Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 34
46 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987. Kvikmyndahús Kvikmyndir Bíóborg Bíóborgin Sérsveitin Sýnd kl. 5. 7. 9 og 11. Angel Heart Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05 Krókódila Dundee Sýnd kl. 5, 7 og 11.05 Bláa Betty Sýnd kl. 9. Bíóhúsið Um miðnætti Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Hættulegur vinur Sýnd kl. 5. 7. 9 og 11. Morgan kemur heim Sýnd kl. 7 og 11. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11. Lögregluskólinn Allir á vakt Sýnd kl. 5 og 9. Blátt flauel Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Háskólabíó Villtir dagar Sýnd kl. 7, 9 og 11.10. Laugarásbíó Andaboð Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Gustur Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Meiriháttar mál Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11. Regnboginn Kvennabúrio Sýnd kl. 3. 5.20. 9 og 11.15. Hættuförin Sýnd kl. 3.15. 5.15. 7.15, 9,15 og 11.15 Herdeildin Sýnd kl. 3. 5.20 9 og 11.15. Þrir vinir Sýnd kl. 3.10 og 5.10. Óvætturinn Endursýnd kl. 7.10, 9.10 og 11.10. Otto Sýnd kl. 3.05. 5.05, 9.05 og 11.15. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Stjömubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hættulegur leikur Sýnd kl 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. LUKKUDAGAR 14. ágúst 76328 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800.- Vinningshafar hringi i sima 91-82580. GOÐA HELGI Þú átt það skilið PlZZA HVSIÐ Grensásvegi 10 Sími: 39933. Onnur hlið hermannsins - Gardens of Stone Coppola á næstunni í Stjömubíói James Caan hefur verid i þremur myndum Francis Coppola, fjórða sam- spil þeirra er á leið til landsins. Einn virtasti leikstjóri okkar tíma er án efa Francis Ford Coppola. Hann gefur mest leikstjóra af sjálf- tun sér í kvikmyndir sem hann vinnur að. Er hann einkum umtalað- ur sem leikstjóri leikaranna, hefur mikinn mannlegan skilning, upp- fullur af ástríðum í garð mannkyns- ins og síðast en ekki síst hefur hann sérstök tök á því að laða það besta fram í fólki. Flestir, sem hafa unnið með honum, bera honum vel söguna og telja það mikinn heiður að hafa fengið að vinna undir hans stjóm. Hann hefur auk þess komið á fram- færi allmörgum ungum leikurum sem í dag em unnvörpum að taka við af eldri kvnslóðinni. Afkvæmi hans eru orðin æði mörg og misjöfri að n:argra dómi en mynd- fr hans hafa aldrei fallið fyrir neðan meðallag. Flestar hafa þær sankað að sér fjölda verðlauna. Þær myndir sem vert er að nefna em Guðfaðirinn I og II. Cotton Club og Apocalypse Now. Hann náði Marlon Brando upp eftir langa lægð. American Graffiti er mynd sem engum hefur tekist að líkja eftir og svo mætti lengi telja. Nýjasta afkvæmi Coppola er myndin Gardens of Stone sem er næsta mynd hans á eftir Peggy Sue Got Married. Hún var sýnd í Stjömubfói fyrir nokkm og á næst- unni verður Coppola í Stjömubíói að nýju. Margir kunnir leikarar koma fram í þessari nýjustu mynd hans, þar á meðal James Caan, Anjelica Huston og James Earl Jones, auk fjölda annarra. Sagan greinir frá hermönnum sem komust í svokallaða úrvalsdeild þeirra skömðu fram úr. Höfúndur sögunnar er Nicholas Profitt. Hann segist hafa ritað hana af einskæru dálæti á hermennsku. Hann vildi skrifa sögu þar sem fram kæmi trú hans á hermanninum og breyta hug- myndum sem menn hafa almennt um hermanninn. GK Á ferðalagi Hítardalur og Barnaborgarhraun Snæfells- og Hnappadalssýsla er kjörinn staður til sumarleyfisdvalar. Þar er geysimargt að skoða og þjón- usta við ferðalanga er víðast hvar mjög góð þó að vegimir um Snæfells- nesið séu fyrir löngu orðnir að þjóðsögu sökum þess hve slæmir þeir em. Það er upplagt að taka með sér veiðistöng í ferðalag þama um slóðir því í nágrenninu er mikið um ágætis veiðivötn og -ár. Frá Reykja- vík er ekki nema rétt tæplega 3ja tíma akstur í Hnappadalssýsluna og þar skulum við byrja ferð okkar um Snæfellsnesið. Á mörkum Hnappadalssýslu og Mýrarsýslu rennur Hítará sem er góð laxveiðiá. Áin á upptök sín í Hítarvatni í Hítardal sem er svip- fagur dalur, umkringdur háum, bröttum fjöllum. í þjóðsögum er sagt frá því að tröllskessa ein að nafni Hít hafi búið í Hítardal og hafi dalur- inn og önnur ömefni þnnig fengið nöfn sín. í dalnum miðjum er fjallið Hólmi Séð til Fagraskógarfjalls af Jörfamelum. Bamaborgarhraunið liggur fyrir neðan og til hægri út úr fjallinu sést i Grettisbæli. en á samnefhdum bæ undir fjallinu bjó Bjöm Hítdælakappi snemma á 11. öld. Bærinn Hólmi er nú kominn í eyði en þar stendur nú veiðikofi. I Hítardal em nokkrir grunnir hellar og skútar. í einum þeirra, Bjamar- helli em gamlar rúnaristur sem enn hefur ekki tekist að ráða í. Annar hellir, Sönghellir, dregur nafh sitt af því hve vel bergmálar í honum. Hið foma höfuðból Hítardalur var fyrrum kirkjustaður og prestsetur. Á þeim bæ varð eitt mesta manntjón í eldsvoða sem um getur í íslandssög- unni. Það varð árið 1148 þegar Magnús Einarsson, biskup í Skál- holti brann inni ásamt 70-80 manns. Við túnið í Hítardal er klettur úr móbergi; Nafnaklettur. Á hann hafa margir grafið nöfn sín og em elstu nöfhin frá því snemma á 18. öld t.d. nafn hins nafnkunna ferðalangs Ebenezers Hendersons. Þegar haldið er eflir þjóðveginum vestur yfir Hítará tekur við Bama- borgarhraun sem runnið hefur úr eldgígnum Bamaborg. Austur af hrauninu gefúr á að líta Fagraskógar- Qall og út úr því stendur Grettisbæli sem er toppmyndað sandfell þar sem sagan segir að kappinn Grettir Ás- mundarson hafi haft aðsetur um sinn á skóggangsárum sínum. Við Bama- borgarhraunið stendur birkiskógur sem nefhist Jörfaskógur og er hluti hans friðaður af Skógrækt ríkisins Útvarp - Sjónarp DV RUV, ras 1, kl. 20.40: Úr verkum vest- firskra höfunda 1 Sumarvöku að þessu sinni verður flutt samfelld dagskrá úr verkum vestfirskra höfunda sem flutt var á M-hátíð í Alþýðuhúsinu á Isafirði 5. júni í sumar. Félgar úr Litla leik- klúbbnum flytja atriði úr Manni og konu eftir Jón Thoroddsen, Jakop Falur Garðarsson les ljóð úr Þorpinu eftir Jón úr Vör og Pétur Njarðarson les smásöguna Stigann eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur. Leikstjóm og efhisval annaðist Oddur Bjömsson. Jónas Tómasson valdi tónlistina og leikur hann á flautu milli atriða. Umsjón með sam- setningu dagskrárinnar hefur Finnbogi Hermannsson. Dagkráin sem flutt er á Sumarvöku er frá M-hátiðinni fyrr í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.