Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 28
40
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987.
í gærkvöldi
DV
Helena Hauksdóttír laganemi:
Hlustaði en heyrði ekki neitt
Jarðarfarir
Guðríður Rósantsdóttir lést 6.
ágúst sl. Hún fæddist á Gíslabala á
Ströndum 8. október 1900, dóttir
hjónanna Rósants Andréssonar og
Sigurlaugar Guðmundsdóttur. Guð-
ríður giftist Guðjóni Vilhjálmssyni
en hann lést árið 1969. Þeim hjónum
varð tveggja barna auðið. Útför Guð-
ríðar verður gerð frá Dómkirkjunni
í dag kl. 13.30.
Unnur Sigurjónsdóttir frá Geir-
landi lést 4. ágúst sl. Hún fæddist að
Mörk í Laugardal þann 26. nóvember
1923. Foreldrar hennar voru þau
Guðrún Ámundadóttir og Sigurjón
ólafsson. Unnur giftist Guðmundi L.
Jónssyni og eignuðust þau 3 börn.
Unnur og Guðmundur slitu samvist-
um. Útför hennar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Minningarathöfn um Ragnar Jó-
hann Alfreðsson frá Hrauni,
Efstahrauni 16, verður gerð frá
Grindavíkurkirkju laugardaginn 15.
ágúst kl. 14.
Steinunn Gróa Bjarnadóttir, Háa-
leitisbraut 117, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju mánudaginn 17.
ágúst kl. 15.
Útför Sigurðar Eyvindssonar,
fyrrum bónda í Austurhlíð, fer fram
frá Stóra-Núpskirkju laugardaginn
15. ágúst kl. 14.
Útför Steinþóru Guðmundsdótt-
ur, Seljalandsvegi 26, Isafirði, verður
gerð frá Hnífsdalskapellu laugardag-
inn 15. ágúst kl. 14.
Egill Gíslason bakari lést á Elli-
heimilinu Grund 7. ágúst. Bálför
hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt
ósk hins látna.
María S. Hjartar verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju 17. ágústkl. 13.30.
Guðmundur Sigurðsson fyrrum
bóndi, hreppstjóri og oddviti frá Hlíð
í Grafningi lést 6. ágúst sl. Hann
fæddist á Grímslæk í Ölfusi, sonur
hjónanna Sigurðar Bjarnasonar og
Pálínu Guðmundsdóttur. Hann gift-
ist Helgu Jónsdóttur og eignuðust
þau saman fjögur böm. Helga lést
árið 1983. Útför Guðmundar verður
gerð frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi
í dag kl. 15.
Einarína Sumarliðadóttir lést 6.
ágúst sl. Hún var fædd á Meiðarstöð-
um í Garði 13. maí 1922, dóttir
hjónanna Sumarliða Eiríkssonar og
Tómasínu Oddsdóttur. Einarína gift-
ist Einari Axelssyni en hann lést
árið 1966. Þau hjón eignuðust fimm
börn og eru fjögur á lífi. Útför Einar-
ínu verður gerð frá Langholtskirkju
í dag kl. 15.
Lárus Jóhann Guðmundsson frá
Birgisvík, Silfurgötu 39, Stykkis-
hólmi, verður jarðsunginn frá
Stykkishólmskirkju laugardaginn
15. ágúst kl. 10.30.
Lúðvík J. Albertsson, Svalbarða,
Hellissandi, sem lést þann 8. ágúst
sl., verður jarðsunginn frá Ingjalds-
hólskirkju laugardaginn 15. ágúst
kl. 14.
Aðalsteinn Stefánsson frá Dverga-
steini, Fáskrúðsfirði, verður jarð-
sunginn frá Kolfreyjustaðarkirkju
laugardaginn 15. ágúst kl. 14.
Hermann Snæland Aðalsteins-
son, bóndi og oddviti, Hóli, Tjörnesi,
verður jarðsunginn frá Húsavíkur-
kirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 14.
Eins og venjulega sá ég fréttir í
gærkvöldi. Mér finnast fréttatímam-
ir hjá stöðvunum tveimur ansi
keimlíkir. En ég kann ekki að meta
þetta nýja umhverfi sem tekið hefur
verið upp hjá ríkissjónvarpinu í
fréttatímanum. Loðir við sýndar-
mennsku. Kannski stafar þetta af
vanmetakennd. Nú, ég sá líka eitt-
hvað af þættinum með Jóni Óttari,
Leiðara. Mér finnast þeir þættir
áhugaverðir og horfi yfirleitt á þá. I
gærkvöldi var það reyndar þannig
að ég hlustaði en heyrði ekki neitt.
Orðið hundleiðinlegt að hlusta á
sömu karlana tala um sama málið
ár eftir ár, í þessu tilviki var það
bjórmálið. Svo horfði ég á þáttinn
um Molly Dodd. Mér finnst hún
mjög skemmtileg týpa. Sönn ímynd
hinnar sjálfstæðu nútímakonu sem
Fjórir
Skömmu fyrir klukkan eitt í gærdag
varð harður árekstur á mótum
Kringlumýrarbrautar og Laugavegs.
Áreksturinn varð með þeim hætti að
vörubifreið, sem kom norður Kringlu-
mýrarbraut, tókst ekki að stöðva við
gatnamótin og ók aftan á bifreið af
tegundinni Escort og ýtti henni á und-
an sér. Lentu þeir síðan á tveimur
alið er á í fjölmiðlum. Loks ætlaði
ég að fara að horfa á bíómyndina á
Helena Hauksdóttir.
öðrum bifreiðum.
Frá þeim stað er vörubifreiðin lenti
á fyrsta bílnum og þar til hún nam
staðar eru 150 metrar. Mikil mildi
þykir að ekki urðu alvarleg slys á
mönnum í árekstrinum. Ökumenn vö-
rubifreiðarinnar og Escortsins voru
fluttir á slysadeild. Ökumaður vörubif-
reiðarinnar vegna geðshræringar en
Stöð 2 en gafst upp.
Yfirleitt finnast mér ekki vera góð-
ar bíómyndir á Stöð 2 því þeir virðast
vera með obbann af því versta í
ameríska kvikmyndaheiminum. Það
er nú ekki allt alvont sem kemur frá
Ameríku, þvert á móti. Forráðamenn
stöðvarinnar ættu að sjá metnað
sinn í því að sýna það besta í amer-
ískri kvikmyndagerð. Einnig mætti
sýna meira af kvikmyndum frá til
dæmis Frakklandi, Italíu og Spáni
og jafnvel frá Suður-Ameríku.
I útvarpinu kann ég að meta þess-
ar tónlistarstöðvar. Það var alveg
tími til kominn að fá slíkar stöðvar.
En það er það versta að þó tónlistar-
stöðvamar séu orðnar þijár þá er
lítið hægt að velja um tónlist, því
tónninn er sá sami i þeim öllum.
ökumaður Esortsins kvartaði undan
eymslum í bijósti auk annarra smærri
verkja en aðstoð slökkviliðs þurfti til
að ná manninum úr bílnum. Bifreiðin
er gjörónýt eftir. Hinar fólksbifreiðim-
ar em talsvert skemmdar en vömbif-
reiðin minna.
-sme
Escortinn er gjörónýtur eftir áreksturinn og klippur slökkviliðsins. Ökumanninum tóks að beygja sig niður og fest-
ist hann í bílnum og þurfti klippur til að ná honum úr hræinu.
DV-mynd S
bðar í áreksbi
VANTARI
EFTIRTALIN
HVERFI
AFGREIÐSLA
Þverholti 11, sími 27022
|Reykjavík
Eiríksgötu Mímisveg Álfheima 2-26 Glaðheima Melabraut Seltjarnarnesi Skólabraut Seltjarnarnesi
Laugaveg oddatölur Ljósheima Hæöargarð 30-út
Bankastræti oddatölur 1 Sporöagrunn Selvogsgrunn ****’ Hólmgarð 32-út
Lindargötu Ásenda
Klapparstíg 1-30 Kleifarveg Básenda
Frakkastig 1-0 *
Grundarstig Rauðagerói
Skipholt 35-út Ingólfsstræti
Vatnsholt Amtmannsstíg Skeljagranda
Bolholt Bjargarstíg *••*••*•••••••*•••*•***•••
***************’***************' Laugfásveg Síöumúla
Furugeröi Mióstræti Suóurlandsbraut 2-18
Seljugeröi .**.*
Viöjugerði Freyjugötu Rauöarárstig 18 - út
Háageröi Þórsgötu Háteigsveg 1-40
Langageröi Lokastig Meðalholt
Sörlaskjól Nýlendugötu Kleppsveg 2-60
Nesveg 21-út Tryggvagötu 1-3
Skákmótið í Polanica:
Karl Þorsteins keppir að
áfanga að stórmeistaratitli
íslendingar láta ekki deigan síga á
erlendum skákmótum um þessar
mundir. Nú þessa dagana teflir Karl
Þorsteins á sterku skákmóti í Póllandi
en mótið er haldið í Polanica til minn-
ingar um Rubenstein. Þar á Karl nú
vænlegan möguleika á fyrsta áfanga
að stórmeistaratitli.
Eflir sjö umferðir af ellefu er Karl í
öðru til þriðja sæti ásamt Greenfeld
frá ísrael með fjóra og hálfan vinning,
en Kuczynski er í efsta sæti með fimm
vinninga. I fjórða til fimmta sæti eru
þeir Dolmatov frá Sovétríkjunum og
Bönsth frá Austurríki með fjóra vinn-
inga.
Til að öðlast áfanga að stórmeistara-
titli þarf Karl þrjá vinninga í fjórum
síðustu umferðum mótsins. Áttunda
umferð verður tefld í dag en síðustu
þrjár umferðimar á sunnudag, mánu-
dag og þriðjudag. KGK
BIFREIÐA-
VARAHLUTA-
VERSLUN
Við höfum
opið á morgun,
laugardag,
frá 9.00 til 12.00.
VARAHLUTAVERSLUNIN
SIMAR: 34980 Ofl 37273
Jajðaxfarir
Bjarni Sigmundsson frá Hólakoti,
sem andaðist fimmtudaginn 6. ágúst,
verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju
laugardaginn 15. ágúst kl. 14.
Björn Jónsson, fyrrum bóndi á
Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit,
verður jarðsunginn frá Bjarnarhafn-
arkirkju laugardaginn 15. ágúst kl.
13.
Útför Erlendar Klemenssonar frá
Bólstaðarhlíð fer fram frá Bólstaðar-
hlíðarkirkju laugardaginn 15. ágúst
kl. 14.
Jarðarför Guðmundínu Einars-
dóttur frá Dynjanda fer fram frá
kapellunni í Hnífsdal laugardaginn
15. ágúst kl. 11.