Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987.
13
Neytendur
Matvæli á Vesturiandi
Góð kaup á Akranesi
Verölagsstofnun hefur nú sent frá
sér niðurstöður verðkönnunar sem
stofnunin gerði í matvöruverslunum
á Vesturlandi. Samtímis þvi sem
verð var kannað á Vesturlandi var
verð kannað á höfuðborgarsvasðinu
og niðurstöðumar bomar saman.
Svo virðist sem vöraverð á Akra-
nesi sé allajafna lægra en annars
staðar á Vesturlandi. Verslun Einars
Ólafssonar á Akranesi var langoftast
með lægsta verðið. Það vekur og at-
Frá Akranesi. Vöruverð fer hækkandi eftir því sem fjær dregur Reykjavík.
hygli að verðlag í verslun Einars er
í mörgum tilvikum lægra en verð í
reykvískum stórmörkuðum.
Hæst reyndist verölag hins vegar
vera í Kaupfélagi Króksfjarðar, bæði
í Króksfjarðamesi og á Reykhólum.
Oftast er vömverð á Vesturlandi
hærra en á sömu vörum í Reykjavík
og fer hækkandi eftir því sem fjær
dregur frá höfuðborginni.
Niðurstöður körtnunarinnar em
því þær að meöalverð á vörum á
Vesturlandi var hærra en meðalverð
í Reykjavík í 73 tilvikum af 76.
Meðalverð á Vesturlandi var í öll-
um tiivikum hærra en meðalverð í
reykvískum stórmörkuðum.
Meðalverð á Vesturlandi var í 66
tilvikum af 76 hærra en meðalverð
í stórum hverfaverslunum í Reykja-
vík.
Meðalverð á Vesturlandi var í 31
tilviki af 75 hærra en í litlum hverfa-
verslunum á höfuðborgarsvæðinu.
-PLP
Rósa Matthiasdóttir með sýningarglas af Ombre Rose en umbúðirnar eru
einkar smekklegar auk þess sem ilmurinn af innihaldinu er ómótstæðilegur.
DV-mynd GVA
NYR PIZZUSTAÐUR
BON APPETIT
í Austurstræti 12
GÓÐUR, ÓDÝR MATUR^
Ombre Rose nú á Islandi
ATH. Ef það koma þrír eða fleiri saman að borða þá geta þeir drukkið eins mikið gos
og þeir vilja
Ombre Rose nefnist nýtt ilmvatn
sem bætst hefur á ilmvatnamarkaðinn
hér á landi. Þetta er rómantískur ilm-
ur sem búinn er til úr efnum úr
hunangi, sverðlilju, brönugrasi og
kryddjurtinni vanillu. Glösin era
einnig sérstök listaverk, ýmist úr
svörtum kristal eða gagnsæjum með
„demanti" ofan á tappanum. Það eru
ekki einungis ilmvötn sem fást í þess-
ari nýju „línu“ heldur má einnig fá
„body lotion", baðohu, sápur og ilmkr-
em. Það er heildverslunin Gasa, sem
rekin er af Rósu Matthíasdóttur, sem
fengið hefur umboð fýrir Ombre Rose
vörumar. Nýja ilmvatnið var kynnt
fyrir snyrtivömverslunarfólki og
blaðamönnum í Þingholti á dögunum.
Jean-Charles Brosseau
Franski tískukóngurinn Jean Char-
les Brosseau var ákveðinn í að hasla
sér völl í heimi tískunnar þegar hann
hóf nám í tískuháskóla Parísar fyrir
aldarfjórðungi. Fyrstu verkefni hans
vora á sviði hattatískunnar hjá nafn-
toguðum kvenhattahönnuði. Um skeið
var hann hattahönnuður tískuhúss
Jacques Fath. Síðar vann hann hjá
Paulette sem talin er síðasta viður-
kennda hefðardaman í kvenhatta-
hönnun.
Jean-Charles fór fljótt að starfa sjálf-
stætt og hélt sig í fýrstu við kven-
hattana. Hefur hann hannað hatta
fyrir fjölmörg og heimsfræg tískuhús
eins og Guy Laroche, Grés, de Rauch
og Givenchy.
Síðar sneri Jean-Charles sér að því
að hanna ýmsa fylgihluti sem fram-
leiddir vora í fjöldaframleiðslu en eru
taldir ákaflega mikilvægir í tísku-
heiminum, eins og þeir vita sem til
þekkja. Loks hóf Jean-Charles að
framleiða nýja ilmvatnstegund sem
fýrst í stað fékkst aöeins í verslun
hans. Samvinna við bandarískt fyrir-
tæki fæddi af sér hið nýja og sérstæða
ilmvatn Ombre Rose.
Ombre Rose verður fáanlegt í tólf
verslunum hér á landi, ekki aðeins í
Reykjavík heldur einnig á Akureyri,
Kópavogi, Hafiiarfirði, Akranesi, Vest-
mannaeyjum og Keflavík. -A.BJ.
ÓKEYPIS
Þetta tilboð gildir frá 7.10.-27.10.
Verið velkomin!!
Verð á fermetra
kr. 890
BYGGINGAVÖRUR I
Hringbraut 120 - sími 28600,
Stórhöfða - sími 671100.
VILDARKIOR
jftaiBYGGIHmröBDB)
TEGUND PORTO
STIGATEPPI
Hentug fyrir
stigaganga, skrifstofur,
verslanir, forstofur o.fl.