Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987.
Útlönd__________________________i
Sjöunda ályktun sinnar
tegundar fiá stofnun SÞ
Fastafulltrúar í öryggisráði SÞ hafa beitt neitunarvaldi sinu óspart. Á þessari mynd situr fulltrúi Sovétríkjanna
þungbrýnn meðan aðrir fulltrúar greiða atkvæði með ályktun um brotthvarf erlendra herja frá Afganistan. Hann
beitti síðan neitunarvaldi gegn ályktuninni. Fastafulltrúarnir hafa nú, í fyrsta sinn um langt árabil, náð saman um
aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að heimsfriði verði stefnt i hættu. Það eitt, út af fyrir sig, er talið merkilegt.
Ályktun sú, sem öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna samþykkti nú í
vikunni, þar sem þess er krafist að
íranar og írakar leggi þegar niður
vopn í styrjöld sinni og leiti sátta í
deilum sínum, er hin fyrsta sem ráð-
ið lætur frá sér fara þau sjö ár sem
styrjöldin hefurstaðið. Öryggisráðið
hefur ennfremur aðeins sex sinnum
áður samþykkt ályktanir þar sem
beitt er ákvæðum sjöunda kafla
stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Sjöundi kafli stofnsáttmálans bind-
ur allar aðildarþjóðir til þess að hlíta
ákvæðum ályktana öryggisráðsins
en sæta ella viðskiptalegum, stjórn-
málalegum eða jafnvel hernaðarleg-
um þvingunaraðgerðum af hálfu
samtakanna.
Allir samþykkir
Til þess að öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna láti fara frá sér ályktun af
þessu tagi verða allir fastafulltrúar
ráðsins að vera henni samþykkir.
Fastafulltrúarnir eru frá Bandaríkj-
unum, Sovétríkjunum, Frakklandi,
Bretlandi og Kína. Hver og einn
þeirra hefur neitunarvald sem hefur
verið óspart beitt.
Aðeins einu sinni í sögu samtak-
anna hefur öryggisráðið samþykkt
ályktun sem einhver fastafulltrúi var
andvígur. Það var árið 1950 og fjall-
aði ályktunin um átökin milli
kóresku ríkjanna tveggja, Suður-
Kóreu og Norður-Kóreu. Sovétmenn,
sem studdu N-Kóreuinenn í átökun-
um, voru mótfallnir ályktun ráðsins.
Þeir voru þó jafnframt að mótmæla
vinnubrögðum öryggisráðsins með
því að mæta ekki á fundi og voru
því ekki til staðar til að beita neitun-
arvaldi sínu.
Sjöundi kaflinn
Sjöundi kafli stofnsáttmála Sam-
einuðu þjóðanna fjallar um aðgerðir
þær sem grípa skal til ef friði í heim-
inum þykir ógnað, ef hann er beinlín-
is rofinn eða ef eitt ríki ræðst á
annað.
I upphafi kaflans er svo kveðið á
að öryggisráðið skuli, í samræmi við
greinar 41 og 42, ákveða hvaða að-
gerða skuli gripið til, í því skyni að
viðhalda heimsfriði eða koma á friði
ef hann hefur verið rofinn.
Grein 41 lýtur að aðgerðum sem
ekki fela í sér beitingu hervalds.
Grein 42 heimilar svo öryggisráðinu
að beita landher, sjóher eða lofther
ef aðrar aðferðir hafa verið árang-
urslausar eða virðast ekki vænlegar
til árangurs.
Kórea - Persaflói
Kóreumálið er hið eina sem gengið
hefur svo langt að öryggisráð S.Þ.
sendi herlið á vettvang til þess að
taka virkan þátt í bardögum.
Eins og fyrr segir var ályktun ráðs-
ins vegna árásar hersveita kommún-
ista í N-Kóreu inn í S-Kóreu
samþykkt árið 1950. Kóreustríðið
stóð í þrjú ár og endaði með vopna-
hléi, án þess að annar hvor aðilinn
væri sigurvegari. Bandaríkjamenn
sáu um stríðsreksturinn af hálfu
ríkja S.Þ. að mestu leyti, enda er það
hlutur þeirra að styrjöldinni sem
einna helst er minnst í dag.
Fyrsta ályktun öryggisráðsins, þar
sem ákvæðum sjöunda kaflans var
beitt, var þó samþykkt tveim árum
áður, eða 15. júlí 1948. Hún varðaði
átök milli ísraela og araba og fyrir-
skipaði tafarlaust vopnahlé í Jerú-
salem innan sólarhrings. Var
vopnahlésnefnd samtakanna fyrir-
skipað að grípa til hverra þeirra
aðgerða sem nauðsynlegar kynnu að
verða til að framfylgja ályktuninni.
Af öðrum slíkum ályktunum má
nefna hafnbannið gegn uppreisnar-
stjórninni í Ródesíu sem nú er
Zimbabwe. Ályktun ráðsins og að-
gerðir voru að undirlagi bresku
stjórnarinnar, árið 1966, þegar Ród-
esía lýsti yfir sjálfstæði sínu frá
Bretlandi.
Síðasta ályktun, sem byggir á sjö-
unda kaflanum, þar til nú í vikunni,
var gerð til að koma á hafnbanni á
Suður-Afríku. Það hafnbann stendui
enn.
Lítill árangur
Yfirleitt bera ályktanir öryggis-
ráðsins fremur lítinn árangur.
Ródesíumenn fundu ótal leiðir til
þess að komast fram hjá hafnbann-
inu, meðal annars með því að flytja
mikið inn gegnum Suður-Afríku.
Suður-Afríka hefur einnig fundið
sínar leiðir og hefur hafnbannið ekki
unnið efnahagslífi landsins verulegt
tjón þótt það hafi staðið í tíu ár.
Öryggisráð S Þ hefur ekki til þessa
fengist til að gera víðtækari aðgerðir
gegn Suður-Afríku, þrátt fyrir mik-
inn þrýsting margra Áfríkuríkja, sem
fella sig illa við kynþáttaaðskilnað-
arstefnu stjórnvalda þar í landi.
Bandaríkjamenn og Bretar hafa ít-
rekað beitt neitunarvaldi sínu í
slíkum málum.
Sú beiting á neitunarvaldi gæti
komið þeim í koll nú ef þessi ríki
vilja ganga lengra í aðgerðum gegn
styrjaldaraðilum við Persaflóann.
Bandaríkjamenn halda því fram að
þessi nýjasta ályktun hafi sérstöðu
þar sem hún sé sú fyrsta sem ætlað
sé að stöðva styrjöld sem þegar
stendur yfir. Fordæmi þau, sem gefin
voru í átökum ísraela og araba, svo
og Kóreustyrjöldin, sýna þó að svo
er ekki.
Hvort þessi ályktun nær tilgangi
sinum er óvíst í dag. íranar hafa
þegar lýst því yfir að þeim þyki hún
óréttmæt þar sem hún tilgreini ekki
íraka sem upphafsmenn að átökun-
um. Telja þeir sig því ekki geta lotið
ákvæðum ályktunarinnar.
Viðurlög þau, sem öryggisráðið
getur beitt í byijun, til dæmis bann
við vopnasölu til styrjaldaraðila, eru
ekki líkleg til að vera mikils megn-
ug. Bæði ríkin hafa leiðir til að
komast fram hjá slíku banni.
Þessi ályktun er þó merkileg fyrir
þær sakir að með henni hefur tekist
að fá alla fastafulltrúa í öryggisráði
S Þ til þess að takast í sameiningu
á við vandamál sem óneitanlega ógn-
ar heimsfriði í dag.
Við lofum því
semskiptirmestu
máli:
GÓÐRI
ÞJÓNUSTU
Verð og tæknileg
útfærsla við allra
hæfi
Borgartúni 20
Sími 2-67-88
Ewópuþingið ætlar að reka af sér slyðruorðið
Skiptar skoðanir eru um Evrópu-
þingið og er það ýmist kallað ímynd
lýðræðis í Evrópu eða kjaftasam-
kunda stjóramálamanna.
Sjálfir halda meðlimir þingsins
hinu íyrmefiida fram en gagnrýnd-
endur þess aðhyllast síðari skilgrein-
inguna. Og það meira að segja sumir
embættismenn annarra stofriana
Evrópubandalagsins.
í þessum mánuði voru þinginu
veitt frekari völd til þess að stöðva
og bafa áhrif á ákvarðanir Evrópu-
bandalagsins. Eru þingmenn
ákveðnir í að sanna að þeir geti ver-
ið með um að taka ákvarðanir í
stærsta efhahagsbandalagi heimsins.
Forseti þingsins, Plumb lávarður
frá Bretlandi, þykir það orð, sem
farið hefur af þinginu að undan-
fömu, hræðilegt og leggur hann
áherslu á að þetta þing, sem fimm
hundruð og átján þingmenn tólf
þjóða eru kjömir á í beinum kosn-
ingum, sé hvorki meira né minna en
rödd allrar Evrópu.
Lítill gaumur gefinn
Það eru ráðherrar Evrópubanda-
lagsins sem taka flestar mikilvægar
ákvarðanir og stundum er tekið
meira mark á þinginu utan banda-
lagsins en innan þess. I aðildarlönd-
unum er lítill gaumur gefinn að
aðgerðum þingsins varðandi mann-
réttindamál en þær eru álitnar
mikilvægar þar sem fólk berst fyrir
frelsi sínu, fullyrða þingmennimir.
Taka þeir fram að líta megi á það
eins og „Litlu Sameinuðu þjóðim-
ar“.
Raunveruleg völd Evrópuþingsins
hafa verið lítil að undanfömu og það
hefur fengið það orð á sig að vera
eins og pirraður krakki sem aðeins
getur tafið eða kvartað undan
ákvörðunum sem teknar hafa verið
annars staðar.
Umræðumar fara fram á níu
tungumálum og er kostnaður við
starfsemi túlka og þýðenda fjömtíu
prósent af fjárlögum þingsins. Til
viðbótar kemur kostnaður við skrif-
stofuhald í Luxemburg og Brussel
en mánaðarfundir þingmanna eru
haldnir í Strasbourg i Frakklandi.
Fulltrúar áttatíu flokka
Þingmennfrnir em fulltrúar átta-
tíu stjómmálaflokka allt frá öfga-
sinnuðum hægri flokki Le Pen i
Frakklandi til stjómmálavængs að-
skilnaðarhreyfingar Baska á Spáni.
Þar til í þessum mánuði einskorð-
uðust völd Evrópuþingsins við að
tefja ákvarðanir ráðherra með því
að neita að ræða þær. Áður en hægt
er að hrinda ákvörðunum í fram-
kvæmd þurfa ráðleggingar þingsins
að vera fyrir hendi. Evrópuþingið
hefur þó haft vald til að hafna árleg-
um fjárlögum Evrópubandalagsins.
Breytinga að vænta
Útvíkkað valdsvið þingsins hefur
í för með sér að nú verður að leggja
fram tvisvar fyrir þingið lagatillögur
Evrópubandalagsins og þar með get-
ur þingið tafið enn lengur til þess
að knýja fram breytingar á því sem
það er ekki samþykkt. Einnig getur
Evrópuþingið hindrað inngöngu
nýrra meðlima í Evrópubandalagið
og hindrað viðskiptasamninga við
ríki sem ekki eiga aðild að því. Rétt-
ur þess til að hafna fjárlögum er
óskertur.
Þingmönnum er umhugað um að
benda á að Evrópuþingið sé eini
vængur Evrópubandalagsins sem
menn em kjömir á í beinum kosn-
ingum. Einnig benda þeir á að
ákvarðanir, sem ráðherrar banda-
lagsins em sífellt að taka bak við
luktar dyr, séu ólýðræðislegar. Með
tilkomu aukins valdsviðs Evrópu-
þingsins sé nú hins vegar breytinga
að vænta.
Aðalstöðvar Evrópuþingsins i Luxemburg.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson