Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987. 13 Neytendur Besti sjávarrétturinn 1987: Skilafrestur rennur út á morgun „Vélin er sérsmíðuð fyrir okkur í konar búnaður sem allur er tölvu- Frakklandi. Með henni fylgir margs stýrður. Vélin nýtir deigið mjög vel, hún er bæði hljóð og lyktarlaus en tekur mikið rafinagn. Hins vegar af- kastar vélin á við 40 manns en alls verða 8 manns sem vinna við hana,“ sagði Steindór R. Haraldsson, fiam- leiðslustjóri Marska hf. á Skaga- strönd, í samtali við DV. I pönnukökuvélinni, sem er með 8 pönnum, er hægt að baka eina pönnu- köku á sekúndu. Þegar viðbótarbún- aðurinn við hana verður kominn getur vélin skilað pönnukökunum upprúl- luðum með fyllingu, 60 á hverri mínútu. Marska hefur nýlega gert stóran samning við söluaðila í Svíþjóð um sölu á 50 tonnum af rækjurúllum til áramóta. Það þýðir um 100-150 tonn á næsta ári. Þessar rækjurúllur eru meðal framleiðsluvara Marska sem framleiðir alls fimm tilbúna sjávarrétti sem seldir eru í neytendaumbúðum bæði innanlands og utan. Marska stendur fyrir uppskrifta- samkeppni um „besta sjávarréttinn 1987“ með DV. Skilafrestur rennur út á morgun, svo þeir sem ætla að senda inn uppskriftir verða að drífa í því strax í dag. Tekið verður við uppskrift- um sem póstlagðar eru 15. ágúst. Við spurðum Steindór hvort hann byggist við því að landsmenn lumuðu á einhveijum nýjum uppskriftum. „Ég tel það alveg fúllvíst að þeir lumi á góðum og hagkvæmum upp- skriftum. Það þarf að vinna að sífelldri markaðs- og vöruþróun í matvæla- framleiðslunni og því verðum við alltaf að vera á höttunum eftir góðum upp- skriftum," sagði Steindór. Marska er einmitt að leita að hent- ugum uppskriftum sem fyrirtækið gæti tekið í framleiðslu bæði fyrir inn- lendan og erlendan markað. „Við eigum völ á topphráefhi í fiam- leiðslu okkar. Það er enginn vandi að selja fyrsta flokks vöru. Markaðurinn vill fá tilbúna rétti úr fersku hráefni og það höfúm við,“ sagði Steindór. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þrjár bestu uppskriftimar, sælkeraferð til Evrópu fyrir tvo, örbylgjuofn og græn- metiskvöm. Munið að senda uppskriftimar merktar með dulnefhi og siðan dul- merkið í lokuðu umslagi til DV. Seinasti skiladagur er á morgim. Ut- anáskriftin er: Besti sjávarrétturinn 1987, c/o DV, Þverholti 11,105 Reykja- vík. -A.BJ. Forsíða hins nýja uppskriftahett- is Gotttil glóðarinnar Hinir fomu fjendur í land- búnaðargeiranum hafa nú tekið sig saman og gefið út uppskrifta- hefti fyrir grillsteikingar. Þarna er að sjálfsögðu um seljendur lambakjöts og kjúklingabændur að ræða en eins og kunnugt er hafa þessir aðilar lengi eldað saman grátt silfur. Það er svo Osta- og smjörsalan sem hefur gengið í milli. Uppskriftaheftið hefur að geyma almennar leiðbeiningar og varúðarreglur varðandi glóðar- steikingu. Þá em einnig upp- skriftir að glóðuðum kjötréttum, brauði, fiski, ávöxtum og græn- meti, ásamt öllu hugsanlegu meðlæti, s.s. kartöflusalati, sós- um og kryddlegi. Loks em uppskriftir að sex kryddsmjörs- tegundum. Heftið fæst í öllum matvöru- verslunum og er það ókevpis. -PLP Steindór R. Haraldsson við afkastamestu pönnukökuvél landsins en hún bakar eina pönnuköku á hverri sekúndu. Helgarmarkaöur 0KKARVERÐ Ný lambalæri 383,- kr. kg. Lambahryggur 372,- kr. kg. Lambaslög 70,- kr. kg. Lambaframpartar 292,- kr. kg. Lambasúpukjöt 327,- kr. kg. Lambakótilettur 372,- kr. kg. Lambalærissneiðar 497,- kr. kg. Lambagrillsneiðar 294,- kr. kg. Lambasaltkjöt 345 - kr. kg. ambaskrokkar, 1. flokkurj 264,50 kr. kg. lægra en hjá öðrum Marineruð lambagrillsteik 325,- kr. kg. Marineraðar kótilettur 401,- kr. kg. Marineraðar lærissneiðar 548,- kr. kg. Marineruð rif 175,- kr. kg. Hangikjötslæri 420,- kr. kg. Hangikjötsframpartar, úrb. 321,- kr. kg. Hangikjötslæri, úrbeinað 568,- kr. kg. Hangikjötsframpartar 487,- kr. kg. Lambahamborgarhryggur 327,- kr. kg. Londonlamb 514,- kr. kg. 10 kg. nautahakk 295,- kr. kg. KJOTMIÐSTOÐIN Laugalæk 2, s. 686511 Opið kl. 7.00-16.00 laugardaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.