Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987.
Fréttir
Verðbólgan langt yfir rauða strikíð:
Hækkumna verður að bæta
- segir Krislján Thoriaciusf formaður BSRB
„Við hefðum að sjálfsögðu kosið að
verðbólga héldist niðri eins og að var
stefht. Það hefur hins vegar ekki gerst
og því kemur ekki annað til greina
en að þessi hækkun verði bætt,“ sagði
Kristján Thorlacius, formaður BSRB,
í gær um viðbrögð félags síns við au-
kinni verðbólgu.
Aðildarfélög BSRB, BHM og ASÍ
hafa svipuð ákvæði í sínum samning-
um. Fari hækkun framfærsluvísi-
tölunnar yfir ákveðið strik 1.
september skuli launanefndir skipaðar
fulltrúum beggja samningsaðila taka
ákvörðun um hækkun launa umfram
það sem áætlað var. Flest bendir til
að hækkun umfram rauða strikið
verði 5-6% auk þess sem grunnkaups-
hækkun er ákveðin 1,5%. Því þyrfti
7-8% launahækkun 1. september til
að mæta þessu að fullu. Álls ekki er
ljóst hvort það verður gert.
„Við skulum bíða og sjá endanlega
hvað hækkun umfram rauða strikið
verður mikil. Við höfum ekki ákveðið
hvemig við bregðumst við þessari
hækkun. Um það verður rætt í launa-
nefhd ASÍ og VSÍ en ekki í fjölmiðl-
um,“ sagði Bjöm Bjömsson,
hagfræðingur ASÍ, í gær.
„Það er ljóst að framfærsluvísitalan
fer yfir rauða strikið 1. september og
við munum hegða okkur í samræmi
við það,“ sagði Birgir Bjöm Sigurjóns-
son, hagfræðingur BHMR, í gær þegar
hann var spurður um viðbrögð félags
síns.
Þrátt fyrir að flest félög hafi inni
ákvæði um rauð strik em samningam-
ir að öðm leyti mjög ólíkir. „Menn
verða að athuga að við erum með
samning til ársloka 1988. Þeirrar
hækkunar sem við sömdum um að fá
á tveimur árum kröfðust ýmsir aðrir
strax. Ég held að það hefði verið öllum
til góðs ef allir hefðu gert samning til
tveggja ára með hógværum hækkun-
um. En sumir æsingamenn vom því
miður ekki á því,“ sagði Birgir Bjöm
Sigurjónsson, hagfræðingur BHMR.
-ES
Menn láta fara vel um sig í biðsalnum á flugstöðinni nóttina fyrir brottför. Næsta sumar verða gerðar raðstafanir til að koma í veg fyrir að erlendir ferðamenn
noti stöðina til næturgistingar. DV-mynd Guðlaugur K. Jónsson
Gatnaframkvæmdir í Reykjavík:
„Ekkert vit í að vinna
verkin á öðram tímum“
segir Ingi U. Magnússon gataiamálasijóri
ur. Við höfðum samband við útr
varpsstöðvar í gærmorgun og báðum
um að því yrði komið til skila að
Hábæ. Ingi sagðist ekki þekkja hvað
Oft hefur verið erfitt að komast
leiðar sinnar í Reykjavfk í aumar
vegna framkvæmda við gatnagerð.
Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri
sagði í samtali við DV í gær að því
miður væri ekki hægt að vinna við
malbikun nema á daginn. „Það verð-
ur að nota sólskinið og hitann.
Vissulega er hægt að vinna þetta á
nóttunni en þá verða verkin ekki
eins góð,“ sagði Ingi.
í gærmorgun þegar verið var að
vinna við malbikun á Kringlumýrar-
braut skapaðist umferðaröngþveiti
og var Ingi spurður hvers vegna
framkvæmdimar hefðu ekki verið
auglýstar deginum áður. „Það er
erfitt ef veður verður þannig að ekki
er hægt að vinna, þá er slæmt að
vera búinn að auglýsa lokun og geta
síðan ekki unnið. Það myndi enda
með því að fólk hætti að trúa okk-
verið væri að malbika Kringlumýr-
arbraut.“
tefði aðgerðir við Hábæ en á homi
Suðurlandsbrautar og Kringlumýr-
arbrautar stæði á stykki fyrir
vatnsveituna sem væri í smíðum er-
lendis. Ingi sagði að oft kæmu upp
Víða í borginni hafa framkvæmdir
staðið yfir í nokkurn tíma án þess
að nokkuð virtist unnið við fram-
kvæmdimar. Þannig er ástatt til
dæmis á homi Kringlumýrarbrautar
og Suðurlandsbrautar og einnig við
ófyrirsjáanlegir hlutir sem tefðu
framkværadir og eðlilega ætti fólk
erfitt m'eð að gera sér grein fyrir af
hvetju framkvæmdir héldu ekki
áfram -sme
Elliðavatn og Helluvatn:
Silungi férnað fyrir lax
Þeir sem hafa það fyrir tómstunda-
gaman að renna fyrir silung í Elliða-
vatni og Helluvatni hafa tekið eftir
því hve mikið hefur lækkað í vötnun-
um að undanfömu og um leið hefur
dregið úr silungsveiðinni. Hundmð
fullorðinna, bama og unglinga stunda
silungsveiðar í vötnunum og ríkir lítil
gleði hjá þeim með þetta ástand.
Ástasðan fyrir því hve mikið hefur
lækkað í vötnunum er sú að til að
halda jöfnu rennsli í Elliðaánum svo
laxagengd og laxveiði geti gengið eðli-
lega fyrir sig er hleypt meira vatni í
ána úr vötnunum en í þau rennur. Inn
í þetta spila líka hitar og lítil úrkoma
í sumar.
Þessar upplýsingar fengust hjá
starfsmanni vatnsaflsstöðvar rafvei-
tunnar við Elliðaár en starfsmenn þar
sjá um vatnslokana milli vatnanna og
árinnar.
Það má því segja að í þessu tilfelli
sé ánægju margra fómað fyrir ánægju
fárra og silungi fyrir lax.
-S.dór
Hér má sjá hve mikið hefur lækkað i Elliðavatni ef tillit er tekiö til þess að
eyjarnar, sem sjást á myndinni, sáust ekki fyrri hluta sumars. DV-mynd BG
Næturgestir í flugstöðinni:
„Gerum ráð-
stafanir
fyrir næsta
sumar“
„Ég held að ástandið sé eitthvað
farið að skána. Annars er ég nýkominn
úr fríi og hef því ekki alveg fylgst með
þessu upp á síðkastið. Mesti ferða-
mannastraumurinn er líka að líða hjá.
En þetta mál verður að taka fyrir áður
en næsta sumarvertíð hefst,“ sagði
Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri á
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, um er-
lenda næturgesti sem í sumar hafa
lagt undir sig flugstöðina á nætumar,
gist á bekkjunum í svefnpokum, notað
snyrtingamar til þvotta og jafnvel tek-
ið upp prímusa inni í húsinu. Er þama
oftast um að ræða bakpokaferðamenn
sem gista í flugstöðinni daginn fyrir
brottför og flestir hafa þeir verið yfir
þijátíu á einni nóttu.
„Þetta var reyndar líka vandamál í
gömlu flugstöðinni en hefur aukist
bæði með fjölgun erlendra bakpoka-
ferðalanga og kannski má segja að
nýja flugstöðin sé of vistleg. Það er
lítið hægt að gera í málinu núna nema
hvað menn em beðnir um að fara ef
þeir beinlínis trufla eðlilega starfsemi
í afgreiðslu þama. Það verða hins
vegar gerðar einhverjar ráðstafanir
fyrir næsta sumar, hveijar þær verða
er lítið hægt að segja um. Hugmynd
um tjaldstæði í nánd við stöðina verð-
ur eflaust rædd, einnig samstarf við
þá aðila sem flytja ferðalangana hing-
að og lögregluyfirvöld," sagði Pétur.
-BTH
Vakning hefur
orðiðhjá
sjómönnum í
öiyggismálum
Daginn áður en sjávarútvegssýning-
in í Laugardal hefst, föstudaginn 18.
september, verður haldin ráðstefha um
öryggismál sjómanna að Borgartúni 6
í Reykjavík. Ráðstefnan er haldin að
frumkvæði Siglingamálastofnunar og
16 annarra aðila. Á ráðstefhunni verð-
ur farið yfir allt sem sem gerst hefur
í öryggismálum sjómanna síðan ráð-
stefna um þessi mál var haldin 1984
og farið yfir framtíðarverkefhi til að
fækka slysum og auka öryggi sjó-
manna.
„Ég á von á mikilli þátttöku vegna
þess að á allra síðustu tímum má segja
að orðið hafi vakning hjá sjómönnum
varðandi öryggismál sín. Eins verður
sjávarútvegssýningin opnuð daginn
eftir og ég á von á því að margir sjó-
menn utan af landi muni skoða
sýninguna og nota þá tækifærið og
komi á öryggismálaráðstefnuna,"
sagði Þórhallur Hálfdánarson, upplýs-
ingafulltrúi ráðstefnunnar.
Ekki færri en sautján ræður og er-
indi verða flutt á ráðstefnunni og
verður þar fiallað um öll atriði sem
varða öiyggismál sjómanna. -S.dór