Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Side 5
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987.
5
Fréttir
Ensk sjúkrahús keppast um dr. Magdi Yacaub sem skipta á um hjarta og iungu í ungum íslendingi:
Emn kunnasti ogvirtasti
hjartaskurðlæknir í heimi
„Dr. Magdi Yacaub, læknirinn
sem ,á að framkvæma hjarta- og
lungnaskiptinguna á íslendingnum
sem nú biður á sjúkrahúai í Reykja-
vík eftir að röðin komi að sér, er
einn kunnasti og virtasti hjarta-
skurðlæknir í heimi enda keppast
sjúkrahúsin hér í Englandi um að
íá hann til starfa,“ sagði Jón A.
Baldvinsson, sendiráðspreatur í Lon-
don, í samtali við DV í gær.
„Dr. Yacaub hefur skipulagt og er
yfirraaður líffæraflutningadeildar
Harefield Hospitai þar sem ráðgert
er að aðgerðin á íalendingnum íári
fram og fer mikið og gott orð af
sjúkrahúsinu einmitt vegna starfe
egypska læknisins.
Brompton sjúkrahúsið í London
bjó til prófessorsstöðu til að fá dr.
Yacaub til staría og er haxm nú yfir-
8kurðlæknir á Brompton og er
farinn að framkvæma líffæraflutn-
inga þar samhliða þvi sem hann
8tarfar á Harefield.
Það er því á þessari stundu ekki
alveg ljóst hvort íslendingurinn
verður lagður inn á Harefield Hosp-
ital eða Brompton en mér skikt að
dr. Yacaub starfi fyrst og fremst á
Brompton um þessar mundir."
Jón sagði að sér vitanlega hefði
enginn Islendingur verið lagður inn
á Harefield sjúkrahúsið enn sem
koraið er. Þeir sjúklingar sem farið
hefðu til Englands í hjartaskurð
hafa fle8tir farið á Brompton gúkra-
húsið en þeir sem heíðu farið í
æðavíkkun eða blástur eins og það
er kallað hafá flestir lagst inn á ann-
að hvort London Bridge Hospital
eða Harley Street Clinic.
„Það er ennþá ómögulegt að segja
hvenær íslendingurinn kemst í að-
gerðina, hvort sem hún verður
framkvæmd i Harefield Hospital eða
Brompton. Ég hef verið að ýta á eft-
ir þessu máli en ætla nú að fara að
beita meiri þrýstingi svo að einhver
hreyfing komist á það,“ aagði Jón
A. Baldvinsson sendiráðsprestur.
-ATA
Útgerðarmenn/sjómenn:
Frekari íhlutun í
ferskfiskútflutning-
inn verður mótmælt
Sauðfjárslátrun hófst i sláturhúsinu á Akureyri í gær. Áætlað er að i ár verði slátrað 48 þúsund fjár sem er mun
meira en í fyrra.
Sauðfjárslátrun á Akureyri:
DV-mynd gk
Það gjald til verðjöfnunarsjóðs, sem
sett var á ferskfiskútflutninginn í sum-
ar til viðbótar við 10% kvótaskerðingu
þeirra báta sem selja bolfisk út í gám-
um, hefur vakið mikla óánægju bæði
hjá útgerðarmönnum og sjómönnum.
Þær raddir gerast nú háværar sem
vilja hækka þetta gjald, sem er 90
aurar á kílóið af þorski en 25 aurar á
aðrar tegundir og kvótaskerðingin
aukin. Vitað er að við mótun nýrrar
fiskveiðistefnu verður ferskfiskút-
flutningurinn mjög til umræðu.
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands íslands, sagði að nóg
væri aðgert og frekari íhlutun í fersk-
fiskútflutninginn yrði harðlega
mótmælt af samtökum sjómanna og
hreinlega ekki þoluð. Hann benti á
að stór hluti þess afla sem nú væri
fluttur út í gámum væri fiskur sem
fiskvinnslustöðvamar kæmust ekki
yfir að vinna. Hér áður hefði þessi fisk-
ur farið í skreið. Það væri því út í
hött að tala um að ferskfiskútflutning-
urinn orsakaði minni vinnu hjá
fiskvinnslufólki.
Sveinn Hjartarson, hagfræðingur
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, tók mjög í sama streng og
Óskar. Hann sagði það ljóst að frekari
gjaldtaka af ferskfiskútflutningi yrði
áreiðanlega til að draga úr honum en
menn myndu þá bara finna sér annan
farveg. Hann henti á að það væm fisk-
vinnslustöðvamar sem flyttu mest út
af gámafiski og það væri afli sem þær
kæmust ekki yfir að vinna. Þessi fisk-
ur hefði áður fyrr farið í skreið hjá
stöðvunum.
„Ég fullyrði að fjölmargir útgerðar-
menn, sem flutt hafa afla báta sinna
út í gámum undanfarin ár, væru gjald-
þrota ef þessi útflutningur hefði ekki
komið til. Ég fullyrði líka að öll út-
gerðarfyrirtæki hafa notið góðs af
honum og standa betur en ella hans
vegna," sagði Sveinn. -S.dór
Hassi smyglað
sem súkkulaði
Ung stúlka í Hafnarfirði fékk
bangsa sendan frá Amsterdam. í
bangsanum reyndust vera 480
grömm af hassi.
Það vom tollverðir í pósthúsinu
við Ármúla í Reykjavík sem komust
að hvemig bangsi var innvortis. Við
rannsókn málsins kom í ljós að bróð-
ir stúlkunnar hafði farið til Amster-
dam, keypt þar hass og fyllt
bangsann með því. Sendi hann
bangsann síðan sem gjöf til ungrar
systur sinnar. Málið er upplýst.
Akumesingur hafði skömmu áður
dundað sér við það í Kaupmanna-
höfn að súkkulaðihúða 40 grömm
af hassi og pakka því síðan í sælgæt-
isbréf. Maðurinn er búsettur á
Akranesi og sendi hann sjálfum sér
pakkann.
Að sögn fíkniefnalögreglunnar var
snyrtilega frá „sælgætinu“ gengið.
Það var starfsfólk í pósthúsinu á
Akranesi og lögreglan þar sem kom-
ust að því hvemig „sælgæti“ var um
að ræða. Sendandinn og viðtakand-
inn, sem er einn og sami maðurinn,
hefur gengist við innflutningnum.
-sme
Mun meira slátrað á
þessu ári en í fýrra
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það verður slátrað hér rúmlega 48
þúsund fjár,“ sagði Óli Valdimarsson,
sláturhússtjóri á Akureyri, en þar
hófet slátrun sauðfjár í gær.
Óli sagði að í fyrra hefði verið slátr-
að á Akureyn um 33 þúsund fjár.
Aukningin núna stafar aðallega af því
að nú er ekki lengur slátrað hjá Kaup-
félagi Svalbarðseyrar en þar var
slátrað 13 þúsund fjár síðastliðið
haust.
Áætlað er að slátrun ljúki á Akur-
evri 27. október en þó gæti það orðið
nokkrum dögum fvrr. Að sögn Óla
Valdimarssonar ræðst það meðal ann-
ars af þvi þvemig gengur að fá fólk
til starfa. Hann sagði að nú í upphafi
sláturtíðar væri það alveg á mörkim-
um að nægur mannskapur fengist. I
sláturhúsinu starfa á milli 110 og 120
manns og kemur margt af því fólki
úr sveitum í nágrenni Akurevrar.
Óli sagðist ekki geta svarað því
hvort sláturhúsið á Akureyri \rði lagt
niður eftir sláturtíð næsta haust eins
og rætt hefur verið um. Þá verður slát-
urhúsið á Dalvík lagt niður og þörfin
evkst fyrir þvi að áfram verði slátrað
á Akureyri. „Það eru ekki mörg slát-
urhús á landinu þar sem slátrað er
meira en hér hjá okkur,“ sagði Óli.
Hann sagði að slátursala til fólks
hæfist nú strax en í fyrra keyptu Akur-
eyringar 25 þúsund slátur.
Rýmingarsala. Allt að 50% afsláttur. Teppaland
Grensásvegi 13 simi 91-83577. Dúkaland Grensásvegi 13 sími 91-83430
HJÁ OKKUR NÁ GÆÐIN í GEGN! I