Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987.
33
dv Fólk í fréttum
Amór Guðjohnsen
Arnór Guöjohnsen knattspymu-
maöur var í íþróttafréttiun DV í
fyrradag enda haföi stórblaðið Het
Niewsblat útnefnt hann knatt-
spymumann ársins og heiðrað hann
sem markahæsta leikmann fyrstu
deildar í Belgíu.
Amór fæddist á Húsavík 30. júh
1961 og flutti með foreldrum sínum
til Reykjavíkur 1970. Amór kveðst
hafa sparkað bolta frá því hann man
eftir sér en hann mun hafa verið sjö
ára þegar hann lék sinn fyrsta leik
með sjötta flokki Völsunga. Amór
gekk í ÍR eftir að hann kom til
Reykjavíkur en fyrstu sumrin fór
hann þó norður og lék með sínum
gömlu félögum í Völsungi. Amór
gekk svo í Víking og lék sinn fyrsta
leik með meistaraflokki 1978 en
fyrsta landsleik sinn lék hann í Sviss
gegn Svisslendingum 1979. Hann
hafði hins vegar árið áður, sextán
ára að aldri, skrifað undir samning
við belgíska knattspymufélagið Loc-
eren en með því lék hann í fimm ár.
1983 gekk hann til liös við And-
erlecht og leikur enn með því félagi.
Amór hefur leikið tuttugu og fimm
landsleiki og er einhver virtasti
knattspymumaður Belgíu.
Amór giftist 29. júni 1985 Ólöfu
Ragnheiði Einarsdóttur, f. 19. mars
1962. Foreldrar hennar em Einar
Einarsson, starfsmaður hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins, og kona hans,
Ólöf Stefánsdóttir. Amór og Ólöf
eiga einn son, Eiö Smára, f. 15. sept-
ember 1978.
Amór á þijár systur: Ragnheiður,
f. 1963, er hárgreiösludama í Rvík.
Sambýlismaður hennar er Kevin
Bergar Hauksson flugkennari og
eiga þau tvö böm. Sigríöur Matthild-
ur, f. 1965, er snyrtisérfræðingur í
Njarðvíkum. Sambýlismaður henn-
ar er Stefán Magnús Stefánsson
trésmíöameistari og eiga þau einn
son. Þóra Kristín, f. 1967.
Fcreldrar Amórs em Eiður Guð-
johnsen, múrarameistari í Rvik, og
kona hans, Arnrún Sigfúsdóttir.
Faðir Eiðs var Þórður Guðjohnsen,
kaupmaöur á Húsavík, Stefánssonar
Guðjohnsen, kaupmanns á Húsavík,
bróður Þóm, móður Baldurs Möller,
fyrrv. ráðuneytisstjóra, sonur Þórð-
ar Guðjohnsen, verslunarstjóra á
Húsavík, Péturssonar, organleikara
í Rvík, Guðjónssonar, forföður
Guðjohnsenættarinnar. Meðal
bama Péturs var Martha, kona Ind-
riða Einarssonar rithöfundar og
móðir Ingibjargar, konu Ólafs Thors
forsætisráðherra. Móðir Þórðar er
Guðrún, dóttir Lauritz Knudsen,
kaupmanns í Rvík, forfóður Knud-
senættarinnar. Móðir Stefáns var
Halldóra Þórðardóttir, háyfirdóm-
ara í Rvík, Sveinbjömssonar, og
Kristínar, systur Guðrúnar Knud-
sen. Móðir Eiðs er Ragnheiður,
systir Loga, framkvæmdastjóra
Landakotsspítala, Guðbrandsdóttir,
prófessors, Jónssonar þjóðskjala-
varðar, Þorkelssonar, prests á
Staðastað, Eyjólfssonar. Móðir
Ragnheiðar var Elísabet Vigfúsdótt-
ir Melsteð, gullsmiðs á Sauðárkróki,
Guðmundssonar, bróður Amdísar,
ömmu Þorvalds Skúlasonar listmál-
ara. Móðir Amórs, Amrún, er dóttir
Sigfúsar, trésmiðs í Colorado í
Bandaríkjunum, Péturssonar, kaup-
Amór Guðjohnsen.
félagsstjóra á Borðeyri, Sigfussonar.
Móðir Péturs var Sigriður, systir
Jóns, afa Jónasar Ámasonar rithöf-
undar, dóttir Jóns, skálds á Hellu-
vaði, Hinrikssonar, og Friðrika
Helgadóttir, b. á Skútustöðum, Ás-
mundssonar, forföður Skútustaða-
ættarinnar.
Afmæli
Olafur Guðmundsson
Jón G. Þorieifsson
Ólafur Guðmundsson kaupmað-
ur, Sörlaskjóh 62, Reykjavlk, er
sjötíu og fimm ára í dag. Ólafur fæd-
dist í Reykjavík og var alinn þar upp
hjá foreldrum sínum. Um ferming-
araldur var hann í vinnu hjá Sveini
Þorkelssyni, kaupmanni við Vestur-
götuna í Reykjavík, en Sveinn
styrkti Ólaf til verslunarskólanáms.
Ólafur lauk verslunarskólaprófi frá
VÍ og nokkm síðar hóf hann störf
hjá Heildverslun Garðars Gíslason-
ar þar sem hann starfaði í nokkur
ár. Ólafur var svo um nokkurt skeið
verslunarstjóri hjá Páli Hallbjöms-
syni á Leifsgötunni en stofnaði svo
verslunina Lund við Sundlaugaveg
ásamt Guðmundi Guðmundssyni
sem hafði verið samstarfsmaður
hans hjá Heildverslun Garðars
Gíslasonar. Nokkm síðar keypti Ól-
afur svo hlut Guðmundar í verslun-
inni en Ólafur verslaði í Lundi fram
yfir 1980 en þá seldi hann verslunina.
Á árunum eftir stríð byggði Ólafur
ásamt þremur bræðmm sínum
myndarlegt íbúðarhús í Skjólunum
en þar hefur hann búið síðan. Ólafur
tók foreldra sína til sín og bjuggu
þau hjá honum síöustu æviárin.
Ólafur tók mjög virkan þátt í fé-
lagsstarfi Góðtemplarareglunnar og
var m.a. æðstitemplar stúkunnar
Frónar um tuttugu ára skeið.
Systkini Ólafs vom sjö en elsti
bróðirinn, Sigurður, sem lengi vann
í Félagsprentsmiðjunni, er látinn.
Ekkja hans er Eygló Þorgrímsdóttir.
Ásta, f. 1914, er gift Óskari Jónssyni
verkamanni. Einar, f. 1915, er tré-
smiður, giftur Sybil Malen. Magnús
kaupmaður, f. 1917, er gjftur Sesselju
Sigurðardóttur. Sigríður, f. 1920, er
gift Áma Jónssyni frá Bergi. Þor-
valdur er prentari í Félagsprent-
smiðjunni. Sigríður Emma er gift
Ólafur Guðmundsson.
Hans Bjamasyni trésmiö á Selfossi.
Foreldrar Ólafs vom Guðmundur
frá Stekkjartröð í Grundarfirði
Magnússon og kona hans, Valgerður
Víglundsdóttir frá ísafirði.
Olafur er þessa dagana sjúklingur
á Landakotsspítala.
Jón G. Þorleifsson, Gnoðarvogi 24,
Reykjavík, er sextugur í dag.
Jón Guðmundur er fæddur og
uppalinn á Flateyri við Önundar-
fjörð en hefur stundað sjómennsku
frá þrettán ára aldri. Hann var bæði
á togurum, bátum og varðskipum
en fór í land 5. janúar 1976 og hefur
síðan þá unnið við fiskvinnu, al-
menna verkamannavinnu og í
byggingavinnu.
Sambýliskona Jóns er Ólöf Matthí-
asdóttir, f. 15. júli 1941. Foreldrar
hennai' em Matthías Guömundsson,
skipstjóri í Reykjavík, og kona hans,
Hinrika Ólafsdóttir.
Systkini Jóns, samfeðra, em
Bjöm, fyrrverandi sjómaöur í Hafh-
arfirði, Sigríður, gift Halldóri
Baldvinssyni, vaktmanni í Hafnar-
75 ára
Steinunn Matthíasdóttir, Hæli I,
Gnúpverjahreppi, er sjötíu og fimm
ára í dag. Hún verður að heiman á
afmælisdaginn.
70 ára_______________________
Jón Pálsson, Laugarbraut 17, Akra-
nesi, er sjötugur í dag.
Stefanía Guðmundsdóttir, Tungu-
vegi 5, Hafnarfirði, er sjötug í dag.
Hún verður ekki heima á afmælis-
daginn.
Áslaug Ásmundsdóttir, Álfalandi
4, Reykjavík, er sjötug í dag.
60 ára
Þóra Aradóttir, Grensásvegi 56,
Reykjavík, er sextug í dag.
ívar H. Stefánsson, Haganesi,
Skútustaðahreppi, er sextugur í
dag.
Guðmundur Óskarsson, Giljalandi
30, Reykjavík, er sextugur í dag.
50 ára_______________________
Unnur Sigurðardóttir, Klifshaga 2,
Öxarfjarðarhreppi, er fimmtug í
dag.
Andlát
Indiana Eyjólfsdóttir, Suðureyri,
Súgandafirði, lést í Fjórðungssjúkra-
húsinu á ísafirði 7. október.
Óskar Árnason hárskerameistari
lést þriðjudaginn 6. október.
Rósinkransa Jónsdóttir frá Bolung-
arvík, andaöist að Hrafnistu 6.
október.
firði, Sigfinnur, sjúkrahúsprestur í
Reykjavík, Kristófer, héraðslæknir í
Ólafsvík, Valborg, meinatæknir í
Reykjavík, gift Bjama Pálssyni, fyr-
verandi skólastjóra Núpsskóla, og
Guðríður hjúkrunarfræðingur, gift
Hans Schröder, vélstjóra í Kópavogi.
Foreldrar Jóns vom Þorleifur
Jónsson, lögregluþjónn í Hafnar-
firði, og Magnea ðlafsdóttir. Faðir
Þorleifs var Jón, b. í Efra-Skálateigi
í Norðfjarðarlireppi, Þorleifsson, b.
í Efra-Skálateigi, Jónssonar, b. í
Sómastaðagerði, Þorleifssonar.
Móðir Þorleifs var Guðríður Páls-
dóttir. Móðir Jóns, Magnea, var
dóttir Ólafs, b. á Hóli í Bolungarvík,
Hafliðasonar, og konu hans, Soffiu
Amfríðar Guðmundsdóttur.
Edvald E. Friðriksson, Þómnnar-
stræti 131, Akureyri, er fimmtugur
í dag.
Þórir Pálsson, Svarfaðarbraut 8,
Dalvík, er fimmtugur í dag.
Hörður G. Pétursson, Stífluseli 10,
Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Þórunn Einarsdóttir, Grænuhlíð
19, Reykjavík, er fimmtug í dag.
Albert Kemp, Skólavegi 14, Búða-
hreppi, er fimmtugur í dag.
Guðbjörg Svala Lárusdóttir,
Hjallavegi 5A, Njarðvik, er fimm-
tug í dag.
40 ára
Sigrún Jónsdóttir, Rauðalæk 7,
Reykjavík, er fertug í dag.
Þorbergur Egilsson, Gunnlaugs-
götu 10, Borgarnesi, er fertugur í
dag.
Sveinn Gíslason, Hraunbraut 45,
Kópavogi, er fertugur í dag. Hann
verður ekki heima á afmælisdag-
inn.
Anne Mary Pálmadóttir, Hvamms-
tangabraut 21, Hvammstanga, er
fertug í dag.
Jón Þór Sigurðsson, Sæbóli,
Hvammstanga, er fertugur í dag.
Sigurjón Jónsson, Heiðargerði 11,
Akranesi, er fertugur í dag.
Jóhanna Valdemarsdóttir, Breið-
vangi 73, Hafnarfiröi, er fertug í
dag.
Sérverslun
með blóm og
skreytingar.
Laugavegi 53, simi 20266
Setulum wn Ltnd allL
Olafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson, Austur-
bergi 36, Reykjavík, er áttræður í
dag.
Olafur er fæddur á Glæsistöðum í
Vestur-Landeyjum og ólst þar upp.
Hann fór sextán ára til Vestmanna-
eyja og var þar sjómaður í fjögur ár.
Ólafur starfaði síðan hjá aðventsöfn-
uðinum í Reykjavík og vígðist
kristniboði 1928. Hann var við nám
í kristniboðsskólanum í Onsrud í
Noregi 1934-1935, var kristniboði á
íslandi 1928-1976 og ferðaðist víöa
um landið en var síðustu árin hjá
bókaforlagi. Kona Ólafs var Ásta
Lilja Guðmundsdóttir, f. 5. október
1901, d. 22. apríl 1986. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Jónsson,
verkamaður í Reykjavík, og kona
hans, Jónína Sigriður Jónsdóttir.
Ólafur og Ásta eignuðust fjögur böm
og komust þijú þeirra upp. Þau em
Sigríður, f. 10. desember 1930, kenn-
ari í Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti, gift Manho Candi, tæknifræð-
ingi í Straumsvík, Hanna, f. 19.
febrúar 1934, sjúkraþjálfari í Skods-
borg í Danmörku, gift Uffe Jörgen-
sen yfirlækni, og Olafur, f. 20. janúar
1940, umsjónarmaöur í Landsbóka-
safninu.
Systkini Ólafs vora ellefu: Guörún,
f. 24. janúar 1898, hún er látin, gift
Anton Þorvarðssyni, b. á Glæsistöð-
um í Landeyjum; Kristín, f. 27. maí
1899, gift Gústaf Stefánssyni, vél-
stjóra í Vestmannaeyjum, þau era
bæði látin; Guðbjörg, f. 5. mars 1901,
gift Halldóri Jóhannssyni, b. á
Syðri-Úlfsstöðum í Austur-Land-
eyjum, þau era bæði látin; Sólveig,
f. 12. nóvember 1902, saumakona í
Reykjavík, dó 1939; Sigurbjörg, f. 8.
mars 1904, gift Guömundi Amasyni,
verkamanni í Reykjavík; Bjami, f.
17. janúar 1906, bílstjóri í Vest-
mannaeyjum, giftur Jóhönnu
Guðmundsson sem er látin; Júlíus,
f. 21. mai 1909, skólastjóri og prest-
ur, giftur Gerdu Guðmundsson;
Guðný, f. 4. október 1910, gift Aðal-
steini Sveinssyni, farmanni hjá
Eimskipafélaginu, hann er látinn;
Guðmundur, f. 4. desember 1912, sjó-
maður í Vestmannaeyjum, hann er
látinn; Gísh Kristján, f. 29. janúar
1915, hátasmiður í Reykjavík, hann
er látinn, giftur Þórunni Guöjóns-
dóttur.
Foreldrar Ólafs era Guðmundur
Gíslason, b. á Glæsistöðum, og kona
hans, Sigríður Bjamadóttir. Foreldr-
f9\ 5
Olafur Guðmundsson.
ar Guðmundar vora Gísh, b. í
Sigluvík, Eyjólfsson, og kona hans,
Guðrún Ólafsdóttir frá Álfhólum í
Landeyjum. Móðir Ólafs, Sigríður,
var dóttir Bjama, útvegsbónda í
Herdísarvik, Hannessonar, b. og
hreppstjóra á Hólum í Stokkseyrar-
hreppi, Einarssonar, spítalahaldara
í Kaldaðamesi, Hannessonar, lög-
réttumanns í Kaldaðamesi, Jóns-
sonar. Móðir Hannesar á Hólum var
; Kristín Guðmundsdóttir, sýsluskrif-
1 ara í Langholti í Flóa, Eiríkssonar,
b. í Bolholti, Jónssonar. Móðir
Bjama var Kristín Bjamadóttir, b.
og hreppstjóra í Laugardælum, Sím-
onarsonar. Móðir Sigríðar var
Sólveig Eyjólfsdóttir.
Elías Vestfjörð Sigurðsson
Elías Vestfjörð Sigurðsson, aug-
lýsingateiknari og framkvæmda-
stjóri, Bræðraborgarstíg 10,
Reykjavík, er fertugur í dag. Hann
fæddist í Reykjavík og lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar 1963. Elías nam auglýs-
ingateiknun við Myndhsta- og
handíðaskólann 1970-74. Hann starf-
aði á ýmsum auglýsingastofum þar
til hann setti á stofn sína eigin stofu,
Auglýsingastofu Ehasar Sigurðsson-
ar, 1981, en henni veitir hann for-
stöðu nú í dag.
Systkini Elíasar vora fimm. Fjögur
þeirra era á lifi og búa þau í Reykja-
vík: Hafþór f. 1943; Ragnar f. 1945;
Þorsteinn f. 1949; Sigþór f. 1953 en
hann er látinn; og Hjördís f. 1959.
Foreldrar Ehasar era Sigurður H.
Þorsteinsson frá Miðvík í Sléttu-
hreppi, Norður-ísafjarðarsýslu, en
hann er látinn, og eftirlifandi kona
hans er Matthildur Elíasdóttir frá
Elhða í Staðarsveit á Snæfehsnesi.