Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987. UÚönd Pilagrimur á bæn fyrir framan rústir lögreglustöðvarinnar í Lhasa sem kveikt var í þann 1. október síðastliðinn. Simamynd Reuter Reyna að þagga niður í Dalai Lama Samkvæmt frásögnum kínverskra yfirvalda voru engar óeiröir í Lhasa í Tíbet í gær en þá voru liðin þijátíu og sjö ár frá því aö kínverski herinn geröi innrás i landið. Höfðu Tíbetbúar hótaö nýjum mótmælaaðgerðum í til- efni dagsins. Á þriöjudaginn rauf lögreglan mót- mælagöngu áttatíu munka með því að sparka í þá og lemja. Að sögn kín- verskra fjölmiðla voru sölumenn komnir út á götur Lhasa í gær með vaming sinn eins og vepjulega. Starfsmenn kínverska sendiráðsins í Nýju-Delhi eru sagðir hafa beðið ind- versku stjómina á þriðjudag um að grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að Dalai Lama, sem er í útlegð í Indlandi, geti komið sljóm- málalegum yfirlýsingum á framfæri við fjölmiðla. Á fréttamannafundi í gær á heimili sínu hvatti Dalai Lama til frekari mótmælaaðgerða í Tíbet svo framar- lega sem þær væm friðsamlegar. Kínversk fréttastofa greindi frá því að þrátt fyrir að indversk yfirvöld hefðu lýst því yfir að Dalai Lama og öðrum tíbetskum útlögum yrði ekki leyft að vera með stjómmálastarfsemi í Indlandi hefðu þijár mótmælagöngur gegn Kína farið fram á síðastliðnum tíu dögum í Indlandi. Kínveijar segja Dalai Lama bera ábyrgð á óeirðunum í Tíbet. Vestrænn stjómarerindreki í Peking segir þetta vera í fyrsta sinn sem hinn andlegi leiðtogi Tíbets hvetji almenna borgara til mótmælaaðgerða. Frægur sænskurfongi sloppinn Gunnlaugur A. Jónsaan, DV, Lundú „Það er ekki við hæfi að bölva í sjónvarpinu en ég er svo yfir mig hneykslaður og reiður að mér er skapi næst að gera það,“ sagði Carl Bildt, formaður sænska íhalds- flokksins, um fréttina um að sænski njósnarinn Stig Bergling væri flúinn. Margir hafa tekið undir með Bildt og segja að nú hljóti sænska örygg- islögreglan að vera orðin að aðhlátursefni um allan heim. Þegar flótti Berglings bætist ofan á allan seinaganginn og klaufa- skapinn sem sænska lögreglan gerði sig seka um kvöldið og nótt- ina sem Olof Palme var myrtur þykir ljóst að grípa þurfi til rót- tækra aðgerða innan sænsku öryggislögreglunnar til að fyrir- byggja fleiri áfóll í framtíðinni. Bergling var árið 1979 dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna og það var ísraelska leyniþjónustan sem kom upp um hann. Bergling hefur þrí- vegis, eftir að hann var dæmdur, sótt um að verða náðaður en í öll skiptin fengið synjun á þeim for- sendum að hann byggi enn yfir upplýsingum sem væru hættulegar öryggi sænska ríkisins. í ljósi þess þykir óskiljanlegt að Bergling skyldi fá að dvelja heila nótt heima hjá konu sinni án þess að hans væri gætt. Það var á mánudagskvöld sem fangaverðir skildu við Bergling heima hjá konu hans í Spánga í úthverfi Stokkhólms. Morguninn eftir er gæslumenn hugðust sækja Bergling var hann horfinn ásamt konu sinni. Síðan liðu meir en tíu tímar þar til send var tilkynning til tollvarða og lögreglumanna um allt land þannig að ljóst er að Bergl- ing hafði um sólarhring til að koma sér úr landi og í sænska sjónvarp- inu í gærkvöldi var talið langlíkleg- ast að hann væri þegar kominn til Sovétríkjanna. Því neitaði staðfastlega náinn samstarfsmaður Gorbatsjovs, staddur í Stokkhólmi, í gær. „Það er þessi njósnamanía sem er að eyðileggja andrúmsloftið í alþjóð- asamskiptum og hvers vegna er Sovétríkjunum alltaf kennt um þegar eitthvað gerist? Vestrænir blaðamenn hafa greinilega lesið of mikið af bókum Agöthu Christie," sagöi Sovétmaðurinn. MANNLEG SAMSKIPTI OG SÖLUTÆKNI ER MEIRA EN „GERÐU SVO VEL", „GET ÉG AÐSTOÐAÐ?" EÐA „ÞAKKA ÞÉR FYRIR". Dale Carnegie-námskeiðið í sölutækni og mannleg- um samskiptum hjálpar starfsfólki þínu að: • Skapa jákvæð fyrstu áhríf. • Bregðast vel við kvörtunum. • Selja vöru þína og þjónustu betur. • Gera starfið skemmtilegra. • Stjórna stressi. • Svara mótbárum. • Verða þakklátari einstaklingur. Við hjálpum starfsfólki þínu að vinna betur saman og fá meiri áhuga á fyrirtækinu. Við gerum þetta með því að fá þátttakendur til þess að nota margreyndar reglur í mannlegum samskipt- um. Námskeiðið verður á þriðjudags- og föstudagskvöld- um í sex skipti, kl. 19.00-21.30. 0 STJÚRNUIMARSKÚUIVIIVI Konráð Adolphsson Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin’ UNESCO klofin Menningar- og fræðslustofhun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, er nú klofin effir að fyrsta atkvæða- greiðsla um embætti framkvæmda- sljóra stofnunarinnar gaf ekki ákveðin úrslit. Núverandi fram- kvæmdastjóri, Amadou Mahtar M’Bow, sem vestræn ríki hafa sett sig ákaflega harkalega á móti, fékk nítján atkvæði í kosningunni en kep- pinautur hans, Sahabzada Yaqub Khan, utanríkisráðherra Pakistan, hlaut sextán atkvæði. Svo virðist sem að minnsta kosti tvö af þeim ríkjum, sem stutt hafa M’Bow, hafi nú snúið við blaðinu. Næsta atkvæðagreiðsla fer fram í dag. Til þess að hljóta kjör í emb- ætö framkvæmdastjóra þarf tuttugu og sex atkvæði, eða hreinan meiri- hluta í framkvæmdaráði stofnunar- innar, en í ráðinu eiga fimmtíu ríki fulltrúa. Diplómat myrtur Lögreglan í Brussel lokaði í gær sendiráði Sýrlands í borginni, í kjöl- far þess aö háttsettur sýrlenskur stjómarerindreki var myrtur fyrir utan heimili sitt þar. Antonios Hanna, fyrsti sendiráðs- ritari Sýrlendinga í Brussel, var skotinn til bana um miðjan dag í gær, fyrir utan heimili sitt í einu af betri íbúðarhverfum borgarinnar. Vitni hafa borið að tilræðismaður- inn hafi skotið nokkrum skotum á sendiráðsritarann en síðan hlaupið aö bifreiö í nágrenninu þar sem sam- starfsmaöur beið hans og óku þeir á brott. Nikonov hjá Reagan Viktor Nikonov, landbúnaðarráð- herra sovéska kommúnistaflokks- ins, hefur farið þess á leit við Bandaríkjamenn að þeir aflétti tak- mörkunum á innflutningi frá Sovét- ríkjunum og að þeir selji Sovét- mönnum vélar og tæki til landbúnaðar. Nikonov hefur meðal annars orðað þessar óskir sínar við Ronald Reagan, forseta Bandaríkj- anna, en hann gekk á fund forsetans í gær. í siag við þingið Reagan Bandaríkjaforseti býr sig nú undir baráttu við bandaríska þingið um það hvort bandarísk stjómvöld veita skæruliðum kontra- hreyfingarinnar sem berst gegn sfjómvöldum í Nicaragua, áfram- haldandi fjárstuðning. Reagan hefur heitið því að halda stuöningi við kontramenn áfram þrátt fyrir tilraunir manna til að koma á friði í Nicaragua. Reagan skýrði samtökum Amer- íkuríkja frá því í gær að stuöningur hans við kontrahreyfinguna væri óbilandi og að hann hygðist fara fram á flárveitingu til þeirra sem nemur tvö hundmð og sjötíu milij- ónum Bandaríkjadala. Hundrað etnir Óttast er að meir en hundrað manns hafi ýmist drukknað eða ver- ið drepnir af hákörlum eftir að smábátur, sem á vom hátt á annað hundrað flóttamenn, sökk úti fyrir strönd Dóminikanska lýðveldisins í gær. Talið er að um hundrað og þrjátíu manns hafi verið á bátnum, flest bændafólk sem hugðist leita betra lífs í Puerto Rico. Aðeins um tuttugu þeirra var bjargað. Aö sögn sjónarvotta réðst hópur hákarla á fólkið í sjónum og vom lýsingar á atganginum ófagrar. Búast til aðgerða Indverskar friðargæslusveitir bú- ast nú til aðgerða gegn skæruliðum tamfla á Sri Lanka eftír að tamflam- ir höfðu myrt alls um hundrað og sextíu manns á einum sólarhring. Ekki hefur verið gefiö upp hver markmið aðgerðanna era en óttast er að þetta kunni aö verða upphafið að endumýjuðum átökum á Sri Lanka, eftir nokkurt hlé í kjölfar fnðarsáttmála Sri Lanka og Ind- lands í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.