Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987. Spumingin Ætlarðu að grilla um helgina? Guðný Einarsdóttir: Nei, ég á því miður ekki grill þannig að ég get það ekki. Eyþór Gunnarsson: Nei. ég hef ekki tíma. Verð að keyra á nóttunni og sef á daginn. KristjánSchram: Já. alveg örugglega og það með ijölskyldunni. Auðunn Gestsson: Já, ég er orðinn vanur að grilla og það ætla ég að gera núna, bæði kjöt og pylsur. Guðrúnl.Rúnarsdóttir: Nei, það ætla ég ekki að gera, ég ó ekki einu sinni grill. Bryndís Elsa Ásgeirsdóttir: Það er möguleiki ó því. Reyndar stend ég í flutningum en ég grilla ef færi gefst. Lesendur Hvalamálið: „Visindaveiðamar voru mistök frá upphafi' „Kjami málsins er að við megum ekki við því að missa fiskmarkað okkar í Bandarikjunum." Konráð Friðfinnsson skrifar: Hvalamálið hefur hafið innreið sína í huga vora á ný eftir veturlanga fjarveru og rysjótta tíð. Spekingur einn sagði við íjölmiðla á dögunum að öll skrif, er að málinu lytu, væru til skaða og einungis í þógu leiðinlega liðsins í vestrinu er ekkert skynbragð bæri hvort eð er á vísindi og tilgang þeirra. Þar átti kauði að sjálfsögðu við Greenpeace fólkið. Nú er ég spekingnum loksins sammála. Berjist maður fyrir vond- um og vonlausum málstað er öll andstaíð umfjöllun til bölvunar. Það gefur augaleið. Staðreyndin er sú að landinn er gjörunninn í hvalamálinu en eins og góðum þrætara sæmir gefur hann sig hvergi. Ekki svo mikið sem eina tommu. Lemur haus við stein og brúkar stólpakjaft í vonleysi sínu. Hótar úrsögn úr Alþjóða hvalveiði- ráðinu vegna þess að leikreglur eru stolti hans ekki í hag, hirðir lítt um þó hann verði sjálfum sér og þjóð- inni til háborinnar skammar og þar fram eftir götunum. Síðan birtist talsmaður Islendinga frammi fyrir almenningi ásamt einhverjum hvalavini og reynir þar að klóra í bakkann. En bakkaræfillinn lætur sífellt undan. En um hvað snýst nefnd deila í raun? Hvort Grænfriðungar séu góð- ir ellegar vondir? Eða um að hérlend stjómvöld blási í herlúðra og haldi í víking gegn skrílnum að hætti for- feðranna? Nei, að mínu mati snýst margtuggið málið einungis um hvort þegnar Bandaríkjanna kaupa héðan fisk eður ei. Hafa menn hugleitt í alvöm hvað sú ráðagerð kynni að kosta Islendinga, skellti Kaninn á þvingunum þeim er hann nú hótar og væri svo sannarlega vís með að framkvæma. Við t.a.m. töpuðum sér- stöðu þeirri, er þjóðin í dag býr við á amerískum mörkuðum, í lúkumar á keppinautum okkar. Vill fólk slíkt? íslendingar em nefnilega í gijót- harðri samkeppni þama. Við megum heldur ekki gleyma í hamaganginum að þær þjóðir, er fiskveiðar stunda og slást við mörlandann um hylli bandarískra húsmæðra eða Long John Silver keðjunnar, hafa á und- anfomum árum stórbætt vinnsluna og einnig alla vörumeðferð hjá sér. Þeir em u.þ.b. að ná íslendingum hvað gæði varðar. Glati Hólminn þeim spón út aski sínum, sem sala til Kanans óneitanlega er, er mjög ólíklegt að honum takist að komast þar inn á ný. Hvar stæðu íslending- ar þá? Þetta er kjami málsins, tel ég. Margnefndri deilu mætti líkja við leik kattarins að músinni. Kisi kast- ar músinni til og frá og mýsla litla kemur engum vömum við. Loðin- barði getur hvenær sem honum þóknast veitt banahöggið en kýs að leika leikinn ögn lengur. Eitt er Ijóst og það er að músin sleppur ekki auðveldlega úr kattarklónum. Gijót- hólmaveijar em í hlutverki smærri ferfætlingsins. Sem sagt; vamarlaus. Vísindaveiðamar em frá upphafi mistök er laga þarf strax. Að heimila veiði á 120 hvölum er mgl og í það minnsta 105 dýrum of mikið. Enda hefur 21 vísindamaður lýst ffati á drápin og segir þau móðgun við hugsjónina. Látið kaldan skutul skæðan bíða skömmin tætir hold of víða hlustið vel á raddir reiðra manna er ræða aðeins það sanna. Hverju klessa bílar á vegginn? Lesandi á Akureyri hringdi: Ég á heima á Akureyri og les DV mikið og finnst það gott blað. I því er margt sem mjög gaman er að lesa og er áhugavert. Nú er ég málvemdunarmaður í mér og sl. mánudag var í blaðinu talað um að bílar klessi á vegg einn í Eyjum. Það er hægt tala um að klessa máln- ingu á vegg en bílar aka á og við það fara þeir í klessu'. Þetta er hvimleitt orðatiltæki og vildi ég einungis benda á að þetta hefði mátt fara betur. Að lokum vil ég bara þakka gott blað. Fleiri en utanbæj- arbflstjór- arávinstri akrein X-bilsfjóri hringdi: Sl. mánudag birtist grein eftir Hák undir fyrirsögninni „Hangið á vinstri akrein". Ég er ekki sammála Hák um að utanbæjarbílar séu á vinstri akrein. Ég er sjálf utanbæjarmanneskja síðan 1980, er með X á mínum bíl og ek oft í bænum. Nú í síðustu viku var ég að aka upp Breiðholtsbrautina og hver haldið þið að hafi verið á vinstri akrein alla leið- ina, nema lögreglan á 60 km hraða. Enginn þorði ffarn úr. Það vom þrír bílar á undan mér, annars hefði ég farið fram úr. Af þessu litla dæmi sést að það er alls ekki bara utanbæjarfólk og leigu- bflstjórar sem hanga á vinstri akrein. Bréfritari er óhress með verðiagið á Flugbarnum á Reykjavíkurflugveili og yfirieitt með verðlag í innanlandsflugi Fiugleiða. Flugbarínn á Reykjavíkurflugvelli: 300 kr. fyrir eina brauðsneið! Ferðalangur skrifar: Nú nýverið las ég grein í DV frá manni nokkrum sem kvartaði undan slælegri þjónustu Flugleiða og fannst hann hafa ient í flugráni að eiga viðskipti við þetta fyrirtæki. Ég er ekki frá því að ég hafi orðið var við svipaðar tilfinningar. Ég nota mikið innanlandsflug vegna starfs míns. Þeir sem þá þjón- ustu þurfa að nota þekkja það verð sem þar gildir og er það þó hátíð hjá því ef maður álpast inn á veitinga- sölu þá á Reykjavíkurflugvelli sem þeir kalla FÍugbarinn. öðm eins okri og þar viðgengst hef ég aldrei kynnst. Tvær aumingjalegar kleinur kosta þar það sama og stór kleinupoki út úr búð, örþunn jólakökusneið það sama og heil jólakaka út úr búð og ein brauðsneið 300 kr., já, heilar 300 kr. Á saraa tíma er hægt að fá ham- borgara með öllu á Sprengisandi fyrir 120 kr. Og til að bíta höfuðið af skömminni er allt lokað ef maður er á ferð með síðustu vélunum og hvorki hægt að fá keypt vott né þurrt! Hvítu Kalkhoff hjóli stolið Kristína hringdi: Ég átti afmæli í júní og fékk hvítt Kalkhoff reiðhjól í afmælisgjöf. Um síðustu mánaðamót var því svo stolið frá Lokastíg á Skólavörðuholtinu. Hjólið er alveg nýtt, unglingahjól, og á þessum nýju hvítu Kalkhoff hjólum er það sérkennandi að stafimir em rauðir og lásinn einnig. Þetta er í annað skiptið í sumar sem hjól er tekið frá okkur. í fyrra skiptið fundum við hjólið en nú er búið að leita alls staðar og ekkert gengur. Það er sár missir að svona alveg nýju hjóli og skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Krist- ínu í síma 621481 eða lögregluna, þar sem búið er að gefa skýrslu um málið. Lokuð inn- keyrsla Hneyksluð kona hringdi: Ég versla mikið við Blómaval og hef árum saman keyrt þangað frá Kringlumýrarbrautinni og inn í Sigtú- nið. En nú er svo komið að búið er að loka innkeyrslunni þama og ein- ungis er hægt að komast inn að hótelinu Holiday Inn þama megin frá, síðan er allt lokað. Þetta fyrirkomulag beinir umferðinni upp Gullteig og framhjá Laugamesskóla og eykur slysahættu fyrir utan skólann en varla er á hana bætandi. Þetta einangrar Blómaval og skapar algjört öngþveiti og stórhættu. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.