Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 11. SE.PTEMBER 1987. Fréttir Úthlaupið er full- komið ábyigðarleysi - segir Kaii Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambandsins „Við höfum verið að sannfæra hvert annað í Verkalýðshreyfing- unni uxn að þær leiðir sem við höfum farið í kjarabaráttunni um langt ára- bil hafi verið rangar. Við höfum fengið þúsundir prósentustiga í kauphækkanir en þær hafa engu skilað okkur. Því voru tekin upp ný vinnubrögð í tveimur síðustu kjara- samningum sem hafa miðað okkur áfram. Upphlaupið á formannafundi Verkamannasambandsins bendir til þess að nú sé að verða afturhvarf í þessum málum.“ - Fljótlega eftir síðustu samninga fór að bera á óánægju hjá fisk- vinnslufólki og farið var að tala um stofnun samtaka fiskvinnslufólks. Þú stjórnaðir síðustu kjarasamning- um fýrir Verkamannasambandið. Skilduð þið fiskvinnslufólkið eftir? „Nei, fjarri því. Ég vil benda á að í samninganefhd okkar var fisk- vinnslufólk sem kom beint af frysti- húsgólfinu og mótaði samningagerð- ina. Gagnrýnendur bentu á þær leiðréttingar sem gera þurfti á bónus fólks með mesta starfsreynslu. Þær stöfuðu af skekkju í tæknivinnu, engu öðru.“ - Fiskvinnslufólk var eini hópurinn sem ekki stóðu til boða fastlauna- samningar sem hafa gefið vel fyrir margar stéttir? „Já, það er rétt en það var gert samkomulag um fiskvinnsluna alveg út þetta ár og skapaður þar með tími til að koma á nýju starfsaldurskerfi." - Ertu hissa á þvi að fiskvinnslufólk sér óánægt með kjör sín? „Nei, því fer fjarri. En það sem gerðist í síðustu samningum var að við töldum ástæðu til að hækka tímakaupið en lækka vægi bónuss- ins. Sú krafa kom ekki frá mér heldur fulltrúum fiskvinnslufólks- ins. Við skulum heldur ekki gleyma því að kaupmáttaraukning hefur oiðið gífúrleg í framhaldi af þessum kjarasamningum. Miklu meiri en reiknað var með.“ - Menn greinir á um það og segja að fólk i fiskvinnslu vinni meiri aukavinnu en áður? „Aukið vinnuálag er aðeins hluti af kaupmáttaraukningunni. Það hefúr komið í ljós að afköst í fisk- vinnslu hafa aukist um 7 % til 10 % og það er rakið að hluta til þess að vinnuandi hafi batnað til muna eftir námskeiðahaldið sem komst á fyrir Yfirheyrsla: Texti: Sigurdór Sigurdórsson Myndir: Gunnar V. Andrésson forgöngu Verkamannasambandsins. Þetta og fleira hefur aukið á kaup- mátt hjá fólkinu." - Gerðirðu þér ekki grein fyrir því til hvers það gæti leitt þegar þú ósk- aðir eftir þessu atkvæðagreiðslu- formi á formannafundinum á sunnudaginn var? „Nei, það hvarflaði ekki að mér. Mér þykir það svo afdrifarík ákvörð- un að rjúka á dyr vegna þess að fólk er í minnihluta, sem svo aftur leiðir til þess að Verkamannasambandið kemur sundrað til samninga, að þetta hvarflaði ekki að mér.“ - Þú sagðir eftir fundinn að sama hefði verið hvort atkvæðagreiðslu- formið hefði verið notað, útgöngu- menn hefðu orðið í minnihluta. Kom þá ekki til greina hjá þér að draga tillögu þina til baka? „Það var of seint. Þessir örfáu ein- staklingar voru hlaupnir út með það sama. Enda var þetta allt jafnfárán- legt. Við höfðum gert samkomulag í kjaranefndinni daginn áður um ákveðna kröfugerð og það lá engin önnur tillaga fyrir fundinum. Rétt fyrir fundarlok lagði svo Bjöm Grét- ar Sveinsson fram aðra tillögu en hann hafði verið aðili að samkomu- laginu daginn áður. Að auki er mér óskiljanlegt hvers vegna menn láta form á atkvæðagreiðslu hrekja sig út af fundi.“ - Þú hefur tilkynnt að þú verðir ekki í kjöri til varaformanns á næsta þingi Verkamannasambandsins, varstu harðari á formannafundinum þess vegna? „Nei, alls ekki. Ég óskaði bara eftir þessu formi á atkvæðagreiðsl- unni, sem er samkvæmt lögum sambandsins. Annað var það nú ekki. Ég hefði gert það hvort sem ég hefði verið í kjöri á þinginu í haust eða ekki. Ég tel það fjarri því að vera ábyrgðarleysi að óska eftir löglegu atkvæðagreiðsluformi. Það er aftur á móti fullkomið ábyrgðar- leysi hjá ellefumenningunum að hlaupa út og veikja þar með alla samningsstöðu Verkamannasam- bandsins." - Hvers vegna ertu að hætta vara- formennsku í sambandinu? „Það eru persónulegar ástæður sem ráða þvi. Ég er ekki að hætta afskiptum af verkalýðsmálum og verð áfram talsmaður þingflokks Alþýðuflokksins í verkalýðsmálum eins og ég hef verið.“ - Þætti þér það ekki vondur minnis- varði um setu þína í stjóm Verka- mannasambandsins ef það klofnar og stofnuð verða samtök fisk- vinnslufólks vegna þessa máls? „Ég fæ ekki séð að hægt sé að kenna mér um það þótt þessi hópur gengi út vegna svona smámáls. Þár hafa kallað þetta kúgun stóru félag- anna yfir þeim litlu. Þá vil ég bara benda á að fulltrúar fjölmargra smá- félaga sátu eftir á fundinum.“ - Ætlarður að reyna einhverjar sættir innan Verkamannasam- bandsins áður en þú lætur af starfi varaformanns? „Mér þykir útgangan ófyrirgefan- leg aðför að Verkamannasamband- inu. Þetta fólk hefúr áður verið með það á oddinum að kljúfa sig frá. Því er það undarlegt ef kenna á þeim mönnum, sem gert hafa allt til að halda sambandinu saman, um að vera að kljúfa það nú, það eru hrein öfugmæli. Ég mun hins vegar áfram reyna að vinna að því að fá menn til að starfa saman að samningum. Ég vænti þess að menn geti sest nið- ur og rætt málin án þess að vera með stóryrði. Ég efast um að mikill vilji sé fyrir því meðal verkalýðs- félaga að stofna samtök fiskvinnslu- fólks. Ég tel einnig að það yrði fiskvinnslufólki til tjóns að gera það. Það gæfi öðrum sterkari stéttum frjálsara spil í samningum.“ - Ef þú hefðir vitað afleiðingamar fyrir hefðirðu samt óskað eftir þessu atkvæðagreiðsluformi? „Ég vil ekkert segja um það. Það lá fyrir að hópurinn var í minnihluta og honum var það ljóst, hvaða máli skipti þá formið? Formið sem ég ósk- aði eftir er lýðræðislegt og notað á þingum Verkamanna- og Alþýðu- sambandsins. Og ég spyr: Hvers vegna mátti ekki nota það á for- mannafundinum? Ég held að allir sjái að þetta var fljótræði hjá ellefu- menningunum. Þetta er allt duglegt og þarft fólk innan Verkamanna- sambandsins. Því þurfum við að setjast niður og ná sáttum til að getað komið fram sameinuð gagn- vart atvinnurekendum. Annað væri aðeins til að skemmta þeim.“ -S.dór Viðtalið__________ „Þetta er mjög spennandi starf - segir Bera Nordal „Mér finnst þetta mjög spennandi starf, ekki síst vegna þess að við erum að flytja i nýtt húsnæði sem á eftir að breyta allri starfseminni. Með nýju húsnæði ætti safhið í fyrsta skipti að hafa aðstöðu til að sinna því verkefni sem því er ætlað,“ sagði Bera Nordal, nýráðinn forstöðumaður Listasafns íslands. Bera var ráðin forstöðumaður frá og með 7. september en hún hefur sinnt starfi forstöðumanns frá því dr. Selma Jónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður safnsins, lést. Þá hefúr Bera verið safii- vörður hjá Listasafni íslands frá árinu 1980. „Þetta er býsna viðamikið starf. Við erum fáliðuð hjá Listasafninu þannig að allir starfsmenn þurfa að ganga í flest verk. Starf forstöðumanns felst í stjómunarstörfum og einnig almenn- um störfum svo sem vali sýninga. Ég hef verið formaður safnráðs en ráðið Bera Nordal, nýráðinn forstöðumaður Listasafns íslands. DV-mynd KAE sér í samráði við forstöðumann um innkaup til safnsins. Það er dijúgt starf að sjá um innkaupin þó ekki séu miklir fjármunir til kaupanna því það þarf að hafa mikla og góða yfirsýn yfir eignir safnsins til að geta valið ný verk til kaups. Þá er stefnumótun varðandi sýn- ingaval verk sem forstöðumaður sér um í samráði við safnráð." Bera sagði að þegar væri farið að vinna að flutningi í nýja húsnæði Listasafnsins sem verður eins og kunnugt er í gamla Glaumbæ. „Ætlunin er að opna Listasafnið á nýja staðnum um miðjan nóvember með yfirlitssýningu á íslenskri mynd- list frá aldamótum og fram á þessa öld, allt verk sem eru í eigu safnsins. Nýja húsnæðið gerbreytir aðstöðu okkar. Með því getum við stöðugt haft í gangi sýningar á verkum safns- ins í einum eða fleiri sölum og verið með fyrirlestra um íslenska list. Þá getum við einnig haft uppi sér bóka- safn sem er í eigu safnsins en hefúr verið geymt inni á skrifstofum í gamla húsnæðinu. Við verðum því í stakk búin til að sinna þríþættu verkefni safnsins; að vera með sýningar á munum safiisins, varðveita verkin og vera með kynn- ingu á íslenskri myndlist." Bera Nordal er 32 ára gömul, gift Sigurði Ármanni Snævarr og eiga þau tvö böm, 5 ára strák og 3 ára stelpu. „Myndlist er aðaláhugamál mitt og svo flest annað sem viðkemur menn- ingu, svo sem bókmenntir og tónlist. Ég fer töluvert í leikhús og bíó. Drjúg- um tíma eyði ég með fjölskyldunni en það gefst ekki mikill tími fyrir aðra tómstundaiðju,“ sagði Bera Nordal. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.