Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987.
3
dv_____________________________________________________________________________________________Fréttir
Óhappið í járnblendiverksmiðjunni:
Voru sprengingarnar tvær?
- rannsakað hvort ryksprenging hafi fylgt í kjölfar gufusprengingarinnar
Verið er að rannsaka hvort tvær
sprengingar hafl orðið í jámblendi-
verksmiðjunni á Grundartanga - þ.e.
hvort svokölluð ryksprenging hafi
fylgt í kjölfar gufusprengingarinnar.
Guðlaugur Hjörleifsson, deildar-
stjóri hjá íslenska jámblendifélaginu,
sagði að mönnum bæri ekki alveg
saman um hvort um tvær sprengingar
heíði verið að ræða. Hann sagði að
sumir teldu sig hafa heyrt tvær
sprengingar en aðrir ekki. Bruna-
skemmdimar, sem hefðu orðið, sýndu
að það hefði kviknað eldur. Eldurinn
gæti hafa kviknaði af einhveijum öðr-
um ástæðum sem þeir væm nú að
kanna. Hann bætti við að það væm
ákveðnir hlutir sem yrðu teknir til
gaumgæfilegrar athugunar eins og
frekast er kostur, til þess væri búið
að fá fólk frá Raunvisindastofnun
Háskólans sem er að kanna gang
óhappsins.
„Það varð gufusprenging, hún er
upphafið að þessu öllu saman. Þegar
málmur kemur í vatn myndast gufa
sem þeytir þessu út. Síðan er spum-
ing, sem ekki er ljós ennþá, hvert
framhaldið var, hvort orðið hefur ryk-
sprenging eða eitthvað annað. Þetta
era atriði sem verið er að reyna að
kortleggja. Við þetta vinnur fólk frá
Raunvísindastofnun. ‘ ‘
Starfsfólki kynntar hætturnar?
„Mönnum hefur verið kynnt að allt-
af sé einhver hætta á slíku hér. í hvaða
mæli það hefur verið er mér ekki
kunnugt, ég hef ekki með öryggismál-
in að gera,“ sagði Guðlaugur. Hann
var spurður hvort starfsmenn hefðu,
þegar verksmiðjan tók til starfa, verið
varaðir við að hætta gæti verið á
sprengingum.
Guðlaugur neitaði því aifarið að gert
hfefði verið sem minnst úr þessu
óhappi til að leyna þvi hvað jám-
blendiverksmiðjan væri hættulegur
vinnustaður og sagði að engu hefði
verið leynt. Orsök óhappsins sagði
Guðlaugur vera röð af mannlegum
mistökum, ekki væri neinum einum
um að kenna heldur væri um röð at-
vika að ræða. Hann sagðist meina með
því að ekki hefði verið um bilun í véla-
búnaði að ræða.
Guðlaugur sagði að vissulega væri
þetta hættulegur vinnustaður, þó ekki
hættulegri en aðrir, nema hvað við-
kemur meðferð á heitum málmi og það
krefðist mikillar árvekni.
Eyjólfur Sæmundsson hjá Vinnueft-
irhti ríkisins sagði að Vinnueftiriitið
væri að rannsaka hver orsök spreng-
ingarinnar væri. Ef eitthvað kæmi
Borgarfjörður eystra:
Framkvæmdir
við höfnina
Gylfi Kristjánssan, DV, Aknreyri;
„Meginreglan er sú að strandferða-
skipin hafa orðið að sigla hér fram hjá
vegna þess að hér em afar léleg hafn-
arskilyrði," sagði Magnús Þorsteins-
son, oddviti á Borgarfirði eystra, er
DV ræddi við hann um hafnarmál þar
á staðnum.
„Það hefur verið hægt að afgreiða
strandferðaskip við bryggjuna hér ef
sjór hefur verið sléttur. Bryggjan er
hins vegar fyrir opnu hafi þannig aö
skipin hafa orðið að sigla hér fram hjá
ef eitthvað hefur bmgðið út af með
veður.“
Magnús sagði að nú væm fyrir-
hugaðar framkvæmdir við höfnina.
Reyndar hefðu þær átt að vera hafnar
en ófyrirsjáanlegar orsakir hefðu tafið
að byijað væri á verkinu. Bæta á við
viðleguplássum í bátahöfninni en við-
legukantar þar em orðnir of litlir fyrir
bátana sem em um 20 talsins. Þá á að
byggja gijótgarð og brimvamargarð
sem á að bæta aðstöðuna þannig að
strandferðaskip og stærri skip geti at-
hafhað sig þar oftar en nú er.
OPNUNARTILBOÐ 4
20 TOMMU
SAMSUNG
LITSJONVARRSIÆh
MEÐ ÞRAÐLAUSRI
FJARSTYRINGU
FYRIR AÐEINS
KR. 33.900
Monitor útlit • Tvöfalt hátaiarakerfi Sjálfvirkur stöðvarleitari
48 rásir 16 stöðva minni Heyrnartólsútgangur
Bein vídeótenging (monitor éiginleikar) Hlífðargler fyrir skermi
JAPIS8
BRAUTARHOH 2 KRINGLAN SiMI 27133
fram sem benti til þess að gera þyrfti yrði bætt. Eyjólfur sagðist vera á- verða fyrir óhappi sem þessu, rann- yrðu og eins hvemig koma mætti í veg
lagfæringar yrði þess krafist að úr nægður með það að ef fyrirtæki, sem sökuðusjáifmeðhvaðahættióhöppin fyrir að slíkt endurtæki sig. -sme