Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987.
Lesendur
17
GJaldmiðill
og siálfstæði
„Traustur gjaldmiöill myndi skapa stöðugleika i þjóðfélaginu og stuðla
að sparnaði," segir bréfritari.
Guðm. E. skrifar:
Það hefur borið á því að undan-
fómu að einn og einn aðili, bæði
innan sðlu- og markaðssamtaka og
svo sjálfstæðir einstaklingar, hafa
tekið gjaldmiöil okkar til umræðu.
Einkum með það í huga hvort okk-
ur sé í rauninni stætt á því að nota
hann öllu lengur án þess að binda
hann við einhverja aöra mynt sem
þá er mun sterkari og traustari á
alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði.
Til eru þeir sem halda því fram
að með því að tengja krónuna okk-
ar við erlendan gjaldmiðil sé vegið
að sjálfstæði okkar, og þar með
séum við búnir að tapa áttum í eig-
infjármálum.
Ég spyr þá sem þannig tala hvort
við getum verið nokkuð verr á vegi
stödd en viö erum nú hvað varðar
eigin íjármál. Og er ekki einmitt
skýringin á þeirri áttaviUu sú helst
að við erum að burðast við að halda
í eigin gjaldmiðil sem kannski er
aðalorsökin fyrir verðbólgu hér á
landi?
Þessu er líkt farið um áfengismál-
in hér. Menn tala um þar að með
tilkomu áfengs öls upphefjist mikiU
drykkjuskapur með þjóðinni! En
getur ástandið nokkuð versnað í
þeim efnum?
Það er einmitt málið, að tiltrú
hins almenna borgara á íslandi á
eigin galdmiðli er ekki fyrir hendi.
Þess vegna keppast menn við að
eyða hverri krónu, sem laus er, í
stað þess að safna.
Áróður opinberra aðila fyrir
sparnaði er til lítils ef það sem
spara á er einskis virði. Þetta eru
nú svo augljós sannindi að stjórn-
málamönnum ætti að vera þau Ijós,
svo og stjómendum íjármála, fyrir
hönd ríkissjóðs.
En ef til vill er tregðan við fram-
kvæmdina fólgin í þeirri landlægu
hræðslu sem margir hér eru haldn-
ir gagnvart erlendum aðilum.
Þeirri spurningu hefur enginn
fengist til að svara, þótt oft hafi
verið sett fram, hvers vegna okkur
íslendingum ætti að vera hættara
í þessu efni en öðram þjóðum, sem
nota gjaldmiðil sem tengist mjög
náið annarrar, annaðhvort með
skráningu eða nota hreinlega sömu
myntina. Dæmi um þetta er
Kanada, Lúxemborg, Mónakó og
ýmis Asíulönd.
Þeir erfiðleikar í efnahagslífi eru
nú viðvarandi hjá okkur íslending-
um að sennilega verður fátt annað
okkur til bjargar en að leita eftir
samkomulagi við aðra þjóð sem
tengist okkur einna best á við-
skiptasviði þannig aö myntirnar
verði samræmdar og skráðar eins.
Þetta myndi leysa að mestu
vanda útflutningsvara okkar og
koma í veg fyrir sífelldar kröfur
um gengisfellingu frá ólíkustu aðil-
um við minnstu skakkafóll.
En traustur gjaldmiðill myndi þó
fyrst og fremst skapa stöðugleika í
þjóðfélaginu og snúa gegndarlausri
eyðslu fólks í æskilegan og varan-
legan spamað. Þjóðin getur varla
misst sjálfstæði sitt þess vegna!
Helga Þ. Stephensen hefur annast þáttinn Óskalög sjúklinga. Margir eru
þeir sem ekki vilja missa þennan þátt.
Óskalagaþáttur sjúklinga
Orðsending
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Ég er að láta frá mér heyra í sam-
bandi við útvarpsþáttinn Óskalaga-
þáttur sjúklinga sem Helga Þ.
Stephensen annast.
Nú hefur hún tilkynnt að það eigi
að leggja þáttinn af. Þetta finnst mér
alls ekki koma til greina. Til þess
hefur útvarpsráð varla vald nema
að undangenginni könnun..
Þetta eru menn, sem eru í þjónustu
fyrir fólkið, og verða þvi að taka til-
lit til óska hlustenda. Þiö hafið ekki
einræðisvald, útvarpsráðsmenn!
Ég er sammála Jórunni Ólafsdótt-
ur sem lét frá sér heyra um þetta
mál. Það væri nær að leggja niður
rás 2 sem býður ekki upp á annað
en háværa tónlist næturlangt. Þar
er fólk á fullu kaupi. Eða er ekki svo?
Ef það er ætlunin að útvarpsráð
leggi þáttinn Óskalög sjúklinga niður
í sparnaðarskyni þá má segja um þá
menn að þeir hirði aurana en kasti
krónunni.
Ef eitthvað er ætti þátturinn að
vera lengri og ekki styttri en ein
klukkustund. Klukkustund.
Rás 2 með
góða
dagskrá
Ánægður skrifar:
Ég hefi tekið eftir því að dagskrá
rásar 2 hefur upp á mjög fjölbreytt
efni að bjóða og fer enn batnandi.
Sérstaklega vil ég færa þeim Ste-
fáni Jóni Hafstein og Ævari Kjart-
anssyni bestu þakkir fyrir þeirra
þátt aö dagskránni.
Þeir eru frábærir útvarpsmenn
báðir tveir og skemmtilegir. Með
sama áframhaldi verður rás 2 nún
eftirlætisstöð og eru þeir margir sem
ég hef heyrt segja þaö sama. Óska
ykkur á rásinni góðs gengis.
Þeir Stefán Jón Hafstein og Ævar
Kjartansson hjá rás 2.
BÚSTJÓRI ÓSKAST
Bústjóri óskast strax á sveitaheimili í Rangárvalla-
sýslu. Ráðningartími samkomulag.
Frítt húsnæði með hita og rafmagni. Reglusemi og
góð umgengni í hvívetna áskilin.
Æskilegt væri að ráða hjón eða kærustupar í starfið.
Allar upplýsingar gefur Þráinn Þorvaldsson í síma
99-8523 milli kl. 20 og 23.
Þú hringir — vifl birtum og auglýsingin verflur
færð á kortið.
Nú er hægt afl hringja inn smáauglýsingar
og ganga frá öllu i sama símtali.
Hámark kortaúttektar i sima er kr. 4.000,-
Hafið tilbúið:
/Nafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -kortnúmer''
og gildistima og að sjálfsögðu texta auglýsingar jnnar.
HAUSTSALAN
Á BÍLUM HELDUR ÁFRAM.
Til sölu: VW Golf árg. 1981, ’82, ’84, ’85.
Opel Kadett 1.3, árg. 1985
Fiat Uno 60 S, árg. 1986.
Suzuki FOX yfirbyggður
Auk þess: MMC L 300 (sendibíll), árg. 1984
Volvo F7, dráttarbifreið, 4x2, Intercool,
árg. 1980, m/dráttarstól.
Hagstætt verð og greiðsluskilmálar.
Bílarnir eru til sýnis á Bílaleigu
Flugleiða við Flugvallarveg.
Bílaleiga Flugleiða, simi 690200.
BÍLALEIGA
FLUGLEIÐA
Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, á neðangreindum tima: Nauðungaruppboð annað og siðara á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, á neðangreindum tíma:
Trönuhrauni 7. Hafnarfirði. þingl. eig. Akra hf.. 30 október nk. kl. 14.45. Uppboðibeiðendur eru Gjaldheimtan í Hafnarfirði. Gjaldheimtan í Reykja- vík. Iðnaðarbanki íslands hf. og Iðnlánasjóður.
Hraunbrún 30. l.h.. Hafhai-fh'ði. þingl. eig. Kristinn Ingibergsson. 30. október nk. kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Guð- jón Steingrímsson hrl.
Breiðási 9. e.h.. Garðakaupstað. þingl. eig. Sigurður Rúnar Guðmundsson. 30. október nk. kl. 15.30. Uppboðs- beiðendur eru Gjaldheimtan í Garða- kaupstað, Gjaldheimtan í Reykjavík, innheimta ríkissjóðs og Trygginga- stofiiun ríkisins. Drangahrauni 2. evstri hl.. Hafnar- firði. þingl. eig. Leysir hf.. en tal. eig. Valgaið Reinharðsson. 30. október nk. kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru Anna Theódóra Gunnarsdóttir hdl.. Guðjón Á. Jónsson hdl., Iðnlánasjóður. Sig- urður G. Guðjónsson hdl. og Útvegs- banki íslands.
BÆJARFÓGETINN í HAFNAEFIRÐL GARÐAKAUPSTAÐ 0G Á SELTJARNARNESL SÝSLUMAÐURINN f KJÓSARSÝSLU.
Barrholti 23, Mosfellsbæ, þingl. eig. Emil Adolfsson, 30. október nk. kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- heimtan í Reykjavík, Guðjón Á. Jónsson hdl., innheimta ríkissjóðs. Jón Þóroddsson hdl., Landsbanki ís- lands, lögfrd., Sveinn H. Valdimarsson hrL, Veðdeild Landsbanka íslands og Öm Höskuldsson hdl.
BÆJARPÓGETINN í HAFNARFIRÐI. GARÐAKAUPSTAÐ 0G Á SELTJARNARNESI. SÝSLUMAÐURINN í KJÓSARSÝSLU.