Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Blaðsíða 38
38
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987.
Kvikmyndahús
Bíóborg
Angel Heart
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15
Arlzona yngri
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Moskítóströndin
Sýnd kl. 7 og 9.
Krókódila Dundee
Sýnd kl. 5 og 11.05.
Bíóhúsið
Bláa Betty
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bíóhöllin
The Living Daylights
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Morgan kemur heim
Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11.
Innbrotsþjófurinn
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Lögregluskólinn
Allir á vakt
Sýnd kl. 5, 7 og 11.
Morguninn eftir
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Blátt flauel
Sýnd kl. 9.
Háskólahíó
Herdeildin
Sýnd kl. 7, 9.05 og 11.15.
Bönnuð innan 16. ára.
Laugarásbíó
Gustur
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Meiriháttar mál
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Martröð á Elmstræti
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Regnboginn
Velgengni er besta vörnin
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Á toppinn
Sýnd kl. 3.05, 5.05 og 7.05.
Dauðinn á skriðbeltum
Sýnd kl. 9.05 og 11.05.
Þrír vinir
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 9.15 og 11.15.
Á eyðieyju
Sýnd kl. 9 og 11.15
Hættuástad
Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15.
Gullni drengurinn
Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15.
Herbergi með útsýni
Sýnd kl. 7.
Hrafninn flýgur
Sýnd kl. 7
Kvikmyndasjóður
kynnir
íslenskar myndir með enskum texta
Sýnd kl. 7.
Stjömubíó
Hætturlegur leikur
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Wisdom
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Heiðursvellir
Sýnd kl. 5.
Bönnuð innan 16 ára
fæst
í blaðasölunni
F
a
járnbrautarstöðinni
#
i
Kaupmannahöfn.
LUKKUDAGAR
23. júlí
44459
Litton örbylgjuofn frá
FÁLKANUM
að verðmæti
kr. 20.000,-
Vinningshafar hringi i sima
91-82580.
Kvikmyndir
Hvítflibbaævintýrí
EHthvað viUt í Háskólabíói á næstunni
myndafyrirtækinu Orion og leik-
stjóri er Jonathan Demme. Með
aðalhlutverk fara Jeíf Daniels og
Melanie GrifBth.
Myndin segir frá dálitlu ævintýri
sem skattaráðgjafinn Charles Driggs
lendir óvænt í á einum af þessum
venjulegu dögum í New York.
Driggs er einn af þessum dæmigerðu
ungu mönnum á uppleið, er varafor-
seti í stóru fyrirtæki, íhaldssamur
hvítflibbanáungi. Hann er þó stað-
inn að því á veitingastað að laumast
út án þess að borga og athugul af-
greiðslustúlka, Lulu Hankel, tekur
eftir því. Þar með bytja þeirra sam-
skipti sem eiga eftir að þróast á
ævintýralegan hátt uns skötuhjúin
leggja upp í ferðalag til heimabæjar
Lulu. En Lulu er ekki öll þar sem
hún er séð, reyndar hálfgerð ótemja
og því alger andstæða hins fágaða
unga manns. Það er því dálítið villt-
ara líf sem Lulu á eftir að koma
Charlie í kynni við.
Leikarinn Jeff Daniels í hlutverki
Charlie Diggs er vel kunnur fyrir
leik sinn í óskarsverðlaunakvik-
myndinni Terms of Endearment þar
sem hann lék á móti Debru Winger.
Einnig fór hann með hlutverk rit-
stjórans í Heartbum þar sem hann
lék á móti Meryl Streep. Hann hefur
þó leikið flest sín hlutverk á sviði
hingað til en er nú að hasla sér völl
í kvikmyndaheiminum.
Melanie Griffith í hlutverki Lulu
fór með sitt fyrsta kvikmyndahlut-
verk sem eitthvað kvað að í mynd
hins þekkta leikstjóra Brian de
Palma Body Double. Áður hafði hún
m.a. leikið á móti Paul Newman og
Joanne Woodward í myndinni The
Drowning Pool fyrir nokkrum ár-
um.
Leikstjórinn, Jonathan Demme,
hefur leikstýrt fjölda mynda áður og
er einna kunnastur fyrir myndimar
Handle with Care og The Last
Embrace þar sem Roy Scheider og
Janet Margolin fóm með aðalhlut-
verk. Þess má geta að mörg tónlist-
armyndbönd, sem hann hefur
stjómað upptökum á, hafa vakið
athygli, þ.á.m. myndbandið með
hljómsveitinni UB40 og Crissie
Hynde, I got you babe.
-BTH
Something Wild heitir bandarísk frumsýnd verður í Háskólabíói í
kvikmynd í léttari kantinum sem næstu viku. Myndin kemur frá kvik-
Við upptökur á Something Wild. Jeff Daniels, leikstjórinn Jonathan Demme
og Melanie Gritfith bera saman bækur sínar.
Á ferdalagi
Geithellnar og Ingólfur
Leið ferðamanna til Austíjarða að
sunnan liggur um Álftaflörð sem er
syðstur Austfjarða. Það er tæplega
réttnefhi að kalla Álftafjörðinn fjörð
því hann er gmnnt lón sem lokast
af sandrifi, Starmýrarfjörum. Ut-
rennslið er um Melrakkanesós.
Upp af Álftafirði gengur Geit-
hellnadalur og er dalurinn að líkind-
um kenndur við bæinn Geithellnar
en staðurinn sá er frægastur fyrir
það að þeir fóstbræður og fyrstu
landnámsmenn, Ingólfur Amarson
og Hjörleifur Hróðmarsson, dvöldust
þar fyrsta veturinn sinn á íslandi,
segja munnmæli. Þessi ferð þeirra
félaga var könnunarferð til að líta á
aðstæður í landinu sem seinna varð
heimaland Ingólfs en Hjörleifi varð
ekki langra lífdaga auðið og féll fyr-
ir þrælshendi í Vestmannaeyjum.
Ef eitthvað er að marka munnmælin
hefur Ingólfur setið veturinn í Geit-
hellnum og velt fyrir sér hvar og
hvemig hann skyldi velja sér bústað
á eyjunni. Honum hugkvæmdist að
taka með sér öndvegissúlumar,
varpa þeim fyrir borð og reiða sig á
að guðir og góðir vættir létu súlum-
ar skola á land „á einhveijum kósí
stað“, eins og nútímasagnfræði hlýt-
ur að orða það.
Það er kunnugt af sögunni að önd-
vegisskraut Ingólfs bar að landi þar
sem nú heitir Davíðsborg og tjömin
sem ambáttir Ingólfs skoluðu skítugt
línið heitir senn Davíðstjöm og við
hana stendur brátt Davíðshús.
Ekki hefur Ingólf órað fyrir þess-
um örlögum þar sem hann sat fyrir
ellefu hundmð árum á Geithellnum.
Geithellnar urðu síðar stórbýli og
em það enn. Dalurinn komst í byggð
og var hún blómleg fram á þessa öld
eða þangað til að afkomendur land-
námsmanna tóku upp á því að feta
í fótspor Ingólfs og setjast að í Dav-
íðsborg og næsta nágrenni.
Þröngur Geithellnadalur er nú að
mestu í eyði og fáir ríða þær sex
klukkustundir sem tekur að ferðast
á hesti dalinn endilangan. Geit-
hellnaá liðast um dalinn, ýmist í
gljúfrum eða að hún steypist niður
fossa. -pal
Geithellnaá í Geithellnadal. Hellirinn sem áin, dalurinn og bærinn eru kenndir við fylltist af sandi og aur og sést
ei meir.
Útvarp - Sjónvaip
Mortein, höfuðpaur A-ha, segir frá sér og sínum á rás 2 í kvöld.
RÚV, rás 2, kl. 19.30:
A-ha íviðtali innan
um vinsældalista
Vinsældalistamennirnir, þeir verða lög með þeim félögum. Auk
Gunnar Svanbergsson og Georg þess verða 30 vinsælustu lögin leikin.
Magnússon, náðu um síðusu helgi Lagið Living Daylights var í fimmta
tali af A-ha tríóinu, þeim Mortein, sæti vinsældalistans í síðustu viku,
Pál og Magne, eftir vel heppnaða en hvar það lendir nú kemur í ljós
konserta í Laugardalshöll. Þeir þegar líða tekur á þáttinn. Margir
ræddu við þá um margt og mikið sem spá því efsta sæti og jafnvel 10 næstu
margan langar að vita og spiluð vikurnar.