Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 36
36
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Marlee Matlin
hin heyrnarlausa, sem hreppti
óskarinn eftirsótta á síðasta
ári, gefur hér merkið „ég elska
þig" á táknmáli. Myndina tók
Ijósmyndari Reuters þegar
Matlin mætti á skemmtun
sem ber heitið „A Capital
Salute to the Entertainment
World" sem er til styrktar leik-
arasambandi Ameríku. Þarna
mátti sjá flest frægustu andlit
Ameríku en Matlin er óneit-
anlega ein nýjasta í þeim
hópi.
Joan Collins
hefur aldrei farið leynt með
það að hún er hrifin af karl-
mönnum. Henni varð þó
heldur á í messunni um dag-
inn þegar hún var á Heat-
hrow flugvellinum við
London. Eins og fagurra
kvenna er siður þurfti hún
aðeins að snyrta sig lítillega
og strunsaði því inn á næsta
klósett. Svo illa vildi til að það
var herraklósettið og skapaði
koma stjörnunnar að sögn
heimildarmanns Sviðsljóss
mikla spennu. Collins brá
hins vegar í brún og hrök-
klaðist öfug út.
Madeleine
Carroll
lést í byrjun mánaðarins á
heimili sínu í Marbella á
Spáni. Caroll var orðin 81 árs
en á þriðja og fjórða áratugn-
um var hún ein af frægari
leikkonum heims og lék í
miklum fjölda mynda. Það er
langt síðan hún dró sig í hlé
og hefur hún lifað í kyrrþey á
Spáni síðustu árin.
Ramboin
í ísrael standa nú yfir tökur á kvikmyndinni Rambo III. Kvikmyndin er
tekin á svæðum í kring um Dauðahafið þar sem aðstæður eiga að vera svipað-
ar og í Afganistan en þar ætlar Rambo að berja á nokkrum Rússum. Nýjasta
kærasta Stallones, Katy Lynn Davis, er honum til halds og trausts á svæðinu
en Gitte Stallone, sem gárungarnir kalla Gitte Alone, er fjarri góðu gamni.
Sly Stallone berar vöðvana fyrir nýju kærustuna, Katy Lynn Davis.
Rambo, vígalegur á svip, tilbúinn að ganga í skrokk á Rússum í Afganistan
Eitthvaö á þessa leið gæti þessi sæfíll verið að segja við umsjónarmann sinn
í dýragarðinum í Duisburg í V-Þýskalandi. Það er ekki nema von að sæfíll-
inn sé svangur því hann vegur ein 4 tonn og er fimm metrar á lengd þannig
að það er drjúgmikið sem hann þarf að snæða. Líklega þarf umsjónarmaður-
inn að bera nokkrar fótur af fisk ofan í ferlíkið áður hann verður saddur.
:ltnfUIIUIIltll ii idti I i i I i í =
ÉgflýekkifráSvíþjóð
Þetta segir Patrik Sjöberg, heimsmeistari í hástökki. Hann ætlar ekki að
fara að dæmi Bjöm Borg og Ingemar Stenmark sem flúðu frá Svíþjóð vegna
skattpíningar þar. Það eru allt of margir kostir sem fylgia því að búa í Sví-
þjóð sem eiga ekkert skylt við peninga, og því fer ég hvergi segir hinn hávaxni
Sjöberg. Hann er þó ábyggilega ekki á flæðiskeri staddur, enda ekki hver 23
ára unglingur sem hefur efni á lúxusíbúð á Spáni sér til hvíldar og hressing-
ar. Sjöberg dvelur þar oft með gullfallegri 26 ára gamalli ljósmyndafyrirsætu,
Katy Pryce. Þau hafa þó ekki nein giftingaráform í huga.
Patrik Sjöberg og Ijósmyndafyrirsætan Katy Pryce hafa verið saman í hálft ár
Ljósmyndarar leggja ýmislegt á sig til að ná góðum mynd-
um. Þessi danski Ijósmyndari átti erfitt með að nálgast
sundgoðið Mikael Gross til þess að ná góðri nærmynd.
Eina ráðið var að skella sér í kafsund og koma kappanum
á óvart.