Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Page 34
'46 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987. <1/0 LEIKFÉLAG | REYKJAVÍKIIR PW parsem RÍS Leikgerð Kjartans Ragnarssonar eftir skáldsögu Einars Kárasonar. Sýnd í nýrri Leikskemmu LR v/Meistaravelli. Miðvikudag 16. sept. kl. 20.00. Föstudag 18. sept. kl. 20.00. Laugardag 19. sept. kl. 20.00. Fimmtudag 24. sept. kl. 20.00. ATH! Veitingahús á staðnum. Opið frá kl. 18 sýningardaga. Borðapantanir í síma 14640 eða veitinga- ' húsinu Torfunni, simi 13303. Faðirinn eftir August Strindberg Frumsýning i Iðnó þriðjudaginn 22. sept. kl. 20.30. Aðgangskort Sala aðgangskorta, sem gilda á leiksýning- ar vetrarins, stendur nú yfir. Kortin gilda á eftirtaldar sýningar: 1. Faðirinn eftir August Strindberg. 2. Hremming eftir Barrie Keefe. 3. Algjört rugl Christopher Durang. 4. Sildin kemur, sildin fer eftir Iðunni og Kristinu Steinsdætur, tónlist eftir Valgeir Guðjónsson. 5. Nýtt íslenskt verk, nánar kynntsíðar. Verð aðgangskorta á 2.-10. sýningu kr. 3.750. Verð frumsýningakorta kr. 6.000. Upplýsingar, pantanir og sala í miðasölu — Leikfélags Reykjavikur í Iðnó daglega kl. 14-19. Sími 1-66-20. Einnig símsala með VISA og EUROCARD á sama tima. Þjóðleikhúsið Sala aðgangskorta er hafin. Verkefni í áskrift leik- árið 1987-1988. Rómúlus mikli eftir Friedrich Durrenmatt. Brúðarmyndin eftir Guðmund Steinsson. Vesalingarnir, Les Miserables, söngleikur byggður á skáldsögu eftir Victor Hugo. Listdanssýning Islenska dansflokksins. A Lie of the Mind eftir Sam Shepard. Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson. Lygarinn eftir Goldoni. Verð pr. sæti á aðgangskorti með 20% afs- lætti kr. 4320. Ath! Fjölgað hefur verið sætum á aðgang- skortum á 2.-9. sýningu. Nýjung fyrir ellilífeyrisþega: Aðgangskort fyrir ellilífeyrisþega á 9. sýn- ingu kr. 3300. Fyrsta frumsýning leikársins, Rómúlus mikli, verður 19. september. Almenn miðasala hefst laugardaginn 12. september. Miðasala opin alla daga kl. 13.15-19 á meðan sala aðgangskorta stendur yfir. Simi í miðasölu 11200. GÓÐA HELGI Pú átt skilið 10 ÁRA ÁBYRGÐ Kvikmyndir Ginger og Fred Á kvikmyndahátíð verður sýnd næstnýjasta aíitrð ítalska meistar- ans Federico Fellini. Fellini hefur verið lengi að. Hann gerði sína fyrstu mynd 1950 og hefur ferill hans verið ein óslitin sigur- ganga síðan. Of langt væri að telja upp öll hans verk hér en meðal mynda hans er Hið ljúfa líf( La dolce vita) 1960, Amarcord 1973, og Skipið fer (E la nave va) 1983. Fellini hefur alls gert 22 myndir og heitir sú nýj- asta Entrevista en hún vann Gull- bjöminn á kvikmyndahátíðinni í Moskvu 1987. Kvikmyndin greinir frá Ameliu og Pippo sem dönsuðu í kabarettum íyrir þrjátíu árum og þótti takast vel upp í atriði þar sem þau líktu eftir Ginger Rogers og Fred Astaire. Nú hafa þau verið beðin að koma fram í sjónvarpsþætti með gamla atriðið. Eftir heljarmikinn baming við að koma þeim saman dansa þau loks og slá í gegn að nýju en heimurinn hefur breyst, nú em listamenn eins og þau aðeins dregin fram í dagsljós- ið sem aðhlátursefni. I myndinni koma fram gamlir leik- arar sem herma eftir Reagan, Chaplin, Marlene Dietrich, Píusi tólfta og Bette Davis á svipaðan hátt og þau herma eftir Ginger og Fred. Fellini er þekktur fyrir að skapa persónum sínum ill örlög. Þær em hálfafskræmdar og er ljótleikinn allt í kring að kaffæra þær. Eitt besta dæmið um þetta er mynd Fellinis um Casanova en hann fékk heldur háðulega útreið í samvinnu meistar- ans og leikarans Donald Sutherland í samnefhdri mynd. Fellini er frumlegur og kúnstugur leikstjóri og ætti enginn unnandi kvikmynda að láta myndir hans fr am hjá sér fara. -PLP Federico Fellini kvikmyndaleikstjóri Á ferðalagi Fögur er hlíðin Útsýni frá Fljótshlíðinni. Eyjafjallajökull, Markarfljót, Þverá og inni í krikan- um lengst til vinstri má sjá i Mýrdalsjökui. Almennt er viðurkennt að fegursta byggð landsins sé Fljótshlíðin. Þetta er suðurhlíð hins víðáttumikla lág- lendis sem að austan lokast af Eyjafjöllum og endar í Þórsmörk. Sá partur Fljótshlíðarinnar, sem nær er Þórsmörk, kallast Inn-Hlíð en vestari endinn Út-Hlíð. í Út- Hlíðinni, sem er aflíðandi, er geysi- mikið undirlendi allt niður og inn að Stóm-Dímon. Landið er mjög blómlegt og gróðursælt enda er þar þéttbýlt. Inn-Hlíðin er mun brattari og minna gróin. Hún verður snar- brött eftir því sem innar dregur, með móbergshömrum og þar ffarn af falla margir fallegir fossar. Markarfljótið, sem Fljótshlíðin dregur nafn sitt af, kvíslast innan úr Þórsmörk með- fram Inn-Hlíðinni og út í sjó. Það tekur örskot að keyra inn í Fljótshlíðina úr Reykjavík eða u.þ.b. 2 tíma. Hjá Hvolsvelli er beygt til vinstri. Fljótlega blasir við sýn inn Fljótshlíðina; Markarfljótsaurar og Þverá, Eyjafjallajökull og skrið- jöklar hans, Seljalandsfoss sem blasir við eins og hvítur stólpi við bergvegginn og nær á fljótsaumnum stendur Stóra-Dímon eins og klettur úr hafi. Háafjall hjá Hlíðarenda byrgir út- sýn til Inn-Hlíðarinnar en þegar konúð er inn fyrir það er Hlíðin mun fegurri. Þá blasir Þórsmörkin við inni í krikanum inni við jökla og má sjá Mýrdalsjökulinn í baksýn. Vert er að skoða sem flesta fossana og gilin í Inn-Hlíðinni og þá jafhvel ganga upp með sprænunum. Þama er alltaf eitthvað sem kemur á óvart og gilin taka á sig hinar ýmsu mynd- ir. Eitt gljúfrið, Bleiksárgljúfur, stingur í stúf við hin unaðslegu gil Hlíðarinnar vegna þess hve hrika- legt það er. Þetta er tilkomumikið og hyldjúpt gljúfúr og svo þröngt á þremur stöðum að fimir menn geta stokkið það yfir. Þó er eins gott að stökkið heppnist því annars er við- komandi bráður bani búinn. Innst inni í dalnum, þar sem vegurinn endar, er bærinn Fljótsdalur og þar er starfrækt farfuglaheimili. Margir sögufrægir bæir em í Fljótshlíðinni og ber fyrst að telja höfúðbólið Breiðabólsstað en þar er kirkjustaður og prestsetur og hafa þar löngum setið þjóðkunnir prestar sem oftar en ekki hafa svo orðið biskupar. Hvert mannsbam á íslandi kann- ast við Hlíðarenda enda bjó þar ekki ómerkari maður en Gunnar Há- mundarson og kona hans Hallgerður langbrók. í Njálu segir svo frá sem frægt er orðið að þegar Gunnar var dæmdur í þriggja ára útlegð frá landinu og var á leið til sjávar hafi hann staðnæmst í Gunnarshólma við Markarfljót, litið upp til hlíðar- innar og bæjarins Hlíðarenda og sagt: „Fögr er hlíðin, svá at mér hefir hon aldri jafnfögr sýnzt, - bleik- ir akrar, enn slegin tún, - ok mun ek ríða heim aftur ok fara hvergi.“ Heima er best og svo fór að Gunnar lét lífið fyrir fegurð Fljótshlíðarinar. Nokkrn fyrir innan Hlíðarenda er Hlíðarendakot þar sem Þorsteinn Erlingsson skáld ólst upp og gerði ódauðlegt í kvæðum sínum. LUKKUDAGAR 11. sept. 7627 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800,- Vinningshafar hringi i sima 91-82580. 11 1 .nsKiifivuwiéi|.C 'jlvi Kvikmyndahús Háskólabíó Superman IV Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. hér Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Hálendingur Sýnd kl. 7, 9og 11.15. ■ Villtir dagar Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herdeildin Sýnd kl. 5 og 9. Þrír vinir Sýnd kl. 5 og 7. Otto Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.15 Gínan Sýnd kl. 3, 7.15 og 11.15. Recjnboginn Vildi að þú værir nyanmi^—ur1! mtr.us ti. I' C'.: I . ■£t~ Bíóhúsið Sannar sögur Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11. Laugarásbíó Hver er ég? Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Valhöli Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Rugl í Hollywood Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bioborgin Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bláa Bettý Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20. ' • ■ s - .1 .111 11, im ) i ,( .i %-.\, - n.‘ . j \'í bk| il b)« fcl iT Klcllltllid Bíóhöllin Geggjað sumar Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn 4. Sýnd kl. 5 og 7. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 9 og 11. Blátt flauel Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Stjömubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Neðanjarðarstöðin Sýnd kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. ■trr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.