Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987. 15 í endumýjun - eftir 40 ár Skipan nýrrar ríkisstjómar er tímamót sem hvem mann skipta máli. Þeir stjómmálaflokkar, sem nú mynda þingmeirihluta, hafa að- eins einni sinni áður setið samtímis í ríkisstjóm - fyrir réttum fjörutíu árum. Sú stjóm var undir forsæti Al- þýðuflokksins og sat í rösk tvö ár. í þingsögu íslendinga mun hennar trúlega lengst minnst vegna þess að þá var einn traustasti homsteinn í íslenkri utanríkisstefnu lagður með þátttökunni i Atlantshafsbandalag- inu. Enda þótt íslendingar séu sjálfsagt flestum fremur þrætugjamir um pólitík verður því vart á móti mælt að sú umdeilda afstaða að ganga í Nató hafi unnið sér ömggt meiri- Kjallaiiim Óli Þ. Guðbjartsson, þingmaður fyrir Borgaraflokkinn hlutafylgi með þjóðinni. Þannig að marktæk andstaða gegn þessu sam- starfi er tæpast til lengur. Málefnasamningurinn Flokkamir þrír, sem mynda nýju ríkisstjómina, hefðu sjálfsagt allir hver um sig fi-emur kosið annað stjómarsamstarf en hér varð raunin á. Alþýðuflokkurinn fékk í sinn hlut fjár- og efiiahagsmál þjóðarinnar, að vemlegu leyti, því að hagstofan kom einnig í þeirra hlut, auk félagsmála- ráðuneytis, dóms- og kirkjumála-. Sjálfstæðisflokkurinn hefur áfram mennta-, iðnaðar- og samgönguráðu- neyti en hefur látið fjármála-, viðskipta-, utánríkis-, heilbrigðis- og „..tæpast vekja fyrstu aðgerðir vonir um að sú heildarsýn ráði för sem nauðsyn krefur.“ „Þessa útfærslu boðaði enginn í vor. Var einhver að tala um rétta leið! Eða klett í hafi?“ Þeir eiga það þó sammerkt að vera elstu stjómmálaflokkamir í landinu og þó að þeir hafi sameiginlega drjúgan þingmeirihluta hafa þeir hver um sig minni þingstyrk en þeir áttu að fagna fyrir fjórum áratugum, er seinast reyndi á samstarf þeirra. Málefhasamningur þeirra ber það hins vegar með sér að hann brýtur hvergi blað, hann er sama almenna marki brenndur og annarra sam- steypustjóma, að vera samsuða margra ólíkra sjónai-miða, þannig að margt rekur sig á annars hom þegar grannt er skoðað. Heildamið- urstaðan virðist status quo á flestum sviðum. Þess vegna verður meginspuming- in um styrk flokkanna innan stjóm- arinnar háð þeim ráðuneytum sem fulltrúar þeirra hafa með höndum. Þar vekur mesta athygli verðið sem forsætið var keypt. Framókn stýrir enn ráðuneytum sjávarútvegs og landbúnaðar auk heilbrigðis-, tiygginga-, og utanríkis- viðskipta. tryggingaráðuneytið í stað forsætis- ráðuneytis án hagstofu. Engu skal á þessu stigi spáð um gengi stjómarinnar. Þar mun vísast sem fyrr ráða innri styrkur og raun- vemlegur vilji til samstarfs. En tæpast vekja fyrstu aðgerðir vonir um að sú heildarsýn ráði for sem nauðsyn krefur. Fyrstu aðgerðir A einum stað í málefhsasamning- um segir: „Ríkisstjómin mun stuðla að jafnvægi á lánamarkaði og lækk- un vaxta." Fyrsta aðgerð í peningamálum er hins vegar: „að hækka vexti af spari- skírteinum ríkissjóðs um 1,5% til að greiða fyrir sölu þeirra." Þá er og ákveðið að leggja sérstakt lántökugjald á erlend lán auk hækk- unar ríkisábyrgðargjalds. Tæpast verður sú gjaldheimta rík- issjóði dijúg tekjulind því flestum er ljóst að ríkið sjálft og fyrirtæki þess hafa öðrum fremur seilst til er- lendrar lántöku með ríkisábyrgð. Nema að þessi regla eigi að verka sem sálrænn hemill á forsjármenn eins og rafmagnsgirðing á naut- pening. Lögð er áhersla á að gera skatta- kerfið „einfaldara, réttlátara og skilvirkara.“ íslenskir skattþegnar sjá nú og finna útfærslu þess með nýjum sölu- skatti á matvöm og ýmiss konar þjónustu. Hækkun þessara gæða um 10% ^ verulegan hluta í daglegri neyslu hvers einasta manns. Þessa útfærslu boðaði enginn í vor. Var einhver að tala um rétta leið! Eða klett í hafi? Enginn spyr nú hver eigi Island né rejmir að svara því á einum ein- asta fundi hvað þá hundrað! Ölfusvegur Um samgöngumál i málefhasamn- ingi ríkisstjómarinnar segir: „Unnið verður að vegagerð á gmndvelli langtímaáætlunar og hún endur- skoðuð m.a. með það fyrir augum að flýta lagningu bundins slitlags á vegi sem tengja saman þéttbýlis- staði.“ Hvergi á íslandi er jafhslæmur og illa farinn vegur, ef veg skyldi kalla, í jafnmiklu þéttbýli og Ölfusvegur milli Hveragerðis og Þorlákshafiiar. Þessi vegur er mjög þýðingarmikill hluti vegakerfis í 7-8000 manna byggð. Meðfram honum em að auki margar fiskeldisstöðvar í örum vexti. Þegar nú er unnið, góðu heilli, að flýtingu framkvæmda á Mýrdals- sandi og tengingu Ósbrúar yfir Ölfusá við vegakerfið utan ár þá mega menn ekki undir neinum kringumstæðum láta sig muna um að taka Ölfusið með í heildarlausn- inni. Því mun eftir tekið í héraði hvemig þeir, sem við stjómvölinn standa, beita afli sínu og áhrifum. Óli Þ. Guðbjartsson Andleg nauðgun „í mínum eyrum er sem hver stöð spili yfirleitt sama lagið frá morgni til kvölds, og allar sama lagið. Talað efni er oftast eitthvert gjálfur i kringum þessa eilifðarhljóma, oft mislukkað, stundum bara leiðinlegt,...“ Nýverið var Kjartan Gunnarsson, formaður útvarpsréttamefndar, inntur eftir því í Morgunblaðinu, hver skoðun hans væri á þeim breyt- ingum sem orðið hafa á útvarpsmál- um okkar íslendinga, síðan útvarpsrekstur var gefinn frjáls fyrir einu og hálfu ári „síðan”, eins og Moggi orðar það að dönskum hætti. Ekkert hef ég upp á það að klaga að Kjartan Gunnarsson sé spurður út úr um þetta efni, né heldur er neitt í svörum hans sem vekur mig til mótmæla. Aftur á móti varð klausan öll mér tilefhi til að viðra nokkrar hugleiðingar um útvarps- mál okkar eins og þeim er nú háttað. Þar er skemmst frá að segja að ekk- ert í þeim málum hefur komið Kjartani Gunnarssyni á óvart. Því miður verð ég að játa að ég hef ekki verið eins framsýnn og Kjartan, því mér kemur á óvart að allar þær stöðvar sem ég hef getað heyrt til, að RÚV rás 1 giftusamlega undan- skilinni, skuli á svo skömmum tíma og með svo áþekkum hætti hafa get- að orðið svona dæmalaust sviplitlar og flatneskjulegar. „Fjölbreytnin hefur aukist og sýn- ist sitt hverjum um ágæti þeirra stöðva sem hafa verið settar á stofn,” segir formaður útvarpsréttamefhdar ennfremur, svo ég haldi áfram að vitna í téða Morgunblaðsgrein. „En vert er að hafa í huga,” segir hann, „að þó manni finnist sum blöð og tímarit leiðinleg þá kennir enginn prentfrelsinu um það.” Skammdræg samlíking Mikið rétt. Því miður nær samlík- ingin heldur ekki lengra. í allt vor Kjallariim Sigurður Hreiðar ritstjóri Úrvals og það sem af er sumri hefur svo háttað til að menn hafa verið við útivinnu svo að segja við girðinguna mína; nú upp á síðkastið einnig steinsnari lengra. Trúir tíðarandan- um hafa þeir iðulega látið sér sæma að hafa opið útvarp á einhverja þess- ara rása sem ég þekki ekki í sundur nema þegar þær nefna sig. Líklega til þess að þurfa ekki að slá slöku við vinnu sína til að hlera eftir skallapoppinu og graðhestarokkinu hafa þeir spennt upp hljóðið, jafnvel meira en magnarar viðtækja þeirra og hátalarar þola. Þetta er andleg nauðgun. Hins vegar gæti granni minn legið upp að girðingunni sólai'hringinn út ef honum sýndist svo og lesið leið- inleg blöð og tímarit, án þess að það káfaði hið minnsta upp á mig. Þetta er grundvallarmunur á hljóðmiðlum og prentmiðlum. Enginn neyðir mig til að lesa blöð og tímarit móti vilja mínum. Sama lagið frá morgni til kvölds Vera má að ég sé hér nokkuð dóm- harður um einkareknu útvarps- stöðvamar. Það kann að vera að eitthvað slæðist þar bitastætt innan um og saman við. Þó er svo að þrátt fyrir góðan vilja og ásetning framan af að reyna að fara á milli stöðva og hlusta með velvild til þess að geta dæmt af sanngimi, er ég hættur að nenna því. Mér hefur ekki reynst það ómaks- ins vert. I mínum eyrum er sem hver stöð spili yfirleitt sama lagið frá morgni til kvölds, og allar sama lagið. Talað efhi er oftast eitthvert gjálfur í kringum þessa eilífðarhljóma, oft mislukkað, stundum bara leiðinlegt, en alltof sjaldan. þó fyrir komi, skemmtilegt og áhe>TÍlegt. Einhvers konar símatímar virðast helst eiga upp á pallborðið þar sem' misjafhlega og alltof of oft miður máli farið fólk fær að láta til sín heyra eða svara einhvers konar spumingum sem gjaman em meir en út í hött. Ein af skárri undantekningum er nokk- uð sem kallað er Meinhomið og ég man ekki í hvaða útvarpsstöð er - og þó fer það að verulegu leyti eftir því hve vel viðkomandi þáttarstjóra tekst upp í það og það sinnið. Tímabil sem hlýtur að ganga yfir Þrátt fyrir þetta tel ég vel að einka- réttur ríkisins til útvarpsrekstrar skuli hafa verið afnuminn. Það síbyl- jugaul sem við verðum nú að búa við hljótum við að vona að sé tíma- bil sem gengur yfir. Að því afstöðnu verði farið að leggja meiri metnað í talað orð og miklu meiri breidd í tónlistarvali - jafhvel að einhver einkastöðin komi með það sem fyrir hálfu öðru ári var kallað „sinfóníu- gaul“ og þótti það fráleitasta sem hægt væri að útvarpa. Samt. er það svo að mörgum okkar er vel að skapi að fá annað veifið að heyra góða, klassíska tónlist - og vel að merkja er ekki hægt að dæma um það hvort einhver tónverk em klassísk fyrr en þau em orðin nokkurra áratuga gömul við vinsældir áheyrenda. Að lokum langar mig að beina því til forráðamanna vinnustaða, hvort heldur það er virðuleg stofhun með marmaragólfi eða bara mótaupp- sláttur í húsgrunni, kjötbúð eða götuskurður, að taka tillit til um- hverfísins en ausa ekki yfir það annarri hávaðamengun en til fellur af eðlilegum vinnuhljóðum. Það er óþolandi dónaskapur að nauðga útvarpshljóðum upp á um- hverfi sitt að því fomspurðu. Sigurður Hreiðar „Það er óþolandi dónaskapur að nauðga útvarpshljóðum upp á umhverfí sitt að því fornspurðu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.