Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987.
31
Erlendir fréttaritarar
Afrek Le Pens dregin í efa
Bjami Hinnksson, DV, Bordeaux:
Síöari heimsstyrjöldin er mörgum
Frökkum dálítið viökvæmt mál,
sérstaklega þegar skilmerkilega er
greint frá því hvaö þeir voru aö bar-
dúsa á meðan á henni stóö. Annaö
hvort vegna þess aö þetta bardús
fólst í því að aðstoða innrásarherinn
eða þá aö þeir voru einfaldlega ekki
að gera neitt. Stjórnmálamenn þurfa
að gæta sín sérstaklega, annars gefa
þeir andstæöingum högg á sér.
Le Pen, leiötogi þeirra sem lengst
eru til nægri í frönskum stjóm-
málum, og vinstri sinnaða dagblaðið
Libaration hafa undanfarið riflst um
hlutverk Le Pens í andspymuhreyf-
ingunni. Reyndar lætur enginn sér
detta í hug að það hlutverk hafi ver-
ið veigamikið enda var Le Pen ekki
nema fjórtán ára þegar styrjöldinni
lauk.
Le Pen hefur ávallt lagt á það ríka
áherslu að þótt hann hafi ekki form-
lega né opinberlega talist meðlimur
andspymuhreyfingarinnar hafi
hann lagt sitt af mörkunum á þann
hátt að ekki sé hægt að hta fram hjá
honum þegar farið verður að telja
hetjur þjóðarinnar. Maður, sem telur
það hlutverk sitt að veija Frakkland
níunda áratugarins gegn alls kyns
útlendingum, hlýtur að hafa varist
jafn kröftuglega á fimmta áratugn-
um.
En hvað gerði þá Le Pen? Jú, hann
kveðst hafa „sýnt óvininum ögrandi
framkomu" og gætt vandlega
skammbyssu fóður síns heima fyrir,
jafnvel falið hana sjálfur. Og í júní
1944 gerðust atburðir sem Le Pen er
mikið umhugað um að menn viti um.
Svo mikið að hann gefur reglulega
Le Pen, leiðtogi öfgasinnaðra hægri manna í Frakklandi, stendur nú i ritdeilum um afrek sín í síðari heimsstyrjöld-
inni. Hann var reyndar ekki nema fjórtán ára þegar henni iauk. Simamynd Reuter
út nýjan atburðalista. Hér er átt við
orrustuna í Saint-Marcel þar sem
áttust við Þjóðverjar og andspyrnu-
hreyfingarmenn.
1981 segir Le Pen í viðtalsbók: „Ég
mæti til orrustunnar þegar hún er
um það bil að enda og tek þátt í henni
eins og allir aðrir, það er að segja tek
sömu áhættu og aðrir." Eftir aö Li-
beration og fleiri blöð hafa rannsak-
að örlítið fortíð hægri leiðtogans og
gert athugasemdir hefur atburðarás-
in aðeins breyst. Le Pen segist hafa
„reynt“ að komast til Saint Marcel
með skammbyssu föður síns í fórum
sínum og „verið ákveðinn í að nota
hana en að aðstæður hafi ekki leyft
að svo yrði.“
En ný afrek gægjast upp á yfirborð-
ið. Eitt sinn er hinn ungi Le Pen var
í einhvers konar heimsókn hjá Þjóð-
verjum tók hann sig til er verðirnir
sáu ekki og henti í sjóinn nokkrum
fallbyssukúlum sem ferma átti um
borð í skip. Þannig hefur hann ör-
ugglega haft sín áhrif á gang styrjald-
arinnar.
Ólöglega lagt
-dregnirburt
Bjami Ifinrikssan, DV, Bordeaux:
í Pails eru sjö hundruð og fimm-
tíö þúsund leyfileg bilastæði. Inn
í borgina koma hins vegar daglega
ein milljón sex hundruð og fimm-
tíu þúsund bifreiðir fyrir utan alla
þá bíla sem skrásettir eru í borg-
inni sjálfix
Það er greinilegt að bílastæðin
eru ekki næg og ómögulegt aö
fylgja alveg settum regjum um
lagningu bila. Hins vegar telur lög-
reglan að til þess aö umferöin sé
jö£n og fijótandi megi bílaflotinn
ekki vera meiri en tólf hundruö
þúsund en það er sá fjöldi sem er
á ferð. Til þess að svo sé notar lög-
reglan meðal annars þá aöferð aö
draga burt bíla sem er ólöglega
lagt. 1985 voru þeir bílar um þaö
bil sjö hundruð talsins á degi
hverjum.
En bilstjórar haía ekki verið á-
nægðir með framkvæmd bílaflutn-
inganna. Þaö er einkafyrirtæki
sem sér um flutninginn eftir aö
lögregla hefur raerkt viðkomandi
bíla og kallað eftir kranabfl. Mörg-
um hafa þótt kranabílamir ansi
viðbragösfljótir og ekki laust viö
að of náið samband sé á milli lög-
reglumanna og bílaflutnings-
manna. Því hefur lögreglustjórinn
í París lofað því að framvegis muni
líöa að minnsta kosti fimmtán
mínútur frá því að lögreglumaöur
merki ólöglega lagðan bíl þangað
til hann er færður á brott.
Þeir bílstjórar sem sækja þurfa
bíla sína eftir brottfluöiing fá
heimsendar regiur um bifreiða-
lagningar í París.
Ofbeldi gegn bömum eykst í Danmövku
Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmaimahofii:
Fjöldi þeirra bama sem verður fyrir
misþyrmingum og kynferðislegu of-
beldi eykst stöðugt í Danmörku. Ár
hvert verða um það bil fimm hundr-
uð böm, fjórtán ára og yngri, fyrir
ofbeldi í Kaupmannahafnaramti.
Áriö 1981 voru tvö til þrjú börn lögð
inn á bamadeild Glostrupsjúkra-
hússins vegna misþyrmingar af
hálfu foreldranna. En síðustu árin
er fjöldi þessara barna orðinn milli
sextíu og sjötíu.
í tengslum við ráðstefnu um börn,
sem misþyrmt hefur verið, segir
læknir einn að mikil þörf sé á upplýs-
ingum um stöðu þessara vesalings
barna. Sé nauðsyn á þátttöku stjóm-
málamanna í umræðunni svo þeir
sjái þörfina á sérstakri neyðarstöð
fyrir börn sem sætt hafa misþyrm-
ingu. Sé vandamáhð orðið svo
umfangsmikiö að bamadeildir
sjúkrahúsanna geti ekki sinnt hlut-
verki sínu sem skyldi.
Aðstoð við fjölskylduna
Þó að þessi böm þurfi læknismeð-
höndlun þarf einnig miðstöð til að
annast hin ýmsu vandamál í kring-
um þau. Ljóst sé að eitthvað er að
hjá íjölskyldu bamsins þannig að
ekki einungis bamið þarf á hjálp að
halda. Tilgangurinn með þessari
neyðarmiðstöð verði að sinna hinum
félagslegu og sálfræðilegu vandamál-
um í kringum bam sem misþyrmt
hefur verið, auk þess sem sjúkrahús-
in verði notuð. Alltaf verði að
rannsaká bömin þar sem til dæmis
beinbrot eru ekki alltaf augljós í
fyrstu. Einnig verði að rannsaka
börn, sem misþyrmt hefur verið kyn-
ferðislega, með tilliti til kynsjúk-
dóma.
Tveir hópar
Skipta má þessum börnum í tvo höf-
uðhópa. Annars vegar eru böm eldri
en tíu ára. Þar eru stúlkur í meiri-
hluta en þær verða sérstaklega fyrir
ofbeldi af kynferðislegu tagi. Hins
vegar eru það smáböm yngri en eins
árs. Þau eru mjög viðkvæm þar sem
þau geta ekki talað. Það eru þau sem
með gráti sínum og öskri geta verið
mikið álag fyrir bugaða móður eða
fjölskyldu. Yfirleitt er það móðirin
sem misþyrmir ungabaminu en hún
er í nánum og stöðugum tengslum
við það.
Ef benda ætti á ákveðinn áhættu-
hóp bama með tilliti til misþyrminga
virðast það aðallega vera böm sem
eiga líffræðilega móður og stjúpföður
er lifa viö erfiöar félagslegar aðstæð-
ur. Foreldrarnir virðast eiga erfitt
með að valda umsjá með bömunum
meðal annars vegna lágs aldurs, at-
vinnuleysis eða áfengisvandamála.
Læknirinn undirstrikar þó að mis-
þyrmingar fyrirfmnist innan allra
samfélagshópa. Hinir betur stöddu
eigi auðveldara með að hylja vanda-
máhn.
Vítahringur
Það virðast því miöur margir enn
vera á þeirri skoðun aö í lagi sé að
koma skilaboðum til bama með of-
beldi, beija bömin til ásta. Smám
saman hefur verið viðtekið að ofbeldi
gagnvart konum sé óáfsakanlegt en
í tilfelh bamanna virðist þróunin
langt á eftir. Oft eru þaö foreldrar
sem sjálflr hafa verið barðir sem
beija börn sín og er um vítahring að
ræða sem erfitt er að ijúfa.
Eins viröast ungabömin, sem mis-
þyrmt hefur verið, einkennilega oft
vera óskabörn þar sem raunveru-
leikinn stingur illilega í stúf við
væntingar móður og fóður gagnvart
barninu sem einstaklingi og tæki til
að shpa vankanta af éigin sjálfs-
mynd.
^ HJÓLATJAKKAR
dönsk gæðavara, gott verð
Stgr. verð með söluskatti
F/1500 kg tjakk kr. 16.781.
ISELCO SF.
Skeifunni 11d, sími 686466.
Nú kraumar í pottinum, því
2.355.575,00 ^
sem ekki gengu út síðasta laugardag, leggjast
við fyrsta vinning á laugardaginn kemur.
Spáðu í það!
-milljónir, á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111.