Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Page 13
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. 13 Neytendur Merming Löglegt eintak af Word Perfect. í greininni kemurfram aö kaupi menn forrit þá stendur þeim til boða ýmis þjónusta sem að öðrum kosti væri útilokað fyrir þá að nýta sér. Afritun forrita Eins og fram kemur í grein hér á síðunni er mikið um að menn afriti forrit hver hjá öðrum en slíkt er lög- brot. Það er þó erfitt að koma í veg íyrir þetta. DV hafði tal af Lúðvík Friðrikssyni, framkvæmdastjóra Raf- reiknis, en fyrirtækið hefur íslenskað hið þekkta ritvinnsluforrit Word Perfect, og selur það undir heitinu Orðsnilld. Við spurðum Lúðvík fyrst hvemig gengi að fá menn til að komast yfir forritið eftir löglegum leiðum: „Það hefur gengið mjög vel en við vitum að margir em með afrit. Einnig em það margir sem kaupa sem hafa átt afrit fyrir. Við veitum löglegum notendum góða þjónustu. Þeir geta t.d. hringt í okkur hvenær sem upp koma vafaatriði, og þar að auki þá setjum við í forritið skipanir fyrir fle- stalla prentara sem til em. Einnig látum við notendur fá nýjar gerðir forritsins um leið og þær koma á mark- að. Þessi þjónusta hvetur menn til að kaupa forritið." Er það þá ekki góð auglýsing fyrir ykkur ef menn fá sér afrit og kynnast forritinu og kaupa síðan? „Það hefur sínar neikvæðu hliðar. Ef menn fá sér afrit, en hafa ekki leið- beiningabók, þá kemur fljótt að því að þeir sigla í strand og gefa þá kannski forritið upp á bátinn. Ef menn hafa vemlegan áhuga á að kynnast Orðsnilld, þá geta þeir fengið það lán- að hjá hvaða söluaðila sem er. Þá fá þeir bækur með og geta skoðað forri- tið í ró og næði, þetta er mun jákvæð- ara, og þætti okkur mjög vænt um að menn veldu frekar þennan kost heldur en að afrita. Það em sumir sem segja að af hverju seldu forriti séu tekin 100 afrit, en það getur einfaldlega ekki staðist, því við höfum selt um 600 ein- tök, og það em ekki nema 10-12 þúsund tölvur í landinu. Við höfum staðið menn að því að nota ólögleg eintök. Þeir hafa undan- tekningarlaust fallist á að kaupa sér forritið, en þó höíúm við nokkrum sinnum verið komnir á fremsta hlunn með að kæra. Löggjafinn er þó óljós í þessu efhi en það er um nokkrar leið- ir að velja. Við höfum stuðst við höfundarrétt, en ef kært er verður það mál prófmál fyrir dómstólum og gæti tekið nokkurn tíma að fá úr því skor- ið. Það er bara tímaspursmál hvenær að þessu kemur og kæmi mér ekki á óvart að það yrðum við sem kærðum fyrstir." Hvemig kemur skattui’inn niður á ykkur? Það myndi sennilega koma mjög hart niður á sölu, og við sem leggjum í mikinn kostnað við að þýða forrit yfir á gott íslenskt mál kæmum mjög illa út úr slíkum aðgerðum. 25% hækkun er einfaldlega of mikið stökk, það væri eðlilegra að tala um 10% skatt í þessu sambandi. Afleiðingar slíkrar skattlagningar gætu haft mjög alvarlegar afleiðingar, ekki hvað síst fyrir íslenska tungu, en minnkandi sala myndi einfaldlega gera það að verkum að menn hættu að telja sér fært að þýða forritin, og væri þá verr af stað farið en heima setið. Sem dæmi um þetta þá erum við að vinna að því að íslenska töflureikni, Plan Perfect, og kemur hann út fyrir áramót ásamt bók á íslensku. Með þessu erum við að taka verulega áhættu þvi að kostnaðurinn sem við leggjum í vegna þessa er á bilinu 1-2 milljónir. -PLP og ávalt Haraldur Jónsson í Hafnargalleríi astliðinn vetur. Heiti þess var Genesis Eroticae og sama heiti er á öllum verkunum sem nú eru til sýn- is. Myndbandið var byggt upp á myndum í bók Haralds, þeirri sem skoða má á sýningunni. Genesis er heitið á Mósebók, sköpunarsögunni og í víðari merkingu þýðir það m.a. uppruni eða tilurð. I bókinni er til- vísun Haralds til ástarlífeins mjög augljós. Hann notast einkum við tvö form, íhvolft (concave) og ávalt (con- Haraldur Jónsson myndlistarmað- ur sýnir þessa dagana myndverk í HafhargaÍleríi í Reykjavík. Hann sýnir fjóra skúlptúra, bók og mynd- band. Hluti myndbandsins var sýnt í þættinum Geisla í sjónvarpinu síð- MyndJist Þorgeir Ólafsson Genesis Eroticae eftir Harald Jónsson. vex) og lætur þau falla saman eða dragast í sundur. í bókinni bætir hann við ýmss konar táknum sem undirstrika karl- og kveneiginleika hlutanna, Skúlptúramir eru rúnir öllum þessum táknum nema hvað hægt væri að ímynda sér að rauði liturinn á samskeytum þeirra tákn- aði erótík. Ætla má að skúlptúramir séu nokkurs konar endapunktur á vangaveltum Haralds yfir möguleik- um íhvolfu og ávölu formanna. Með því að svipta verkin táknunum standa þau sterkari sem myndræn form sem ekki þarfhast sérstakra skírskotana. Skúlptúrar Haralds em að því leyti óvenjulegir að þeir eru gerðir með það fyrir augum að það megi færa þá til og breyta afetöðu hlutanna á ýmsa vegu. Ahorfandinn getur þann- ig verið þátttakandi í sköpun verksins á svipaðan hátt og vindur eða vél breytir formum hreyfiverka. Hugmyndin er skemmtileg og af myndbandinu mátti sjá að hún virk- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.