Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987.
31
ð marki Þórs og augnabliki síðar lá knötturinn í netinu og annað mark Fram var
ður kemur engum vömum við. DV-mynd Brynjar Gauti
Haukur
fórúr
axlar-
liðnum
sw..,, -
• Haukur Bragason
KA varð fyrir miklu áfalli í gær-
kvöldi þegar aðalmarkvörður liðsins,
Haukur Bragason, fór lír axlarlið og
leikur að öllum líkindum ekki meira
með liðinu á þessu keppnistímabili.
Þetta slys átti sér stað á æfingu liðsins.
Haukur hefur verið einn af bestu
markvörðum á yfirstandandi Islands-
móti og hefur einnig varið mark
landsliðsins skipuðu leikmönnum
21-árs og yngri. Haukur lenti í sömu
meiðslum í fyrra og var þá frá keppni
í 5 vikur. -JKS
_____________________________________I
Mjólkurbikarkeppnin:
Fram í úrslit
í 8. skiptið
á tíu árum
- eftir 8-1 sigur á Þór í undanúrslitum bikarsins
I
I
„Ég er að vonum mjög ánægður með
úrslitin. Strákamir spiluðu vel og
skynsamlega og uppskáru samkvæmt
þvi. Þegar baráttan er í lagi þá ganga
hlutn-nir upp, það er segin saga. Liðið
hefur góða reynslu í leikjum sem þess-
um og það hjálpaði til,“sagði Ásgeir
Eliason, þjálfari Fram, eftir að lið
hans hafði sigrað Þór, 3-1, í undanúr-
slitum bikarkeppninnar á Laugardals-
velli í gærkvöldi í sannkölluðum
bikarleik. I hálfleik var staðan 2-0
fyrir Fram. Þar með eru Framarar
komnir í úrslit bikarsins í áttunda
skipti á tíu ára tímabili - glæsilegur
árangur.
Leiktu- liðanna í gærkvöldi bar keim
þess i byrjun að um bikarleik var um
að ræða. Bæði liðin voru með þreifing-
ar og tóku enga áhættu. Það var ekki
fyrr en á 20. mínútu að eitthvað fór
að gerast og skoruðu Framarar þá
fyrsta mark leiksins. Viðar Þorkelson
gaf sendingu fyrir markið og þar voru
þeir Guðmundur Steinsson og Pétur
Amþórsson óvaldaðir. Pétur tók við
knettinum og skoraði auðveldlega af
stuttu færi.
Eftir markið sóttu Framarar stifc og
áttu Þórsarar i vök að verjast. Fram
bætir við öðm marki á 30. mínútu eft-
ir frábæran samleik sem endaði með
góðu marki frá Pétri Ormslev. Það sem
eftir lifði hálfleiksins átti Fram nokk-
ur góð tækifæri sem þeim tókst ekki
að nýta.
Fram hóf seinni hálfleikinn með
miklu látum, hver sóknarlotan af ann-
arri og þriðja markið lá í loftinu.
Fyrstu tuttugu mínútumar fóm þeir
á kostum, samleikur manna í milli var
frábær. Um miðjan hálfleikinn kom
þriðja markið upp úr fyrirgjöf frá Orm-
ari Örlvgssyni og Ragnar Margeirsson
skoraði með viðstöðulausu skoti. Þar
með vom úrslitin ráðin en Fram átti
af og til hættulegar sóknir. Þór átti
hættulegar skyndisóknir og ein af
þeim gaf þeim vítaspymu eftir að Orm-
ar Örlygsson hafði brotið á Jónasi
Róbertssyni innan vítateigs. Júlíus
Tryggvason skoraði af öryggi úr
spymunni.
„Fram verðskuldaði sigurinn"
„Við bökkuðum of mikið í fyrri hálf-
leik og létum Framarar ráða of mikið
ferðinni. Engu að síður spilaði Fram
vel og verðskuldaði sigurinn fyllilega.
Fram á að skipa mjög sterku liði um
þessar mundir og ég spái því að þeir
verði ekki í miklum erfileikum með
að sigra Víði í úrslitaleiknum," sagði
Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs, í
leikslok.
Framliðið átti t'firhöfuð frábæran
leik og jafnvel sinn besta á keppnis-
tímabilinu. Vart verður komist hjá því
að minnast á stórgóðan leik þeirra
Janusar Guðlaugssonar og Ragnars
Margeirsson sem virðist vera búinn
að aðlagast liðinu að fullu. Leikmenn
Þórs léku ekki vel í leiknum. hafa oft
leikið betur. Þeirra skástir vom Nói
Bjömsson og Kristján Kristjánsson.
„Liðið vex með hverjum leik“
„Þetta var okkar besti leikur á tíma-
bilinu. Ég bjóst við Þór sterkari en
raun varð á, þeir vom mun sterkari
f\TÍr norðan. Nú er bara að klára þetta
dæmi til fulls og sigra í bikamum. Ég
hefði frekar viljað Val í úrslitunum
en Víðir er verðugur andstæðingur."
sagði Ragnar Margeirsson. kampakát-
ur í leikslok.
„Vanmat á okkur sjálfum“
..Við spiluðum ekki vel. Það hefði
ef til vill brevtt gangi leiksins ef við
hefðum náð að skora fyrir leikhlé. Það
sem varð okkur að falli var ÁTSt og
fremst vanmat á okkur sjálfum. Ann-
ars verðskuldaði Fram sigurinn."sagði
Kristján Kristjánsson. leikmaðm-
Þórs. -JKS
Lewis hyggst bæta
metið í langstökki
Carl Lewis, sem líklega er einn fræg-
astur garpur meðal frjálsíþrótta-
manna, sagðist í gær vonast til að
stökkva lengra en gildandi heimsmet
í langstökki segir til um. Það met á
einn nafntogaðasti maður í veröld
íþróttanna, Bob Beamon. Stökk só
kappi 8,90 metra í Mexíkó hér um
árið.
„Ég hef hæfileikana og hef aldrei
verið í betra keppnisformi. Ég hef
sett mér það mark að fara vfir 8,90
metra."
Þetta segir kempan glaðbeitt og
hvggst jafnvel bæta metið nú um
helgina.
-JÖG
X UA
ssi^Síte
junum sinum eftir sigurinn gegn Valsmönnum i gærkvöldi.
Kgty-*-* *»•'
n"*!' f *> . ■ w
DV-mynd S
„Liðsandinn er
góður hjá Everton”
- segir Alex Ferguson hjá Man. United
„Þrátt fyrir að Howard Kendall sé
farinn frá Everton er félagið líklegt
til að verja Englandsmeistaratitilinn,"
sagði Alex Ferguson, framkvæmda-
stjóri Manchester United, í gær.
Ferguson sagði að Everton væri með
kraftmikið lið og samkeppnin væri
geysilega hörð um hverja stöðu í lið-
inu. „Þá er liðsandinn geysilega góður
hjá Everton," sagði Ferguson.
Everton og Liverpool hafa unnið
meistaratitilinn í Englandi síðustu sex
árin. Félögin verða örugglega í barátt-
unni í vetur ásamt Man. Utd., Totten-
ham og Arsenal. Stórleikurinn á
morgun í Englandi er leikur Arsenal
og Liverpool. Liverpool mætir til leiks
með nýju leikmennina Peter Bamsley
og John Bames en Arsenal teflir fram
nýjum markaskorara, Alan Smith, sem
félagið keypti frá Leicester.
-sos
íþróttir
• Diego Maradona var bros-
mildur i Hamborg enda lékk
hann góða peningaupphæð i
vasann. Símamynd/Reuter
Maradona
fékk kr.
400 þúsund
Sgurður Bjömssan, DV, V-Þýskalandi;
Diego Maradona. sem fór á kost-
um í fyrri hálfleik með Napolí gegn
Hamburger í Hamborg í gær-
kvöldi, fékk kr. 400 þús. fyrir að
leika leikinn. Aðrir leikmenn Na-
polí máttu skipta á milli sín öðrum
400 þúsundum. Þetta er metupp-
hæð sem hefur verið greidd fyrir
vináttuleik í V-Þýskalandi.
Leikurinn, sem lauk með sigri
Hamburger, 3-2, var leikinn í til-
efni 75 ára afmælis félagsins.
Brasilíumaðurinn Cereca skoraði
fyTst fyrir Napolí á fjórðu mín. en
Pólvérjinn Okonski jafhaði fyrir
Hamburger á sömu minútu. Mara-
dona skoraði síðan. 1-2. tir vita-
spvmu en það var svo Heinz
Gruendel sem skoraði tvö siðustu
mörk Hamburger. Sigurmarkið á
89. mín.
Aðeins 22 þús. áhorfendur sáu
leikinn. Rigning kom í veg fyrir
að fleiri mættu á völlinn. -SOS
Woodcock
til Schalke?
Sigurdur Bjömssan, DV, V-Þýskalarvdr
V-þýska félagið Schalke er til-
búið að kaupa enska landsliðs-
manninn Tony Woodcock frá
Köln. Forráðamenn félagsins til-
kynntu þetta i gær. Woodcock
kemst ekki í liðið hjá Köln þar sem
tveir aðrir útlendingar leika með
félaginu og em þeir báðir í b\ijun-
arliðinu. -SOS
„Rautt Ijós”
á Liverpool
Enska knattspvmusambandið
setti rautt Ijósá að Liverpool fengi
að taka þátt í keppni á Spáni og
léki gepi Atletico Madirid 26.
ágúst. Ástæðan er ólæti áhang-
enda Liverpool sem komu hörm-
ungunum af stað í Brussel um árið.
Aftur á móti fær Everton levfi til
að leika gegn Real Madrid í
Madrid á sama tíma. -SOS
Celso áfram
hjá Porto
Brasilíski landsliðsmaðunnn
Celso Dos Santos. sem leikið hefur
undanfaiin ár með portúgalska lið-
inu Porto, framlengdi samning
sinn við félagið í gær. Celso hefur
verið sterkasti hlekkur í vöm liðs-
ins og var ákvörðun hans fagnað
af stuðningsmönnum félagsins.
-JKS