Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987..
Stjómmál
Söluskattsfrumvarp í undirbúningi:
IVær söluskattsprósentur
á næsta ári, 22% og 12%
Söluskattur veröur líklega í
tvennu lagi á næsta ári. Rætt er um
aö hærra söluskattshlutfallið veröi
um 22% en það lægra um 12%.
í fjármálaráðuneytinu er verið aö
„Tilgangur þessa frumvarps er að
sporna við misnotkun valds og að-
stöðu viö veitingu þeirra áhrifamiklu
starfa er hér um ræðir og leitast við
að fagleg sjónarmið verði sett ofar
Hokkslegum,“ segja borgaraílokks-
þingmennirnir Ingi Björn Albertsson
og Hreggviður Jónsson í greinargerð
með frumvarpi sem þeir flytja á Al-
þingi til aö breyta lögum um við-
skiptabanka.
Þingmennirnir vilja að 11. grein
laganna orðist svo:
„Bankastjórn ríkisviðskiptabanka,
skipuð þremur bankastjórum, hefur
með höndum framkvæmdastjórn
bankans.
Rannsakið verðhækkanir er krafa
svohljóðandi þingsályktunartillögu
sem alþýðuflokksmennirnir Birgir
Dýrfjörð, Karl Steinar Guðnason og
Karvel Pálmason flytja um verðlags-
rannsókn:
„Alþingi ályktar að fela viðskipta-
ráðherra að láta fara fram rannsókn
á þeim verðhækkunum sem átt hafa
sér stað á líðandi ári með það að
markmiði að leiða í ljós hverjar or-
sakirnar séu, þar á meðal hvort
verslunar- og þjónustufyrirtæki séu
ganga frá frumvarpi um söluskatt
sem Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra hyggst leggja fyrir
Alþingi innan skamms.
Ríkisstjómin stefnir að því að virð-
isaukaskattur leysi söluskatt af um
Bankaráð ræður bankastjóra og
segir þeim upp starfi. Bankastjórar
skulu eigi ráönir til lengri tíma en
sex ára í senn. Lausar stöður banka-
stjóra ríkisviðskiptabanka skulu
ávallt auglýstar til umsóknar í Lög-
birtingablaði og dagblöðum með
minnst fjögurra vikna fyrirvara.
Með umsóknum skulu fylgja ræki-
legar upplýsingar um menntun og
fyrri störf umsækjenda.
Hafi bankastjóri brotiö af sér í
starfi getur bankaráð að höfðu sam-
ráði við ráðherra vikið honum frá
fyrirvaralaust og án launa.“
-KMU
að ætla sér aukinn hlut í ágóða eða
til þess að standa undir óhagkvæmri
fjárfestingu. Jafnframt verði verð-
myndun í innflutningsverslun
athuguð sérstaklega. Sömuleiðis
verði kannað að hve miklu leyti tak-
mörkun á samkeppni leiði til óhóf-
legs verðs á vörum og þjónustu, þar
á meðal sérstaklega á flutningsgjöld-
um og hvort slíkar aðstæður gefi
tilefni til þess að beita ákvæðum um
hámarksverð eða hámarksálagn-
ingu.“ -KMU
áramótin 1988-1989, eftir rúmt ár.
Álagning söluskatts á næsta ári verð-
ur því millibilsástand til undirbún-
ings viröisaukaskatti.
Lægra söluskattshlutfallið, 12%,
Þingmenn Vesturlandskjördæmis,
undir forystu Eiðs Guðnasonar,
lögðu í gær fram á Alþingi þingsá-
lyktunartillögu um að fram fari
nauðsynlegar rannsóknir til að
kanna hversu hagkvæmt sé aö gera
göng undir Hvalfjörð utan við Lauf-
ásgrunn og Hnausasker eða brú í
fjaröarmynni og breyta legu Vestur-
landsvegar þannig að farið sé vestan
Akrafjalls um Grunnafjörð á Fiski-
lækjarmela.
„Með því móti styttist leiðin frá
Reykjavík til Akraness um 61 km og
verður 48 km í stað 109 km. Leiðin
til Borgamess styttist um 45 km og
verður þá vegalengdin milli Borgar-
ness og Reykjavíkur 71 km í stað 116
mun einkum leggjast á þjónustu.
Hærra söluskattshlutfallið, 22%,
mun leggjast á vörur, meðal annars
á matvæli, samkvæmt þeim hug-
myndum sem nú er gengið út frá.
Söluskattur á þjónustu er nú 10%
km,“ segir í greinargerð þingmann-
anna.
Til að fjármagna framkvæmdina
benda þeir á þá leið að stofna sér-
stakt fjárfestingarfélag sem myndi
innheimta veggjald þangað til kostn-
aði væri náð en eftir það yrðu göngin
þjóðareign.
Þgir segja að Norðmenn háfl náð
ótrúlegum árangri við lækkun
kostnaöar við jarðgangagerð. Nefnt
er dæmi af tvennum nýjum göngum
milli eyja við Álasund, 3,5 km og 4,2
km að lengd, sem kostaö hafi rétt
tæpa tvo milljarða íslenskra króna.
Hver lengdarmetri í göngunum hafi
kostað 171 þúsund íslenskar krónur.
-KMU
en á vörur 25%. Matvæli eru enn
undanþegin söluskatti. Með breikk-
un skattstofns, einkum með skatt-
lagningu matvæla, er unnt að lækka
hlutfallið niður í 22%.
-KMU
Frumvarp
um sam-
eiginlegt
foival
„Um leið og boðað er til alþingis-
kosninga skal stjórnmálasamtökum,
sem hyggjast bjóða fram lista, gefinn
kostur á að taka þátt í sameiginlegu
forvali til að undirbúa skipan fram-
boðslista.“
Svo hljóðar fyrsta málsgrein laga-
frumvarps sem Ragnar Arnalds,
þingmaður Alþýðubandalagsins,
hefur lagt fram um breytingu á kosn-
ingalögum.
Ragnar segir í greinargerð að sá
hængur sé á gildandi kosningalögum
að kjósendur eigi þess tæpast kost
að ráða neinu um röð frambjóðenda
á þeim listum sem þeir kjósa.
„í frumvarpi þessu er stjórnmála-
flokkum gefinn kostur á nýjum
leiðum til að bjóða kjósendum sínum
að velja frambjóðendur flokksins. Þó
er þaö megineinkenni frumvarpsins
að stjómmálaflokkunum er áfram í
sjálfsvald sett hvort þeir reyna þess-
ar leiðir eða halda sig við það sem
verið hefur.“
í frumvarpi Ragnars er einnig opn-
að fyrir þá leið að stjórnmálasamtök
geti lagt fram óraðaöan lista.
-KMU
Frumvarp Borgaraflokks:
Bankastjórar verði
ráðnir til sex ára
Göng undir Hvalfjörð á þessum stað yrðu um 4,5 kilómetra löng.
Rannsakið verðhækkanir
í dag mælir Dagfari
Póker í pólitík
Þá er það komið í ljós sem Dagfari
spáði. Kratarnir eru búnir að draga
í land í kvótamálinu af því Fram-
sókn dró í land í húsnæðismálun-
um. Kaup kaups. Og allt falhð í
dúnalogn. Menn eiga nefnilega
ekki að halda að stjórnmálaflokk-
amir meini eitthvað með því sem
þeir segja. Þegar Framsókn er að
rífast út í húsnæðismálafrumvarp
Jóhönnu Sigurðardóttur og lýsa
yfir því aö það sé allt á skjön og ská
við skynsemina er það bara til að
skapa sér vígstöðu. Eins er það
þegar Alþýðuflokkurinn rýkur upp
á nef sér og hefur í hótunum út af
kvótafrumvarpi Halldórs Ásgríms-
sonar, þá er það bara til að svara
fyrir sig.
Einhverjar saklausar sálir tóku
þetta alvarlega og almenningur
hefur jafnvel haldið að allt væri
upp í loft á stjómarheimilinu. Það
er mikill misskilningur. Samkomu-
lagið hefur aldrei verið betra.
Jafnræðið er fullkomið. Hver hefur
sitt klögumál uppi í erminni ef hinn
skyldi fara aö rífa kjaft og enginn
vandi að búa til ný þegar gömlu
klögumálin eru á þrotum. Nú er
búið að jafna út kvótamálinu á
móti húsnæðisfrumvarpinu og þá
er ekkert auðveldara heldur en að
finna ný mál til að hafa upp á að
hlaupa ef samstarfsflokkarnir
skyldu ætlast til að fá eitthvað sam-
þykkt sem hinir geta ekki sam-
þykkt.
En einmitt af því að menn geta
ekki samþykkt hvað sem er þá
verður niðurstaðan í þessum hró-
keringum á ágreiningsmálum sú
að öll mál eru samþykkt. Aðferðin
er semsagt sú að vera á móti máli
sem hinir eru með. Bera síöan fram
annað mál sem öruggt er að hinir
séu á móti og þannig fást samþykkt
öll mál ef einhver er örugglega á
móti því.
Jón Baldvin var á móti of miklum
íjárveitingum í landbúnaðinn.
Fjárlagafrumvarpið bar það með
sér. Framsókn reif kjaft og hótaði
að vera á móti Jóni í öðrum málum.
Þá var sett nefnd í málið og allt féll
í ljúfa löð. Kratarnir samþykktu
auknar fjárveitingar. Framsókn
samþykkti áhugamálin hjá krötun-
um. Jón Helgason er að vísu aö
nöldra og tuða, eins og Páll Péturs-
son orðar það, en tuðið í Jóni stafar
einfaldlega af því að hann kann
ekki að vera á móti máli til að fá
aðra til að vera með því. Hann kann
ekki aðferðina viö að búa sér til
mál til að hafa kaup kaups. Heldur
aö þetta sé eins og í gamla daga í
pólitíkinni að menn eigi að hafa
skoðanir og standa á þeim. Enda
er Jón landbúnaðarráðherra á
köldum klaka og jafnvel Hölustaða
Páll nennir ekki að styðja hann.
Sjálfstæðisflokkurinn er að
mestu stikkfrí í þessum hrossaka-
upum. Þó örlaði á tilburðum af
hans hálfu í Útvegsbankamálinu
en eins og venjulega snerist málið
í höndum hans. Sjálfstæðisflokkur-
inn vildi selja Útvegsbankann.
Sambandið vildi kaupa. Það gat
Sjálfstæöisflokkurinn ekki sam-
þykkt enda má bara selja banka ef
réttir menn kaupa banka. Þetta
varð til þess að flokkurinn organis-
eraði flokkseigendur til að gera
tilboð í bankann. Þá sögðu Fram-
sókn og kratar. Við viljum ekki
selja. Það má ekki selja hverjum
sem er ef bankinn er seldur. Og
málið komst í patt. Bankinn er enn-
þá óseldur.
Síðan þetta herbragð Sjálfstæðis-
flokksins misheppnaðist í banka-
sölunni hefur flokkurinn að mestu
verið til hlés í póhtíkinni og er
hættur að tala við sjálfstæðismenn
í Sjálfstæðisflokknum. Formaður-
inn er núna aðallega að tala við
sjálfstæðismenn í öðrum flokkum
og biður þá um að koma heim aft-
ur. Ennþá bólar ekki á neinum,
enda ekki pláss fyrir fleiri í
Byggðastofnun sem er það eina
sem sjálfstæðisþingmenn sækjast
eftir um þessar mundir. Þar er
nefnilega hægt að úthluta fjármun-
um almennings en sjálfstæðismenn
geta ekki hugsað sér neitt eftir-
sóknarverðara í pólitíkinni heldur
en að ráðstafa fjármunum annarra.
Nei, Sjálfstæðisflokkurinn tekur
ekki þátt í pókerspili hinna flokk-
anna. Hann hefur að mestu dregið
sig út úr pólitíkinni meðan sam-
starfsflokkamir samþykkja mál
hver annars með því að vera á
móti þeim.
Dagfari