Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987.
Utlönd
Aðdráttarafl Hong Kong virðist
ómótstæðilegt þúsundum flótta-
manna. Á hrörlegum bátum hætta
þeir lífi og limum til þess að komast
til fyrirheitna landsins.
Eftir sigur kommúnista í Víetnam
árið 1976 settust tvö hundruð og
áttatíu þúsund Víetnamar af kín-
verskum ættum að í suðurhluta
Kína. Flestir þeirra voru reknir frá
Víetnam eftir landamærastríðið
1979. Var ekki tekið tillit til þótt
þeir hefðu búið í landinu svo kvn-
slóðum skipti.
Undanfarin ár hafa margir þeirra
reynt að flýja til Hong Kong. Orð-
rómur um að ólöglegum innflytjend-
um væri veitt uppgjöf saka vegna
skorts á vinnukrafti hefur leitt til
þess að fjöldi flóttamanna hefur auk-
ist. Síðustu sex vikumar hafa
tæplega fjögur þúsund siglt til Hong
Kong.
Sendir til baka
Flóttamönnum, sem koma beint
frá Víetnam til Hong Kong, er kom-
ið fyrir í flóttamannabúðum þar sem
þeir em stundum látnir dvelja í
nokkur ár þar til þeim er komið fyr-
ir einhvers staðar. Þeir sem aftur á
móti hafa fyrst komið til Kína telj-
ast til ólöglegra innflytjenda og eru
sendir til baka.
Þrátt fyrir orðróminn um uppgjöf
Þúsundum saman flýja Víetnamar frá
eru þeir allir sendir til baka.
saka virðast flestir flóttamannanna
vita hvað bíður þeirra f Hong Kong,
allt að eitt ár bak við rimla þar til
yfirvöld í Hong Kong og Kfna hafa
Kína til Hong Kong. Þeir eru lokaðir
komið heimsendingu í kring. Hafa
sumir haft á orði að þeir vilji heldur
sitja bak við lás og slá í ár heldur
en að þræla sér út í Kína og hafa
inni í flóttamannabúðum en að lokum
Simamynd Reuter
samt ekki nóg til hnífs og skeiðar.
Bátarnir sökkva
Flóttamennimir koma í hópum til
lítilla bæja við ströndina þar sem
þeir kaupa hrörlega báta til nætur-
ferðarinnar til Hong Kong. Sagt er
að sjómennimir væm ekki að selja
bátana ef þeir væm ekki í slæmu
ástandi. Síðastliðnar tvær vikur hafa
tveir sundurgrotnaðir bátar sokkið
nálægt Hong Kong og Makao með
þeim afleiðingum að fjórir flótta-
menn dmkknuðu. Nokkur slík tilvik
hafa komið fyrir áður.
Margir flóttamannanna em gripn-
ir um leið og þeir ganga um borð.
Samkvæmt frásögn flóttamannanna
em þá allar eigur þeirra teknar frá
þeim og þeir settir í varðhald. Ef
ættingjunum tekst að skrapa saman
tvö þúsund krónum er flóttamönn-
unum sleppt eftir tíu daga. Annars
verða þeir að dúsa inni í einn til tvo
mánuði.
Vægar refsingar
Kínversk yfirvöld segja vægar
refsingar, sem gilda líka fyrir þá er
sendir em til baka frá Hong Kong,
gera þeim erfitt um vik að stöðva
flóttamannastrauminn. Flóttafólk-
inu er gert að greiða fyrir mat og
húsaskjól auk ferðarinnar heim.
í Hong Kong er verið að reisa fjór-
ar nýjar búðir fyrir flóttamenn sem
sumir hveijir segjast heldur vilja
hreinsa salemi í Hong Kong en vera
áfram í Kína.
A bak við las og
slá í Hong Kong
Yfirvöldum í Kólumbíu gengur
erfiðlega að hemja framleiðslu á
kókaíni í landinu. Aðgerðir, sem
hefta eiga framleiðslu á kókalaufum
og vinnslu á eiturlyfjum úr þeim,
mæta víða mikilli andstöðu, enda
hafa heil byggðarlög í landinu lifi-
brauð sitt af þeim iðnaði. Talsmenn
lögreglu landsins segja nær vonlaust
að ná árangri í baráttunni gegn þeim
sem framleiða, flytja og selja kókaín,
einkum á frumskógasvæðum, þar
sem virkt eftirlit myndi krefjast
meiri mannafla en lögregla og her
landsins hafa yfir að ráða til samans.
Kókaínbæir
Víða í hémðum Kólumbíu er að
finna þorp og önnur þéttbýlissvæði
þar sem íbúar hafa lifibrauð sitt nær
einvörðungu af kókaínframleiðsl-
unni.
Bærinn Miraflores er einn þessara
staða. Þar búa um fjögur þúsund
manns, sem beint eða óbeint lifa af
kókaíni, auk þess að á frumskóga-
svæðunum umhverfis bæinn er talið
að allt að tuttugu og fimm þúsund
manns starfi við ræktim kókalaufa,
vinnslu úr þeim og annað tengt eit-
urlyfjaiðnaðinum.
I Miraflores em staðsettir sextíu
lögreglumenn, hluti af 367 manna
lögregluliði, sem á að hafa stjóm á
baráttunni gegn þessari framleiðslu
á landsvæði sem er nær jafhstórt
Islandi. Þrátt fyrir að þetta lögreglu-
lið hafi náð verulegum árangri í að
Gengur illa að hemja
kókaínframleiðsluna
finna og gera upptæka framleiðslu
kókaíniðnaðarins, hallar í heildina
á verri hliðina, því kókaekrum hefur
fjölgað mikið í landinu undanfarin
tvö ár. Talið er að nú séu um tutt-
ugu þúsund hektarar lands nýttir til
kókaræktunar en fyrir tveim árum
vom ekrumar taldar nema um þrjá-
tíu og sjö þúsund hekturum.
Lífsstíll
Lífið í bæjum kókaínframleiðslu-
héraðana ber mjög greinileg merki
þess hver aðalatvinnuvegur þeirra
er.
I Miraflores starfa um hundrað og
tuttugu vændiskonur á fjölda msta-
legra öldurhúsa, þar sem slagsmál
em daglegt brauð og kaldhæðnisleg
lífsviðhorf ríkja. Hjónaskilnaðir em
fátíðir vegna þess eins að yfirleitt
hefur enginn fyrir því að ganga í
hjónaband.
Þrátt fyrir það er eiturlyfjaneysla
í bænum engin. Framleiðendur
kókaínsins líta ekki við því sjálfir.
Flugvöllur bæjarins er mesta at-
hafnasvæði hans. Þar lenda um
tuttugu og fimm flugvélar daglega,
með allar almennar birgðir til kóka-
ræktunarbænda og kókaínframleið-
enda.
Áður en lögregluliðið kom til bæj-
arins, árið 1982, lentu um hundrað
og tuttugu vélar á vellinum dag
hvem. Þá vom sérbirgðir til kókaín-
framleiðslunnar einnig fluttar um
hann. Vélar komu hlaðnar eter, ace-
tone, saltsýru og öðrum efnum. Þær
tóku síðan aftur á loft með kókaín,
eða kókaíndeig, sem fara átti á
markað.
Eftir að lögreglan hóf aðgerðir sín-
ar hafa sérflutningamir verið færðir
um set. Framleiðendur hafa látið
gera mikinn fjölda smáflugbrauta í
frumskóginum þar sem vélar geta
lent, jafhvel að nóttu til. Um þá velli
fer allt það sem þarf að fela.
Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt
í flugumferð um völlinn við Mira-
flores er nóg að gerast þar til þess
að bömin í bænum em orðin sér-
fræðingar um hinar ýmsu flugvéla-
tegundir. Þau þekkja DC-3 frá Twin
Otter og Cessna-206 frá Cessna-182,
úr meiri fjarlægð en flestir fullorðn-
ir. Enda er ekki við margt annað að
vera, því flugið er eina reglubundna
samgönguleiðin. Engir vegir liggja
að bænum og þar em einungis ljórar
bifreiðir, allt jeppar.
Pólitík
Baráttan gegn kókaínframleiðsl-
unni í Kólumbíu hefur einnig stjóm-
málalegan undirtón. Skæmliðar
byltingarsinna (FARC) hafa starfað
í hémðunum umhverfis Miraflores í
þrjá áratugi. Þeir vemda kókaekr-
umar og efhafræðistofur kókaín-
framleiðendanna. Fyrir vikið fá þeir
að leggja skatta á framleiðsluna og
nota það fjármagn til þess að reka
baráttu sína.
Talið er að skæruliðamir ráði yfir
fjórfalt meira liði en lögreglan á
svæðinu. Undanfarið hálft annað ár
hafa þeir fellt tólf lögreglumenn og
sært um tuttugu í fyrirsátrum og
skotbardögum.
I Miraflores ráða skæruliðar lög-
um og lofum öðrum megin flug-
brautar, lögreglan hinum megin.
Mikil stirfni ríkir milli bæjarhlu-
tanna tveggja, enda fer enginn
ótilknúinn yfir flugbrautina.
Þrátt fyrir að íbúar Miraflores lifi
hátt og skemmti sér mikið, hafa
skæmliðamir haldið uppi ströngum
aga, sem sýnir sig í því að alvarlegir
glæpir em mjög fátíðir í bæjarhluta
þeirra. Og samskipti þeirra við lög-
reglu hafa einnig sýnt afrakstur í
því að þótt vopnahlé hafi verið rofið
víðast hvar annars staðar í Kólumb-
íu er allt með spekt í Miraflores og
nágrenni.
Vandinn er sá að undir vemdar-
væng skæmliðanna heldur fram-
leiðsla á kókaíni áfram að blómstra
og gerir það vafalítið meðan mark-
aður fyrir framleiðsluna er finnan-
legur.
Umsjón: Halldór Valdimarsson