Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987.
Viðskipti
Stærstu innflytjendur á fiski og fiskafuröum eru Japanir og Bandaríkjamenn.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 14-15 Lb.Sp. Ub.Bb. Ab
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 15-18 Ab
6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb
12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vól.
18mán. uppsögn 25,5-27 Ib.Bb
Ávisariareikningar 4-15 Ab.lb, Vb
Hlaupareikningar 4-8 Ib.Lb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn 3-4 Ab.Úb
Innlán meo sérKjörum 14-24 Bb.Sb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 5,5-6,5 Sp.Vb. Ab
Sterlingspund 7,5-9 Vb
Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Vb
Danskarkrónur 8.5-10 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 27-28.5 Lb
Vióskiptavlxlar(forv.)(1) 25-26 eöa kge
Almenn skuldabréf 25-31 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 28,5-30 Lb
Utlán verotryggð Skuldabröf
Að 2.5árum 7,5-9 Úb
Til lenqri tíma 7,5-9 Úb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 23-29 Vb
SDR 7,75-8 Bb.Lb. Úb.Vb
Bandaríkjadalir 8,5-9,25 Bb.Lb, Úb.Vb
Sterlingspund 10-10.75 Sp
Vestur-þýsk mörk 5,25-5.5 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 36
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala júlí 1721 stig
Byggingavísitala 320stig
Húsaleiguvísitala Hækkaöi9%1.júlí
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestinj
arfélaginu):
Ávöxtunarbréf 1,1634
Einingabréf 1 2,163
Einingabréf 2 1,283
Einingabréf 3 1,337
Fjölþjóðabréf 1,030
Kjarabréf 2,158
Lífeyrisbróf 1,088
Markbréf 1,075
Sjóðsbréf 1 1,058
Sjóðsbréf 2 1,058
Tekjubréf 1,174
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 112 kr.
Eimskip 255 kr.
Flugleiöir 175kr.
Hampiðjan 114kr.
Hlutabr.sjóðurinn 114 kr.
Iðnaöarbankinn 137 kr.
Skagstrendingur hf. 350 kr.
Verslunarbankinn 120kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 150 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aöila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla
gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og
nokkrir sparisj. 26%.
Innlán með sérkjörum
Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir
15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður
þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra
16 ára. 65-69 ára geta losað innstæður sínar
með 9 mánaöa fyrirvara, 70-74 ára með 6 mán-
aða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða
fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með
8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9%
nafnvöxtum.
Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyris-
sjóðum eða almannatryggingum. Innstæður eru
óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 18%
og ársávöxtun 15,5%.
Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 15% en
2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttekt-
ar upp í 21%. Hvert innlegg er meðhöndlað
sérstaklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháö
úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mán-
uði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða
fresti er gerður samanburöur við ávöxtun þriggja
mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 2%
vöxtum, og sú tala sem hærri reynist færð á
höfuðstól. Úttekt vaxta fyrir undangengin tvö
vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahækkanir.
Búnaöarbankinn: Gullbók er óbundin með
24% nafnvöxtum og 25,4% ársávöxtun á
óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun verðtryggðs
reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri.
Af hverri úttekt dragast 0,8% í svonefnda vaxta-
leiðréttingu. Vextir færast misserislega.
Metbók er með hvert innlegg bundið í 18
mánuði á 27,0% nafnvöxtum og 28,8% árs-
ávöxtun, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings
með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Hvert inn-
legg er laust að 18 mánuðum liðnum. Vextir
eru færðir misserislega.
lönaöarbankinn: Bónusreikníngur er óverð-
tryggður reikningur og ber 20% vexti. Verð-
tryggð bónuskjör eru 3%. Á sex mánaða fresti
er borin saman verötryggð og óverðtryggð kjör
og gildir þau sem hærri eru. Heimilt er að taka
út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. Hreyfð-
ar innstæður innan mánaðarins bera sérstaka
vexti, nú 0,75% á mánuði, og verðbætur reikn-
ast síðasta dag sama mánaðar af lægstu inn-
stæðu. Vextir færast misserislega á höfuðstól.
18 mánaöa bundinn reikningur er með 27%
ársvöxtum.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin meö
22,5% nafnvöxtum og 23,8% ársávöxtun. Af
óhreyföum hluta innstæðu frá síöustu áramót-
um eða stofndegi reiknings síðar greiöast 23,9%
nafnvextir (ársávöxtun 25,2%) eftir 16 mánuði
og 24,5% eftir 24 mánuði (ársávöxtun 25,8%).
Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður
á ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga og
gildir hærri ávöxtunin. Af hverri úttekt dragast
0,8% í svonefnda vaxtaleiöréttingu. Vextir fær-
ast misserislega á höfuðstól. Vextina má taka
út án vaxtaleiðréttingargjalds næstu tvö vaxta-
tímabil á eftir.
Samvinnubankinn: Hóvaxtareikningur hefur
stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3
mánuðina 14%, eftir 3 mánuði 19%, eftir 6
mánuði 23%, eftir 24 mánuði 25% eða ársávöxt-
un 26,6%. Sé ávöxtun betri á 6 mánaða verð-
tryggðum reikningum gildir hún um hávaxta-
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = lönaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
reikninginn. Vextir færast á höfuöstól 30.6. og
31.12.
Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 24%
nafnvexti og 25,4% ársávöxtun á óhreyfðri inn-
stæðu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs
reiknings reynist betri gildir hún. Vextir færast
misserislega. Af útttekinni upphæð reiknast
0,75% úttektargjald, nema af uppfærðum vöxt-
um síðustu 12 mánaða.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu
ávöxtun óverðtryggðra reikninga I bankanum,
nú 23,21% (ársávöxtun 24,10%), eða ávöxtun
3ja mánaða verðtryggós reiknings, sem reiknuö
er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Saman-
burður er geröur mánaðarlega en vextir færðir
I árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda al-
mennir sparisjóðsvextir, 15%, þann mánuö.
Heimilt er að taka út vexti og vaxtaábót næsta
árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar
glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36
mánuði tekur hann á sig kjör sérstaks lotusparn-
aðar með hærri ábót. Óverðtryggð ársávöxtun
kemst þá í 25,26-28,79%, samkvæmt gildandi
vöxtum.
Verslunarbankinn: Kaskóreiknlngur. Meg-
inreglan er að innistæða, sem er óhreyfö.í heilan
ársfjóröung, nýtur kjara 6 mánaða bundins
óverðtryggs reiknings, nú með 21.0% ársávöxt-
un, eða 6 mánaða verötryggðs reiknings, nú
með 2% vöxtum, eftir því hvor gefur hærri ávöxt-
un fyrir þann ársfjórðung.
Vextir og verðbætur færast á höfuöstól í lok
hvers ársfjórðungs, hafi reikningur notið þess-
ara „kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör,
þótt teknir séu út vextir og veröbætur, sem
færðar hafa veriö á undangengnu og yfirstand-
andi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum
sem hér segir:
Við eina úttekt í fjórðungi reiknast almennir
sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskó-
kjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll
innistæða reikningsins sparisjóðsbókarvexti.
Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virk-
an dag ársfjórðungs, fær innistæðan hlutfalls-
legar verðbætur m.v. dagafjölda í innleggsmán-
uði, en ber síðan kaskókjör út fjórðunginn.
Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráða-
birgða almenna sparisjóösbókavexti en getur
áunnið sér kaskókjör frá stofndegi að uppfyllt-
um skilyrðum.
Sparisjóóir: Trompreikningur er verðtryggð-
ur og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með
3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja
mánaða er geröur samanburður á ávöxtun með
svokölluðum trompvöxtum, 22,5% meö 24,12%
ársávöxtun. Miðaö er viö lægstu innstæðu í
hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa
betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikning-
inn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera
trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða,
annars almenna sparisjóðsvexti, 15%. Vextir
færast misserislega.
12 mánaóa reikningur hjá Sparisjóði vélstjóra
er með innstæðu bundna I 12 mánuöi, óverö-
tryggða en á 26,5% nafnvöxtum. Misserislega
er ávöxtun 6 mánaöa verðtryggðs reiknings, nú
með 3,5% vöxtum, borin saman við óverð-
tryggða ávöxtun, og ræður sú sem meira gefur.
Vextir eru færðir síðasta dag hvers árs.
Topp-bók nokkurra sparisjóða er meö inn-
stæðu bundna í 18 mánuðí óverötryggða á
25,5% nafnvöxtum og 27,6% ársávöxtun eða á
kjörum 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú
með 3,5% vöxtum. Vextir færast á höfuðstól
misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta
vaxtatímabili á eftir. Sparisjóðirnir í Keflavík,
Hafnarfirði, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði,
Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Árskógsströnd, Nes-
kaupstað, Patreksfirði og Sparisjóður Reykjavík-
ur og nágrennis bjóða þessa reikninga.
Mesta afla-
aukning í
heiminum
í 20 ár
Samkvæmt upplýsingum FAO hefur
heimsaflinn tekið stökk og er á árinu
1986 alls 89,2 milljónir lesta sem er um
4,7% aukning frá árinu 1985 eins og
íram hefur komið í þessum þáttum.
Er þetta mesta aukning í 20 ár. FAO
segir að 52% séu vegna aukins afla í
FisldiTtarkHðiriúr
Ingólfur Stefánsson
Suður-Ameríku, Chile og Perú. Enn-
fremur hafa Asíulönd aukið veiðar
sínar mikið og hafa aflað 36 milljón
lestir og eru með um 40% af heimsaf-
lanum. Veiðamar brugðust við Afríku
Almenn veröbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verð-
bréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði
undir 60% af brunabótamati fasteignanna. Bréf-
in eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og
með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu
vextir á óverðtryggðum skuldabréfum vegna
fasteignaviöskipta eru 20%. Þau eru seld með
afföllum og ársávöxtun er almennt 12-16%
umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkisins
getur numið 2.562.000 krónum á 2. ársfjórö-
ungi 1987, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á
síðustu þrem árum, annars 1.793.000 krónum.
Út á eldra húsnæöi getur lán numið 1.793.000
krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem
árum, annars 1.255.000 krónum.
Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru
hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna.
Lánin eru til allt að 40 ára og verðtryggð.
Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aóeins
verðbætur og vextir, síðan hefjast afborganir
af lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður
ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupphæóir,
vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er
30-60 mánuöir. Sumir sjóðir bjóða aukinn láns-
rétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru
mjög mishá eftir sjóðum, starfstíma og stigum.
Lánin eru verðtryggö og með 5-6,75% vöxtum.
Lánstími er 15-4° ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt
er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða
safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í
einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og
lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxta-
vextir qg ársávöxtunin veröur þá hærri en
nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10%
nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímabilsins
1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé
innstæöan óverðtryggð í veröbólgu dregur úr
raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafn-
vel oröiö neikvæð.
Liggi 1000 krónurnar inni I 6 + 6 mánuði á
10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6
mánuöi. Þá verður upphæðin 1050 krónur og
ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6
mánuðina. Á endanum verður innstæðan því
1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 2,8% á mánuði eða 33,6%
á ári.
Vísitölur
Lánskjaravísitala I júll 1987 er 1721 stig en
var 1687 stig I maí. Miðað er við grunninn 100
I júní 1979.
Bygglngarvisitala fyrir júli 1987 er 320 stig
á grunninum 100 frá 1983.
Húsalelguvisltala hækkaði um 9% 1. júli.
Þessi vlsitala mælir aðeins hækkun húsaleigu
þar sem við hana er miðað sérstaklega í samn-
ingum leigusala og leigjenda. Hækkun visi-
tölunnar miðast við meðaltalshækkun launa
næstu þrjá mánuði á undan.
og varð aflinn aðeins 3,2 milljónir
lesta. I þróunarlöndunum fór veiðin í
svipað horf og var 1984. Aukning hef-
ur orðið hjá Japönum, Rússum og
Kanadamönnum sem juku veiðar sín-
ar um 2% og Bandaríkjamenn um 1%.
Almennt voru Vestur-Evrópuþjóðim-
ar með svipað magn og fyrri ár. Árið
1986 var einnig gott fyrir vinnsluna
og var góð útkoma hjá henni. FAO
segir að allar tegundir af fiski hafi
hækkað í verði á síðasta ári. Hækkun-
in varð um 20% að verðmæti alls og
varð metár hvað snertir verðmæti í
U.S. $, 23 milljarðar. Kanada hélt sínu
fyrsta sæti með 28%, Danmörk hopp-
aði í annað sæti með aukningu um
44% og komst upp fyrir Noreg og U.S.
A. Suður-Kórea var í 5. sæti með 37%
í aukningu á útfluttum sjávarafurðum.
Stærstu innflytjendur á fiski og fiska-
furðum em Japanir og Ameríkanar.
Innflutningur á skelfiski, svo sem
rækju, var meiri en nokkm sinni. Inn-
flutningur á kaldsjávárrækju var
svipaður og árið 1985 en óx mikið á
eldisrækju. Verðhækkun á kaldsjáv-
arrækju varð 120% og litu menn mjög
til rækju úr heitari sjó og eldisrækju
sem er ódýrari. Til dæmis var innflutn-
ingur á heitsjávarrækju til Englands
37% meiri mánuðina jan.-mars en
sama tíma á síðasta ári.
Frakkland
Aukinn innflutningur: Landanir á
þorski hafa aukist um 33% sem svarar
til 20.000 lesta aukningar. Löndun á
uísa hefur aukist um sex prósent og
varð 55.000 lestir árið 1986. Um aðrar
höfuðtegundimar er það að segja að
landanir á þeim hafa minnkað. Fersk-
ur og frosinn fiskur hefúr aukist um
17% á markaðinum en alls var landað
85.000 lestum af öðrum afla en skel-
fiski. Þessi afli var að verðmæti 850
milljónir franka. Fiskréttir og niður-
soðinn vara jókst um 75% og varð
36.000 lestir árið 1986. Á tímabilinu
jan.-des. 1986 jókst magnið um 50%.
Heitsjávarrækja jókst um 20% og voru
fluttar inn af henni 3.300 lestir, af tún-
fiski fluttu Frakkar inn 11.000 lestir
áríð 1986.
Þýskaland
Veiðar Vestur-Þjóðverja urðu 15%
minni en árið 1985 og var aflinn
160.000 lestir. Verðmæti hans varð DM
240 millj. sem er 12% lækkun. Þorskur
varð 28% minni og 14% minna veid-
dist af karfa. Frekari upplýsingar
seinna.
Japan
Eftir að afli hafði minnkað hjá Jap-
önum 1985 hefur orðið veruleg aukn-
ing árið 1986 og varð alls 12.667.000
lestir. Komst aflinn í 11.286.000 lestir.
Stærsti hlutinn, 6.081.000 lestir kom
frá strandveiðunum, djúpsjávarveiðin
var 2.225.000 en 2.260.000 frá öðrum
skipum. Eldisfiskur alls konar var
1.178.000 lestir. Aukning frá fyrra ári
varð 106.000 lestir. Annað kom frá
úthafsveiðum.
ísland
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskif. íslands hefúr aflinn orðið í lok
júní: Þorskur 213.619 lestir. Loðna
345.222 lestir. Annar botnfiskur
151.378 lestir. Rækja 12.016 lestir. Sfld
185 lestir. Humar 2087 lestir. Hörpu-
diskur 5.566 lestir. Samtals 730.073
lestir.