Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. Neytendur DV Hvemig á að með- höndla villibráðina? Hvað gerir þú, lesandi góður, þeg- ar vinur þinn, skotveiðimaðurinn, kemur kampakátur af fjalli og gef- ur þér eins og eina eða tvær ijúpur í jólamatinn? Þær eru ólíkar kjúkl- ingunum, sem þú kaupir úti í búð, að því leyti að þær eru fiðraðar og með bæði haus og lappir. Nú þegar skotveiðitíminn er i fullum gangi er ekki úr vegi að leið- beina fólki um meðhöndlun alls þessa fiðurfjár sem skotglaðir dragnast með af fjalli. Það fannst okkur að minnsta kosti. Þegar við fórum að athuga málið kom í ljós að menn skiptast mjög í tvö horn varöandi ýmis atriði í þessu sambandi. Flestir eru þó sammála um að gæs ber að reyta og svíða, en svo virðist hins vegar sem djúpstæður ágreiningur ríki meðal skotveiðimanna um meö- höndlun á ijúpum og öndum. Þannig skilst okkur að ijúpan sé yfirleitt reytt og sviðin fyrir norðan og austan en sunnan heiöa er hún hamflett. Flestir vilja þó að þessir fuglar séu hamflettir. Rjúpnaveiðitíminn hófst 15. okt- óber og stendur til 22. desember. Það er því lítið farið að koma af rjúpu í búðir enn sem komið er en þegar hún kemur má búast við að hún verði seld á 300 krónur stykk- ið, samkvæmt upplýsingum Péturs Péturssonar, kaupmanns í Kjöt- búri Péturs. Þar sem það getur vafist fyrir fólki að hamfletta ákvað DV að fá kunnugann mann til að sýna okkur það í verki. Við fengum Guðmund Guð- mundsson, matsvein á Arnarhóli, til að sýna okkur hamflettingu. Fuglana fengum við hjá Kjötbúri Péturs. Það fyrsta, sem gera ber við rjúpu, er að hengja hana upp. Hún er hengd upp á hálsinum og látin hanga í viku til tíu daga við 2-4°. Við þetta fer úr henni dauðastjarf- inn og kjötið meyrnar. Einnig lekur blóð og aðrir vessar aftur úr henni. Ef lyng er í hálsi, eins og oft vill verða, sest lyngbragðið í kjötið. Ef fólk vill frysta ijúpuna er best að hamfletta hana ekki áður en fryst er. Sé hún fryst í hamnum getur hún geymst í ár aö minnsta kosti, þvi hamurinn vemdar hana mjög vel. Best er að hamfletta ekki ijúpuna fyrr en rétt áður en hún er mat- reidd. Hamflettingin fer fram á eftirfarandi hátt: 1. Gott er að byija á því að bleyta rjúpuna til að minnka hættuna á fjaðrafoki. Þvinæst eru vængir höggnir af rétt fyrir ofan efri hð og fætur höggnir af rétt fyrir neðan læri. 2. Hausinn höggvinn af u.þ.b. 2 sentímetra frá búk. 3. Rjúpan er lögð á bakið og báðum þumalfmgrum þrýst inn við stijúpann. Hamnum er flett af bringunum. 4. Síðan er tekið í lærin og flett af þeim báðum megin. 5. Þumalfmgrum er stungið inn í hálsopið, rjúpunni snúið og hamnum flett af. 6. Hendinni er stungið inn í kviðarholið og innyflin rifm út. Þau eru notuð í sósuna nema gamir sem er hent. Ef lyng hef- ur verið í hálsi er gott að setja það líka í sósuna. Ef menn vilja frekar reyta og svíða verða þeir að öllum líkindum að fá sér brennara sjálfir og hefjast handa því DV tókst ekki að hafa upp á neinum sem tekur það að sér fyrir fólk. Þetta gæti hins vegar orðið ágætis aukabúgrein fyrir ein- hvem með viðskiptálöngun því Vængir og fætur eru höggnir af. Guðmundur Guðmundsson, matreiðslumaður á Arnarhóli, mundar hnifinn. ekki er að efa að margir mundu DV-myndir GVA nýta sér shka þjónustu. -PLP Hálsinn fýkur þvínæst. Fingrunum 'er stungið inn með strjúpanum. „Þetta er bara eins og að klæða ungabarn úr buxum,“ sagði Þarna er rjúpan næstum komin úr öllu, Guðmundur rifur Guðmundur. Þarna er hann að fletta hamnum af lærunum. hana úr hamnum Þarna blasir innmaturinn við. Hann er notaður i sósuna, nema hvað görnum er hent. Nú hefst sjálf hamflettingin. Þarna er Guðmundur búinn að fletta af bringum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.