Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987. Viðskipti Stefnir í hæsta kaupmátt tekna síðustu sextán ára Nú stefnir í hæsta kaupmátt at- vinnutekna á íslandi síðustu sextán ára. Búist er við að aukning kaupmáttarins frá í fyrra liggi á bilinu um 15 til 18 prósent. Verði hann 18 prósent hefur slíkt ekki gerst síðustu sextán árin. Það ár, sem komst næst því, er árið 1977, þá 15,9 prósent. Kaupmáttur atvinnutekna er ekki sá sami og kaupmáttur kaup- taxta. Atvinnutekjurnar eru heild- artekjur heimilanna. Inn í þær koma yfirvinna og launaskrið, það er að tekið er líka tillit til yfirborg- ana. Mesti skellur í kaupmætti at- vinnutekna á íslandi síðustu árin var árið 1983 en þá minnkaði kaup- mátturinn frá árinu 1982 um 13,5 prósent. Kaupmáttur kauptaxta minnkaði þá reyndar mun meira. -JGH Breyting kaupmáttar atvinnutekna á milli ára í prósentum. -10- Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýóubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað innstæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mán- aða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lifeyri frá lífeyris- sjóðum eða almannatryggingum. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 18% og ársávöxtun 18%. Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 15% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuöi án úttekt- ar upp í 21%. Hvert innlegg er meðhöndlaö sérstaklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð úttektum en vaxtahækkun séinkar um þrjá mán- uði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður við ávöxtun þriggja mánaða verðtryggðra reikninga, nú með 2% vöxtum eftir þrjá mánuði og 4% eftir sex mán- uði, og sú tala sem hærri reynist færð á hofuðstól. Úttekt vaxta fyrir undangengin tvö vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahækkanir. Búnaðarbankinn: Gullbók er óbundin með 24% nafnvöxtum og 25,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,8% í svonefnda vaxta- leiðréttingu. Vextir færast misserislega. Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mánuði á 27% nafnvöxtum og 28,8% ársávöxt- un, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Hvert innlegg er laust að 18 mánuöum liðnum. Vextir eru færðir misserislega. lönaöarbankinn: Bónusreikningur er óverð- tryggður reikningur með 20% nafnvöxtum og 23,4% ársávöxtun. Verðtryggð bónuskjör eru 3%. Á sex mánaða fresti eru borin saman verð- tryggð og óverðtryggð kjör og gilda þau sem hærri eru. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. Hreyfðar innstæður innan mánaðarins bera sérstaka vexti, nú 0,75% á mánuði, og verðbætur reiknast síðasta dag sama mánaðar af lægstu innstæðu. Vextir fær- ast misserislega á höfuðstól. 18 mánaöa bundinn reikningur er meö 27% nafnvöxtum og 28,8% ársávöxtun. Landf bankinn: Kjörbók er óbundin með 24% nafnvöxtum og 25,4% ársávöxtun. Af óhreyfð- um hluta innstæðu frá síðustu áramótum eða stofndegi reiknings síðar greiðast 25,4% nafn- vextir (ársávöxtun 27%) eftir 16 mánuði og 26% eftir 24 mánuði (ársávöxtun 27,7%). Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður á ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga og gildir hærri ávöxtunin. Af hverri úttekt dragast 0,8% í svo- nefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir færast misseris- lega á höfuðstól. Vextina má taka út án vaxtaleiðréttingargjalds næstu tvö vaxtatímabil á eftir. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3 mánuðina 15%, eftir 3 mánuði 19%, eftir 6 mánuði 25%, eftir 24 mánuði 27% eða ársávöxt- un 28,8%. Sé ávöxtun betri á 6 mánaöa verð- tryggðum reikningum glldir hún um hávaxta- reikninginn. Vextir færast á höfuðstól 30.6. og 31.12. Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 26% nafnvexti og 27,7% ársávöxtun á óhreyfðri inn- stæðu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist betri gildir hún. Vextir færast misserislega. Af útttekinni upphæð reiknast 0,75% úttektargjald, nema af uppfærðum vöxt- um síðustu 12 mánaða. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 24,88% (ársávöxtun 25,80%), eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings, sem reiknuð er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Saman- burður er gerður mánaðarlega en vextir færöir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda al- mennir sparisjóðsvextir, 15%, þann mánuð. Heimilt er að taka út vexti og vaxtaábót næsta árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36 mánuði tekur hann á sig kjör sérstaks lotusparn- aðar með hærri ábót. Óverðtryggð ársávöxtun kemst þá í 26,73-29,55%, samkvæmt gildandi vöxtum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Meg- inreglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársfjórðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins óverðtryggs reiknings, nú með 21,0% ársávöxt- un, eða 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 2% vöxtum, eftir því hvor gefur hærri ávöxt- un fyrir þann ársfjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvers ársfjórðungs, hafi reikningur notið þess- ara „kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfirstand- andi ári. Úttektir umfram það breyta kjörjnum sem hér segir: Við eina úttekt í fjórðungi reiknast almennir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskó- kjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæöa reikningsins sparisjóðsbókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virk- an dag ársfjórðungs, fær innistæðan hlutfalls- legar verðbætur m.v. dagafjölda í innleggsmán- uði, en ber síðan kaskókjör út fjórðunginn. Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráða- birgöa almenna sparisjóösbókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofndegi að uppfyllt- um skilyrðum. Sparisjóöir: Trompreikningur er verðtryggð- ur og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 22,5% meö 24,12% ársávöxtun. Miðað er við lægstu innstæðu I hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikning- inn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna sparisjóðsvexti, 15%. Vextir færast misserislega. 12 mánaöa reikningur hjá Sparisjóði vélstjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverð- tryggða en á 26,5% nafnvöxtum. Misserislega er ávöxtun 6 mánaða verðtryggös reiknings, nú meó 3,5% vöxtum, borin saman við óverð- tryggða ávöxtun, og ræður sú sem meira gefur. Vextir eru færðir síðasta dag hvers árs. Topp-bók nokkurra sparisjóða er með inn- stæöu bundna í 18 mánuði óverðtryggða á 25,5% nafnvöxtum og 27,6% ársávöxtun eöa á kjörum 6 mánaða verðtryggös reiknings, nú með 3,5% vöxtum. Vextir færast á höfuðstól misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta vaxtatímabili á eftir. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Árskógsströnd, Nes- kaupstað, Patreksfirði og Sparisjóður Reykjavík- ur og nágrennis bjóða þessa reikninga. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verð- bréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteignanna. Bréf- in eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á óverðtryggðum skuldabréfum vegna fasteignaviðskipta eru 20% eða meðalvextir bankaskuldabréfa. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verð- tryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkisins getur numið 2.688.000 krónum á 3. ársfjórð- ungi 1987, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum, annars 1.882.000 krónum. Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.882.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.317.000 krónum. Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna. Lánin eru til allt að 40 ára og verðtryggð. Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aðeins verðbætur og vextir, síðan hefjast afborganir af lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn láns- rétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og meö 5-9% vöxtum, algengastir eru meðalvextir, nú 8,1%. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxta- vextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímabilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin veröur því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafn- vel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuöi á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuöina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,5% á mánuði eða 42% á ári. Vísitölur Lánskjaravisitala í september 1987 er 1778 stig en var 1743 stig iágúst. Miðað erviðgrunn- inn 100 í júní 1979. Oyggingarvisltala fyrir september 1987 er 324 stig á grunninum 100 frá 1983, en 101,3 á grunni 100 frá júlí 1987. Húsaleiguvisltala hækkaði um 9% 1. júlí. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samn- ingum leigusala og leigjenda. Hækkun vísi- tölunnar miöast við meðaltalshækkun launa næstu þrjá mánuði á undan INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 14-17 Lb.Úb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15-19 Úb 6 mán. uppsögn 16-20 Úb.Vb 12mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vól. 18mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb Tékkareikningar 6-8 Allir Sér-tékkareikningar 6-17 nema Vb Ib Innlán verðtryggð Sparireikningar 3jamán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán meðsérkjörum 3-4 Ab.Úb 14-24,32 Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Ab.Vb Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb, Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Vb Ab.Vb Danskarkrónur 9-10,5 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 28-29,5 Bb.Lb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 30,5-31 Almennskuldabréf eóa kge 29,5-31 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningaríyfirdr.) 30 Allir Utlan verðtryggð Skuldabréf 8-9 Lb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 28-29 Vb SDR 8-8,25 Bb.Lb, Bandarikjadalir 8,5-8,75 Úb.Vb Bb.Úb, Sterlingspund 11,25- Vb Sp Vestur-þýsk mörk 11,75 5,5-5,75 Bb.Sp, Húsnæðislán 3,5 Úb.Vb Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42 MEÐALVEXTIR óverðtr. sept. 87 29,9 Verðtr. sept. 87 8,4% VlSITÖLUR Lánskjaravísitala sept. 1778 stig Byggingavísitala 1 sept. 324stig Byggingavísitala 2 sept. 101,3 stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi 9% 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestingarfélaginu): Ávöxtunarbréf 1,2588 Einingabréf 1 2,301 Einingabréf 2 1,356 Einingabréf 3 1,422 Fjölþjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,322 Lífeyrisbréf 1,157 Markbréf 1,178 Sjóðsbréf 1 1,135 Sjóðsbréf 2 1,097 Tekjubréf 1,220 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnur m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr. Hampiðjan 118kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, I b = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Á í myrkri gildir að sjást. Notaðu endurskinsmerki! IUMFERÐAR RÁÐ FamrheHt :87\ Vöruskiptin við útlönd: Það rökkvaði í ágústmánuði íslendingar fluttu út vörur fyrir 3.958 miiljónir króna í ágúst síðastliðnum en inn voru fluttar vörur fyrir 3.829 milljónir, hvort tveggja á svonefndu fob-verði. Vöruskiptajöfnuðurinn í ágúst var því hagstæður um 129 millj- ónir króna en í ágúst í fyrra varð hann hagstæður um 1.270 milljónir miðað við sama gengi. Sé litið á fyrstu átta mánuði ársins var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um 2.315 milljónir en á sama tímbili í fyrra var hann hagstæður um 4.667 milljónir króna. Ekki má rugla saman vöruskipta- jöfnuði og viðskiptajöfnuði. Sá síðar- nefiidi tekur inn þjónustuna líka, eins og tekjur af ferðamönnum og vexti af erlendum lánum. Þá snýst dæmið við. Viðskiptajöfnuðurinn er um þessar mundir talinn vera um 2,5 miUjarðar í mínus. -JGH Meiri aðsókn í Austurbæjarbíó „Sú aðsókn, sem Ami Samúelsson segir í DV að hafi verið í Austurbæj- arbíó, eða um 10 þúsund manns á mánuði, er villandi. Ami miðar þama greinilega við síðustu þrjá mánuðina í rekstri bíósins þegar ákveðið var að selja þaö og sýndar vom þess vegna afgangsmyndir sem vitað var fyrir að fengju ekki mikla aðsókn,“ segir Ami Kristjánsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Austurbæjarbíós. ,,Á undanfömum árum hefur að- sóknin að jafnaði verið um og yfir 200 þúsund á ári sem þýðir um 15 til 20 þúsund gestir á mánuði," segir fyrr- verandi framkvæmdastjóri Austur- bæjarbíós ennfremur. „Það er ekki lengra síðan en í okó- ber í fyrra að Stella í orlofi vár sýnd í Austurbæjarbíói. Á einum og hálfum mánuði komu yfir 50 þúsund gestir á myndina." -JGH Kringlukort er ekki á dófinni Sigurður Gísli Pálmason, stjómar- formaður Kringlunnar, segir að ekki sé á döfinni að taka upp sérstakt greiðslukort í Kringlunni, svonefnt Kringlukort. „Þetta var hugmynd sem kom upp, ipjög sniðug að mínu matí, en síðan hefur lítið verið um hana fjallað. Enda tekur það langan tíma að undirbúa svona mál, þaö þarf góðan undirbúning,“ segir Sigurður. -JGH Óáfeng vín fiá V-Þýskalandi Fyrirtækið Valkostur sf. hefur hafið innflutning á óáfengum vínum. í frétt frá fyrirtækinu segir að fyrst um sinn verði lögö áhersla á að kynna vín frá Keller í Vestur-Þýskalandi. Stefnt er að því að veitingahús og matvöm- verslanir um land allt geti boðið viðskiptavinum sínum þessa vöm inn- an skamms. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.