Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987. 17 Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein- dagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er 17. ágúst nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda aó greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. RÝMINGARSALA „Það virðist tímabært að upplýsa fólk um að yfir 70% af útflutningi okkar er fiskur og vörur ur fiski.“ „Gleymið ekki fiskvinnslufólkinu“ Sigrún Bergþórsdóttir skrifar: Mér hefur borist í hendur rit frá Pósti og síma þar sem þeir kynna aukna þjónustu. Óska ég bæði þeim og neytendum til hamingju með það. I bæklingnum er tekið skýringa- dæmi af manni sem vinnur á skrifstofu frá klukkan 9 til 17. Ég vil benda Pósti og síma á að fólk sem vinnur frá 9 til 17 á skrifstofum virðist hafa meiri tíma til að sinna sínum málum heldur en ýmsir þeirra er vinna við önnur störf. Það virðist tímabært að upplýsa fólk um að yfir 70% af útflutningi okkar er fiskur og vörur úr fiski og þeir sem að þeirri framleiðslu starfa vinna yfir- leitt miklu lengur en frá 9 til 17. Það er kannski vegna þess að þeir sem vinna sjötíu prósentin eru svo fáir að það man enginn eftir þeim, hvorki þegar verið er að skrifa bækur eða semja kynningarit. Að kaupa köttinn í sekknum Kúlukaupandi hringdi: Mér finnst að yfir svona nokkru eigi maður ekki að þegja og vil ég því endilega vekja athygli á þessu máli. Siðastliðinn mánudag fór ég í Nýjabæ og keypti þar 100 grömm af Góu súkkulaðikúlum í poka á 81 kr. Svo bregður við að daginn eftir fer ég í JDhúsið og þar kaupi ég 200 gramma Góu kúlupoka á 77 kr. Ég hélt fyrst að einhver mistök heföu átt sér stað í JL-húsinu og hringdi í Nóatún tii að athuga verðið þar. Jú, þar kostaði 200 gramma pokinn 76 kr. Ég keypti því helmingi minna magn af kúlum í Nýjabæ fyrir mun hærra verð. Þetta kalla ég að kaupa köttinn í sekknum. Ég veit að þetta er engin nauðsynjavara en mér finnst þetta bara svo gróft og vildi ég gjama fá skýringar á þessu. Kristín Reynisdóttir, verslunarstjóri í Nýjabæ: Þetta eru mistök hjá okkur því að vörutegundin hefur verið merkt vit- laust. Það er eins og það hafi gleymst að breyta verðinu á merkibyssunni. Það er allavega eina skýringin sem ég get fundið. Nú er búið að laga þessi mistök og rétt verð er 41 kr. á 100 g pokum en 79 kr. á 200 g pok- um. Við biðjumst velvirðingar á þessu. Nýir vörubílahjólbarðar. Mikil verðlækkun. 900x20 8.500,- nælon frá kr. 1000x20 10.500,- nælon frá kr. 1100x20 11.500,- næion frá kr. 1200x20 12.500,- nælon frá kr. 1000x20 radial frá kr. 12.600,- 1100x20 radial frá kr. 14.500,- 1200x20 radial frá kr. 16.600,- Gerið kjarakaup. Sendum um allt land. BARÐINN HF., Skútuvogi 2 - Reykjavík. Sími 30501 og 84844. Verðið var lágt í upphafi, síðan kom útsala, svo lœkkuðum við meira. Og bætum um betur í dag. ÚTSALA OPIÐTILKL. 16.00 LAUGARDAG Smiðjuvegi 2B Skólavörðustíg 19 Hringbraut 119 Sími 79866 Simi 623266 Sími 611102 Manitóbaháskóli. Prófessors- staða í íslensku er laus tit umsóknar. Tekið verður á móti umsóknum eða tilnefningum til starfs viö íslenskudeild Manitóbaháskóla og boðið upp á fastráðningu (tenure) eftir tiltekið reynslutíma- bil í starfi ef öllum skilyrðum er þá fullnægt. Staðan verður annaðhvort veitt á stiginu „Associate Profess- or" eða „Full Professor'' og hæfur umsækjandi settur frá og með 1. júlí 1988. Laun verða í samræmi við námsferil, vísindastörf og starfsreynslu. Hæfur um- sækjandi þarf að hafa lokið doktorsprófi eða skilað sambærilegum árangri á sviði íslenskra bókmennta bæði fornra og nýrra. Góð kunnátta í enskri tungu er nauðsynleg sem og fullkomið vald á íslensku rit- og talmáli. Kennara- reynsla í bæði málfræði og bókmenntum er mikilvæg og æskilegt að umsækjandi hafi til að bera nokkra kunnáttu í nútímamálvísindum. Þar sem íslenskudeild er að nokkru leyti fjármögnuð af sérstökum sjóði og fjárframlögum Vestur-íslendinga er ráð fyrir því gert að íslenskudeild eigi jafnan drjúga aðild að menning- arstarfi þeirra. Þess er vænst að karlar jafnt sem konur sæki um þetta emþætti. Samkvæmt kanadískum lögum ganga kanadískir þegnar eða þeir sem hafa atvinnuleyfi í Kanada fyrir. Umsóknir eða tilnefningar með ítarlegum greinargerð- um um námsferil, rannsóknir og starfsreynslu, sem og nöfnum þriggja er veitt geti nánari upplýsingar, berist fyrir 30. október 1987. Karen Ogden Associate Dean of Arts University of Manitoba

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.