Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987.
23
Iþróttir
Sljóri West Ham
þurfti lögregluvemd
„Rekið Lyall,“ hrópuðu áhorfendur
á Upton Park á þriðjudagskvöld eftir
að Bamsley úr 2. deild hafði slegið
West Ham út í deildabikamum enska,
2-5, í framlengdum leik. West Ham
skoraði tvö fyrstu mörk leiksins í fyrri
hálíleik. Bamsley jafnaði og skoraði
þijú mörk á sex mínútna kafla í fram-
lengmgunni. Fyrri leik liðanna í
Bamsley lauk með jafntefli, 0-0.
Eftir leikinn þurfti John Lyall, stjóri
West Ham, að fá lögregluvemd til að
komast úr áhorfendastúkunni. Hann
hefur verið stjóri West Ham í 13 ár eða
verið lengur í starfi en nokkur annar
stjóri í 1. deild nú, lengstum notið
mikilla vinsælda þó annað sé uppi á
teningnum nú. West Ham er meðal
neðstu liða deildarinnar og það var
mjög umdeilt þegar félagið seldi
markaskorarann Frank McAvennie
til Celtic í síðustu viku. Á árum áður
var Lyall leikmaður hjá West Ham -
hætti ungur vegna alvarlegra meiðsla.
Undir stjóm hans hefur West Ham
tvívegis sigrað í FA-bikarkeppninni,
komst í úrslit Evrópukeppni bikarhafa
1976 en tapaði 2-4 fyrir Anderlecht á
Heysel-leikvanginum í Brússel.
-hsim
Rossi
Paolo
j leggja skóna á hilluna.
verður líklega að
Verður Rossi1
að hætta?
Paolo Rossi, einn frægasti knatt-
spymumaður heims, á nú við svo
alvarleg meiðsli að stríða að allar
líkur era á aö knattspymuferli hans
sé íokiö. Rossi var skorinn vegna
slæmra hnémeiðsla i júní í sumar.
Aðgerðin viröist hafa misheppnast
Hnéð stokkbólgnar ef Rossi reynir
eitthvað á þaö. Hann hefur leikið
með Hellas Veróna síðustu árin en
gerði áöur garðinn frægan með Ju-
ventus. Rossi var um langt árabil
fastamaöur í ítalska landsliðinu.
Hann var markakóngur á HM á
Spáni 1982 þegar ítalska liðið varö
heimsmeistari. -hsín^j
• John Lyall.
TVeir leikir í
stórbikar Evrópu
Knattspymusamband Evrópu,
UEFA, hefur ákveðið að hafa tvo leiki
í hinum svokallaða „super-cup“ - ekki
einn á hlutlausum velli eins og undan-
farin ár. Porto, Portúgal, sigraði í
Evrópubikamum í vor, keppni meist-
araliða, en Ajax, Hollandi, í Evrópu-
keppni bikarhða. Fyrri leikur liðanna
í stórbikamum verður í Amsterdam í
næsta mánuði á leikvelli Ajax. Leik-
dagur hefur enn ekki verið ákveðinn.
Síðari leikurinn verður í Porto 13. jan-
úar. í fyrra léku Steua Búkarest og
Dynamo Kiev í stórbikamum í
Monaco. Steua sigraöi 1-0 og áhorf-
endur vora aðeins 8456. Reikna má
með að áhorfendur muni skipta tugum
þúsunda, verði jafnvel á annað hundr-
að þúsund, með hinu nýja fyrirkomu-
lagi. -hsim
Gunnar skor-
aði 5 mörk
Gunnlaugur A. Jónssom, DV, Svipjóð:
Þorbjöm Jensson og Gunnar Gunn-
arsson í sænska liðinu IFK Malmö
hófu keppnistímabilið í 1. deildinni
sænsku með glæsibrag. Malmö lék
gegn IFK Kristianstad og sigraði 31-27.
Gunnar skoraði 5 mörk en Þorbjöm
lék ekki. Þessi sigur kom mjög á óvart
þar sem Kristianstad var álitið sigur-
stranglegt í deildinni. Sömu sex úti-
leikmennimir lékú allan leikinn fyrir
Malmö-liöið en meiðsli hijá liðsmenn.
-SK
KR-ingar með
herrakvöld
Galvaskir KR-ingar verða heldur bet-
ur í sviðsljósinu á fóstudagskvöldið. Þá
fer fram hið margrómaða herrakvöld
KR í Domus Medica við Egilsgötu. KR-
ingar hita að sjálfsögðu upp með ljúf-
fengum fordrykk og síðan verður boðið
upp á næstu leikfléttu sem er gómsætur
kvöldverður.
Eins og áöur kemur „leynigestur" í
heimsókn til að skemmta. Að þessu
sinni kemur ræðumaður kvöldsins að
austan. Það er Sverrir Hermannsson,
alþingismaöur og fyrrverandi ráðherra.
Veislusijóri er Þorarinn Ragnarsson,
gamalkimnur spretthlaupari, sem hef-
ur nú staldrað við - á hlaupunum - og
er með herbúðir í Staldrinu við Stekkja-
bakka.
Þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér
miða (kr. 2.000) fá þa hjá húsvörðum í
KR-heimilinu og Sportvöruversluninni
Spörtu, Laugarvegi 49. -SOS
Askrifénduií
Takið vel á móti blaðberunum
DV býður aukna þjónustu.
Blaðberar okkar á Stór-Reykjavíkursvæðinu bjóða nú áskrifendum að áskriftargjaldið
verði fært á EURO eða VISA-reikning mánaðarlega.
Meðþessum
boðgreiðslum
vinnstmargt:
# Þærlosaáskrifendur
viðónæðivegnainn-
heimtu.
f Þæremþægilegur
greiðslumátisem
tryggir skilvísar
greiðslur þráttfyrir
annireðaijaivistir.
t Þærléttablaðberan-
umstörfinenhann
heldurþóóskertum
tekjum.
t Þærauka öryggi.
Blaðberaremtii
dæmisoftmeðtölu-
verðar fiárhæðir sem
geta glatast.
Umboðsmenn og blaðberar úti á landi
munu um næstu mánaðamót, í byrjun
nóvember, bjóða áskrifendum EURO
ogVlSA boðgreiðslur með svipuðum
hætti.
Hafið samband við afgreiðslu DV
ki.9-20vfrka daga,
laugardaga kl. 9-14,
ef óskað er nánari upplýsinga.
Síminner 27022.