Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglysingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Umbúðir eyðist skjótt
Léleg umgengni er áberandi í fari margra íslendinga.
Mest tengist hún drykkjusiðum þjóðarinnar, sem felast
í að taka heilann úr sambandi með mikilli notkun áfeng-
is á skömmum tíma. Við það hverfa um tíma ýmsar
góðar venjur, sem siðmenntaðar þjóðir temja sér.
Um daginn var skýrt frá, að ráðizt hefði verið á líkn-
eski af Maríu guðsmóður í garði Kristskirkju. Þessa
dagana er verið að segja frá þungum áhyggjum eigenda
sumarhúsa af skemmdarverkum á fyrirhugaðri Húsa-
fellshátíð. Og alkunn er meðferðin á almenningssímum.
Undir annarlegum áhrifum grýta menn frá sér, hvar
sem er, hverju sem er, einkum umbúðum. Þetta gera
einnig margir, sem ekki geta afsakað sig með að hafa
verið ósjálfráðir gerða sinna. Þeir eru einfaldlega ekki
búnir að ná áttum í umbúðaflóði nútímaþjóðfélagsins.
Töluvert hefur að undanförnu verið rætt um aukna
umbúðamengun á fslandi. Hún er brýnt viðfangsefni,
en umræðan hefur að ýmsu leyti verið reist á röngum
forsendum. Margnota umbúðir eru ekki eins góð lausn
og margir halda og brennanlegar umbúðir ekki heldur.
Umbúðir ropvatns stinga mest í augun. Einna ill-
skástar þeirra eru hálfs annars lítra plastflöskurnar.
Þær rúma mikið magn og eru því lengi að tæmast.
Ennfremur sjást þær vel og eru auðtíndar. Þær eyðast
hins vegar ekki af sjálfu sér í náttúrunni.
Næstar koma málmdósirnar, sem mest hafa verið
gagnrýndar. Þær er ekki hægt að brenna. Hins vegar
verða þær skjótt ryðbrúnar og falla þannig að nokkru
leyti inn í landslagið og eyðast síðan að lokum. Gallinn
er sá, að allt of hægt ryðga þær og eyðast.
Verri eru plastdósirnar nýju, þótt þær brenni. Þeir,
sem eru sóðar og taka ekki umbúðir með sér heim,
munu ekki brenna dósirnar. Auk þess er slík brennsla
oft vandkvæðum bundin, þótt viljann vanti ekki. Og
verst er, að plastið ryðgar ekki á sama hátt og málmur.
í rauninni eru svo verstar hinar margnota umbúðir,
sem margir mæla með. Glerið má að vísu nota aftur,
svona fræðilega séð. En reynslan sýnir, að það framkall-
ar sérstaka athafnaþrá í fullum og ófullum íslendingum,
sem telja, að gosflöskum beri að varpa í nálægt grjót.
Nokkrir áhugamenn, sem nýlega hreinsuðu úr nátt-
úrunni ropvatnsumbúðir af öllu tagi, bölvuðu glerinu
mest. Hver flaska hafði brotnað í þúsund mola, sem
ógerlegt var að ná upp. Vinnan við að hreinsa hverja
flösku var á við hundrað dósir og þúsund plastflöskur.
Engu máli skiptir, þótt unnt sé að skila glerflöskum
og fá fyrir þær peninga. íslendingar eru svo ríkir, að
þeir þykjast ekki þurfa á því fé að halda, allra sízt
yngstu kynslóðirnar, sem eyðslusamastar eru. Gler er
þessu fólki einnota umbúðir, hvað sem fræðin segja.
Ropvatnsmengun verður því ekki minnkuð hér á
landi með því að banna einnota umbúðir, svo sem sum-
ir virðast halda og reynt hefur verið í öðrum löndum,
þar sem árátta til glerbrota er minni en hér á landi.
Við erum einfaldlega ekki eins siðmenntaðir og Danir.
Ropvatnsmengun verður ekki heldur minnkuð með
því að taka upp brennanlegar plastdósir í stað ryðgan-
legra málmdósa. Hún verður fyrst og fremst minnkuð
við að taka upp nýlega uppgötvun, dósir sem eyðast á
undraskömmum tíma eftir að þær hafa verið opnaðar.
Þessari japönsku nýjung þurfum við að kynnast. Hún
hentar sennilega vel íslenzkum umgengnisvenjum og
getur leitt til, að banna megi aðrar umbúðir ropvatns.
Jónas Kristjánsson
„Þetta er hvorki sagt út í hött né i kerskni heldur er þetta reynsla margra ríkisstjórna. Ef við lítum t.d. á
viðreisnarstjórnina þá náði hún umtalsverðum árangri og naut hvað mests stuðnings og trausts þegar hún
fékkst við erfiðleikana ..
Góðærin
gefast einna
verst
Allir þekkja máltækið: „Það þarf
sterk bein til þess að þola góða
daga.“ Máltæki þetta virðist eiga
einkar vel við okkur íslendinga. Því
meiri uppgripa og auðsældar sem við
njótum þeim mun verr látum við að
stjóm. Sjaldan tekst eins illa til við
að stjóma þjóðarskútunni og þegar
ytri aðstæðúr eru okkur sem allra
hagstæðastar. Þá fyrst kastar til að
mynda tólfunum í hallarekstri á ís-
lenska ríkinu og í skuldasöfnun
þjóðarinnar erlendis þegar afli er
mestur, viðskiptakjör hagstæðust og
velsældin best. Beinin okkar þola
auðsjáanlega ekki of góða daga.
Góðæri að baki
Eitt slíkt tímabil er nú að baki að
sögn Þjóðhagsstofnunar. Hún spáir
því að ekki sé líklegt að framhald
geti orðið á þeim mikla hagvexti sem
verið hefur sl. tvö ár. Við höfum náð
bylgjutoppinum í hagsveiflunni, seg-
ir Þjóðhagsstofnun, og nú hallar
undan fæti. Nú er m.ö.o. von til þess
að aftur sé hægt að fara að stjóma
íslendingum.
Eins illa og Islendingar láta að
stjóm í góðæri geta þeir verið dug-
legir og góðir þegnar í mögm árferði.
Sá er a.m.k. dómur reynslunnar.
Þegar að er gáð er þetta ekki svo
mjög undarlegt. Kynslóð fram af
kynslóð hafa íslendingar vanist
miklum sveiflum í aflabrögðum.
Þegar vel hefur árað hafa landsmenn
notið ávaxtanna og iðulega reist sér
hurðarás um öxl harðákveðnir í
þeirri skoðun sinni að loksins séu
hlutimir orðnir eins og þeir eiga að
vera og geti auðvitað ekki farið ann-
að en batnandi. Þegar jafnreglulega
hefur aftur harðnað í ári hafa lands-
menn hert sultarólina, aukist að
þegnskap og skyldurækni og étið
sitt tros. Fáum þjóðum er eríiðara
að stjóma í góðæri en íslendingum.
Fáum þjóðum mun betra að veita
forystu þegar að kreppir og átaks
er þörf.
KjaHaiinn
Sighvatur
Björgvinsson
alþingismaður fyrir
Alþýðufiokkinn
Reynsla margra ríkisstjórna
Þetta er hvorki sagt út í hött né í
kerskni heldur er þetta reynsla
margra ríkisstjóma. Ef við lítum t.d.
á viðreisnarstjómina þá náði hún
umtalsverðum árangri og naut hvað
mests stuðnings og trausts þegar
hún fékkst við erííðleikana, sem
hlutust af aflabresti og verðhruni
íslenskra útflutningsafurða í lok 7.
áratugarins. Það var eftir að þeir
erfiðleikar vom yfirstignir og þegar
landsmenn vom komnir vel á leið
inn í góðærið, sem sú ríkisstjóm
glataði stuðningi sínum og þing-
meirihluta. Þá tók við á sömu stundu
eitt mesta góðæri og einhver mesta
óstjóm íslandssögunnar og síðan
má rekja árangur í efriahagsstjómun
á íslandi í öfúgu hlutfalli við efna-
hagslegt árferði. Þeim mun betri sem
ytri aðstæður til árangursríkrar
efhahagsstjómunar hafa verið því
verri hefur stjómunarárangurinn
orðið - og öfugt. í þessu sambandi
er ekki nægilegt að tala um gott eða
vont fólk í ráðherrastólum; góðar
eða vondar ríkisstjómir. Ástæðan
er líka sú að það er mismunandi
gott - eða mismunandi vont - að
stjóma þjóðarskútunni. Á lensi og í
góðu leiði lætur hún illa að stjóm
en í mótbyr, ágjöf og veltingi fer hún
vel í sjó og heldur stefhu.
Ekki stórt að óttast
Einmitt af þessum sökum tel ég
að nýja ríkisstjómin okkar þurfi
ekki að vera sérstaklega kvíðin þótt
spáð sé að erfiðari ár séu nú fram-
undan en em að baki. Það þarf alls
ekki að merkja að hlutskipti hennar
verði erfiðara eða stjómunarárang-
ur hennar verri en verða myndi ef
framhald yrði á góðærinu. Það er í
ljósi fenginnar reynslu mun líklegra
að hægt sé að fá landsmenn til sam-
starfs um skynsamlegar leiðir til
árangursríkrar stjómar ef ytri að-
stæður krefjast aðgátar en ef þær
em svo hagstæðar að landsmenn
telja að óhætt sé að slaka á klónni.
Þetta kann að hljóma sem öfugmæli
en er ekki. „Öfugmælið" er reynsla
flestra ríkisstjóma á íslandi á liðn-
um árum.
Sighvatur Björgvinsson
„Fáum þjóðum er erfiðara að stjórna í
góðæri en Islendingum. Fáum þjóðum
mun betra að veita forystu þegar að
kreppir og átaks er þörf.“