Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987. 9 Stuðningsmönn- um skemmt með dansí og dvykkju Kiichi Miyazawa, fjármálaráðherra Japana, er einn þriggja sem hug hafa á forsætisráðherraembættinu í Japan. Allir þrír lofa að halda áfram stefnu Naka- sone í efnahagsmálum, það er að auka innflutning á tilbúnum vörum. Símamynd Reuter Baráttan um forsætisráðherraemb- ættið í Japan, sem losnar er Nakasone lætur af völdum í lok mánaöarins, er nú í fullum gangi. Frambjóðendumir eru önnum kafnir við dans, drykkju, söng og golfleik því í Japan skipta stjómmálin minna máli en það að skemmta stuðningsmönnunum. Næstum daglega halda þingmenn Fijálslynda demókrataflokksins, sem er stjómarflokkur og kýs eftirmann forsætisráðherrans, fundi á hefð- bundnum veitingastöðum. Kostnaður á kvöldi er að minnsta kosti sextán þúsund krónur á mann og getur orðið miklu hærri. Að sögn þeirra sem til þekkja greiða mörg fyrirtæki kostnað- inn og styðja á þann hátt sinn mann. Þrír menn beijast nú um embættið og em þeir allir leiðtogar flokksbrota í stjómarflokknum. Aðalritari flokks- ins, Noboru Takeshita, er talinn sigurstranglegastur þó að hann sé óvinsælastur samkvæmt nýafstöðn- um skoðanakönnunum. Fjámálaráð- herrann, Kiichi Miyazawa, og fyrrum utanríkisráðherrann, Shintaro Abe, hafa einnig hug á embættinu. Þar sem ekkert flokksbrotanna er nálægt því að hafa meirihlutafylgi hinna fjögur hundmð fjörutíu og sex þingmanna flokksins þarf hver fram- bjóðandi á stuðningi að halda frá hópum hinna. Er þess vegna búist við miklu baktjaidamakki. Vestrænn stjómarerindreki bendir á að kosningafýrirkomulagið sé engan veginn lýðræðislegt en hingað til hafi það ekki skipt svo miklu máli hver hafi verið forsætisráðherra. Erfitt verði þó að feta í fótspor Nakasone þar sem nú búist útlendingar við ein- hveiju meim af japönskum forsætis- ráðherra en fyrir hans tíð. Enn le'rtað í Loch Ness Um næstu helgi hefst enn ein leit- in að skrímslinu í Loch Ness á Skotlandi og í þetta sinn er ætlunin að leita vandlega í vatninu með són- artækjum og öðrum hátæknibúnaði. Yfirlýstur tilgangur leiðangursins er fjórþættur. I fyrsta lagi að kanna dýralíf það sem fundist hefur á botni Loch Ness en það er dýpst um sjö hundmð fet. I öðm lagi að kort- leggja dýpstu hluta vatnsins með sónar-kortlagningartækjum. í þriðja lagi að kanna dreifingu fisktegunda í vatninu, meðál annars lax og sil- ungs. Og í fjórða lagi að kanna hitabreytingar og hitalög í vatninu. Þrátt fyrir yfirlýsingar þessar efar enginn aö raunverulegur tilgangur leiðangursins um næstu helgi er sá að leita aö skrímslinu sem sögur herma að búi í Loch Ness. Enda er það í krafti þeirrar óopinbem leitar sem leiðangursmenn hafa fengið fiármagn til fyrirtækisins, svo og stuðning með tækjaframlögum og öðm frá fyrirtækinu Lowrance Electronics í Tulsa í Oklahoma en það er stærsti framleiðandi sónar- búnaðar í heimi. Leiðangursmenn vonast að sjálf- sögðu til þess að finna skrímslið eða einhveija kynlega skepnu sem skýrt gæti sögusagnimar. Vatnið er hins vegar stórt, tuttugu og þriggja mílna langt, um míla á breidd að jafnaði og allt að tvö hundrað og tuttugu metra djúpt. Ljóst er þvi að nákvæm leit er þvi sem næst ómöguleg, þrátt fyrir góðan búnað. Engu að síður hafa nokkrir áhuga- mannaklúbbar þegar tilkynnt að félagar þeirrar ætli að vera viðstadd- ir og æsifregnablöð á Bretlandseyj- um og jafnvel víðar hyggjast senda fulltrúa sína á staðinn. Má því búast við miklum fréttum af leiðangrinum jafnvel þótt ekkert skrímsli finnist. Ein hugmynda þeirra sem menn hafa gert sér um þá kynjaskepnu sem sögusagnir herma að leynist í Loch Ness. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson Útlönd Jfaukur Hauksecn, DV, KaupmarnöHSfa: Hagfræðingar dönsku sfiómarinnar hafa opinberaö skýrslu um þróun efnahagslffe næsta ár og er útlitið ekki sérlega gott Spá hagfhæðingamir neikvæðari þróun fýrir áriö 198C3 en búist var við fyrr á þessu ári. Knud Enggaard, efhahagsráðherra, vonast þó til aö aögeröir sfiómarinnar til að styrkja útöutningsatvinnuvegi muni bremsa hina neikvæöu þróun nokkuö. Spá hagfræðingamir að atvinnulausum Jjölgí um 45.000 þannig að þeir veröi 265.000 á næsta ári. Er orsökin taiin vera hæg þróun i efriahagsilfinu þar sem heildarframleitodn mun minnka um eitt prósent í ár og næsta ár. Einkaneysla mun einnig minnka um eitt prósent í ár en fóik raun spara meira. Talið er að fiárfestingar í atvinnulifl minnki um 7 prósent í ár og 4 prósent á næsta ári og fbúðabyggingum fækki um tíu prósent bæði árin. ffiá ríkinu er búist við útgjaldaaukningu, allt að hálfu prósenti, en þar vega auknar fiárfestingar vegna umhverfisvemdaráætlunar sfiómarinnar þungt Jákvæð þyidr þó aukning útflutnings um 3 prósait í ár og hálft ann- að prósent á næsta ári. Þó innflutningur minnki verður greiðslujöfiiuður áfram óhagstæður um nær 20 milljarða danskra króna vegna vaxtagreiöslna til eriendra lánardrottna og hækkandi fiárútláta til Evrópubandalagsins. Samtúnis neikvasöri spá um stöðu ríidsins er spáð auknum kaupmætti launþega um }»jú prósent. Er það samspil kjarasamninga og litillar verð- bólgu sem skapar kaupmáttaraukningu. Era þetta kaflaskil i kaupmáttar- þróun i Danmörku en hún hefur veriö neikvæð i tíu ár. Hefur dæmigerður alþýðusambandsmaður níu og hálft prósent hærri laun en í fyrra en vegna styttingar vmnuviku nemur hækkunin sex og hálfu prósenti á ári. Verðhækkanir nema um 4% svo munurinn er 2,5 prósent Vegna nýrra skattalaga er kaupmáttaraukning um 3 prósent að sköttum frádregnum. Nordisk fflm tan í Kanal 2 Haukur L. Haukscn, DV, Kauprrennahcfc Danska kvikmyndafyrirtækið Nordisk film, sem loka þurfti sjónvarpsstöö sinni, Weekend-TV, á síðasta ári, hefur keypt 30 prósent hlutabréfa i qjón- varpsstöðinni Kanal 2 sem sendir út á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. Forsfióri Nordisk film segir fýrirtækið hafa keypt sig inn í Kanal 2 til að bæta markaðinn fyrir danskar kvikmyndir. Staða Kanal 2 er ekki of björt um þessar mundir. Er óvíst hvort stöðin fær útsendingarleyfi þegar leyftim veröur úthlutað á ný í tengslum við opnun nýrrar rásar ríkissjónvarpsins á næsta haustL Veröur rifist um þrjú leyfi sem gefin verða á höfuðborgarsvæðinu. Kanal 2 á einnig í deilum um sér- samninga varðandi greiöslu höftmdarlauna en í stöðinni er flutt mikiö af tónlisL Niðurgrafið lik í Krisfianíu Haukur L. Haukascsx DV, Lögreglan í Kaupmannahöfh fann í fyrrinótt lfk sem grafiö hafði veriö undir steingólfi i mótorhjólaverkstæöi rokkaraklúbbsins Builshit í Krisfian- íu.pttast lögreglan að lfkiö séaf28ára starfsmanni SAS er hvarf f janúar. Áöur en iögreglan braut upp nýlega steypt gólf í homi verkstæöisins höíðu um fimmtíu vopnaðir lögregiumenn handtekið þá Bullshit-meðiimi sem hasgt var að ná í. Vom elldu rokkarar handteknir, þar af einn í Svíþjóö. Hefur 26 ára rokkari, er setiö hefur í varðhaldi frá því 1 ágúst fyrir ógnan- ir og ólöglegan vopnaburö, veriö ákærður fyrir moröið. Lögreglan haíði lengi haft grun um að hvarf SAS-starfsmannsins tengdist rokkurunum. Vegna erfiöleika viö lögreglustörf við Krisfianíu lét lögreglan ekki til skarar skríða fyrrennú. Forsaga málsins er sú að hinn myrti hafði fariö í dagsferð til Þýskalands ásamt féiaga sínum og er heim var komiö farið á krá við hliðina á aðsetri Bulishit Er félagamir fóm af kránni skrapp vmurinn inn í sund til aö létta á sér og á meðan hvarf SAS-starfsmaðurinn. Var hann giftur, eins bams faðir og aö sögn lögreglu ábyggilegur starfsmaður. Þykir ekki ólíklegt aö áhugi hans á mótorþjólum hafi oröið til þess aö hann gaf sig á tal við rokkar- ana með fyrrgreindum afleiðingum. Auglýsingar í sjónvarpinu Hsukur L. HaukaBCÐ, DV, KicBipcnannahðin: Fyrstu augiýsingar í dönsku sjónvarpi birtust á skjánum l. október. Reynd- ar njóta ekki allir Danir auglýshiganna í fýrstu heldur einungis sjónvarpsá- horfendur á Suöur-Jótlandi. Birtast auglýsingamar í landshlutasjónvarpi ríkissjónvarpsins þar. Nemur áhorfendafiöldinn um einni milijón og kostar auglýsingasekúndan 432 danskar krónur. í fyrstu veröur aðeins 5 mínútna auglýsingatími ádagogáein mínúta að vera frá svæðinu sem sent er tiL Féllu þær af dönsku augjýsingunum í bestan jarðveg þar sem mikil áhersla er lögö á húmor. Talsmaður auglýsingastofe segir Dani ekki nógu góða í gerð sjónvarpsauglýsinga enúrþvi muni rætast, fólk sé óvant auglýsingum og því muni leiðinlegar augjýsingar í fýrstu sleppa í gegn. Talsraaður Róttæka vinstri fiokksins, sem tók afstöðu með auglýsingum, sagði þær ekki af hinu góða. Neytendaupplýsingar væm rýrar og oft engar. Þó mætti þola þær til að tryggja starfegrundvöll landshlutasjónvarpsins. Sjónvarþsrás 2 hjá ríkissjónvarpinu tekur til starfa eftir eitt ár og verður hún fiárniögnuö aö hluta með sölu auglýsinga. Vísindarannsóknir gagnrýndar Haukur L Hauktson, DV. Kaujxnannahbíx Danska rikissfiómin hefur beöið sérfræöinga OECD að athuga stööu danskra vfsindarannsókna Niðurstöður sérfræöinganna vom lagöar fram í siðustu viku og hrósa þeir Dönum síður en svo á þessu sviði. Lýsandi orö era skrifstofuveldi, vöntun á samhæfingu og flókið fiármögn- unarkerfi. Háskólar sæta sérstaklega gagnrýni sérfræðinganna. Em sfióm- arreglur þeirra flóknar og þungar í framkvæmd og sfióm háskólanna í ráömieytum taldar ógna vísindarannsóknunum með reglugerðaflóöi. Ove Nathan, rektor Kaupmannahafnarháskóla, segjr sérfræðingana rétti- lega benda á veika punkta og þá ekki síst of mikla miöstýringu. Auk þessa gagnrýna sérfræðingar Efriahags- og framfarastofriunarinnar vöntun á skýrri rannsóknarstefnu yfirvalda, meðal annars innan genatækni og rann- sókna á föstum efiium til iðnaðar. Ef áætlanir séu fyrir hendi takmarkist þær oft af of smáum fjárútlátum. Loks leggja sérfræðingamir tii að útgjðld til vísindarannsókna verði frádráttarbær til skatts og hrósa sértæknistofhun- um þar sem hröð þróun á sér stað frá rannsókn til framleiöslu. ■...............................'.......................... v<

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.