Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987. Spumingin Hvað finnst þér að ís- lendingar eigi að gera í hvalamálinu? Birna Sigurðardóttir: Ég hef nú ekki myndað mér miklar skoðanir á því. Ég held samt að Halldór sjávarút- vegsráðherra sé á réttri braut eins og venjulega. Trausti Gunnarsson: Hiklaust að halda áfram að veiða, slíta stjórn- málasamstarfi við Bandaríkjamenn og reka herinn úr landi. að það er siðferðilega ekki rétt að drepa hvalinn, a.m.k. meðan við vit- um ekki hvort stofninn er í útrým- ingarhættu eða ekki. og vinna málið. Það verður að fara hægt í hlutina og miðla málum skynsamlega. Þetta er alvarlegt mál. Lárus Hermannsson: Við eigum ekki að láta Bandaríkjamenn kúga okkur og segja okkur fyrir verkum heldur vera stöðuglynd og ákveðin. 20 sand- reyðar til eða frá skipta engu máli. Hafdís Hauksdóttir: Ég er nú ekki nógu vel inn í þessu en við þurfum að athuga vel okkar gang. Banda- ríkjamenn eiga ekki að skipta sér svona mikið af þessu máli. Lesendur Góði dátinn Sveik: „Misheppnað sjónvarpsefni" Einar Þ. skrifar: Það hafa sennilega margir búist við góðu sjónvarpseíni þegar þeir heyrðu að hin vinsæla saga um góða dátann Sveik ætti að birtast á sjón- varpsskerminum. Og ekki vantaði kynninguna fyrir- fram, búið að margtyggja þetta í okkur og sjálfur yfirmaður aðkeypts skemmtiefnis sjónvarpsins kynnti efnið fyrir útsendingu fyrsta þáttar. Allir biður spenntir. Margir minnast lesturs Gísla Halldórssonar leikara á þessari sögu fyrir nokkrum árum í útvarpi. Þýð- ing Karis ísfeld er frábær til upp- lestrar og fellur vel að húmor íslendinga sem er dálítið sérstakur. Þessi austurríska mynd eða myndaflokkur, sem á að endast 19 mánudagskvöld, er til þess fallinn að fæla marga frá sjónvarpinu þau kvöldin. Hvílíkur munur á tveimur myndaflokkum, annars vegar þess- ari austurísku útgáfa á Sveik og hins vegar mymdinni Borgarvirki sem nýlega er lokið og var frábær að efni og leik. Þessi austuríska útfærsla á góða dátanum held ég að eigi ekki við okkur hér. Þetta er í fyrsta lagi hræðileg mállýska þessi austuríska þýska sem töluð er og gerir strax Bréfritari er óánægður með fvrsta þáttinn af Góða dátanum Sveik. sitt til að skemma fyrir. Auk þess sem maður þekkir einhvem veginn ekki Sveik í þessari uppfærslu. Kar- akterinn er týndur og þýðingin, sem eflaust er trú upprunanum í mynd- inni og þar með lýtalaus, er engan veginn til þess fallin að kitla hlátur- taugamar. Það er ekki nóg að efnið sjálft sé gott, sem það er, og heldur ekki nóg að geta sagt áhorfendum að myndin (eða leikritið) um góða dátann sé ádeila á hvers konar stríðsrekstur. Það verður líka að höfða til manns það háð og einlæga sakleysi sem persónunni Sveik er gefið í sögunni. Austurískur húmor hefur nú ekki verið fyrirferðarmikill í gegnum tíð- ina, hefúr aðallega birst í léttum óperettum og söngleikjum sem tón- listin hefur haldið uppi, ekki efhið. Það hefði verið happadrýgra hjá sjónvarpinu að kaupa einfaldlega 19 góða leynilögregluþætti eða fleiri breska framhaldsþætti. Breskt efni í því formi kunna íslendingar að meta. En dátinn verður aldrei vinsælt af- þreyingarefni hjá okkur í þessari austurísku sýndarmennsku-upp- færslu. Þetta á kannske að vera einhver friðþæging hjá þeim í Austurríki, að færa upp dátann eftir uppákomuna með kanslara þeirra. Moskító- flugnafæla 5790-5484 skrifar: Þann 2. september sl. var grein á lesendasíðu þar sem varað var víð flugnafælu þeirri sem fæst hjá Jóni og Óskari. Ég er ekki á sama máli því að ég keypti eina slíka árið 1984. Hún hefúr reynst mér mjög vel. Ég hef einnig lánað hana og enginn þeirra sem ég hef lánað hana hefúr verið bitinn. Þessi flugnafæla er ein- göngu gegn moskítóflugum. Bleika pardus- inn á skjáinn Ó.J. hringdi: Ég er míkill kvikmyndaunnandi og vil eindregið skora á Stöð 2 að sýna aftur myndimar um Bleika pardusinn (the pink panther) með Peter Sellers. Þetta eru algjörar perlur sem aliir húmoristar hafa gaman af. Það hefiir verið mjög erfitt að fá þessar myndir á videoleigum bæj- arins þannig að Stöð 2 myndi gera vel ef hún tæki pardusinn aftur til sýninga. Stöðin sýndi eitthvað af þessum myndum sl. vetur og vor en ekki nándar nærri allar en þær eru 8 eða 9. Elsku besta Stöð 2, gerðu það! „Hvað með vinnu skólafóiksins? Þótt það vanti eitthvert vinnuatl núna kemur skólafólkið næsta vor og hvar er þá vinnan þeirra? spyr bréfritari. 9081-3641 hringdi: Atvinnuleysi er eitt mesta böl margra vestrænna landa - böl sem leggur líf margra ungmenna og fjöl- skyldna í rúst. Næg atvinna er lúxus sem menn, sem vilja flytja inn útlent vinnuafl í þúsundatali, ættu að læra að meta. Þessir menn ættu að fara til Norður- landa eða Þýskalands og kynnast því hversu svakalegt þetta vandamál þar er. Þýskaland hefiír t.d. flutt inn erlent vinnuafl og allt í einu er ekki þörf fyrir það lengur. Til er þýskt fólk sem vantar vinnu og andúðin í garð þessa erlenda fólks eykst og eykst. Ég hef sjálf verið í Þýskalandi og kynnst þessu af eigin raun. Fólkið hefur yfirleitt dáðst að mínu landi þar sem við erum laus við þessi vandamál. Norðurlandabúar myndu geta að- lagast landi og háttum auðveldlega en mér finnst varhugavert að flytja hingað fólk í stórum stíl af ólíkum uppruna. Ástæðan er einungis reynsla annarra þjóða. Við erum svo heppin að geta lært af henni ef við viljum. Þótt það vanti eitthvert vinnuafl núna gætu atvinnurekendur bara bætt úr því með því að borga mannsæm- andi laun og næsta vor kemur svo skólafólkið og hvar er þá vinnan þeirra? VII vand- aðra efhi Einn óánægður skrifar: Mig langar til að spyrja Stöð tvö hvort til sé ótakmarkað efni af þessum amerísku vandamála- myndum og sápum sem tröllríða dagskránni? Blessaðir, farið þið nú að hvíia okkur á þessari enda- leysu. Við viijum miklu vandaðra efoi. Skynsamlegt að bíða með hvalveiðamar Guðmundur hringdi: Ég; er mjög ánægður með þá ákvörðun ríkisstjómarinnar að x-eyna að finna leið til að hætta hvalveiðum tímabundið án þess að viðurkenna fúllan ósigur í málinu. Við Islendingar erum stolt þjóð en lítil og getum því tæplega staðið uppi í hárinu á stórveldi efos og Bandaríkjunum. Það er því rétt afstaða að vera hæfilega sam- vinnuþýð og ekki of þrjósk. Skynsamlegast er að bíða átekta þangað til hvalfriðunarfélögin úti í heimi eru hætt að hugsa um hval- ina og farin að snúa sér að öðrum sraáþjóðum sem veiða sér villt dýr til matar. Um leið og dýravemdun- arsaintökin hætta að finna fyrir andstöðu nenna þau ekki að hugsa meira um málið. Sea Shepherd en ekki grænfriðungar Konráð 0. Jóhaimsson grænfriðimg- ur skrifar: Laugardaginn 5. sept. sl. skrifaði Ellert B. Schram ritstjóri grein í DV sem hann nefoir „Kaninn og hvalur- inn“. Öll er þessi grein á einn veg og lýsir gífurlegu þekkingarleysi á málefninu. Ekki ætla ég að tíunda greinfoa í smáatriðum en eitt vil ég þó minnast á. Þegar kemur að þeim kafla, sem Ellert kallar „Ofbeldisseggir", segir hann orðrétt: „Viðbrögð friðxmarmanna, græn- friðunga og þeirra sem þykjast ala önn fyrir umhverfi, friði og lífi skyn- lausra skepna, hafa verið á einn veg. Enn er mönnum í fersku minni þeg- ar grænfriðungar læddust eins og þjófar á nóttu og sökktu tveim hval- veiðibátum á haustnóttum í fyrra. Ennþá muna menn tjónið sem þeir ollu í Hvalstöðinni eða þegar þeir tóku lögin í sínar hendur og stöðv- uðu skipsfarminn í Þýskalandi." Við þessi orð vil ég gera eftirfar- andi athugasemdir: 1. Það var Sea Shepherd sem framdi skemmdarverkin í Hvalstöðinni. 2. Það var einnig Sea Shepherd sem sökkti hvalveiðibátunum. 3. Þýskalandsdeild grænfriðunga tók lögin ekki í sínar hendur þegar þeir stöðvuðu hvalkjötið í Hamborg. Þeir beittu einfaldlega þýskum lög- um er varða innflutning á afurðum dýra sem talin eru í útrýmingar- hættu. Þetta á Ellert B. Schram sem reyndur ritstjóri og blaðamaður að vita. Mér finnst það lágmarkskrafa að einn af yfirmönnum dagblaðs fari með rétt mál þegar hann hleypur út á ritvöllinn. í leiðinni vil ég upplýsa Ellert um að Sea Shepherd og Græn- friðungar eru algjörlega aðskilin félög og vinna að sínum málefnum á ólíkan máta. Grænfriðungar erlendis og innan- lands fylgjast náið með öllum skrif- um og fréttum er varða þessi mál og eiga sjálfsagt eftir að skemmta sér vel yfir fáfræði ritstjórans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.