Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. Dægradvöl Texti: Sigurður Már Jónsson Snemma á sunnudagsmorgnum geta árrisulir vegfarendur séö dá- lítiö óvenjulega sjón við Laugar- dalshöll. Þar er nefnilega á kreiki ■ fólk meö veiðistengur í handar- krikanum og viröist leiö veiði- mannanna liggja inn í Laugadals- höll. Fiskisýningin er liðin svo aö enga veiði er aö hafa í Höllinni heldur fer þar fram kennsla á veg- um Kastklúbbs Reykjavíkur og stangaveiöifélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði. Þarna mæta nokkrir menn úr þessum félögum og leiðbeina fólki um undur og leyndardóma veiöi- mennskunnar. Þetta er hugsjónar- starf þessara manna því þeir taka ekkert fyrir þessa kennslu sína. Námsgjald fer allt í að greiða kostn- aö vegna húsnæöis. Okkur lék forvitni á aö vita nánar um þessa kennslu sem ku vera allveg sérís- lenskt fyrirbæri. Því tókum viö Ástvald Jónsson, formann Kast- klúbbsins tali og spurðum hann út í starfsemina. „Viljum ná upp veiðimóral“ „Við erum að reyna að fá hingað fólk sem hefur áhuga á útiveru og veiðiskap. Fyrir okkur vakir að reyna að ná upp veiðimóral hjá Einbeitnin skin úr svip þessa unga veiðimanns sem ætði fluguköst af miklum áhuga í Laugardalshöllinni DV DV-myndir Brynjar Gauti Sveinsson fólki og kenna því að umgangast veiðistaði og veiðarfæri. Við kenn- um fólki fyrst og fremst að kasta og einnig að gera þá hnúta sem fólki er nauösynlegt að kunna. Þá höfum við fengið hingað framleiö- endur á veiðvörum og fengiö þá til að sýna sínar vöru.“ - Eru þetta eingöng byrjendur sem koma hér? „Þetta er fólk á öllum stigum en við reynum að fá hingað byrjend- ur. Það er oft sem fólk hefur tileink- að sér ýmsa takta sem við viljum losa það við. Þegar fólk er að byrja er óft gott að byrja á silungsveiði- stöðunum, það er einfaldara og ódýrara. Hér í nágrenni borgarinn- ar eru ágætir staðir til þess svo sem Þingvallavatn, Meðalfellsvatn og Elliðavatn, vötn sem eru þá ekki í fastri leigu til félagahópa. Auk okkar stangaveiðimanna eru það Ármenn sem stunda kennslustörf sem þessi. Bæði þeir og við höfum farið út á land eftir beiðni til að leiöbeina. Þetta hefur þá aldrei verið meira en ein helgi í einu.“ Keppnis- íþrótt „Það gera sér kannski ekki margir grein fyrir því að fluguköst eru keppnisíþrótt. Hér erum við fyrst og fremst að kenna fólki aö veiða en sá hópur sem hér kennir Analius Hagvaag sýnir hér verðandi veiðimönnum hvernig eigi að bera sig að við vandasamar fluguhnýting- ar. Analius átti áttræðisafmæli fyrir skömmu en lætur engan bilbug á sér finna enda veiðiáhugamaður af ástríðu. Gísli Jón Helgason (t.v.) leiðbeinir hér einum nemanda þeirra Kast- klúbbsmanna. Fluguköst í Laugardal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.