Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987. 15 Hinn eilrfi ,.húsnæðisvandi“ „Samtimis spretta upp kolólöglegar „leigumiðlanir" á vegum alræmdra fjárglæframanna sem féfletta leigjendur án þess aö lögreglan lyfti litla- fingri.“ ,,Húsnæðisvandinn“ hefur verið eitt viðmesta umíjöllunarefni síð- ustu tveggja ríkisstjórna. Sú sem nú er nýsest að völdum virðist verða að leysa „vandann“ upp á nýtt þar eð lausn síðustu ríkis- stjórnar, sem kynnt var þjóðinni sem endanleg lausn hans, reyndist við nánari athugun hafa skapað stærri „vanda“ en hún leysti. Húsnæðismálastefna stjómvalda sýnist hvað innri mótsagnir áhrær- ir einna helst nálgast ósamkvæmni þá sem ríkir í áfengismálastefnu okkar. Virðist sú regla gilda að opinberar ráðstafanir á þessu sviði skuli jafnan hlúa sem best að þeim efnameiri. Til samræmis við þetta er mönnum synjað um húsnæðislán reynist tekjur þeirra vera of lágar. Hafi menn á hinn bóginn 200-300 þúsund króna mánaðarlaun og eigi jafnvel að auki eignir upp 5-10 milljónir þá'eru þeir alveg sérstak- lega boðnir velkomnir til niður- greiddrar vaxtaveislu „nýja kerfisins“. Á sama tíma og félagsmálaráðu- neytið upplýsir að líklega sé búið að ráðstafa 1500-2000 milljónum króna í lánsloforð til 1200 aðila, sem hver um sig á skuldlausa eign upp á 3 milljónir króna, hefur fé- lagsskapur á borð við húsnæðiss- amvinnufélagið Búseta orðið að sæta þrengstu mögulegum skilmál- um við byggingu lítilla 2 og 3 herbergja íbúða yfir eignalausa fé- lagsmenn sína. Öryrki, sem fengi íbúð í Búsetablokkinni, sem nú loksins er byrjuð að rísa í Grafar- voginum, verður t.d. samkvæmt umræddum skilmálum að fara úr íbúð sinni ef örorka hans lækkar niður fyrir 50%. (Orðrétt segir í skilmálum hús- næðismálastjórnar frá 30. október 1985: „Komi í ljós að örorkan reyn- Kjállarmn Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur ist ekki varanleg og félagsmaður öðlist fulla heilsu, skal hann fá hæfilegan umþóttunartíma til að rýma íbúðina. . .“!!!) Hrun hins „frjálsa" leigu- markaðar Nýlega var greint frá því í sjón- varpsfréttum að leiguíbúðum hefði fækkað stórlega á höfuðborgar- svæðinu að undanförnu. Einnig kom fram að leiguverð væri nú óheyrilega hátt og mundi væntan- lega hækka enn meira er líður á haustið og námsmenn utan af landi taka að streyma til höfuðstaðarins. Samtímis spretta upp kolólöglegar „leigumiðlanir" á vegum alræmdra fjárglæframanna sem féfletta leigj- endur án þess að lögreglan lyfti litlafmgri. I sjónvarpsfréttinni var vitnað til eins helsta fjárfestingarsérfræð- ings þjóðarinnar, dr. Péturs H. Blöndal, sem telur að það séu fyrst og fremst bættir ávöxtunarmögu- leikar peningafólks sem leiði til þess að það losi sig við óarðbærar leiguíbúðir og kaupi í staðinn verð- bréf. Enda verður ekki betur séð en að álíka „ávöxtunarkrafa" á leigumarkaðnum og nú tíðkast á hinum blómstrandi verðbréfa- markaði krefðist mánaðarleigu er næmi a.m.k. 40-50.000 kr. fyrir venjulega 3 herbergja íbúð. Stórhýsabyggingar I stað leiguíbúða I ársbyrjun 1984 gerði húsnæðis- samvinnufélagið Búseti 5 ára áætlun um byggingu 1000 íbúða. Áætlun þessi tók mið af lágmarks- þörfum félagsmanna, en þúsundir leigjenda á höfuðborgarsvæðinu höfðu þá nýlega gengið í félagið. í dag, þremur og hálfu ári seinna, er augljóst að þessi áætlun var full- komlega i samræmi við hina raunverulegu þörf. Hefðu stjórn- völd borið gæfu til þess að hrinda henni í framkvæmd væru nú 8-700 búseturéttaríbúðir risnar af grunni. Þarf nokkur að velkjast í vafa um að ástand leigumarkaðar- ins væri þá allt annað og betra en það er í dag? í stað þess að auka byggingar leiguíbúða hefur fjármagni til hús- bygginga annars vegar verið varið til áframhaldandi ofneyslu innan einkaíbúðageirans og hins vegar til ofþenslu í íbúðabyggingum á suðvesturhorninu. Þannig hefur húsnæði á mann stækkað verulega frá árinu 1983; eða úr ca 40 fermetr- um á mann upp í um 42-43 fermetra nú í dag. Rýmisaukningin er því um 5% á mann á þessum örfáu árum. Hefði ekki verið skynsam- legra að verja svo sem helmingi þess fjármagns sem fór i þessa einkaneysluaukningu til bygging- ar leiguíbúða? Skipting húsnæðisfjármagnsins eftir landshlutum hefur á þessu tímabili orðið æ óhagstæðari landsbyggðinni. Steininn tók þó úr í því efni á sl. ári; þá runnu 82% af nýbyggingarfé Húsnæðisstofn- unar til suðvesturhornsins meðan landsbyggðarkjördæmin sex, þar sem 40% landsmanna búa, fengu aðeins 18% þessa fjármagns í sinn hlut. Einkastefnan í öndunarvél Séreignarstefnan í húsnæðismál- um hefur undanfarin 4-5 ár átt við mikla erfiðleika að stríða. Unnend- ur þessarar stefnu skrúfuðu því í skyndi saman öndunarvél sem gef- ið var nafnið ..nýja húsnæðislána- kerfið“. Nú er hins vegar komið á daginn að sjúklirgurinn er á síð- asta útsoginu, þrátt fyrir bæði blóðgjöf og gerviöndun. Hinn raunverulegi húsnæðis- vandi okkar Islendinga er nefni- lega fólginn i misskiptingu húsnæðisstofnsins sem miðað við meðaltalsreglu er líklega sá öflug- asti i heiminum. Með öðrum orðum; „dreifingarkerfið11 er gjöró- nýtt, þó svo að heildarframleiðslan á húsrými hafi undanfarin tuttugu ár verið kappnóg og oft vel það. Markaðsöflin og verðbólgan hafa viðhaldið og líklega aukið þessa misskiptingu húsnæðisgæðanna, ásamt öfugvirkandi stjórnvaldsað- gerðum á borð við vaxtafrádráttar- heimildir hátekjumanna, afnám stærðarreglna nýbygginga (árið 1980) og mistök á borð við „nýja lánakerfið" 1986. Hvað snertir félagslegar íbúða- byggingar hefur mönnum tekist undurvel að hanna dýrt og óskil- virkt „dreifikerfi" sem kennt er við verkamannbústaði. Til eru önnur form en „félagsleg einkaeign" verkamannabústaðanna sem nota má við uppbvggingu félagslegs húsnæðis. Slík form. til að mvnda bæði hefðbundið leiguíbúðafvrir- komulag og einnig samvinnurekst- ur á íbúðarhúsnæði. myndu nýtast mun betur í þágu ungs fólks og láglaunafólks og annarra þjóðfé- lagshópa sem „húsnæðisvandinn" hefur komið einna verst við á und- anförnum árum. Jón Rúnar Sveinsson „Hjnn raunverulegi húsnæðisvandi okk- ar íslendinga er nefnilega fólginn í misskiptingu húsnæðisstofnsins sem miðað við meðaltalsreglu er líklega sá öflugasti í heiminum.“ Framtaðart)róun höfiiðborgarsvæðisins Einn af merkari skipulagsfræð- ingum þessarar aldar var Grikkinn Doxiadis sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. Hann velti því töluvert fyrir sér hvernig æskilegt væri að borgir þróuðust. Niður- staða hans var í grófum dráttum sú að það væri æskilegt að þróun borga tæki ákveðna stefnu. í stað þess að rífa gamla borgarhlutann og reyna að troða þar inn fyrir- tækjum og bílum, sem aldrei var gert ráð fyrir i upphafi, væri heppi- legra að endurnýja þessa borgar- hluta hægt, byggja ný miðhverfi utan þessa gamla kjarna og síðan koll af kolli. Að mörgu leyti er þetta skynsam- leg stefna. Engum bifvélavirkja dytti t.d. í hug að setja V-8 vél í gamlan vélvana bíl án þess að gera miklar hliðarráðstafanir. Þótt ís- lenskum læknum hafi að sögn tekist að yngja upp einstaka mann með líffæraflutningum þá gildir hér sama lögmál og með gamla bæjar- hluta. Nauðsynlegt er að við- hafa fyllstu aðgát ef vel á að fara. Fyrir um 30 árum lagði danskur arkitekt, Peter Bredsdorff, sem fenginn hafði verið til að skipu- leggja Reykjavík, það til að þegar í stað væri hafist handa um að byggja nýjan miðbæ. Af texta með þessum tillögum má sjá að honum voru hugmyndir Doxiadisar, eða álíka hugmyndir, vel kunnar. Voru 4 kostir athugaðir í þessu sam- bandi: Áframhaldandi þróun inn Laugaveg og nýir hugsanlegir mið- bæir, við Elliðaár, á flugvallar- svæðinu og við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- KjaUariim Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur og arkitekt brautar. Miðbæjarstæði við Miklubraut Kringlumýrarbraut varð fyrir val- inu og nú fyrst 30 árum seinna er verið að opna verslunarmiðstöð á þessum stað. Á þessum áratugum er þróun borgarinnar hins vegar komin langt austur fyrir Elliðaár. Ákveðnar verslunarvenjur og tengsli hafa samt myndast á þeim svæðum sem liggja að fyrirhuguð- um miðbæ á síðastliðnum 30 árum sem þessi verslunarmiðstöð mun breyta. Á næstu mánuðum mun koma í ljós hve mikil og afdrifarík- þessi áhrif verða. Höfuðborgin þróast á nesj- um Undanfarin ár hefur byggð á höf- uðborgarsvæðinu í megindráttum þróast á nesjum: Seltjarnarnesi, Kársnesi, Arnarnesi og Álftanesi. en síðan hefur verið byggt lengra upp til landsins. Byggðaþróun á þessum nesjum er hins vegar núna að koma að ákveðnum mörkum. Suðaustan við byggð á höfuðborg- arsvæðinu liggur sprungubelti sem ótryggt er að byggja á. Þar er land vemdað vegna vatnsbóla, auk þess sem þetta land liggur hátt vfir sjáv- armáli. Byggð á höfuðborgarsvæð- inu getur þvi ekki þróast miklu lengra til fjalla með góðu móti, heldur þarf að leita nýrra leiða. Skipulagsstofa höfuðborgar- svæðisins hefur bent á að nú sé að myndast nýr ás í byggðinni á þessu svæði sem liggi frá norðaustri til suðvesturs, í stað núverandi um- ferðaræða sem liggja austur vest- ur. Eitt mikilvægasta verkefni í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæð- isins nú er að fá fólk til að gera sér grein fvrir þessari staðrevnd. gera nauðsynlegar ráðstafanir i tima og borga. auðvelda samruna bvggðar á þessu svæði eftir þessum nýja ás. Þótt skýringarmynd Doxiadisar sé í sjálfu sér einföld þá fer því fjarri að menn hafi almennt með- tekið þá hugsun sem þar liggur að baki. jafnvel þótt menn geti i sjálfu sér verið henni sammála. Mynd skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- ins af nýjum bvggðaás þessa svæðis er líka einföld við fvrstu sýn. Að skilja mikilvægi þessa máls og að auðvelda bvggðaþróun eftir þess- um ás er hins vegar mjög flókið ef vel á að vera. Vonandi tekur það okkur ekki líka 30 ár að átta okkur á þessu máli. Gestur Ólafsson svæðis. „Miðbæjarstæði við Miklubraut Kringlumýrarbraut varð fyrir valinu og nú fyrst 30 árum seinna er verið að opna verslunarmiðstöð á þessum stað.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.