Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987. íþróttir • Terry Butcher. Robert og Butcher vrttir Lítið mega knattspyrnukempur í Skotlandi og allra síst er þeim heimilt að segja sitt álit í blöðum. Tveir enskir sem þar leika, þeir l’erry Butcher og Graham Roberts, fengu .báðir ávítur í gær og fyrír það eitt að opna túlann. Gagnrýndu þeir mótherja sína og dómgæslu í nafhtoguðum Evr- ópuleik Glasgow Rangers gegn Borussia Mönchengladbach. Leika þeir fóstbræður báðir með fyrmefndu liði. Þá gagnrýndu þeir leikmenn Gladbach enda þótti þeim fram- ganga þeirra með versta móti í nefndri rimmu. Þótti forkólfum knattspymu- sambandsins skoska framkoma beggja ekki samræmast skyldum þeirra sem íþróttamanna. Það var kannski rétt eins gott að þeir röt- uðu ekki í þá ógæfu að gagnrýna forráðamenn knattspvrnusam- bandsins. -JÖG Jóel Bats frá keppni Markvörðurinn Joel Bats, sem meiddist lítillega í landsleik Frakka og V-Þjóóvetja fyrir skemmstu, verður að hafa hægt um sig næstu dagana. Hann fékk höfhðhögg í nefndum leik og þarf því hvíldar við. Eins og mörgiun er deginum ljós- ara spilar kempan með Parísar- dýrlingunum, Paris St. Gemiain. Sagði talsmaður þess félags í gær- kvöldi að Bats yrði frá í eina viku. -flÖG Atletico í vanda Spænska liðið Atletico Madrid, sem keypti nýlega Paulo Futre frá Porto í Portúgal fyrir 120 milljónir íslenskra króna, er í talsverðum vandræðum út af kaupunum. Fu- tre, sem er 21 árs að aldri, á eftir að taka út herskyldu sína. Futre á samkvæmt skipun að mæta til herþjónustu 7. september nk. Forseti Atletico Mardrid reyn- ir nú þessa dagana allt hvað hann getur til að fá herþjónustu Futre frestað í óákveðinn tíma. Forset- inn segist reiðubúinn að fara til Portúgals til frekari viðræðna við stjómvöld því honum er mikið í mun að Futre leiki með liðinu í vetur, enda mjög snjall leikmaður þar á ferðinni. -JKS Hollendingar ráða landsliðs- þjálfara Hollendingar réðu í gær nýjan landsliðsþjálfara í knattspymu sem fær það hlutverk að byggja upp landslið Hollands fyrir HM- keppnina á Italíu 1990. Það er hinn 46 ára Thijs Libregts sem hefúr þálfað gríska 1. deildar félagið PAOK Salonika. Hann þjálfaði Feyenoord og PSV Eindhoven áð- ur en hann fór til Grikklands. -sos Man. Utd. vill kaupa Pfaff Sigurður Bjömssan, DV, V-Þýskalandi; „Ég er samningsbundinn Bayem Múnchen til 1989. Ég hef þó mikinn áhuga á að leika með Manchester United sem er frábært félag sem leik- ur í sterkustu deildakeppni heims,“ sagði belgíski landsliðsmarkvörður- inn Jean-Marie Pfaff sem hefur fengið tilboð frá United. V-þýska sjónvarpið sagði að mikl- ar líkur væra á að Pfaff færi frá Bayem áður en samningur hans rennur út. Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri United, sagði í gær að hann hefði reynt að fá Pfaff lausan frá Bayem í þijá daga en enn hefði það ekki tekist. Uli Höness, framkvæmdastjóri Bayem, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið í gærkvöldi. „Ég er tilbúinn að fara til United ef félagið nær samkomu- lagi,“ sagði Pfaff. -SOS Símamynd/Reuter/Will Burgess Heimsmeti fagnað! Bandarikjamaðurinn Tom Jager fagn- ar hér ágætu afreki sínu og er vonlegt að höndin hafi klofið vatnið með lát- um. Kappinn setti nefnilega heimsmet í 50 metra skriðsundi á alþjóðlegu móti í Ástralíu í gær. Timinn var 22,32 og bætti hann eldra met um einn hundraðshluta úr sekúndu. Þess má geta að það met setti hann sjálfur fyrr á þessu ári. Lárus inn fýrir Kohr? - Tveir af skorumm Kaiserslautem em meiddir Sigurður Bjamssan, DV, Þýskalanrii: Lið Lárusar Guðmundssonar, Kaisers- lautem, leikur á morgun gegn Werder Bremen í þýsku Bundesligunni. Þjálf- ari liðsins, Bongartz, er í erfiðleikum með að stilla liði upp fyrir þennan leik. Kohr, sem skorað hefiir öll þrjú mörk liðsins fram að þessu, verður í leik- banni. Einnig á Wuttke við meiðsli að stríða. Lárus Guðmundsson hefur enn ekki leikið með liðinu vegna meiðsla en er á batavegi. Þjálfari liðsins hefur í hyggju að láta Lárus spila sinn fyrsta leik fyrir liðið á morgun, alla vega annan hálfleikinn. Koma verður í ljós hvort meiðsli Lárusar þola álagið. • Stórleikur umferðarinnar á morg- un verður án efa leikur Stuttgart og Borussia Mönchengladbach. Glad- bach hefur ekki tapað 12 leikjum í röð sem er met. Margir af bestu leikmönn- um Stuttgart eiga við meiðsli að stríða. Þeirra á meðal er þýski landsliðsmað- urinn Buchwald en hann meiddist í landsleiknum gegn Frökkum. • Forráðamenn Köln hafa mikinn áhuga á að kaupa Pieer Littbarski sem leikur með Racing Club Paris. Litt- barski lék með Köln áður en hann fór til franska liðsins. Það sem kann að standa í vegi fyrir kaupunum er hve franska liðið setur hátt verð á Litt- barski. Hann sjálfur hefur mikinn áhuga á að leika á nýjan leik í Þýska- landi. -SK Hi-C mótið upp á Skaga Hið árlega Hi-C mót, Skagamótið í knattspymu, hefst á Akranesi í dag og stendur fram á sunnudag. Mótið, sem ætlað er 6. flokki drengja, verður með svipuðu lagi og undanfarin ár. Keppt verður bæði í A- og B-flokki, innan húss sem utan. Auk knattspymunnar verður eitt og annað til gamans gert. Má til að mynda telja knattþrautakeppni, leiki, grillveislu, kvöldvöku og skoðunar- ferðir. -JÖG • Á innfelldu myndinni sést Pétur Ormslev einbeittur á svip skjóta þrumuskoti a staðreynd eins og glöggt sést á stærri myndinni. Baldvin Guðmundsson markvöri • Stuðningsmenn Viðis sjást hér fagna het Sjómaðurinn var hetja Víðismanna - Vilberg Þorvaldsson skoraði sigurmark Víðis, 1-0, gegn Valsmönnum Magnús Gíslasan, DV, Suöumesjum Sjómaðurinn Vilberg Þorvaldsson, skipsveiji á Gunnari Hámundarsyni GK, var hetja Víðismanna þegar þeir tryggðu sér farseðilinn í úrslit gegn Fram í mjólkurbikarkeppninni. Vil- berg skoraði sigurmark Víðis, 1-0, gegn Valsmönnum í gærkvöldi. 844 áhorfendur sáu Vilberg skora sigur- markið á 61. mínútu en þess má til gamans geta að íbúar i byggðarlaginu eru 1.125. „Það var þægileg tilfinning að sjá knöttinn hafha í netinu,” sagði Vilberg, sem fékk sendingu frá Bimi Vilhelmssyni, komst á auðan sjó - sætti lagi og renndi knettinum fram hjá Guðmundi Baldurssyni, markverði Vals, og í netið. „Ég var fyrst að hugsa um að skjóta sjálfúr en þegar ég sá að Vilberg kom á bullandi lensi gaf ég knöttinn til hans,“ sagði Bjöm. „Ég var sannfærður um að ég myndi skora og fékk það strax á tilfinninguna að þetta yrði sigurmark leiksins,“ sagði Vilberg. Víðismenn léku sterkan vamarleik gegn Valsmönnum og var Daníel Einarsson sem klettur í vöm- inni. Þá var Jón Örvar Arason mjög góður í markinu og varði oft mjög vel. Jón Örvar hefur haldið marki Víðis hreinu í bikarkeppninni, eða í þremur leikjum, gegn Þrótti Nes., KR og Val. „Ég var mjög vel upplagður og komst í stuð þegar ég náði að veija skalla frá Jóni Grétari Jónssyni í byij- un leiksins,“ sagði Jón Örvar. „Við lögðum upp ákveðna vamar- leikaðferð gegn Valsmönnum sem heppnaðist. Leikmenn mínir lögðu sig fram og stóðu sig vel,“ sagði Haukur Hafsteinsson, þjálfari Víðis. „Nei, við erum ekki famir að hugsa um úrslita- leikinn gegn Fram. Það er um líf að tefla í deildinni og við hugsum aðeins um næsta leik gegn Völsungum," sagði Haukur. „Við vomm vægast sagt lélegir. Við fundum okkur ekki gegn ákveðnum leikmönnum Víðis,“ sagði Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Valsmanna sem vom niðurlútir eftir leikinn. Guðjón Guðmundsson, fyrirliði Víðis, var aft- ur á móti ánægður: „Þetta tókst með ódrepandi keppnisskapi. Vamarleikur okkar var góður en sóknarleikurinn hefði mátt vera betri.“ -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.