Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987. Stjómmál Olafsvík: Staða bæjarsjóðs er mjög alvarleg Staða bæjarsjóðs Ólafsvíkur er nyög alvarleg. Samkvæmt áætlun, sem gerð var um stöðu hans um síð- astliöin áramót, vantaði 38 milljónir króna. Fjárhagsáætlun fyrir yfir- standandi ár hljóðar upp á 70 milij- ónir króna svo að ljóst er að við mikinn vanda er að glíma. Kristján Pálsson, fráfarandi bæjar- stjóri, segir að við bæjarstjómar- skiptin eftir kosningamar vorið 1986 hafi komið í ljós að byggingarkostn- aður við elliheimili, sem þá var veriö að fullklára, haíi farið 10 milljónir fram úr áætlun og það án þess að bæjarstjóm virtist gera sér grein fyrir því. Keypt hafi verið slökkvibif- reið fyrir 7 milljónir sem ekki hafi verið á fjárhagsáætlun, einnig kranabíll fyrir 2,5 milljónir sem ekki hafi verið á áætlun. Þá segir Kristján að meirihluti bæjarstjómar á síðasta kjörtimabili hafi skilið við ógreiddan söluskatt og launaskatt allt aftur til ársins 1982. Þá segir hann að töluvert hafi verið um almenn vanskil. Fyrrver- andi forseti bæjarstjómar, Stefán Jóhann Sigurðsson, sagði í gær aö samþykkt hefði verið af öllum bæj- arfulltrúum að bíða með fullyröing- ar í þessu máli þar tíl ársreikningar hefðu verið lagðir fram. Innheimta gjalda var slæm í mörg ár í mörg ár hefur innheimta gjalda gengið illa í Ólafsvík. Árið 1985 var innheimta gjalda rétt um 50%. Inn- heimta hefur gengið betur á þessu án en árin á undan. í sumar héldu Ólafsvíkingar hátíð- legt 300 ára verslunarafmæli staðar- ins. Nýtt félagsheimili var formlega tekið í notkun en bygging þess hefur staðið yfir í mörg ár. í sumar var unnið þar af miklum krafti, of mikl- um að áliti sumra bæjarfulltrúa. Meðal annars tók bæjarsjóður lán í bönkum í Ólafsvík upp á 9 milljónir króna og eru það skammtímalán. Áætlað er að kostnaður við félags- heimihö sé um 75 milljónir króna. Kristján Pálsson, fráfarandi bæjar- stjóri. Fréttaljós Sigurjón M. Egilsson Þess ber að geta að byggingu þess er hvergi nærri lokið. Ársreikningar bæjarsjóðs ekki komnir úr endurskoðun Ársreikningar bæjarsjóðs fyrir árið 1986 eru ekki tilbúnir og hefur bæjarstjóm fengiö ítrekað undan- þágu hjá félagsmálaráðuneyti vegna þess. í máli þeirra bæjarfulltrúa, sem DV hafði samband við, kemur það skýrt fram aö það gerir störf þeirra erfiðari en eÚa að reikningamir skuli ekki vera tilbúnir og um leið veit í raun enginn hver staða bæjar- sjóðs er. Þó ber öllum saman um að staðan sé alvarleg. Ami Bjöm Birgisson, endurskoð- andi ársreikninga, sagöi við DV i gær aö hann vildi ekkert um málið segja í fjölmiðlum. Meirihluti springur árlega Þegar meirihlutinn hefur nú sprungið - í annað sinn á kjörtíma- bilinu - er erfitt að átta sig á hvað er framundan. Þó má telja víst að af þeim fimm framboðshstum, sem fengu fuhtrúa kjöma í síðustu kosn- ingum, muni fuiltrúi lýðræðissiima, Herbert Hjelm, formadur bæjar- ráös. Kristján Pálsson bæjarstjóri, ekki verða með við myndun nýs meiri- hluta; fuhtrúar Á-tlokkanna muni ekki fara aftur í samstarf með Krisfj - áni Pálssyni þar sem mikU óánægja var með samstarfið við hann það rúma ár sem samstarfið entist. Eftir bæjarstjórnarkosningamar í fyrra kom skýrt fram að það andaði köldu milli Kristjáns Pálssonar og fuUtrúa Framsóknarflokksins, Stef- áns Jóhanns Sigurðssonar. í samtali við DV sagði Stefán Jóhann að nú hefði það komið í ljós sem hann hélt fram í fyrra. Hann sagði að ekkert benti tíl þess að afstaða framsóknar- manna til Kristjáns hefði breyst. Þar með má líklega útiloka samstarf Kristjáns við A-flokkana og Fram- sókn. Eftir stendur Sjálfstæðisflokkur- inn. Ekki er vitað um afstöðu bæjarfulltrúa hans til Kristjáns en samstarf Sjálfstæðisflokksins og lýð- ræðissinna dugar ekki til myndunar nýs meirihluta. Bæjarstjórinn verður líklega frystur úti BæjarfuUtrúar annarra flokka en lýðræðissinna em líklegir tU að mynda saman sex manna meirihluta og yrði Kristján þá einn í minni- hluta. Á máh þeirra sem DV ræddi við mátti heyra að mikU ábyrgð hvUdi á bæjarfuUtrúum að leysa þau erfiðu viðfangsefni sem þeirra bíða. Ekki væri hægt aö hengja sig í pólitískar hnur heldur yrði að bretta upp erm- amar og hefjast handa sem fyrst. Taldi Ólafur Ragnar kjark í Herbert? Kristján Pálsson, ffáfarandi bæjar- stjóri, segist varpa aUri ábyrgð á því hvemig komið er á Herbert Hjelm, bæjarfuUtrúa Alþýðubandalagsins. Hann sagði að Herbert hefði ekki hingað tU veriö mikill kjarkmaður og lét að því hggja að Ólafur Ragnar Grímsson, sem gisti hjá Herbert nóttina fyrir fundinn, hefði tahð kjark í bæjarfitiltrúann tU að shta samstarfinu. Herbert Hjelm hefur gegnt starfi félagsmálafuUtrúa og einnig verið forstöðumaður félagsheimihsins nýja. Hann hefur sagt báðum störf- unum lausum og sagðist Kristján ekki vera hissa á því, Herbert hefði við hvorugt starfið ráðið, frekar en annað sem hann hefði þurft að gera fyrir bæjarfélagið. Kristján sakar því Herbert um að gera of lítið; Herbert sakar Kristján hins vegar um að gera of mikið. Við bæjarstjómarkosningamar 1986 buðu Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokkur í fyrsta sinn fram sérhsta. Mörg kjör- tímabU höfðu þessir flokkar boðið fram sameiginlega, H-hsta. Nokkrar væntingar vora vegna þessa nýja fyrirkomulags. Það virðist háns veg- ar ekki ætla að ganga samkvæmt vonum. Tvisvar .æfur meirihluti sprungið á einu og hálfu ári. i afmæhsveislunni í sumar sýndu Ólafsvíkingar á sér betri hliðina. Meiri byggingaframkvæmdir em í Ólafsvík nú en verið hefur lengi. Meðal annars er verið að byggja nýtt hótel. Það er því eðhlegt að íbú- ar Ólafsvíkur spyrji hvert fram- haldið verði. Eiga slæm staða bæjarsjóðs og UldeUur í bæjarstjóm eftir að draga dilk á eftir sér? -sme Fjarmálaráðuneytið: Undirbýr skattá Vamaiiiðs- verktaka Lagafrumvarp um sérstakan skatt á þá sem byggja fyrir Vamarhðið er í undirbúningi í fjármálaráðuneytinu. Rætt er um 2% skatt á upphæð samn- inga sem verktakar gera við Vamar- hðið. Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra stefnir að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi í vetrar- byijun með þaö fyrir augum að lögin taki gUdi um næstu áramót. Slíkur skattur myndi meðal annars leggjast á framkvæmdir við ratsjár- stöðvar við Bolungarvík og á Langa- nesi. í skýrslu utanríkisráðherra til Al- þingis fyrir árið 1986 kom fram að á þvi ári byggöu íslenskir aðalverktakar ýmis mannvirki fýrir Vamarhðið fyrir um 2,2 miUjarða króna. 2% skattur á þá fjárhæð hefði skUað ríkissjóði 44 mUljónum króna. -KMU Stefán ekki áhrifalaus Atkvæði Stefáns Valgeirsson, þing- manns Samtaka um jafnrétti og félagshyggju í Norðurlandskjördæmi eystra, skiptir máh þegar Alþingi kýs í fimm manna nefndir og ráð, þar á meðal bankaráö. Ef Stefán kýs með stjómarandstöðu- flokkum fá þeir tvo fuhtrúa í fimm manna nefndum. Ef Stefán verður með stjómarflokkunum þarf að varpa hlutkesti á mUh fjóröa manns stjóm- arinnar og annars manns andstöð- unnar. Stefán hefur lýst því yfir að hann æth að svara því um helgina hvorum megin hann verði. -KMU Allir vilja en enginn fær SkyndUega virðist komin upp sú staða að ekki sé hægt að selja Út- vegsbankann á næstunni. Bankinn gangi hreinlega ekki út Engu að síö- ur er ekki vitað til þess að þeir sem endUega vUdu kaupa bankann fyrir nokkrum vikum hafi skipt um skoð- un. Enn vfija þeir kaupa bankann - bíða með fullar lúkur af peningum og bjóðast til að ganga frá kaupunum strax. En viðskiptaráðherra \1U ekki selja SÍS því þá mundu útvegs- bændur og þeirra hð fyrtast. Og ráðherra vUl ekki selja útvegs- bændum því þá færi SÍS í fýlu. Enn síður vfil ráðherra selja starfsfólki og almennum viðskiptamöimum bankann því þá fæm bæði SÍS og útvegsmenn í stóra fýlu. Samt sem áður vUl ráðherra seíja öhum þess- um aöUum bankann en bara ekki neinum einum aðUa úr hópnum. TU þess að höggva á þennan hnút ætlar hann bara að taka bankann úr sölu í bUi í þeirri von að allir þeir sem vfija kaupa verði þó ánægðir með það aö fýrst þeir fái ekki þá fái eng- inn. Þetta virðist snjöU lausn í fljótu bragöi en mun þó skapa meiri óánægju hjá enn fleirum. Ýmsir aðU- ar hafa séð sér hag í að kaupa smáhluti í bankanum og tahð að þar væri um trausta og góða fjárfestingu að ræða. Bankinn var farinn að auka viðskipti og fékk fleiri góð fyrirtæki til að stofna til viðskipta. Nú er þessi hópur orðinn afar óánægður meö að hvorki skuh ganga né reka með söluna. Viðskiptaráðherra segist vona að sparisjóðir landsins samein- ist um að kaupa Útvegsbankann. Þetta er kannski ekki svo gahö því margir sparisjóðir era ekki með burðugan rekstur og þyrftu nauð- synlega að hafa meira fé handbært tU að geta lánaö f sínum héraðum. Með því að kaupa Útvegsbankann gætu þeir slegið lán þar til að jafna skuldir við Seðlabankann og um leiö aukið útlán til sinna viðskiptavina. En það er bara alls ekki víst að Val- ur Amþórsson og Kristján Ragnars- son kæri sig um að Útvegsbankinn verði gerður að einhveijum yfir- sparisjóði landsins. Slíkt má teija útilokaö. Þetta veit ráðherra og því lætur hann þess getiö í DV í gær að þeir hópar sem hafa til þessa vUjaö kaupa bankann geti auðvitað komið inn í söluna til sparisjóðanna. En þá er bara eftir að vita hvort sparisjóðimir kæra sig nokkuð um aö eiga banka með SÍS eða útvegs- bændum, hvað þá með starfsfóUti bankans og viðskiptavinum. Og það er borin von til þess að þessi banki verði seldur svo lengi sem hætta er á að einhver veröi óánægður. Það hefur Jón Sigurðsson ráöherra haft á sinni stefnuskrá aUan tímann. Ekki selja bankann ef það verður til þess að einhver fer í fylu. Afleiðingin hefur oröið sú að allir era komnir í fylu og bankinn óseldur enn. Samt sem áður er ekki vitað til þess að Útvegsbankinn hafi verið tekinn úr sölu enn sem komið er. En það þor- ir ekki nokkur aðUi fyrir sitt htla líf að gera tilboð í þennan banka leng- ur. Hvað þá aö kaupa. Það eitt að gera tilboð verður til þess að aht ætlar á annan endann hjá hinum og þessum hagsmunahópum í þjóðfé- laginu. Þótt aUir séu sammála um að selja gjaldþrota banka næst ekk- ert samkomulag um hver eða hveijir megi kaupa. Jón situr því uppi með bankann óseldan og skUur ekkert í því að mennimir geti ekki komið sér saman. En ráöherrann er Uka sann- ur jafnaðarmaður og innan Alþýðu- flokksins hafa öU mál verið leyst með samvinnu og samstarfi eins og alþjóð veit. Bankasala, sem getur leitt til U- linda og deilna, er því verri en engin sala þótt sýnu verst sé að selja ekki. Svo er sagt aö rikisstjómin springi ef bankinn verður seldur og enn- fremur segja sumir að stjómin lafi varla lengi ef bankinn verður ekki seldur. Á meðan Jón Sig. glímir við þetta vandræðabam sitt gerir Jón Baldvin sér svo lltiö fyrir og kaupir húseign- ir SÍS í Reykjavík. En flármálaráð- herra hefiir heldur aldrei unnið í Þjóðhagsstofnun og þess vegna óvanur því að þurfa að hugsa um hagsmuni allra áður en ákvarðanir era teknar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.