Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 30
42 s"M 'sV/fO* HAMINGJA VIKUNNAR BUBBI & MX21 - SKAPAR FEGURÐIN HAMINGUNA? (GRAMM) Tvímælalaust, ef tekið er mið af þessu lagi sem er virkilega fallegt rokklag, kannski ekki alveg það sem búast mátti við frá Bubba og MXinu en eins og mað- urinn sagði: vegir Bubba eru órannsakanlegir. AÐRAR NOKKUÐ SÆLAR MICHAEL JACKSON - I CAN’T STOP LOVING YOU (EPIC) Jacko er skrambi góður söngvari, því verður ekki neitað og ennfremur verð- ur ekki framhjá því litið að piltur er hæfileikamað- ur í tónlist hvað svo sem tiktúrum hans líður. Þetta lag er ósköp hæglætislegt; fallegasta lag og verulega spennandi að heyra af- ganginn af lögunum á væntanlegri breiðskífu. TERENCE TRENT D’ARBY - WHISING WELL (CBS) Keimlíkur Jackson þessi náungi og spáð miklum frama. Gott lag sem vinnur á við frekari kynningu og D’Arby ku luma á fleiri gripum sem þessum á nýju breiðskífunni. Ansi spenn- andi. FIGURES ON A BEACH - NO STARS (SIRE) Kröftugt popplag í sum- ardúr frá nýliðum, sem ég þekki ekki haus né hala á en hafa eflaust verið um skeið í tónlistinni ef marka má vinnubrögðin. Þetta er kröftugt en samt létt og leikandi. SIMPLY RED - MABY SOMEDAY (WEA) Holding Back The Years ári síðar og slíkt gengur bara ekki. Ef litið er hins vegar framhjá líkingunni við Holding Back The Ye- ars, er þetta fallegt lag eins og það kemur fyrir og magnað básúnusóló (að ég held) í laginu miðju eða svo. Eða þannig sko. RED BOX - CHENKO (WEA) Ekki er ég alveg nógu ánægður með þessa afurð frá rauða kassanum en mönnum getur nú mistek- ist, er það ekki? SAMANTHA FOX - I SUR- RENDER (JIVE) Ég líka. -SþS- Geysir-Anthology Of Ttie lcelandic Independent Music Scene Of The Eighties I túninu heima Bandaríkjamenn vita áreiðanlega og skæruliðamir í fjallahéruðum Afg- álíka mikið um íslenska rokktónlist anistan. Munurinn er aðeins sá að á meðan bændumir berja á herjum Sov- étmanna geta menn vestra kynnst afbrigði af Geysisgosi heima í stofu. Á Geysi er rakin eftirminnileg saga úr íslensku tónlistarlífi. Rótgrónum tónlistarviðhorfum var hent út á hafs- auga. Sjóaðir popparar sáu sér þann kost vænstan að flýja inn á svið dans- húsanna. Þeir höfðu að vísu meira og minna alið manninn þar hvort eð var. Ungir menn geystust fram og létu allt vaða, hvar sem var, hvemig sem var. Geysir dregur einmitt upp skýra mynd af þessum umrótatímum. Þeys- arar, Purrkur Pillnikk, Vonbrigði og Jonee Jonee ættu að koma Banda- ríkjamönnum í skilning um hvað raunverulega gerðist. Og svo em auð- vitað homsteinamir sjálfir til staðar, Bubbi og Megas. Á hinn bóginn gefur Geysir líka hugmynd um framhald umrótanna, eftirstríðsárin. Kuklið sýnir sitt rétta andlit á B-hliðinni að ógleymdum Hilmari Emi Hilmarssyni og laginu Ad Astra. Gott framlag. Vunderfoolz sáluga á ennfremur lagið Citified á sömu hlið sem í sjálfu sér em ágæt eftirmæli. Allt er þetta gott og blessað fyrir Bandaríkjamenn. í túngarðinum heima hljómar Geysir kunnuglegar. Nostalgían getur verið býsna þægileg á stundum. Hitt er annað mál að bar- áttan heldur áfram og enn ólgar undir yfirborðinu þó gos brjótist líklega ekki fram nema einu sinni á áratug. Á meðan vopnahlé ríkir á heimavíg- stöðvunum undirbúa bændur í Afganistan aðra árás. -ÞJV Stuðkompamlð - Skýjum ofar Þroskuð tónlist Lagasmíðamar em í höndum þeirra bræðra Karls og Atla Örvarssona og eiga þeir ekki langt að sækja tónlist- aráhugann og hafa greinilega fengist við lagasmíðar nokkuð lengi. Það sem ég tel hins vegar að geri gæfumuninn fyrir Stuðkompaníið, fyr- ir utan góð lög, er fjölbreyttur söngur og hljóðfæraleikur. Allir fimm liðs- menn hljómsvetarinnar sygja og fyrir utan hin hefðbundnu hljóðfæri er hér boðið upp á trompet og saxófón sem gefur skemmtilegan blæ og eykur breiddina mjög. Stuðkompaníið hefur fulla ástæðu til að vera skýjum ofar eftir þessa byrjun. -SþS Skriðjöklar - Er Indriði mikið eriendis? Ófýndinn Indriði Hljómsveitin Skriðjöklar, sem er ætt- uð frá Akureyri, sló rækilega í gegn í fyrrasumar er hún sendi frá sér sína fyrstu plötu. Meðal laga á þeirri plötu var Hesturinn er varð sannkallaður sumarsmellur er allir rauluðu. Fljótlega komst maður að því að aðall Skriðjökla var fyndnir textar og skemmtileg og lífleg sviðsframkoma. Nú hafa Skriðjöklar sent frá sér sína aðra hljómplötu og ber hún nafnið Er Indriði mikið erlendis? og er nafhið í tengslum við fyrsta lag plötunnar Ind- riði. í stuttu máli finnst mér Skriðjöklar hafa skotið yfir markið. Sem fyrr er mikil áhersla lögð á textana sem eiga að vera fyndnir en því miður verður að segjast eins og er að húmorinn bregst félögunum í Skriðjöklum í þetta sinn og þegar lögin við textana eru einföld og leiðigjöm, þá getur frískleg- ur flutningur litlu bjargað. Ekki er samt allt alvont. Vel má hafa gaman af lögum á borð við Ind- riða, Strandljón og Hryssan mín blá, þótt ekki standist þau samanburð við Hestinn og þessi lög ná ekki að hífa Skriðjöklar eiga það til að bregða sér Er Indriði mikið erlendis? upp úr með- í ýmis kostuleg gervi og leika lögin. almennskunni. Sú uppákoma er ekki fyrir hendi þegar Nú má vel vera að með líflegri fram- hlustað er á plötuna, því er útkoman komu á sviði öðlist lögin frekar líf en frekar líflaus plata. HK Hinar ýmsu hjómsveitakeppnir sem haldnar em víða um land árlega hafa skilað af sér stórgóðum árangri ef tek- ið er mið af þeim hljómsveitum sem náð hafa að vekja á sér athygli í gegn- um þessar keppnir. Þannig komust Greifamir á blað eftir að hafa sigrað í músíktilraunum Tónabæjar, Skriðjöklar eftir sigur í hljómsveitakeppni í Atlavík og Stuð- kompaníið eftir sigur í músíktilraun- um Tónabæjar. Og það er sú síðastnefnda sem er hér til umfjöllunar með sína fyrstu plötu og með allri virðingu fyrir hinum hljómsveitunum held ég að hvorug þeirra hafi farið jafn glæsilega af stað og Stuðkompaníið. Það sem slær mann fyrst eftir að hafa hlustað nokkrum sinnum á þessa frumraun Stuðkompanísins er hversu Nýjar plötur þroskuð tónlist hljómsveitarinnar er og á ég þá við allt í senn, lagasmíðar, hljóðfæraleik og útsetningar. FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987. POPP SMÆLKI Sæl nú!... I gegnum tíðina hafa margar skemmtilegar fréttir af Ozzy Osbourne skreytt rtálka þessa enda maðurinn einn litrikasti karakterinn í popp- beiminum. Ogenn berast tiðindi af Ozzy kallinum; hann heldur mikið heimili t Englanrti með tilheyrandi hjúum og var honum farinn að blöskra rekstrarkosnað- urinn á óðalinu. Við nánari rannsókn komst það upp að ráðskonan á staðnum hafði um langt skeið krækt sér í ýmis verðmæti og bætt þeim við launin sin án samráðs við Ozzy óðalsbónda. Nam upphæðin á því sem kerla hafðí hnuplað um einni millj- ón islenskra króna og sá Ozzy sér ekki annað fært en að draga kerlinguna fyrir lög og rétt. Og þar var hún kæmd á dögunum skiiorðs- bundnum dómi og þótti bara velsloppið.. .Ogmeirafrá dómstólunum; gamli söngv- arinn Wilson Pickett lenti í rifrildi og hanrtalögmáium á götu úti ekki alls fyrir löngu og fór halloka. Hann unrti því ekki vel og dró úr pússi sinu frethólk einn mikinn og veifaði honum framan f ógn- valdinn. Það hefði hann betur látið ógertþvi nú bíður hann dóms fyrir ólöglegan vopnaburð og morðhótan- ir... Sean Penn, leíkari og eiginmaður Madonnu, biður lika eftir plássi á Hrauninu; hann er maður vaskur í fram- göngu en er þvi miður laus hönrtin og á það til að heilsa mönnum að sjómannasið ef sá gállinn erá honum . .. Úrfangelsinu i hnappheld- una; Paul Weller, sá kunni maður úrThe Jam og Style Council, ku hafa gift sig nýverið og er brúðurin engin önnur en söngkonan Dee C. Lee, sem fengi hefur sungið bakraddir með Style Council og einnig reynt fyrír sér ein síns liös ... Söngkonan glæsilega með röddina glæsilegu, Whitney Hous- ton, hefurverið beðinað taka að sér hlutverk Diönu Ross i kvikmynd sem á að fara að gera um trióíð góð- kunna The Supremes, glæsilegan feril þess og hrun vegna persónulegra ill- deilna ... Og Houston stefnirnú að þviað koma fimmtu smáskifu sinni í röð á topp bandaríska smáskífu- listans, hún gaf á dögunum út nýtt lag á smáskifu af breiðskifunni Whitney og er það lagið Didn't We Almost Have ItAII.. .ogþaðvar allt... -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.