Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Sparisjóðirnir næst? Útvegsbankamálið birtist sí og æ í nýjum myndum. Nú virðist sýnt, að ekki gengur upp sú hugmynd við- skiptaráðherra, að Sambandið og þrjátíu og þremenn- ingarnir skipti með sér eigninni. Helmingaskiptareglan nær því ekki fram að ganga í þessu tilviki. Of hart er barizt til þess að forystumenn í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eignist bankann í sameiningu, svo sem tU helminga hvor aðili. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra var því svartsýnn á sölu bankans í viðtali við DV í gær. En fleiri kostir koma til, þótt einhver bið verði kannski á. Sem kunnugt er varð Sambandið fyrst til að gera til- boð í bankann, öllum að óvörum. Margir halda því fram, að tilboðið hafi í alla staði verið fullgilt og að því hefði þá þegar átt að ganga. En ríkisstjórnin ræður, einkum Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur forsætisráðherra og er stærsti flokkurinn. Taka verður undir það sjónarmið sjálfstæðismanna, að lakara hefði orðið, ef SÍS hefði enn stórlega fært út veldi sitt. Sambandið hefur oft á tíðum reynzt afturhaldsafl. Eign á Útvegsbankanum hefði orð- ið mikill akkur til styrktar SÍS. En viðskiptaráðherra hafði fyrirvara á viðtökum við tilboði Sambandsins, og aðrir komu til. Safnaðist þá lið, sem stundum kallast KR-ingar eftir Kristjáni Ragnarssyni, og gerði tilboð. Sjálfstæðismenn hótuðu stjórnarslitum, ef Sambandið fengi bankann. Þessa sögu þekkja menn. En hvað átti viðskiptaráðherra að gera? Átti hann að kalla yfir sig stjórnarslit nokkurra mánaða ríkisstjórnar vegna þess að hann léti Sambandið fá bankann? Þeir sem nú gagn- rýna ráðherra hljóta að viðurkenna, að stjórnarslit vegna málsins í sumarlok hefðu verið mistök. Því gerði Jón Sigurðsson ekki neitt. Og hvað gerir hann nú, þegar málsaðilar vilja ekki sameinast um bankann? Vissulega væri það einn versti kosturinn að halda honum gangandi til lengdar sem banka, sem í raun er ríkisbanki, þótt kallist hlutafélag. Betri kostur væri að leggja bankann niður; fækka ríkis- bönkum. En viðskiptaráðherra vill enn leita. Ýmsir hafa komizt í umræðuna um eign á bankanum, nú síð- ast sparisjóðirnir. Sparisjóðirnir 38 eru sameinaðir ekkert smáræðisafl í landinu. Sameinaðir gætu þeir verið þriðji stærsti bankinn. Þá er til að taka, að mjög margir þeirra hafa staðið sig vel, einkum í Reykjavík. Sá kostur, að spari- sjóðir eignist Útvegsbankann, kannski með öðrum, er einn hinn bezti, og mættu eigendur sparisjóða huga að því. Þá yrði eign nægilega dreifð, og til kæmu aðilar, sem ekki væru allir brenndir sama marki. Enn er að nefna hugmyndina um, að starfsfólk og viðskiptavinir bankans kaupi hann. Þetta er gott, svo langt sem það nær. En starfsfólk bankans liggur ekki á fúlgum. Hugmyndin gæti þó orðið þáttur í því, að bank- inn yrði í eigu fjölmargra, sem æskilegast væri. Þarna gætu því komið til allmargir aðilar, sem ekki heyrðu undir helmingaskiptareglu framsóknar- og sjálf- stæðismanna. Almenningshlutafélög munu verða æ fleiri bæði hér og annars staðar. Æskilegt er, að starfsfólk eignist hluti í fyrirtækjum sínum og fái aðgang að stjórn. Við bíðum þess, að Jón Sigurðsson komist úr ógöngum sínum. Margir kynnu að vilja eignast bank- ann, eftir það sem á undan er gengið, og gæti hann því orðið einhvers konar almenningshlutafélag. Haukur Helgason. heiminum eru starfandi mörg samtök sem vinna að náttúruvernd. Með þessu fólki eigum við samleið." Kaninn, hvalveiðar og náttúruvernd Mannkynið stendur í dag frammi fyrir margri hættu. Þar má nefna mengun úthafa og andrúmslofts með eiturefnum. Sérstaklega er úrgangur kjamokruvera hættuiegur og geisla- virkni í hafi og lofti getur komist á óvi*' áðanlegt stig, þannig að öllu lífi sé stefnt í voða, bæði manna og dýra. Við lifum á fisksölu og fiskurinn hættir aö vera góð söluvara ef meng- un hafanna kemst á hátt stig. Raunar er fiskur orðinn mengaður við strendur Evrópu og svo getur farið að hann verði ekki lengur hæf- ur til manneldis og er raunar stutt í það með sama áframhaldi. Náttúruvernd í heiminum eru starfandi mörg samtök sem vinna að náttúruvemd. Með þessu fólki eigum við samleið. Það berst fyrir okkar hagsmunum þegar mótmælt er tæmingu eitur- efna í sjó og andrúmsloft og þannig má lengj telja. Við eigum aö bjóða sem flestum leiðtogum úr þessum hópum hingað til lands og viö eigum að styðja þessa baráttu með öllum tiltækum ráðum. Þetta er okkar stríð, sérstaklega þegar til lengri tíma er htið. Hvalamálið Við höfum lent í því slysi að vís- indaveiðar okkar á hvölum hafa stofnað góðu sambandi við náttúm- vemdarmenn í nokkra hættu. Viö þurfum að auka rannsóknir á lífríki sjávar, en þar gegna hvalir og lífs- hættir þeirra stóm hlutverki. Þetta þarf þó að gera án þess að lenda í deilum við náttúmvemdarmenn sem við eigum að standa með. Í því samkomulagi, sem gert hefur verið við Bandaríkjamenn, virðist stefnt í þessa átt en ekki liggur enn ljóst fyrir að okkur muni takast að sneiða alveg hjá frekari deilum í hvalamál- inu. Þar er mörgum spumingum ósvarað. í þessari deilu em miklar tilfinningar og þær hafa hingað til ekki látið undan rökum. Rök og til- finningar eiga sjaldan samleið. Bandaríkjamenn í hvalamálinu era Bandaríkin í brennidepli. Þau hafa sjálf valið sér þá stöðu aö gerast trúarlegir kross- farar til vemdar hvalastofnum sem margir hafa verið ofveiddir og em víða í verulegri hættu fyrir þröngum gróðahagsmunum veiðimanna. Þetta ber að lofa og vonandi kemur á eftir krossferð gegn mengun and- rúmslofts og úthafa samfara fækkun Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður og eyðileggingu kjamorkuvopna. Þannig má lengi telja. Samskipti við ísland Samkvæmt niðurstöðum skoðana- kannana hafa vinsældir Bandaríkja- manna hér á landi minnkaö. Færri og færri sfyðja dvöl Vamarliðsins. Þetta virðist hafa eðlilegar orsakir. Stutt er síðan miklar ádeilur vora í dagblöðum á Bandaríkjamenn fyrir að flytja vörur með eigin skipum til Vamariiðsins. Var þá látið undan íslendingum. Síðan er alit hljótt mn þessi flutningamál. Vinsældir Bandaríkjamanna hefðu ekki beðið hnekki, ef hægt hefði verið að leysa þessi fragtmál með hljóðlátari hætti, t.d. gegnum sendiráð okkar og þeirra. Sama má raunar segja um hvalamáliö. Varla þarf allan þennan hávaða til að koma sér saman um hæfiiega friðun hvala, samfara því að rannsóknum á hvölum er haldiö áfram. Þama þurfa aðilar að fara með meiri gát og hógværð, bæði við og Bandaríkjamenn. Vinsældir Bandaríkj amanna hér á landi era í hættu, en við megum ekki gleyma því að það sama gildir um álit al- mennings í Bandaríkjunum á okkur. Þar geta markaðshagsmunir okkar lent í vamarstöðu. Aukið samstarf Með samkomulagi í hvalamálinu er ætlunin að auka samstarf íslands og Bandaríkjanna á vettvangi Hval- veiðiráðsins. Þetta era góð tíðindi, en dugar þetta til aö leysa máiið? Um það sker framtíðin úr. En fyrst fariö er að ræða um aukið samstarf má koma hér með hugmynd, sem raunar er ekki ný, en í henni felst að Bandaríkjamenn veiti okkur ein- hverja efnahagsaðstoð. Þetta hefur verið rætt gegnum árin, en nú er lagt tíl að Bandaríkjamenn láti okk- ur í té án endurgjalds vörur af umframbirgðum sínum, svokölluð- um „surplus“ en þar er um land- búnaðarvörur að ræða. Þetta er fóðurbætir, hveiti, tóbak o.s.frv. Andvirði þeirra yrði svo notað af okkur til náttúruvemdar og nátt- úrurannsókna. Undir þaö má fella landgræðslu, skógrækt, hvalarann- sóknir ásamt baráttu gegn mengun og ofveiði. Niðurlag Við lifum í einum stórum heimi sem verður minni dag frá degi. Allt er að verða sameign allra þjóða, bæði gæfa og ógæfa heimsins. í því ljósi verður að skoða hvalveiðar sem á táknrænan hátt hafa verið gerðar að dæmi um sameign allra þjóða á örlögum jarðarinnar. Við eigum að hætta öllum deilum um þetta efni sjálffa okkar vegna. Um leið gætu Bandaríkin lægt öldumar með því að sfyðja okkur til náttúravemdar með fiárhagsveldi sínu. Vonandi lif- um við t.d. þann dag að ný Náttúra- fræðistofhun rís við Háskólann. Og væri þá ekki vel til fallið í Ijósi lið- inna atburða að veija henni að nafni heiti á hval. Við skulum segja Slétt- bakur. Lúðvík Gizurason „Vinsældir Bandaríkjamanna hér á landi eru í hættu, en við megum ekki gleyma því að það sama gildir um álit almennings í Bandaríkjunum á okkur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.