Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. Erlendir fréttaritarar Það er ekki bara ólga á Sri Lanka vegna samkomulagsins um sameiningu norður- og austurhluta eyjunnar. Tamílar i Bonn i Vestur-Þýskalandi efndu til mótmælaaðgerða fyrir utan sendiráð Indverja þar. Simamynd Reuter Litlar líkur á kyrrð á Sri Lanka Jón Qrmur Halldórssan, DV, Landan: Mikil spenna ríkir enn á Sri Lanka. Vopnahlé hefur að miklu leyti verið virt en ásakanir hafa þó gengið á víxl í austurhéruðum landsins og kom til almennra verkfalla þar um helgina af þeim sökum. Skæruliðar tamíla hafa afhent talsvert af vopnum sínum en það er þó að líkindum aðeins brot af því sem þeir ráða yfir. Indversku hermenn- imir, sem nú eru nálægt sex þúsund að tölu á svæðum tamíla, fengu um helgina í hendur vopn frá skærulið- um í austurhéruðunum en tafir höfðu orðið á því að þeir gæfu sig fram. Ójga í höfuðborginni 1 höfúðborginni Colombo er mikil ólga undir niðri og virðast ílestir á því að meiri hluti almennings sé andvígursamkomulaginu. Leiðtogar stjómarandstöðunnar hafa snúist gegn því og búast margir við öldu hermdarverka öfgamanna úr röðum sinhalesa nú þegar hlé hefur orðið á hermdarverkum tamíla. Innan stjómarflokksins em vem- leg átök um samkomulagið þó ríkisstjómin sé nú öll að baki forset- anum, opinberlega í það minnsta. Inn í þau átök blandast átök milli þriggja stjómmálamanna um hver skuli erfa leiðtogasætið eftir forse- tann, Jayawardena, sem er áttræður að aldri. Vopn í felum Þó að skæmliðar tamíla hafi af- hent talsvert af vopnum og leiðtogi þeirra hvetji þá til uppgjafar virðast allar líkur á því að þeir feli vopn í miklum mæli og geri ráðstafanir til þess að hefja vopnaða baráttu á ný ef þeim sýnist þörf á slíku. Leiðtogi skæmliðanna sagði eftir samkomu- lagið að það væri aðeins gildra fyrir tamíla og sýnist eins líklegt að hann hafi að lokum fallist á samkomulag- ið nauðbeygður frekar en af sann- færingu um ágæti þess. Sú saga gengur nú á Sri Lanka að Jayawardena forseti hafi einung- is fallist á tillögu Indverja um sameiningu norður- og austurhéraða eyjunnar, sem var meginkrafa ta- míla, þar eð hann hafi talið sig geta komið því í kring að slíkt samkomu- lag yrði fellt í atkvæðagreiðslu í austurhémðunum þar sem tamílar em aðeins um flömtíu prósent íbú- anna. Litlar líkur á kyrrð Margt bendir til þess að þetta geti orðið raunin þar sem íslamskir ta- mílar á þessu svæði virðast telja sig eiga meiri samleið með búddatrúar- mönnum af kynþætti sinhalesa en með hindúískum tamílum. Ef þetta verður niðurstaðan má búast við hemaði að nýju frá hendi tamíla. Ef austurhémðin verða hins vegar sameinuð norðurhémðunum í óþökk mikils hluta íbúa þeirra og hugsan- lega meirihluta íbúa eyjarinnar allrar verður friður í hættu frá hendi sinhalesa. Eins liggur lítið fyrir um hversu viðtæk völd héraðsstjóm tamíla muni í reynd fá og virðast því litlar líkur á því að kyrrð verði á Sri Lanka á næstunni þó blóðugu stríði hafi linnt. Margir mánuðir munu líða uns Ijóst verður hvort þama er aðeins um vopnahlé að ræða eða varanlegan frið. Sameining slóni flugfélaganna enn möguleg Jón Onmr Halldóresan, DV, Landon: Sameining tveggja stærstu flugfélaga Bretlands, British Airways og Bntish Caledonian, er enn hugsanleg þrátt fyrir ákvörðun viðskiptaráðherra Bretlands að leita umsagnar nefndar um hringamyndanir. Nokkur önnur flugfélög munu að líkindum gera tilboð í British Caledon- ian og þar á meðal em tvö erlend flugfélög, hollenska flugfélagið KLM og bandaríska flugfélagið Northwest Orient. British Airways, sem er stærsta flug- félag utan Bandaríkjanna og á al- þjóðaleiðum stærsta flugfélag heimsins, hefur barist hart fyrir þess- ari sameiningu sem félagið telur nauðsynlegt vegna sameiningar margra bandarískra flugfélaga í fáein risafyrirtæki og vegna aukinnar sam- keppni frá stórum flugfélögum í Asíu. British Caledonian, sem flýgur bæði innan Evrópu og til staða í Afríku, Asíu og í Bandaríkjunum, hefur átt í vemlegum erfiðleikum að undanförnu og ef ekki verður af sameiningu við British Airways má heita ömggt að félagið verði keypt af öðm flugfélagi. British Caledonian er eitt af fjórum stærstu flugfélögum Bretlands og hef- ur eitt hinna, British Midland, sýnt áhuga á að kaupa félagið og sömuleið- is forráðamenn Air Europe. Hin tvö stóm flugfélögin í Bretlandi, Britannia Airways, sem er stærra en British Caledonian og Dan Air, sem er litlu minna, stunda einkum leiguflug en hafa bæði mótmælt sameiningu Cale- donian við British Airways. British Airways er miklu stærra en British Caledonian og mundi eftir sameiningu verða langstærsta flugfé- lag Evrópu með meira en tvö hundmð farþegaþotur í fórum til hundrað og fimmtíu borga í heiminum. Félagið myndi einnig verða stærsta fyrirtækið á Gatwick flugvelli við Lon- don en það er nú með hátt í helming af allri flugumferð um Heathrow flug- völl. Félagið bendir hins vegar á að það á í samkeppni við marga tugi flug- félaga sem fljúga sömu leið. ítök í þessum tveimur flugvöllum skipta miklu máli þar sem hart er nú barist um réttindi til flugs á mestu anna- tímum dagsins en flugvellimir em báðir mettaðir og þurfa um þessar mundir að anna allt upp í átján hundr- uð þotum á degi hvetjum. I hungurverkfalli Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmaimaha&i: Tuttugu og fjögurra ára gömul ísra- elsk kona hefur undanfarið verið í bráðri lífshættu vegna sex vikna hungurverkfalls í Vestre fangelsinu í Danmörku. Síðustu daga hefur hún auk þess hætt að drekka vatn og því verið undir ströngu eftirliti Iækna. Ástæðan fyrir hungurverkfallinu er hið afar hægfara réttarkerfi í Dan- mörku. Var konan handtekin í ágúst í fyrra vegna fíkniefhamáls og sat sjö og hálfan mánuð í einangmn. Nýlega sló Eystri landsréttur því föstu að mál hennar yrði fyrst lagt fyrir kviðdóm- endur í janúar næstkomandi. Þangað til yrði hún að sitja í fangelsi. Verjandi konunnar segir að með hinum langa biðtíma sýni ákæmvald- ið og landsrétturinn ábyrgðarleysi sem gangi í berhögg við allar mannrétt- indayfirlýsingar. Israelska sendiráðið í Kaupmanna- höfn hefur haft samband við dönsk yfirvöld vegna málsins. Dómsmála- ráðaherra Dana segir sautján mánuði óæskilega langan biðtíma eftir dómi og það sé hlutverk réttarkerfisins að forðast langvarandi gæsluvarðhald. Var málinu því flýtt í landsréttinum en nú em það lögfræðingamir sem ekki geta flýtt því og því óvíst um af- drif konunnar. Staldra stutft við í skemmtigörðunum Haukux L. Hauksson, DV, Kaupmaimahö&i: Hið vætusama sumar hefúr ekki að- eins eyðilagt fyrir útlendingum og Dönum er kosið hafa að eyða sumar- leyfi sínu í Danmörku í ár. Veitinga- menn í Tívolí og á Dyrehavsbakken (Bakkanum) hafa orðið fyrir barðinu á gífurlegri fækkun gesta á þeim tíma sem vanalega er mest að gera. Einn veitingastaðanna í Tívolí segir gestastrauminn vera átta prósent lægri en í fyrra og þykir það ekki svo slæmt miðað við aðra veitingastaði skemmtigarðsins. Staðir sem aðeins hafa veitingar utandyra hafa orðið fyrir allt að þrjátíu og sex -prósent rýmun aðsóknar. Fjöldi gesta í Tívolí og á Bakkanum hefur ekki verið lægri en undanfarin ár en vegna rigninganna stoppa ge- stimir frekar stutt við. Er vonast til að síðasti mánuðurinn muni bjarga veltunni í ár þó ekki líti út fyrir það í augnablikinu. 'Tívolí verður lokað 15. september og Bakkanum 1. sept- ember. Kennaraflótti ffá grunnskólunum Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmannahafii: Meira en fimm þúsund kennarar hafa yfirgefið dönsku gmnnskólana síðustu tvö árin og nú ætlar danska kennara- félagið að rannsaka þennan. flótta nánar. Mun félagið athuga nákvæm- lega um hve marga kennara er að ræða og hver orsök flóttans er. Rann- sókn kennarafélagsins á einnig að beinast að því hvar kennaramir leita starfa eftir uppsögn sína. Margt virðist benda til að Ijöldi kennara leiti starfa við upplýsinga- störf í einkageira atvinnulífsins auk starfa við tölvur. Vonast kennarafé- lagið til að sumir kennarar komi aftur til skólanna vegna bættra launa og vinnuaðstöðu. Em auk þess ófá dæmi um kennara sem snúa aftur til síns gamla starfs þar sem vinnuaðstæður í einkageiranum vom harðneskjulegri en þeir héldu í fyrstu. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.