Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 36
62 • 25 • 25 FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987. Islendingar í fjórða sæti - lokaumferðin í dag „Við erum ennþá með í leiknum, það munar mjög litlu á þjóðunum í ^ 2.-5. sæti,“ sagði Hjalti Elíasson, fyrirliði islensku karlasveitarinnar í bridge, sem nú er komin í fjórða sætið á Evrópumótinu í Brighton. Islendingamir stóðu sig vel í gær og unnu Portúgali 21-9. Þeir biðu svo aðeins lægri hlut gegn Grikkj- um, 14-16, í gærkvöldi. Þrátt fyrir þessa góðu frammistöðu fóru þeir niður í fjórða sætið. Svíar eru sem fyrr í efsta sætinu með 409.5 stig og hafa nánast tryggt sér Evrópumeistaratitilinn. Norð- menn eru með 393 stig, Bretar með 388. íslendingar með 386 og Frakkar með 382. Síðasta umferð mótsins verður spiluð í dag og eigast þá íslendingar og Bretar við, Svíar og Frakkar og Norðmenn og Hollendingar. „Þetta verður erfiður leikur við Bretana, gestgjafana. Leikurinn verður sýndur á sýningartjaldi og það gerir spilurum erfitt fyTÍr. En við gerum okkar besta," sagði Hjalti. Þess má geta að tvö efstu sætin á Evrópumótinu gefa rétt til þátttöku í næsta heimsmeistaramóti. íslensku konunum hefúr ekki gengið mjög vel og eru þær nú í 17. sæti og eiga aðeins eftir að keppa við frönsku sveitina sem nú er í öðru 4» sæti á mótinu. ítalska sveitin er í efsta sæti. ATA Kvotasvindlið: AðrirenSkúli hafa játað kvótasvindl „Engir af þeim sem ásakaðir hafa verið fyrir kvótasvindl hafa mót- mælt aðferðum okkar nema Skúli Alexandersson og flestir hinna hafa játað á sig kvótasvindl," sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri sjávar- útvegsráðuneytisins, í samtali við DV í morgun. Jón var ófáanlegur til að gefa upp hvaða fiskvinnslustöðvar það væru <*. aðrar en Jökull hf. á Hellissandi sem kærðar hafa verið fyrir kvótasvindl. Sagði Jón að ráðuneytið myndi ekki gefa það upp fyrr en kærufrestur fyTÍrtækjanna væri útrunninn. -S.dór LOKI Hvernig dettur reykvískum hrossum í hug að reyna að komast inn á hótel? SkattJagning eriendra lána mjög umdeild: beð ð um undanþágu „Okkur fannst rétt að vekja at- hygli nýrrar ríkisstjórnar á áhrifrun fýrirhugaðrar skattlagningar á Flugleiðir," sagði Sigurður Helga- son forstjóri þegar hann var spurður um erindi sem félagið sendi ríkis- stjóminni vegna nýrra laga um skatta af erlendum lántökum. „Við erum nýbúnir að taka ák- vörðun um endumýjun í flugvéla- flotanum og því finnst okkur þessi gjaldtaka koma aftan að okkur. Við teljum okkur ekki vera að keppa úm fjármagn innanlands heldur er lán- taka erlendis óhjákvæmilegur partur af okkar starfsemi.“ Áætlað hefur veríð að gjaldið muni kosta Flugleiðir um 100 milljónir króna nái það fram að ganga . Eimskipafélag íslands hefnr einnig sent athugasemdir við þessa fyrir- huguðu gjaldtöku. I bréfi félagsins er sérstaklega bent á að skipafélög í flestiun Evrópulöndum njóti venju- lega niðurgreiðslu vaxta. Því hijóti samkeppnisstaða félagsins að versna enn frekar ef félagið þarf að borga skatta af erlendum lánum sínum. Fjölmargir aðilai- hafa sent at- hugasemdir og beiðnir um undan- þágur til ríkissfjómarinnar vegna þessarar gjaldtöku. Athygli vekur að Landsvirkjun er meðal þeirra en fyrirtækið, sem er að stórum hluta í eigu ríkisins, verður líklega ekki undanþegið gjaldtökunnL Reglugerð sem kveður nánar á um framkvæmd gjaldtökunnar verður gefin út í dag eða strax eftir helgl Þar verður reynt að skýra nánar hvað sé gjaldskylt því ótal lausir endar munu vera á þessu máli og gjaldtakan mjög erfið í framkvæmd. -ES - sjá einnig bis. 7 Landbúnaðarsýningin hefst í Víðidal klukkan fjögur og verður þar margt manna og dýra. Starfsmenn voru að leggja síðustu hönd að verki í morgun eins og Friðþór Sófus Sigur- mundsson frá Kirkjutúni í Laugardælum sem er dýrahirðir ásamt föður sínum. DV-mynd JAK Veðrið á morgun: Víðast hvar þurrt og bjartveður Á morgun verður fremur hæg austlæg átt um land allt. Smáskúr- ir eða lítils háttar súld öðru hveiju við austurströndina en annars þurrt og víða bjart veður. Hiti verður á bilinu 8 til 15 stig. Símaskráin í fullu gildi „Menn geta endanlega lagt gömlu símaskránum í dag því í nótt tóku gildi nýju símanúmerin á Austurlandi, sem skráð eru í símaskránni," sagði Ágúst Geirsson, ritstjóri Símaskrár- innar. Ágúst sagði að meðan símaskráin var í vinnslu hefðu verið ákveðnar breytingar á svæðum 92, 93 og 97. Breytingamar fólust í því að síma- númerin urðu fimm stafir í stað fjögurra og átti breytingunum að vera lokið á svipuðum tíma og símaskráin kæmi út. Dráttur varð á breytingunum á Austurlandi- og þeim síðustu lauk ekki fyrr en í nótt. „Þessi töf kom sér illa fyrir marga þar sem símaskráin var ekki rétt fyrir þetta svæði, en nú er hún í fullu gildi,“ sagði Ágúst Geirsson. ATA Hross sækja að reykvísku hoteli I morgun þurfti lögreglan i Reykja- vik að hafa afskipti af tveimur hross- um við Hótel Esju. Hvort hrossin hafa hugsað sér gistingu á hótelinu er ekki vitað en víst er að lögreglan var köll- uð til. Girðing norðan Suðurlandsbrautar, þar sem hross eru geymd, er orðin lé- leg og að sögn lögreglu hefúr oftsinnis þurft að hafa afskipti þar af. Þegar DV fór í prentun stóð eltingarleikur lögreglu og hrossa enn yfir. -sme Höfn í Homarfirði: Vinnuslys við uppskipun Maður handleggsbrotnaði illa við uppskipun á plasttunnum úr Goða- fossi í gær þegar verið var að vinna við skipið á Höfn í Homarfirði. Brotið var framarlega á handleggnum rétt ofan við úlnlið. Maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina og gert að sárum hans þar. Hann verður fluttur til Reykjavíkur í dag til frekari aðgerða. -sme i i i í i i i i i i i i i í i i i i i i i í Í i i í i í í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.