Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 21
20 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. 21 Iþróttir „Stefiii á að komast í átta manna úrslit“ Um Ivfið að tefla - Undanúrslitin í Mjóikurbikamum fara fram í kvöld í úrslHum Þrír leikir fóru fram í gærkvöldi í úrslitakeppni fjórðu deildar. I Bolung- arvík glímdu heimamenn við Víkverja og skildu liðin jöín, O ö. Segja má að úrslitin hafi verið með sanngjamara lagi. Liðin sóttu á víxl en færin skorti. Þó ber þess að geta að hvort lið átti skot í marksúlu. Á gervigrasvellinum í Laugardal áttust við Árvakur og Grótta. Fóru Seltimingar með sigur af hólmi, 1-2. Mark heimamanna gerði Bjöm Pét- ursson en mörk Seltiminga skoraði Sverrir Sverrisson. Á Blönduósi léku loks Hvöt og HSÞc Vom Hvatarmenn skæðari en tókst þeim illa að nýta færin. Þó gerðu þeir tvö mörk áður en yfir lauk. Mývetn- ingar náðu hins vegar ekki að rétta sinn hlut. Mörk Hvatarmanna áttu þeir Ingvar Magnússon og Axel Rúnar Guð- mundsson. -JÖG Undanúrslitin í Mjólkurbikamum fara fram í kvöld. Mætast þá annars vegar Fram og Þór á Laugardalsvelli en hins vegar Víðir og Valur á Garðs- velli. Ljóst er að barist verður af heift enda ræður staða liða litlu eða engu um þegar glímt er í bikarkeppni. Fram lék við Þór í undanúrslitum bikarkeppninnar fyrir fáeinum árum, leiktímabilið 1985. Þá sigraði Fram, 3-1, eftir tvísýnan leik og framleng- ingu. I Garðinum leika heimamenn og Valur. Valsmenn hafa ekki sótt gull í greipar Víðismanna á þessu leikári. Tvívegis hafa liðin skilið jöfii, 1-1, í bæði skiptin. I spjalli við DV kvaðst Þorgrímur Þráinsson, íyrirliði Valsmanna, bjart- sýnn á hagstæð úrslit í Garðinum. „Leikurinn leggst ákaflega vel í mig,“ sagði hann. „Okkur hefur geng- ið vel á útivöllum í síðustu umferðum og sjálfur tel ég að þetta sé allt að ganga saman hjá okkur. Það er betri andi í liðinu en verið hefúr, það er létt yfir mannskapnum. Mér er ljóst að leikurinn verður erfiður og allt getur gerst, þetta er, jú, bikarkeppni." Gísli Eyjólfsson, Víðismaður, sagði að allt yrði lagt í sölumar til að sigra Val í kvöld. Kvað hann leikmenn hafa tekið lífinu með ró ffá síðasta deildar- leik. „Þegar á hólminn verður komið munum við hins vegar berjast til síð- asta blóðdropa, enda viljum við sigur og ekkert annað,“ sagði Gísli. Þess má geta að báðir leikir hefjast klukkan 18:30. Víst er að stuðnings- menn allra liða, sem hlut eiga að máli, munu þyrpast á völlinn. Valsmenn efira til að mynda til sætaferða. Fara rútur suður í Garð frá Hlíðarenda kl. 17:30. -JÖG Símamynd Reuter/Michael Urban. Maradona í Hamborg Stuðningsmenn ítalska knattspymufélagsins Napolí og aðdáendur knattspymukappans Diego Maradona fögnuðu hetju sinnu á flugvellinum í Hamborg í gærkvöldi. Maradona og félagar hans komu þá til Hamborgar til að leika vináttuleik gegn Hamburger í kvöld. - segir Eðvarð Þór Eðvarðsson „Ég held að þetta sé allt saman að smella saman. Ég hef æft af fúllum krafti í langan tíma en þessa dagana er ég i hvíld. Ég finn þá hvað ég styrk- ist allur og um leið léttist og er það góðs viti,“ sagði okkar sterkasti sund- maður, Eðvarð Þór Eðvarðsson, í samtali við DV í gærkvöldi en hann var þá á sinni síðustu æfingu fym- Evrópumeistaramótið í sundi sem hefst í Strasbourg í Frakklandi á þriðjudaginn kemur. Talsverðar vonir • Rudi Völler. Öruggur sigur V-Þjóðverja Sigurður Bjömssan, DV, Þýskalandi: Vestur-Þjóðverjar sigmðu Frakka, 2-1, í vináttulandsleik í Vestur-Berlín í gærkvöldi. Þjóðverjar náðu tveggja marka forystu eftir aðeins níu mínútna leik og var Rudi Völler, sem nú leikur með ítalska liðinu Roma, að verki í bæði skiptin. Fyrra markið kom eftir vamarmistök og hið síðara eftir horn- spymu. Fyrri hálfleikur var hrein einstefna hjá Þjóðverja en Frökkum tókst að klóra í bakkann rétt undir lok hálf- leiksins. Cantona skoraði markið í sínum fyrsta landsleik. Seinni hálfleik- ur var rólegur. Frökkum tókst að komast meira inn í leikinn án þess þó að ógna verulega þýska markinu. Áhorfendur vom 40 þúsund. -JKS Arvakur lá em bundnar við Eðvarð Þór á þessu móti og má segja að hann sé sá eini í íslenska landsliðshópnum sem á raunhæfa möguleika að komast í aðal- úrslit mótsins. „Ég stefni að því að komast í átta manna úrslit og vona að það takist. Ég er á toppnum hvað æfingarform snertir á árinu. Á síðasta Evrópumóti, sem haldið var í Sofia í Búlgaríu, haffi- aði ég í 7. sæti í 100 metra baksundi og í því 9. í 200 metra baksundi. Ég er miklu sterkari núna en það em lík- lega allir þeir sem tóku þátt í mótinu þá, sagði Eðvarð Þór ennfremur. „Á Evrópumeistaramótinu í Stras- bourg á ég í höggi við sterkustu sundmenn heimsins í dag, þar á meðal Sovétmanninn Igor Polianski og Frank Hofimeister frá Vestur-Þýska- landi svo það er við ramman reip að draga. Ég vona bara að mér takist að hanga í þessum köppum,“ sagði Eð- varð Þór Eðvarðsson. -JKS Andrei ! þríbætti | heimsmetið | í kúluvarpi j ítalski kraftakarlinn Alessandro Andrei gerði sér lítið fyrir í gær- kvöldi og þríbætti heimsmetið. í kúluvarpi. Þetta einstæða affek átti sér stað á fijálsíþróttamóti í Viareggio á ítaliu. Já, gamla metið hans Udo Bayer ffá A-Þýskalandi, 22,64 m, sem hann setti 1986, var þríbætt. Andrei byjjaði á því að setja ítal- skt met, 22,19 m, síðan kastaði hann 22,37 m og í þriðja kasti sínu flaug kúlan 22,72 m. Heimsmetið var hans! Við þetta komst Andrei í vígamóð og bætti metið í tví- gang, 22,84 og 22,91 m. Þetta er hreint ótrúlegt affek. öll kost hans voru yfir 22 m. -SOS • Landsliðshópurinn sem heldur til Strasbourg ásamt þjálfara og aðstoðarmanni. Frá vinstri Guðmundur Harðarson, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Magnús Ólafsson, Hugrún Ólafsdóttir, Bryndís Ólafsdóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir Ragnar Guðmundsson, Amþór Ragnarsson og Friðrik Ólafsson. Á myndina vantar Guðfinn Óiafsson. DV-mynd Brynjar Gauti. „Stefnan hefúr verið tekin á OL-lágmörkin“ - segir Guðmundur Harðarson, landsliðsþjátfarí í sundi Norðmenn sterkir Norskir knattspymumenn höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi. A-lands- liðið lék vináttulandsleik gegn Svíum í Osló og lauk leiknum með marka- lausu jafhtefli, 0-0. Áhorfendur voru 23 þúsund. í næsta mánuði leika Is- lendingar gegn Norðmönnum í Evrópukeppninni og má af úrslitunum í gærkvölch ætla að Norðmenn séu með sterkt landslið um þessar mundir. • Ólympíulið Norðmanna lék gegn Sovétmönnum i Moskvu i undan- keppni ólympíuleikanna og báru lægri hlut því Sovétmenn sigruðu, 1-0. Það var Vladimir Lyuty sem skoraði eina mark leiksins. Áhorfendur voru 40 þúsund. -JKS „Ég held að ég geti fyllyrt að ekkert annað sundlandslið, sem farið hefur utan á Evrópumeistaramót, hefur verið í eins góðu formi og það sem fer að þessu sinni. Æfingar fyrir mótið hafa gengið vonum framar og allir eru í toppæfingu,“ sagði Guðmundur Harðarson, landliðsþjálfari í sundi, í samtali við DV í gærkvöldi. í dag heldur íslenska landsliðið í sundi til keppni á Evrópumeistaramótið sem hefst í Strasbourg í Frakklandi nk. þriðju- dag. Hópurinn ætlar að laga sig vel að ■aðstæðum ffam að keppni. Þetta er stærsti hópur sem farið hefúr utan til keppni ff am að þessu. í hópnum eru þau Eðvarð Þór Eðvarðsson, Ragnar Guðmundsson, Magnús Ólafsson, Ragnheiður Runólfs- dóttir, Hugrún Ólafsdóttir og Bryndís Ólafedóttir. Þátttökuþjóðir á Evrópu- meistaramótinu verða 30 og margar af þeim hafa á að skipa sterkustu sundmönn- um heimsins í dag. Nokkrir þeirra eiga núgildandi heimsmet. „Ég held að það sé takmark flestra í hópnum að ná ólympíulágmörkunum fyrir þetta mót og það á vera raunhæfúr mögu- leiki. Eðvarð Þór er sá eini sem náð hefur lágmörkunum. Hann er einnig sá sem á mestu möguleikana á að komast í átta manna úrslitin og er búist við því ytra, og jafnvel enn lengra, sem yrði út af fyrir sig frábær árangur. En 20-40 keppendur taka þátt í hverri sundgrein," sagði Guð- mundur. „Ég hef trú á því að nokkur heimsmet líti dagsins ljós á þessu Evrópumeistara- móti. Þama verða samankomnir nokkrir af sterkustu sundmönnum heimsins í dag og nægir þar að nefna Mikael Cross ffá Vestur-Þýskalandi, heims- og ólympí- meistara í nokkrum greinum. Sovétmenn og Austur-Þjóðverjar verða einnig með sína sterkustu menn, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hönd okkar sundfólks vona ég að- eins það besta. Allt sem er betra en á síðasta móti er mjög góður árangur," sagði Guðmundur Harðarson landsliðsþjálfari. -JKS Anderson fór á 250.000 pund Eins og kunnugt er leikur enski landsliðsmaðurinn Viv Anderson með Manchester United á næsta keppnistímabili. En hann var keypt- ur frá Arsenal fyrir nokkru. Liðin urðu ekki ásátt um kaupverðið þannig að málinu var skotið til sérs- taks dómstóls sem ákvað að Manchester United þyrfti að greiða Arsenal 250 þúsund fyrir kappann. í upphafi vildi Arsenal fö 450 þúsund pund en Manchester United greiða 100 þúsxrnd pund. -JKS Iþróttir Þorvaldur varði víti - á elleftu stundu og tryggði Leiftri jafntefli, 1-1 Priöbjöm Ó. Valtýssom, DV, Eyjuiti: „Ég tók áhættuna - kastaði mér í rétt hom og náði að verja,” sagði Þorvald- ur Jónsson, hetja Leifturs frá Ólafe- firði, sem gerði sér lítið fyrir og varði vítaspymu frá Elíasi Friðrikssyni á síðustu mín. leiks Eyjamanna og Leift- ursmanna í 2. deildar keppninni þegar þeir mættust í Eyjum í gærkvöldi. Þar með koma hann í veg fyrir að Leiftur tapaði. Leik liðanna lauk með jafntefli, 1-1. „Við komum hingað með það í huga að ná a.m.k. jafntefli. Náð- um að leika skynsamlega og halda knettinum þegar við átti. Eyjamenn vom meira með knöttinn en við áttum ekki færrri marktækifæri,” sagði Þor- valdur, sem var maður leiksins. Þorvaldur stjómaði vamarleik Leift- urs eins og herforingi. Ólafsfirðingar fengu óskabyijun. Sigurbjöm Jakobsson skoraði með skalla eftir aðeins tvær mín. en Hlyn- ur Stefánsson náði að jafna, einnig með skalla, á 17 mín. Bæði liðin áttu síðan stangarskot. Eyjamenn vom meira með knöttinn en sóknarleik- menn þeirra vom ekki á skotskónum. Mikil spenna var í lokin þegar Lúð- vík Bergvinsson var felldur inn í vítateig og vítaspyman dæmd á Leift- ursmenn. Elías tók spymuna en Þorvaldur sá við honum og náði að kasta sér út við stöng og veija. Leiftur með með tveggja stiga (24) forskot á næstu lið, Þrótt, Selfoss og Víking (22 stig), í 2. deildar keppninni. -sos Rangers tapaði í Edinborg Heil umferð fór fram í skosku úrvalsdeildinni í knattapymu í gærkvöldi. Úrslit leikjanna urðu sem hér segir: Aberdeen-Morton.......3-1 Celtic-Hearts...........1-0 Dundee United-Motherwell.1-1 F alkirk-Dundee.........0-3 Hibernian-Rangers.......1-0 St.Mirren-Dunfermline...1-1 -JKS 5ssssr UrKta0Úrsl. ■Æ&a,ramú t-'"leiKnu-á ^ ^.rskiptSk^ S»amÚre"1 « hefurskg^ft1^09 "ka írslltumí ,,, 1ft3a n MJÓLKURDAGSNEFND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.