Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 32
32. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. Menning Mikið og kjarnmikið úrval Yfiriit yfir væntanlegar bækur Sú bókavertíð, sem nú fer í hönd, verður bæði fjölbreytt og spenn- andi fyrir okkur lesendur, ef marka má þau tíðindi sem borist hafa frá forleggjurum. Óvenjumargar skáldsögur hafa nú þegar verið, og verða, gefnar út eftir virta íslenska höfunda, einkum og sérílagi konur. Einnig er óhætt að binda nokkrar vonir við íslenskar ljóðabækur en þar eru höfundamir nær allir af karlkyni. Einnig bendir allt til þess að úrval þýddra bókmennta á jólamarkaði verði ekki síðra en á síðustu tveim- ur árum. Loks er von á nokkrum gagnvönduðum gjafabókum, bæði til heimilisprýði og fróðleiks. Ef við lítum fyrst til nýrra ís- lenskra skáldsagna er óhætt að veðja á bækur fjögurra íslenskra kvenna. Svava Jakobsdóttir sendir frá sér Gunnlaðar sögu (Forlagið), Álfrún Gunnlaugsdóttir fylgir eftir verðlaunaskáldsögu sinni, Þel, með mikilh bók er ber nafnið Hringsól (Mál og menning), Nína Björk Árnadóttir sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu, Móðir Kona Meyja (Forlagið) og sama má segja um Vigdísi Grímsdóttur en hennar skáldsaga heitir Kaldaljós (Svart á hvítu). Ungirog gamlir Það verður líka fróðlegt að fylgj- ast með því hvemig tveimur öðrum ungskáldum, þeim Gyrði Elíassyni og Sjón, reiðir af í skáldsagnagerð sinni. Saga Gyrðis heitir Gangandi íkomi (Mál og menning) en Sjóns (Sjónar?) ber nafnið Stálnótt (Mál og menning). En við skulum samt ekki horfa framhjá skáldsögum nokkurra annarra höfunda, gamalreyndra jaxla á borð við Matthías Johann- essen, Sól á heimsenda (Almenna bókafélagið), og Guðmund Daníels- son, Vatnið (Bókaútgáfa Menning- arsjóðs), o% nokkurra yngri höfunda: Ómars Halldórssonar, Blindflug (Almenna bókafélagið), Auðar Haralds, Ung, há, feig og ljóshærð (Forlagið), og Kristjáns Jóhanns Jónssonar, Undir húfu tollarans. Nokkrar óþekktar stærðir verða einnig á meðal íslenskra skáld- sagnahöfunda, til að mynda „Tóm- as Davíðsson", sá sem skrifar Tungumál fuglanna fyrir Svart á hvítu, og Bjarni prófessor Guðna- son sem skrifar skáldsöguna Sólstafi fyrir sama forlag. Loks má ekki forsóma smásög- urnar en á þeim vettvangi er Einar Kárason nánast einráður í ár. Smá- sagnasafn hans, Söngur villiandar- innar, kemur út hjá Máli og menningu. Ef skyggnst er yfir ljóðabækur, hljótum við að staðnæmast fyrst við nýja ljóðabók Sigfúsar Daða- sonar, Utlínur bak við minnið (Iðunn), Kvæði 87 eftir Kristján Karlsson (AB) og Kartöfluprinsess- una eftir Steinunni Sigurðardóttiu- (Iðunn). Eitt af efnilegri ljóðskáldum af yngri kynslóð, ísak Harðarson, sendir einnig frá sér nýja bók, Út- ganga um augað læst (Svart á hvítu). Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson Kjarnmikið úrval Af þýddum bókum ber hátt evr- ópsku metsölubókina Ilminn - sögu af morðingja eftir Patrick Suskind í þýðingu Kristjáns Árnasonar (Forlagið), Töfralampann eftir WiUiam Heinesen í þýðingu Þor- geirs Þorgeirssonar (Forlagið), Demantstorgið eftir Mercé Rodo- reda, tímamótaverk í spænskum bókmenntum, í þýðingu Guðbergs Bergssonar (Forlagið), Babelshús eftir P.C. Jersild, í þýðingu Þórar- ins Guðnasonar læknis (Svart á hvítu). Af öðrum nýútkomnum eða væntanlegum skáldsögum þýddum er fengur að Sögu þernunnar eftir Margaret Atwood í þýðingu Ás- laugar Ragnars (AB), Húsi andanna eftir Isabel Allende (Mál og menn- ing), þýðing: Thor Vilhjálmsson, og Kassöndru eftir Christu Wolf í þýð- ingu Jórunnar Sigurðardóttur (Mál og menning). Þetta er óvenjulega mikið og kjammikið úrval góðra erlendra samtímabókmennta. Enn óvenju- legra er að eiga von á þýðingum á þremur ljóðskáldum (innan gæsa- lappa), það er Samuel Beckett, þýðandi Árni Ibsen (Svart á hvítu), Kvæðum og söngvum 1917-1956 eft- ir Bertolt Brecht (Forlagið), Þor- steinn Þorsteinsson ritstýrir, og loks Ljóð í mæltu máli eftir Jacques Prévert (Mál og menning), þýðandi Sigurður Pálsson. Fyrir þá sem leggja sig eftir eldri bókmenntum verður ekki gengið framhjá fimmta bindi af þýðingum Helga Hálfdanarsonar af leikritum Shakespeares (AB), síðara bindi Fávitans eftir Dostoievskí, þýðing Ingibjörg Haraldsdóttir (Mál og menning), Furstanum eftir Macc- hiavehi í þýðingu Ásgríms Alberts- sonar (Mál og menning) og Myndinni af Dorian Gray frá sama forlagi, þýðing: Sigurður Einars- son. Til fróðleiks og heimilisprýði Af endurminningabókum vildi ég helst lesa Að breyta íjalli eftir Stef- án Jónsson (Svart á hvítu), Minn- ingar barnalæknis, lífssaga Björns Guðbrandssonar, skráð af Matt- híasi Viðari Sæmundssyni (Forlag- ið), og Uppgjör konu eftir Höllu Linker. Ef ég ætti svo nokkurn tíma af- lögu frá þeim bókum mundi ég vilja lesa List og lífsskoðun eftir Sigurð Nordal (AB) í góðu tómi. Til fróðleiks og heimilisprýði mundi ég velja mér íslenskt þjóðlíf i þúsund ár eftir Daniel Bruun, í útgáfu Amar og Örlygs, Reykjavík - Sögustaður við sund, 2. bindi eftir Pál Líndal (Öm og Örlygur), ís- lensk þjóðfræði, 1. bindi (Þjóðsaga), Heimsmynd á hverfanda hveli, II eftir Þorstein Vilhjálmsson og Samræður um heimspeki, samtals- bók Brynjólfs Bjarnasonar, Hall- dórs Guðjónssonar og Páls Skúlasonar (Svart á hvítu). Sem blaðamaður verð ég einnig að kynna mér bók Stefáns Jóns Hafstein, Sagnaþulir samtimans. Út frá faglegu sjónarmiði hlakka ég einnig til að sjá bókina um Tryggva Ólafsson, sem Lögberg gefur út, Aldaslóð eftir Bjöm Th. Bjömsson (Mál og menning), Lou- isu Matthíasdóttur eftir banda- ríska hstfræðinga (Mál og menning) - og svo auðvitað mína eigin bók um Kristínu Jónsdóttur, útgefandi Þjóðsaga. I þessu yfirhti er vitaskuld gengið út frá persónulegum forsendum, vísast mundu aðrir lesendur hafa annan hátt á við svona val. -ai Sigfús Daðason. Patrick Suskind. Samuel Beckett. Stefán Jónsson. LA 22 SÍMÍ 31788 Urval HITTffi NAGLANM A HAU3INN Imyndunarafl og sköpunargleði - glæsileg tonlistarútgáfa Tónskáldið og píanóleikarinn kennara ætlaðað vera með í spil- Snorri Sigfús Birgisson vakti feikna athygh fyrir nokkrum ámm þegar hann lék Æfingar (Etýður) sínar á Sólstöðutónleikum Musica Nova. Var mál manna að þarna væri komið „magnum opus“ ís- lenskra píanóbókmennta og glödd- ust innilega. Nokkru síðar pantaði Nomus, nefndin fyrir norræna músík, hjá honum píanóverk til kennslu, og lék Snorri þaö einnig á Musica Nova tónleikum. Nú hefur Snorri ráðist í að gefa kennslumúsíkina út á prenti og kom hún út í fjórum heftum í síð- ustu viku. Þetta er kallað „Píanólög fyrir byrjendur", en forlagiö sem skrifað er fyrir þessu nefnist Steinabær, til heimilis að Lágholts- vegi 17. Lögin eru þarfur og falleg- ur inngangur í nútíma píanóleik. Þar er lagt upp úr að gera flókna hluti einfalda og torkennilegt ný- næmi aögengilegt öllum sem vhja. Það er höfðað til ímyndunarafls og sköpunargleði nemandans, sem er stundum ætlað að raða saman tónaefni upp á eigin spýtur. Nokk- ur laganna eru fjórhent og er þá inu. Einnig eru tvö lög þar sem nemandinn getur leikið með sjálf- um sér af segulbandi, og er það sniðugt uppátæki. Tónlist Leifur Þórarinsson Já, það eru ýmsar brehur í þessu, en það sem máli skiptir er að Snorra tekst að ná markvissu músíkölsku samhengi út úr peda- gógískum leik. Allur frágangur á heftunum er glæsilegur, pappír og prentun í fínu lagi (Edda) og setn- ing og uppröðun, sem er höfundar- ins, er fáguö og hrein. Snorri mun halda einleikstónleika á vegum tónlistarfélags Kristskirkju á laug- ardaginn og leika þar Etýöurnar, sem eru 21 talsins og barnalögin 25, og mun Anna Guðný Guð- mundsdóttir aðstoða hann í fjór- hentu lögunum. Tónleikarnir verða í Safnaðarheimhinu, Há- vahagötu 16 og heíjast kl. 16.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.