þorvaldur varði glæsilega. Frá Þorvaldi
barst þó knötturinn fyrir fætur Kristjáns
Jónssonar sem skoraði.
Staðan var þar með orðin 1-3 og úrslit-
in ráðin.
Ólafsfirðingar léku mjög vel í þessum
leik, börðust af grimmd bæði í vöm og
sókn. I raun er aldrei að vita hver úrslit
hefðu orðið hefði vítið margnefnda ekki
komið til.
Vandasamt er að taka einn stakan leik-
mann úr þessu kraftmikla liði en varla er
á nokkum hallað þótt frammistaða Þor-
valdar í markinu sé orðuð sérstaklega.
Framarar léku sómasamlega og stóðus
álagið á Ólafsfirði. Pétur Amþórsson va
besti maður liðsins.
„Við vissum að hverju við gengum,1
sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, efth
leikinn.
„Við höfum ekki spilað á möl í mörg á:
ef frá er talinn bikarleikurinn við Fylki
fyrra. Við emm óvanir að spila við að
stæður sem þessar og samleikur okka
mótaðist af því. Það kemur mér ekki i
óvart að Leiftur skuli leiða í annarri deild
Þetta er hörkulið." -JÖC
8vítas|
Gyifi Kristjánssan, DV, Akuieyii:
„Þetta er það leiðinlegasta sem maður
lendir í - það er algert grís hvort liðið
kemst áfram,“ var það fyrsta sem Þor-
steinn Bjamason, markvörður Keflvík-
inga, sagði þegar ljóst var að vítaspymu-
keppni þurfti til að fá fram úrslit í leik
Þórs og ÍBK í mjólkurbikamum í gær-
kvöldi.
Vítaspymukeppnin var æsispennandi
enda mistókust óvenju margar spymur.
Þórsarar bytjuðu á því að skora úr tveim
fyrstu spymum sínum og vom þar að verki
Jónas Róbertsson og Kristján Kristjáns-
son. Á meðan tókst Sigurði Björgvinssyni
að skora úr sinni spymu en Baldri Guð-
laugssyni, markverði Þórs, tókst að verja
frá Óla Þór og Gunnari Oddssyni. Þá
skaut Skúli Rósantsson yfir en Þorsteinn
bætti fyrir það með því að verja frá Guð-
mundi Val. En Keflvíkingar skutu yfir í
sinni síðustu spymu og Þórsarar sigmðu
því, 4-3.
Leikurinn sjálfur einnkenndist af mik-
illi hörku beggja liða - dæmigerður
bikarleikur. Keflvíkingar mættu eins og
grenjandi ljón, greinilegt að þeir ætluðu
ekki að láta atburði síðustu daga hafa
áhrif á sig. Fyrri hálfleikur var lélegur