Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Page 36
FRETTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
■ Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Drr *ng: Sími 27022
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987.
Fjáriagagerðin:
Buliandi
„ ágreiningur
stjómar-
flokkanna
„Ríkisstjórnin stefnir að því að
ná niður verðbólgunni og til þess
þurfa fjárlög næsta árs að vera
þannig að þau komi að gagni í
þeirri baráttu. Ef ekki, þá hefur
þessi ríkisstjórn ekkert að gera við
völd. Það þarf að skera niður út-
gjöld ríkisins og auka tekjurnar,
svo einfalt er það,“ sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson í samtali við DV
í morgun.
Jón Baldvin staðfesti í morgun
að innan ríkisstjórnar væru uppi
„ólík sjónarmið,, eins og hann orð-
aði það um hvaða leiðir á að fara
til að ná niður fjárlagahallanum.
Samkvæmt heimildum DV er um
bullandi ágreining að ræða.
Sjálfstæðismenn vilja meiri nið-
urskurð á fjárlögum áður en þeir
eru til viðtals um skattahækkanir.
Framsóknarmenn vilja ekki fallast
á minni niðurgreiðslur á land-
búnaðarafurðir en vilja þess í stað
** tolla og skattahækkanir.
Jón Baldvin sagði að tekjuskatt-
ur einstaklinga myndi hækka á
næsta ári. Lög hefðu verið sett um
staðgreiðslukerfi skatta og þar í er
tekjuskatturinn sem fylgir hækk-
andi skattprósentu.
Hann vildi engar tölur staðfestá
varðandi fjárlagagerðina. Sam-
kvæmt heimildum DV er gert ráð
fyrir að hækkun tekjuskatts á fyr-
irtæki og einstaklinga gefi af sér
1,2 milljarða á næsta ári. Niðurfell-
ing undanþága frá söluskatti á að
færa 400 til 600 milljónir til við-
bótar í ríkiskassann. Niðurfelling
á endurgreiðslu uppsafnaðs sölu-
skatts til útgerðarinnar á að gefa
400 til 700 milljónir króna. Launa-
skattur á þau fyrirtæki, sem hafa
verið undanþegin honum, á að færa
400 milljónir í kassann. Samtals er
hér um að ræða rúma tvo milljarða
króna.
-S.dór
llar
gerðir
sendibíla
25050
SSnDIBiLPSTÖÐin
Borgartúni 21
LOKI
Pólitíkusarnir efna loforðið
um lækkun tekjuskattsins á
sinn venjulega hátt!
I hreppsnefod Rangárvallahrepps Viðar Steinarsson, en hann situr samþykktu hrúarsmiðina. við aig að þeir væru því mótfallnir
hefur risið deila vegna ákvörðunar einn í minnihluta í hreppsnefod, Hann segir að hreppanefndin hafi að þama væri byggð brú. „Ég sé
meirihluta hreppsnefodarinnar um greiddi einn atkvæði gegn brúar- haft samband við einn bónda vegna engan tilgang með þeasu, bara am-
smíði nýrrar brúar yfir Markarfljót amiðinni. Hann hefur gert athuga- brúarinnar en aá bóndi hafi aldrei bögur,“ sagði Viðar Karlsson.
íKróki,enþaðerinnáRangárvalla- semdirumsmíðinatilNáttúruvemd- rekið fé þama. Viðar segir að brúin Fannar Jónasson oddviti sagði að
afrétt. Oddvitinn, Fannar Jónasaon, arráðs. Viðar segir að pukrast hafi sé fyrst og fremst hugsuð sem rekstr- til stæði að gera veg frá brúnni að
segir að fengist hafi fjárveiting úr verið með þetta mál af hálfú meiri- arbrú fyrir búfé. Fannar Jónasson Fjallabaksleið-syðri. Hann sagði að
smábrúasjóði til verksins. Hann seg- hlutans. í samtalinu við Viðar kom oddviti er því ósammála og segir að Náttúruvemdarráð hefði ekki sett
ir að menn greini á um hvort sú fram að í hreppsnefodinni eiga sæti brúin sé ætluð fyrir umferð. Hann sig upp á móti brúnni og að hún
staðsetning, sem valin var, sé sú þrír fúlltrúar sem búa á Hellu og segir að vað þar sem farið er yfir værikostuðogteiknuðafVegagerð-
rétta. Hann segir að hreppsnefadin haxm og annar fulltrúi úr sveitinni. Markarfijót sé hættulegt og því sé inni.
hafi ekki átt annarra kosta völ. Það Atkvæði sveitamanna hafi því fallið brúin nauðsynleg. -sme
brúarstæði, sem valið var, sé það jöfa, einn með og einn á móti. Það Viðar Steinarsson segir að fjall-
besta sem völ var á. hafa því verið íbúar á Hellu sem kóngat sveitarinnar hafi báðir sætt
Það er ekki algengt að lifandi hross séu mikið á ferðinni í Súlnasal Hótels Sögu. Það gerðist þó í gærkvöldi
er Guide Nordic, sem er hópur starfsmanna IBM á Norðurlöndum, sat að snæðingi. Milli forréttar og aðalrétt-
ar hvað við mikill hófadynur og inn í salinn geystist formaður hópsins, Svíinn Christer Scholtze, á hvitum
gæðingi og flutti ávarp. Vakti þessi óvænta uppákoma formannsins mikla athygli og kátínu viðstaddra.
DV-mynd Brynjar Gauti
Veðrið á moigun:
Skúrir nema
við SV-land
Á morgun verður fremur hæg
norðaustan- og austanátt á
landinu. Þurrt verður að mestu við
Suðvesturlandið en skúrir í öðrum
landshlutum. Hiti verður á bilinu
5 til 14 stig. Kaldast á Vestfjörðun-
um en mun hlýrra á Suðurlandi.
Það lítur út fyrir að hægt verði
að halda beijatínslu áfram um
helgina án þess að þurfa að hræð-
ast næturfrostið. Þetta er mesta
berjaár í elstu manna minnum svo
að það er eins gott að nota tæki-
færið.
Hvalveiðideilan:
Bandaríkja-
menn falli frá
ákæru nú og
næsta ár
Að Bandaríkjamenn lofi að falla frá
staðfestingarákæru á íslendinga í ár
og einnig á næsta ári er kjaminn í
athugasemdum íslendinga við tillögu
Bandaríkjamanna vegna hvaladeil-
unnar, samkvæmt öruggum heimild-
um DV.
Heimildir DV herma að í fyrradag
hafi hvaladeilan litið mjög illa út og
langt í land með lausn. En í gærmorg-
un léttist brúnin á mönnum og bjart-
sýni ríkir um að lausn í deildunni
náist.
Einn óvissuþátturinn af hálfu Is-
lendinga er sá hvort Japanir eru
tilbúnir að kaupa af okkur hvalaaf-
urðir. Þeir hafa verið spurðir og óvissa
er um svör. Menn velta því nú fyrir
sér hvort ekki sé sjálfgefið að við Is-
lendingar hættum að veiða hval ef
Japanir kaupa ekki afurðimar.
-JGH
- sjá einnig bls. 2
Jón L. var með
tværdrottning-
ar eftir 15 leiki
„Þetta er nú allt að lagast hjá mér
eftir sigra í 7. og 8. umferð og jafatefli
í þeirri 9.,“ sagði Jón L. Ámason stór-
meistari sem teflir nú á alþjóðlegu
skákmóti í Jurmala í Lettlandi.
Jón er kominn með 5 vinninga ásamt
Tal, aðeins hálfum vinningi á eftir
efstu mönnum sem em Psakhis, Gipsl-
is, Bagirov og Razuvajev, allt sovéskir
stórmeistarar.
Jón sigraði Sygulsky frá Póllandi í
7. umferð og Prybil frá Tékkóslóvakíu
í 8. í 9. umferð gerði hann jafatefli við
Gipslis. Skák við Piybil í 8. umferð-
inni varð aðeins 15 leikir en þá stóð
Jón með tvær drottningar á borðinu.
-S.dór