Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 22
22
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÖBER 1987.
Erlendir fréttaritarar
Deit um réttindi
hafharvevkamanna
Litil vinna hefur verið hjá hafnarverkamönnum i Grimsby að undanförnu
en þeir fá samt greidd full lágmarkslaun. Reynist það uppskipunarfyrir-
tækjum þung byrði.
hgunn Ólafsdóttir, DV, Birmirtgham:
Fiskmarkaðurinn í Grimsby, sem
eitt sinn var ein helsta uppskipun-
arhöfn Evrópu, selur um þessar
mundir fisk sem fluttur er á vöru-
bílum frá höfnum annars staðar í
Bretlandi. í síðustu viku unnu
hafnarverkamenn í Grimsby að
jafnaði tuttugu og sex stundir. Alhr
fengu þeir þó greidd sín lágmarks-
laun enda verkalýðsfélögin sérs-
taklega voldug á þessu sviði.
Slæm veðurskilyrði hafa undan-
farið aftrað fiskveiðum og það
hefur reynst uppskipunarfyrir-
tækjum í Grimsby þung byrði að
greiða aðgerðarlausum hafnar-
verkamönnunum full laun. Eitt
þeirra, The Grimsby landing comp-
any, sem hefur þurft að greiða allt
að hundrað og fjörutíu þúsund
pund á ári fyrir óunna vinnu, hefur
nú gefist upp og ætlar að leggja upp
laupana í næsta mánuði.
Verkamenn hjá fyrirtækinu
verða þó ekki skildir eftir alveg
bjargarlausir. Þeir geta nú valið á
milli þess að fá tuttugu og fimm
þúsund pund í skaðabætur eða
ráða sig í vinnu hjá öðrum uppskip-
unarfyrirtækjum í Grimsby.
Forstjóri fyrirtækisins vildi upp-
haflega segja upp þriðjungi starfs-
manna sinna til þess að halda
rekstrinum gangandi en sá svo
fram á það að fyrirtækið, sem er
skuldum vafið, hafði ekki efni á aö
borga mönnunum þær háu skaða-
bætur sem þeir eiga rétt á sam-
kvæmt ströngum reglum um
réttindi breskra hafnarverka-
manna. Með því að leggja fyrirtæk-
ið niður lendir það aftur á móti á
ríkinu að standa undir öllum
skaðabótagreiðslum.
Lögin um réttindi hafnarverka-
manna voru sett árið 1947 undir
stjórn Verkamannaflokksins og
tryggja enn í dag þeim tíu þúsund
hafnarverkamönnum, sem skráðir
eru í Bretlandi, laun þegar enga
vinnu er að fá. Núverandi stjórn
hefur gert nokkrar tilraunir til að
breyta þessum lögum en alltaf
dregið sig í hlé þegar verkalýðs-
félögin hafa hótað allsheijarverk-
falli hafnarverkamanna.
Þessi miklu völd verkalýðsfélag-
anna eru umdeild og halda sumir
því fram að þau hindri framfarir
og stórauki rekstrarkostnað fyrir-
tækja í fiskiðnaðinum. Aðrir benda
á að þó að verkalýðsfélögunum
gangi vel að fá greiddar skaðabæt-
ur stuðli þau með þessu að vaxandi
atvinnuleysi meðal hafnarverka-
manna.
Landssamtök atvinnurekenda í
breskum höfnum hafa nú skorað á
stjómina að gera eitthvað í málinu
og hafa lýst sig viljug til að þinga
með verkalýðsleiðtogum til að
finna leið út úr þessari klípu.
Njósnir ofarlega á baugi í Noregi
Páll Vilhjálnisson, DV, Osló:
Njósnir hafa mikið verið til um-
ræðu í norskum fjölmiðlum síðustu
vikumar. Bók eftir fyrrum forystu-
mann i alþýðusambandinu og
Verkamannaflokknum, Ronald Bye,
hleypti umræðunum af stað.
í bók sinni sagði Bye að þegar hann
tók við starfi í alþýðusambandinu
árið 1969 hafi honum verið fengin
skrifstofa sem geymdi spjaldskrár
yfir kommúnista og róttæka vinstri
menn og vinstri menn sem voru of
róttækir fyrir forystu alþýðusam-
bandsins og Verkamannaflokksins.
Bye brenndi spjaldskrána að ráði
vinar síns í norsku leyniþjón-
ustunni. Eftir að bók Byes kom út
fyrir mánuði hafa fjölmiðlar því sem
næst daglega komið með fréttir og
aðra umfjöllun um persónunjósnir í
Noregi eftir heimsstyrjöldina síðari.
Áhrifamikill
í striðslok voru kommúnistar
öflugir í norskum stjórnmálum og í
verkalýðshreyfingunni. Samtök
kommúnista voru virk í andstöðunni
við hernámslið Þjóðverja og upp-
skáru andstöðu sína eftir stríð. í
fyrstu þingkosningunum eftir stríð
fékk Kommúnistaflokkurinn góða
kosningu og var áhrifamikill á stór-
þinginu.
Verkamannaflokkurinn var
stærsti stjórnmálaflokkur landsins
og skipulagslega tengdur alþýðu-
sambandinu, eins og hann er ennþá.
Verkamannaflokkurinn leit á
Kommúnistaflokkinn sem höfuðand-
stæðing sinn, bæði í stjórnmálum og
í verkalýðshreyfingunni. Af hálfu
Verkamannaflokksins var lagt kapp
á að útiloka kommúnista, og þá sem
stóðu þeim nær, frá trúnaðarstörfum
innan verkalýðshreyfingarinnar. í
því skyni var safnað upplýsingum
um kommúnista og haldin spjald-
skrá um þá í höfuðstöðvum alþýðu-
sambandsins í Osló.
Kalda stríðið
Nær samfleytt í tvo áratugi eftir
stríð fór Verkamannaílokkurinn
með ríkisstjórnarvöld í Noregi. Á
þessum tíma geisaði kalda stríðið um
allan heim. í umræðunni síðustu vik-
urnar he£ur verið sýnt fram á að
alþýðusambandið, Verkamanna-
Ástríks-borgarar
og Caesar-samlokur
Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux:
Úr hverri einustu frönsku bóka-
búð, sem komið er að þessa dagana,
flæða óteljandi eintök af nýjustu
bókinni um Gaulverjann Ástrik og
félaga hans. Hún kom á markaðinn
í síðustu viku og þótt útgefendurn-
ir viti að vinsældir Ástríks tryggi
sjálfkrafa gífurlega sölu hafa þeir
engu að síður auglýst hana vel.
í þessari nýjustu bók, sem ber
heitið Ástríkur heimsækir Ra-
hazade, fer hann enn einu sinni í
ferðalag til fjarlægs lands ásamt
Steinríki og öðrum Gaulverjum. í
þetta sinn er það Indland þar sem
þeir koma prinsessunni Rahazade
til aðstoðar, kynnast fljúgandi
teppum og gera grín að Indverjum.
Frá því að fyrsta bókin um Astrík
kom út árið 1959 hafa alls selst
hundrað og áttatíu milljón bækur,
þar af sjötíu milljónir í Frakklandi.
Nýjasta bókin kemur út í tveimur
milljónum eintaka í fóðurlandi
Ástríks, þýska útgáfan telur rúm-
lega tvær milljónir og alls er
samanlagður fiöldi eintaka á mis-
munandi tungumálum víðs vegar í
heiminum sex milljónir.
Fyrir tíu árum lést René Gosc-
inny, sá af höfundum Ástríks sem
sá um textann, en teiknarinn Al-
bert Uderzo hefur haldiö áfram og
semur nú einnig textann. Eru allir
sammála um að gæðum sagnanna
hafi hrakað og síðustu fiórar til
fimm bækurnar hafi engu bætt við
þennan heim Gaulverjanna sem
notið hefur svo mikilla vinsælda.
Segja má að framleiðslan hafi
tekið við af sköpuninni. Sögurnar
og nýjar útgáfur eru orðnar hefð
sem malar gull. Fyrir utan leik-
fóng, ritfóng, fatnaö og ýmislegt
annað, sem nafn Ástríks er notað
til að selja, eru til Ástríks-skyndi-
bitastaöir þar sem borða má
Ástríks borgara, Steinríks-kjúkling
eða Caesar-samlokur. Rúsínan í
pylsuendanum er svo áætlunin um
að reisa heilt Ástríks-land, saman-
ber Disneyland. Þessir Frakkar eru
klikk, myndi Steinríkur segja.
flokkurinn og norska leyniþjónustan
hafi haft samstarf um að njósna um
kommúnista og róttæka vinstri
menn.
Markmiðið var tviþætt. Annars
vegar að útiloka kommúnista og rót-
tæklinga frá áhrifastöðum í norsku
samfélagi og hins vegar að fylgjast
með kommúnistum og vita hvar þeir
héldu sig til að geta handtekið þá ef
til þess kæmi. , ,
Það hefur komið fram aðDa
ríska leyniþjónustan lét peninga af
hendi rakna til að fiármagna njósn-
irnar.
Forystan neitar
Á síðustu vikum hafa komið fram
margar áskoranir um að spilin verði
lögð á borðiö og að Verkamanna-
flokkurinn geri hreint fyrir sínum
dyrum í njósnamálinu. Þeir sem eru
nú í forystu fyrir Verkamanna-
flokknum eru allir of ungir til að
þekkja til njósnanna af eigin raun.
Forysta flokksins neitar því að það
finnist gögn um þessi mál í skjala-
safni flokksins.
Þeir sem voru í forystu flokksins á
árunum eftir stríð eru flestir fallnir
frá. Þó eru nokkrir sem enn eru í
fullu fiöri, menn eins og Hákon Lie,
valdamesti maður Verkamanna-
flokksins í marga áratugi og Jens
Chr. Hauge sem var dómsmálaráð-
herra um langt skeið á árunum eftir
stríð. Báðir þessir menn kjósa að
þegja um vitneskju sína og neita að
svara spumingum fiölmiðla.
Vilja kosningar
Gish Guömxmdason, DV, Ontario:
Baráttan gegn samkomulagi
kanadísku rikisstjómarinnar og
Bandaríkjanna um afnám verslun-
arhafta milli þjóöanna hefur aukist
á undanfómum dögum. í skoðana-
könnun, sem framkvæmd var hér
í Kanada, kemur í fiós aö sextíu
prósent þjóðarinnar vill að al-
mennar kosningar veröi um
samkomulagið og einnig kemin-
fram að Brian Mulroney, forsætis-
ráöherra landsins, og ríkisstjóm
hans, nýtur ekki nema tuttugu og
þriggja prósenta fylgis meðal kjós-
enda.
íhaldsflokkurinn, sem hefur
meirihluta á þjóðþingi landsins,
hefur samt nægúeg völd til þess að
samþykkja samkomulagið, án sam-
þykkis annarra, hvort sem er
fylkisstjóra eða almennings í
landinu.
Nýi demókrataflokkurinn, sem
hefur alfarið verið á móti þessu
samkomulagi ásamt Fijálslynda
flokknum, hefur haft uppi hávær
mótmæli á þingi landsins og heimt-
að nýjar þingkosningar áður en
samkomulagið um frjálsa verslun
fergegnumkanadískaþingiö. Segja
þessir tveir flokkar, sem mynda
stjómarandstöðuna í Kanada, að
samkomulagið ráðist á fullveldi
landsins og innan næstu tuttugu
og fimm ára muni Kanada ekki
lengur vera til sem sjálfetætt ríki.
I síðustu viku hóf kanadíska bif-
reiðasambandið allsherjar auglýs-
ingaherferð gegn fijálsri verslun
við Bandarfkin og kostaði hún það
nær tólf milljónir fslenskra króna.
í fiörutíu og tveimur dagblöðum
viös vegar um landiö birtust opnu-
auglýsingar þar sem krafist er aö
almenningur fái að kjósa um sam-
komulagið. Formaöur bifreiöasam-
bandsins segir aö almenningi verði
aö vera gert ljóst að samkomulagið
sé ákvörðun um framtíð Kanada.
Núverandi sfjóm, segir hann, getur
ekki upp á sitt eindæmi ákveðiö
framtíö landsins, án þess að ráð-
færa sig viö fólkið sem þar býr. í
auglýsingunni er mynd af Ronald
Reagan, forseta Bandaríkjanna, og
Brian Mulroney, forsætisráöherra
Kanada, og fyrir ofan þá stendur
feitu letri: Kanada tilheyrir ekki
þessum tveimur mönnum. Einnig
er í auglýsingunni spurt hveiju
Kanada hafi þurft aö fóma .til að
ná þessu samkomulagi og svarið
er: Sjálfstæði þjóðarinnar. ÞaÖ er
spurt hverju Bandaríkjamenn hafí
þurft aö fóma og svarið er: Engu.
Hrunið á verðbréfum í Norður-
Ameríku þykir sýna hversu
hættulegt það sé fyrir Kanada að
binda sig við bandarlska hagkerfið,
hagkerfi sem sé á barmi gjaldþrots.
Margir sem fylgst hafa með gangi
mála í kauphöllum Bandarfkjanna
segja að iandið sé hugsanlega á leið
irm í kreppuástand. Bandaríkin eru
heimsveldi, segja stjómarandstæð-
ingar, sem er á leiö niður. Fyrir
tuttugu ámm hefði samkomulag
um fijálsa verslun milli landanna
veriö áhugavert, í dag er það hreint
og beint hættulegt.