Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987. Iþróttir 1. deild kvenna í handbotta: Valssigur - Valur sigraði FH 13-9 Þaö var fyrst og fremst góður vamarleikur og markvarsla sem skóp sigur Vals á FH í Hafnarfiröi í gærkvöldi. Leikurinn endaði með fjögurra marka sigri Vals, 13-9. Stað- an í hálfleik var 6-4 Val í hag. Valsstúlkumar komu ákveðnar til þessa leiks og ætluðu sér ekkert annað en sigur eftir tapið gegn Fram um daginn. Vamarleikur þeirra var ipjög góður og tóku þær hressilega á móti FH-stúIkimum sem varð lítt ágengt í sóknarleik sínum. Það sem fór í gegn varði markvörður Vals, Amheiður Hreggviðsdóttir, af stakri prýði. Það var fyrst og fremst sóknarleik- ur FH-liðsins sem varð þeim að falli í leiknum. Þær áttu ekkert svar við sterkri vöm Vals og reyndu oft ótímabærar línusendingar sem ekki bám árangur. Ekki verður vömin og markvarslan sökuð um ósigurinn enda ekki mikið að fá á sig 13 mörk Nýliðamir Nýliðar Hauka nældu sér í tvö dýrmæt stig er þær unnu stórsigur á liði KR. Eftir að hafa leitt í hálf- leik, 13-6, héldu þær uppteknum hætti í síðari hálfleik og sigmðu stórt, 25-13. KR-liðið var ekki sannfærandi í þessum leik og virkaði mjög þungt og baráttulaust. Það hafði mikia þýð- ingu fyrir þær að stórskytta þeirra, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, lék ekki með þeim í gærkvöldi en hún hefur verið þeirra helsti markaskorari. KR greip til þess ráðs snemma í leiknum að taka Margréti Theodórsdóítur úr umferð og reyna þannig að veikja sókn Hauka. En þaö dugði skammt og Haukar unnu sannfærandi sigur. Eins og áður sagði virkaði KR-Mðið pungt og alla baráttu vantaði í liðið. ?að var helst fyrirliðinn, Snjólaug Benjamínsdóttir, sem sýndi sitt rétta andlit og átti góðan leik. í heilum leik. Valsliðið náði upp góðri baráttu og samheldni frá fyrstu mínútu og spilaði fastan og ákveðinn vamar- leik eins og áður sagði. Sóknarleik- urinn var stundum bitlaus en þær spiluðu skynsamlega og héldu haus út leikinn. í annars jöfhu hði Vals stóðu þær Amheiður Hreggviðs- dóttir markvörður og Katrín Frið- riksen sig vel og áttu góðan leik. • Mörk FH: Rut Baldursdóttir 3/2 Hildur Harðardóttir 3, Kristín Pét- ursdóttir, Sigurbjörg Eyjólfsdóttir og Inga Einarsdóttir eitt mark hver. • Mörk Vals: Katrín Friðriksen 6/1, Ema Lúðvíksdóttir 3/1, Guðrún R. Kristjánsdóttir 3/1, Guðný Guð- jónsdóttir eitt mark. Dómarar í þessum leik vora þeir Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson og dæmdu í heildina vel. ÁS/EL unnu KR Öfugt við KR þá var léttleikinn í fyrirrúmi hjá Haukum og skomðu þær mörg marka sinna úr hraða- upphlaupum eða eflir gegnumbrot. Einnig var vöm þeirra góð svo og markvarslan. • Mörk Hauka: Margrét Theo- dórsdóttir 7/3, Steinunn Þorsteins- dóttir 7, Elva Guðmundsdóttir, Ragnheiður Júhusdóttir 3 hvor, Hahdóra Matthiesen 2, Brynhhdur Magnúsdóttir, Hrafnhildur Pálsdótt- ir og Ólöf Aðalsteinsdóttir eitt mark hver. • Mörk KR: Snjólaug Benjamíns- dóttir 6/3, Elsa Ævarsdóttir 3, Karolína Jónsdóttir 2, Nehý Páls- dóttir og Áslaug Friðriksdóttir eitt mark hvor. Leikinn dæmdu þeir Þórður Sig- urðsson og Þorsteinn Einarsson og dæmdu vel. ÁS/EL Erla skoraði 13 mörk m* • Þessa skemmtilegu mynd tók Ijósmyndari DV, GUN, í leik ÍR og FH í gærkvöldi. FH-ingur sækir hér fast að mark- verði ÍR-inga. DV-mynd GUN FH-ingar ekki í vandræðum með nýliðana í Seljaskóla - FH sigraði ÍR næsta auðveldlega, 19-26 Stórleikur Erlu Rafnsdóttur dugði skammt í leik Stjömunnar gegn Fram í gærkvöldi. Fram vann ömgg- an sigur, 26-22, eftir að hafa leitt, 15-9, í hálfleik. Leikurinn var ekki sérlega vel eikinn og einkenndist af slökum vamarleik beggja hða. Eina sem gladdi augað var stórieikur Erlu sem af krafti sínum skoraði mörg góð mörk fyrir Stjömuna, bæði með gegnumbrotum og skotum utan af velb. Framhðið átti ekki góðan dag þrátt fyrir sigur. Liðið gerði sig sekt um mikið af mistökum og sérstaklega var vamarleikur hðsins í molum. í rekar jöfnu hði var það helst Ósk Víðisdóttir sem stóð upp úr með ágætum leik. Eins og áður sagði var Erla Rafns- dóttir yfirburðamanneskja í hði Stjömunnar og átti stórleik. Annars háir skortur á skyttum hðinu mil'ið. Aht spil þess byggist á stimplun og gegnumbrotum en htil ógnun er fyr- ir utan. • Mörk Fram: Guðríður Guðjóns- dóttir 6/3, Ósk Víðisdóttir 5, Ama Steinsen og Ingunn Bemódusdóttir 4 mörk hvor, Oddný Sigsteinsdóttir og Jóhanna Hahdórsdóttir 3 mörk hvor, Hafdís Guðjónsdóttir eitt mai'k. • Mörk Stjömunnar: Erla Rafns- dóttir 13/5, Anna Guðjónsdóttir 3, Hrund Grétarsdóttir og Drífa Gunn- arsdóttir 2 mörk hvor, Guðný Gunnsteinsdóttir og Herdís Sigur- bergsdóttir eitt mark hvor. ÁS/EL Stórsigur Víkings - gegn slöku liði Þróttar, 28-12 Inga Lára Þórisdóttir gerði 11 mörk á móti döprum Þrótturum í gærkvöldi. Víkingur vann leikinn, 28-12, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10-5. Þróttarstúlkur hófu leikinn af crafti og skoraðu fyrstu þijú mörk- n. Þórlaug Sveinsdóttir gerði tvö leirra og tók Víkingur þá til þess áðs að taka hana úr umferð en við >að riðlaðist spil Þróttara mjög og :omust þær ekki langt á móti sterkri vöm Víkings. Víkingi gekk mjög vel að nýta færi sín í leiknum og gekk aht upp hjá þeim á móti slöku hði Þróttar. Hjá Víkingi var Inga Lára mjög atkvæðamikil en einnig var Unnur Jónsdóttir góð í markinu. Hinn knái homamaður hjá Þrótti, Ásta Stef- ánsdóttir, sýndi ágætan leik en annars var liðið ekki sannfærandi. • Mörk Víkings: Inga Lára Þóris- dóttir 11/5, Jóna Bjamadóttir 4, Eiríka Ásgrímsdóttir, Svava Bald- vinsdóttir, Sigurrós Bjömsdóttir og Heiða Erlingsdóttir þijú mörk hver, Valdís Birgisdóttir 2 og Oddný Guð- mundsdóttir eitt mark. • Mörk Þróttar: Ásta Stefánsdótt- ir 4, Ágústa Sigurðardóttir 3, Þórlaug Sveinsdóttir 2, María Ingimundar- dóttir, íris Ingvadóttir og Ema Reynisdóttir eitt mark hver. ÁS/EL FH-ingar áttu ekki í miklum erfið- leikum með að innbyrða sigur gegn ÍR-ingum er hðin léku í gærkvöldi í 1. deild íslandsmóts karla í handknatt- leik. Leikurinn fór fram í íþróttahúsi Seljaskóla. FH skoraði 26 mörk en nýhðamir 19. Staðan í leikhléi var 7-13, FH í vil. FH-ingar skomðu fyrstti sex mörk leiksins og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þeir hafa nú sigrað bæði nýju hðin í 1. deild en Þórsarar vora þó minni hindrun í leiknum í 1. umferð. ÍR-ingar eiga erfiðan vetur fyrir höndum en gætu þó nælt í stig gegn lakari hðum deildarinnar. Mörk FH: Þorgils Óttar Mathiesen 5, Óskar Ármannsson 5, Héðinn Gilsson 4, Gunnar Beinteinsson 4, Pétur Pet- ersen 4, Óskar Helgason 3/1 og Guðjón Árnason 1. Mörk ÍR: Bjami Bessason 5, Magnús Ólafsson 4, Ólafur Gylfason 4/1, Matt- hías Matthíasson 2, Orri Bohason 2, Finnur Jóhannsson 1 og Guðmundur Þórðarson 1. Varamarkvörður KA tók til sinna ráða - er KA lagði Fram að velli, 27-24, á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það var mikh barátta í þessum leik en mistök að sama skapi mörg hjá leik- mönnum beggja hða. Það sem réð úrshtum í kvöld var frammistaða Gísla Helgasonar markvarðar. Hann varði ótrúlega vel og lokaði einfaldlega markinu í lokin.“ Þetta sagði Brynjar Kvaran, þjálfari KA, eftir að hð haíns hafði lagt Fram að velh með 27 mörkum gegn 24 (14-13). Þessi sigur var norðanhðinu mjcg kærkominn því KA lá heima í síðustu umferð. Tvísýnn baráttuleikur Leikurinn í gærkvöldi, sem fór fram í íþróttahölhnni á Akureyri, var lengst af tvísýnn. Jafnt var nánast á öhum tölum og það frá upphafi. Áhorfendur vom fjölmargir og kunnu þeir að meta baráttuna og spennugustinn sem væsti um þá. Var stemning enda mikh og góð. Hvöttu norðanmenn sína kappa óspart th af- reka og verður ekki annað sagt en að kölhn hafi borið árangur. Heimamenn unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þrátt fyrir að vöm þeirra væri sem hrip. Gísh Helgason varði nefnhega sem berserkur og fyhti þannig skarð landshðsmannsins Brynjars Kvarans. Lokaði Gísh mark- inu í lokin og réð þannig úrshtum að ýmsu leyti. Gísh kom mjög á óvart með fræk- inni markvörslu sinni og var án efa maður dagsins. Besti maður Framara var hins vegar Júhus Gunnarsson. Var hann mjög beittur í sókninni og skoraði grimmt. Þá lék Pálmi Jónsson sinn fyrsta leik með Fram og stóð sig einnig með prýði. • Mörk KA: Jakob 8/2, Friðjón 6, Guðmundur 4/1, Axel 3, Erlingur 3, Hafþór 2 og Eggert 1. • Mörk Fram: Júhus 7, Pálmi 6, Hermann 4, Birgir 3, Ragnar 2, Agnar og Ólafur 1 mark hvor. -JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.