Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987. .
___________Viðtalið
„Ætlum að
ná upp
góðum
bæjarbrag“
-segir Páll Guðjónsson
„Ég er aðfluttur hingað í Mosfells-
sveitina, eða Mosfellsbæinn eins og
hann heitir núna. í sveitarstjórnar-
kosningunum 1982 var ég kjörinn
sveitarstjóri hér en frá og með síðasta
sunnudegi er ég bæjarstjóri í Mosfells-
bæ. Ég get svo sem ekki sagt að ég
finni mikinn mun á þessum störfum
enn sem komið er, það er komin nokk-
uð föst verkaskipting á stjómsýslu-
störfin hér og hún helst líklega lítt
breytt," segir Páll Guðjónsson bæjar-
stjóri í Mosfellsbæ, eftir að bærinn
hlaut kaupstaðarréttindi á sunnudag-
inn var.
Páll Guðjónsson, fyrsti bæjarstjórinn
i Mosfellsbæ sem hlaut kaupstaðar-
réttindi á sunnudaginn var.
Páll er 36 ára gamall og fæddur í
Vestmannaeyjum þar sem hann er
uppalinn að mestu leyti. Frá 1960-78
bjó hann í Reykjavík, þar sem hann
lauk stúdentsprófi írá Menntaskólan-
um í Hamrahlíð árið 1970 og prófi í
viðskiptafræði frá Háskóla Islands
árið 1975. Á tímabilinu 1978-82 var
hann aftur búsettur í Vestmannaeyj-
um og var þar bæjarritari. Páll er
kvæntur Ingibjörgu Flygenring fé-
lagsráðgjafa og eiga þau tvö böm, 16
ára dóttur og 9 ára gamlan son.
-Hvað breytist eftir að Mosfellssveit
er orðin Mosfellsbær?
„I sjálfu sér verður engin breyting á
þessu litla samfélagi, nema á ímynd
þess og svo koma auðvitað praktísk
sjónarmið inn í sem skipta miklu máli,
eins og öflugri löggæsla, betri fógeta-
þjónusta og t.d. eigin lögreglusam-
þykkt sem við fáum. Svo held ég að
betri samstaða verði meðal bæjarbúa,
þeir em félagslyndir og meiningin er
að ná upp nokkurskonar bæjarbrag,
t.d. með því að skipuleggja miðbæ
hér. Þannig bæjaranda finnur maður
til dæmis í Hafnarfjarðarhæ enda er
þar skemmtilegur miðbæjarkjarni."
Þótt hestamennska sé útbreitt
áhugamál íbúa í Mosfellsbæ segist
Páll ekki vera mikill hestamaður.
„Hinsvegar er vaxandi áhugi hér á
golfíþróttinni enda eigum við þennan
íyrirmyndar níu holu golfvöll hér í
nágrenni bæjarins og hér var stofnað-
ur golfklúbbur árið 1980. Ég er öllu
meira fyrir golfið en hestana og stunda
það þegar ég get. Það er ekki jafn
krefjandi áhugamál og hestmennskan.
Síðan bregð ég mér á skíði á veturna
þegar ég hef tíma til.“
Páll segir að hann sjálfúr og bæj-
arbúar séu ánægðir með nýfengin
kaupstaðarréttindi. „Sumir höfðu
áhyggjur af því þegar þessi breyting
stóð til að allur „sveitasjarmi'1, hyrfi
af byggðinni hér. Ég held að svo sé
alls ekki og menn hér finni meiri sam-
stöðu með öðrum bæjarbúum heldur
en þeir gerðu áður,“ sagði Páll að lok-
um.
-BTH
OG þU FLYGUR
í GEGNUM DAGINN
n . ... Ummæll Jóns Páls
5ö,skyldutr,rnmtask
allri fjolskyldunni til að halda c
Hverníq á að nota
fjölskyldutrimmtækið rétt?
Burt með aukakíló
Æfið 5 mín. á dag.
Til þess að ná árangri verður að æfa hinar þrjár
mikilvægu undirstöðuæfingar daglega.
Eftir að byrjað er að æfa samkvæmt æfingar-
prógrammi mótast vaxtarlag líkamans af sjálfu sér.
Æfing 1
Þessi æfing er fyrir magavöðva og stuðfar að mjóu mitti
Setjist á sætið á trimmtækinu, leggið fæturna undir
þverslána, hendur spenntar aftur fyrir hnakka. Látið
höfuðið síga hægt að gólfí. Efri hluti líkamans er
reístur upp og teygður í átt að tám.
Mikilvægt: Æfingu þessa verður að framkvæma með
jöfnum hraða án rykkja. í byrjun skal endurtaka
æfinguna fimm sinnum, en síðan fjölga þeim í allt að
tíu sinnum.
Æfing 2
Þessi æfing er fyrir handleggi og rassvöðva.
Leggist á hnén á sætið á trimmtækinu. Takið báðum
höndum um vinklana, handleggirnir hafðir beinir og
stífir allan tímann. Teygið úr fótunum þannig að setan
renni út á enda, hnén dregin aftur að vinklunum.
Æfingin endurtekin a.m.k. fimm sinnum.
Æfing 3
Þessi æfing er til þess að þjálfa og móta lærvöðva,
fætur og handleggi.
Setjist á sætið og takið báðum höndum um
handföngln á gormunum og dragið sætið að
vinklunum. Teygið úr fótunum og hallið efri hluta
líkamans aftur og togið í gormana. Haldið gormunum
strekktum allan tímann og spennið og slakið fótunum
til skiptis.
Æfingin endurtekin a.m.k. tíu sinnum.
Enginn líkami er góður
án vöðva í brjósti,
, maga og bakhluta
Kúlumagi, fitukeppir, slöpp brjóst,
slappur bakhluti o.s.frv.)
Allt þetta sýnir slappa vöðvavefi.
Byrjaðu strax að stækka og styrkja vöðvana pína
meö þessari árangursríku og eðlilegu aðferö.
' \ t \
Sluppir víiov«ir 1
I Brjosivdf)var|
Leggðu fljótt af
Misstu aukakíló
Á
K H1 DI1KOHI
bAEÐŒHGUbA
Verð aðeins
3.290,
Pöntunarsími 91-651414
Símapantanir alla daga vikunnar kf. 9.00-22.00
Póstverslunlrt Príma Box 63, 222 Hafrtárfírði
ySDlU NVHOJ