Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Page 15
LAUGARDAGUR 3. OKTÖBER 1987.
15
Islensk tunga
Vandmeðfarnar og óreglulegar sagnir
Um ábyrgð
Oft eru málfræðingar og ís-
lenskukennarar gerðir ábyrgir
fyrir rangri málnotkun ókunnugra
manna úti í bæ.
Þannig hef ég orðið fyrir því að
vera beðinn að hlusta andartak.
Og svo hefur viðmælandinn haft
yfir einhverja 'ferlega málvillu
ónefnds karlmanns sem býr í há-
hýsi austur í bæ.
Og hvessir síðan á mig augun og
segir: Finnst þér þetta nokkur
hemja?
Og mér er stillt upp við vegg og
verð orðlaus en undir niðri sár-
kvalinn af sektarkennd. Til hvers
var verið að eyða stórfé í að mennta
þig, maður, ef þú getur ekki komið
í veg fyrir að menn sóði og subbi
út móðurmálið.
Þannig er nú það.
Ég var svo stálheppinn að þulur
nokkur í sjónvarpi beygði sögn vit-
laust um daginn. Það er nefnilega
svo að málfræðingar lifa og nærast
á vankunnáttu þjóðarinnar í með-
ferð móðurmálsins. Þannig er það
okkur hvalreki að heyra vitlaust
beygðar sagnir, klúðurslegt orða-
lag og sjá stafsetningar- og málvill-
ur í prentuðu máli.
Sumir hafa af þessu atvinnu sína.
Á sama hátt og eins dauði er ann-
ars bra,uð, en þaö er hreina satt
eins og öllum er kunnugt. Og vel
má hugsa sér að snúa orðtakinu á
haus og segja eins brauö er annars
dauöi og það er líka hreina satt eins
og öllum er kunnugt. Og þetta
hvorttveggja heldur áfram að vera
satt meðan til er fólk í heiminum
sem ekki getur séð annað fólk í
friði.
Efni greinarinnar
En greinin átti sem sagt að fjalla
um vitlaust beygða sögn og þess
vegna kemur ofanskráð málinu •
ekki nokkum skapaðan hlut við og
er bara ósköp venjuleg byrjun.
Greinar verða að byrja á einhvern
hátt og helst á einhverri krassandi
spakviturri yfirlýsingu sem vitnar
um djúpa vitund höfundarins. Oft-
ast verða svona greinaupphöf að
nokkurskonar inngangi eða út-
drætti úr sjálfri greininni
og gjarnan prentað með feitu
letri.
Margir lesendur lesa sjálfsagt
bara þennan inngang og komast
þá að því að þeir hafa engan áhuga
á efni greinarinnar og geta þá
eytt timanum í eitthvað nytsar „Og svo hefur viðmælandinn ytir einhverja ferlega málvilluónefnds karlmanns sem býr austur i bæ.“
Það sem ég vitdi sagt
hafa...
En meðal annarra orða og áður
en ég gleymi mér, þá vil ég minna
á að kveikjan að þessari grein var
að ég var svo stálheppinn að heyra
sjónvarpsþul beygja sögn eina vit-
laust.
Þetta var þulur sem var að þylja
erlendar fréttir fyrir ríkissjón-
varpið.
Hann fjallaði um barsmíöar ír-
ana og íraka á ilóanum þama
suður frá. írakar vom að sökkva
olíuskipum fyrir írönum og drápu
marga menn „og ullu miklu
tjóni".
Það er sem sagt sögnin að valda
sem þulinum varð hált á. Og hann
er ekki sá fyrsti. Þessi sögn hefur
löngum verið mönnum til trafala
og hagað sér vægast sagt undar-
lega.
En um sögu þessarar sagnar
verður fjallað í næsta þætti.
Eiríkur Brynjólfsson
fslensk tunga
ara.
Lesendur DV hafa um árabil tek-
ið eftir því að gáfulegustu setning-
amar í hverri kjallaragrein era
rammaðar inn í meginmálið.
Þetta er vitaskuld ekki nema
sjálfsögð þjónusta við þá lesendur
sem era í tímaþröng. Þá losna þeir
við að lesa heila grein og geta þess
í stað látið sér nægja að líta yfir
örfáar setningar og fengið þannig
allt efni hennar í'hnotskum.
Vísnaþáttur
Skálda, hvaða bók er það?
Skálda er frægt bókarnafn í Is-
landsklukku Laxness, en hvort
nokkur bók á íslandi hefur áður
heitið svn veit ég ekki, hef haldið
að Halldór hafi búið það til. Honum
væri til þess trúandi. Ekki hef ég
nennt að spyija um þetta fróða
menn, sem eru þó á hverju strái.
En Jóhannes úr Kötlum gerði af-
mæhsbók fyrir Hafstein í Hólum,
sem nú er eins oft kenndur við
bókaútgáfuna Þjóðskrá, fyrir all-
mörgum áram. Hefur sú bók komið
Út 5 sinnum og hafa engar slíkar
komið út jafnoft. Ég eignaðist þessa
bók nýlega. Jóhannes hafði þann
hátt á að hafa aðeins eina vísu eftir
hvem höfund og reyna að finna
þannig jafnmargar boðlegar stökur
eða erindi og dagar ársins era.
Vissi ég að þetta reyndist nokkuð
þung þraut, því margir, skáld og
hagmæltir, áttu sama afmælisdag.
En burðardagar margra líklegra
ókunnir, og uröu því margar eyð-
ur, enginn verðugur fyrir suma
daga ársins. En allt leystist þetta
að lokum. Sum þöfundarnöfnin var
erfitt að ársetja og jafnvel gefa full-
boðlegt nafn og fóður- eða móður-
heiti. Allmargir fengu hálfgildings
gælunöfn eða vora kenndir við bæi
sem til era í hverju byggðarlagi.
Óvíst er því hvort nokkurn tím-
ann vex upp á íslandi sá ættfræð-
ingur, aö hann vilji taka að sér að
leysa þá gátu, hver er hvað í þess-
ari fafiegu og í flestu vönduðu og
eigulegu bók þar sem annars era
vafamál um það. *
En þótt formáli minn sé nú svona
hátíðlegur ætla ég ekki að vera
mjög fræðilegur í vali minu á vís-
um úr bókinni. Ég læt þar að mestu
hendingu ráða:
Jóhannes Ásgeirsson f. 1896 og
látinn fjörgamall fyrir fáum áram,
fékk að eiga vísu á afmælisdegi sín-
um 26. júlí, enda voru þeir Jóhann-
esarnir æskuvinir og sveitungar
úr Dölunum, bar aldrei skugga á
þeirra samband meðan báðir lifðu.
Og komst undirritaður í það vina-
félag. Honum þótti gaman að tala
um skáldskap og þjóðmál, velti auk
þess heimspekilega höfði yfir þeim
bókum og ritum öðram sem hann
las. Nú kemur vísan:
Alltaf finnst mér eitthvað hlýtt
yfir dalnum sveima,
þó að víða væri grýtt
á vegunum gömlu heima.
Annar vinur Jóhannesar úr Kötl-
um er dagsettur 25. júlí 1908, einnig
látinn fyrir nokkrum árum. Þaö er
séra Helgi Sveinsson, lengi prestur
í Hveragerði, t.d. flest ár Jóhannes-
ar þar, líka kunningi undirritaðs,
skemmtilegur gáfumaöur. Seinni
hluti hans vísu er svona:
Svanir okkar urðu fleygir:
orðin sem á vörum lágu.
- Jörðin sigldi um sumarnætur
svefnlaus yfir djúpin bláu.
Verö að biðja afsökunar á því, að
hér brýt ég í valinu tvær höfuðregl-
ur mínar. Þetta er hvorki fer-
skeytla né heil. En þetta hafði gerst
áður en ég veitti þvi athýgli. Kristj-
án Ólason, bróðir Árna Öla og faðir
Vísnaþáttur
Kristjáns Karlssonar rithöfundar
og bókmenntafræöings, á vísuna
27. júlí 1894. Hann var lengst ævi á
Húsavík og dó þar.
Þetta finn ég - því er ver:
Það er sinni og skinni
þraut að kynnast sjálfum sér
sífellt minni og minni.
Séra Magnús Guðmundsson í Ól-
afsvík var fæddur 30. júlí 1896.
Sérstæður maður fyrir margra
hluta sakir. Hann var mikill vinur
séra Friðriks Friðrikssonar, séra
Bjarna dómkirkjuprests og mikill
KFUM-maður, vinsæll í héraði m.a.
vegna hjálpsemi sinnar við sjó-
menn ef vélarbilun varð hjá þeim.
Hann er fallinn frá fyrir alllöngu.
Hann orti svo:
Þótt brýni ég ljá, ei bítur sá,
býsna fá því losa strá.
Grasi smáu og grjóti blá
geng ég frá, og hætti að slá.
Markús Hallgrímsson mun hafa
verið Dalamaður, en lengi iðnaðar-
maður í Reykjavík, f. 31 júlí,
aldamótaárið síðasta. Sá er þetta
ritar man eftir honum gömlum
manni og slitnum fyrir fjörutíu
áram, þá búinn að gefa út þunnt
kvæðakver. Mest munu það hafa
verið hagmælskuvísur. Nú dáinn
og grafinn fyrir löngu. En visan
hans er svona:
Auðar byggð við bláan fjörð
björt er enn sem forðum daga:
Dýrleg ertu, Dala jörð -
dul og römm þín forna saga.
Vilhjálmur Hölter var fæddur 3.
ágúst 1815. Hann mun hafa verið
Norðlendingur, leiðréttið mig samt
ef minni mitt svíkur, og honum er
hér eignuð sú vísa, sem bæði ég og
fjöldi annarra, heyrði gamalt fólk
fara með fyrir langalöngu:
Veröld fláa sýnir sig,
sú mér spáir hörðu,
- flestöll stráin stinga mig
stór og smá á jörðu.
Næst staðnæmumst við við af-
mælisvísu Guömundar mynd-
höggvara frá Miðdal. Hann var
fæddur 1895 og farinn veg allrar
veraldar:
Ilmur var í lofti og anganþeyr.
Á bökkunum uxu blóm og reyr.
Á ómælisleiðum allt var hljótt -
Hvíldum við á skýjum
þá hamingjunótt.
Hans Natansson var sonur frægs
ógæfumanns í Húnavatnssýslu,
fæddur 9. ágúst 1816. Hann orti:
Æskufjör og myndin manns
má ei standa í skorðum.
- Nú er ég orðinn annar Hans
en þú þekktir forðum.
Kristín í Haukatungu er ekki
feðrað hér í bókinni og þessa
stundina man ég ekkert um hana
nema að hún er talin hafa ort þá
eftirminnilegu vísu sem sett er við
12. ágúst 1862. Hún var á sinni tíð
kunn í heimabyggð sinni, Borgar-
firði, margir þá og nú hefðu viljaö
ort hafa þessa þríhendu:
Lifað hef ég lariga ævi
laus viö hroka,
í lítinn skaufa látin moka,
ég loftaði aldrei stórum poka.
Hér nemum við staðar í þessari
ágætu bók. Ekki er ólíklegt að ég
veki upp nokkra kunningja mína
síöar úr þeim kirkjugarði.
Utanáskrift: Jón úr Vör,
Fannborg 7 Kópavogi.