Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. Útlönd Fangamir skreyta Jólatré Kubönsku fangarnir, sem enn halda um níutíu gíslum í fangelsinu í Atlanta í Bandaríkjunum, skreyttu í gær jólatré uppi á þaki sjúkradeild- ar fangelsisins. Með því viija þeir líklega koma þeim skilaboðum áleiðis til stjórnvalda að þeir séu reiðubúnir til langrar setu ef þeir ekki fá kröf- um sínum framgengt. Lausn deilu fanganna við bandarísk stjórnvöld virtist þó þokast ofurlít- iö nær i gær þegar fóngunum var send segulbandsupptaka frá Augustine Roman, rómversk-kaþólska biskupinum, sem átti svo stóran þátt í því a$ deilurnar viö fangana i Oakdale leystust nú í vikunni. YQrvöld leita nú allra hugsanlegra leiöa til að finna lausn á deilunni, sem staðið hefur yfir í tiu daga, allt frá því fangamir gerðu úppreisn og tóku fangelsið herskildi. Berst gegn brottvísun Ástralski fréttamaðurinn Micha- el Byrnes berst nú af hörku fyrir rétti sínum til þess að dveljast áfram við störf á Filippseyjum. Byrnes er fréttaritari ástralska blaðsins Australian Financial Review í Suð-Austur Asíu. Stjóm- yöld á Filippseyjum hafa gert honum að hverfa úr landi. ekki síð- ar en á morgun, fóstudag, eða sæta fangelsun. Astæðu brottvikningar- innar segja stjórnvöld vera að Bymes hafi rekið áróðursherferð gegn landinu í skrifum sínum. í greinum sínum hefur Bymes sagt að Filippseyjar séu spilltasta ríki Asíu í dag og hefur hann varaö ástralska kaupahéðna við því að fjárfesta þar. Bymes á að hitta fulltrúa sijómvalda í dag. Stúdentaóreirðir Háskólum og öömm mennta- stofnunum í Venesúela var í gær lokað cftir að alda stúdentaóeirða haföi kostað tvö mannslíf og tíu höfðu meiðst af völdum þeirra. Til óeirða hefur komið í sjö borg- um og beinast mótmæli stúdent- anna einkum gegn ofbeldi af hálfu lögreglunnar. Hófust mótmælin fyrir um sex dögum þegar þrítugur stúdent lét lífið í gæslu lögreglunn- ar í Merida. Yfirvöld segja hann hafi látist af of stórum skammti af kókaini, en stúdentaleiðtogar kenna lögregl- unni um dauða hans. Annar stúdent lét lífið síðastliðinn fóstudag og er lögreglumaöur sakaö- ur um að hafa skotið hann til bana. Liðlega tvítugur trésmiöur lét svo lífið nú í vikunni þegar hann varð áhoríandi aö átökum stúdenta og lög- reglu. Stradivariussýnmg Um þessar mundir stendur yfir sýning á stradivarius-fiðlum i Moskvu. Á sýningunni eru fimmt- án fiðlur, sem eru úr safni sovéska ríkisins af sérstökura hljóöfærum. Sýningin, sem ber heitið „An- tonio Stradivarius og itölsk fiölu- gerö á 17. og 18. öld“, er haldin að tilefni þess að tvö hundruð og fimmtíu ár eru liöin frá dauða fiölugerðarmeistarans. Jessica Hahn gleðikona? Því er nú haldið fram aö Jessica Hahn, kirkjuritarinn sem varð bandaríska sjónvarpspredikaran- um Jim Bakker að falli, hafi starfaö sem gleöikona. Þaö er meliu- mamma frá Long Island, Roxanne Dacus að nafni, sem heldur þessu fram og hélt hún blaöamannafund um máliö í gær. Sem kunnugt er hélt Jessica Hahn því fram að hún hefði verið þvinguð til kynferðislegs samneyt- is viö Bakker og í kjölfar þess varö hann aö segja af sér. DV Vona að orð Reagans hafi sem minnst áhrif Bandarískir embættismenn hafa lýst þeirri von sinni að ásakanir Ron- alds Reagan Bandaríkjaforseta á hendur Sovétmönnum í gær muni ekki hafa áhrif á gang mála á leið- togafundi hans með Mikhail Gor- batsjov, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, í byrjun næstu viku. Reagan sakaði Sovétmenn um ný brot á samningum um takmörkun vígbúnaðar. Sagði forsetinn, í ávarpi sínu til bandaríska þingsins í gær, að stjórnvöld í Moskvu hefðu ekki leiðrétt þær athafnir sem biytu í bága við gerða samninga. Sovéskir embættismenn lýstu í gær áhyggjum og undrun yfir því að for- setinn skyldi á þennan hátt gera opinberlega veður út af atriðum sem fulltrúar stórveldanna tveggja eru að ræða á fundum sínum. Þeir tóku hins vegar undir með bandarískum embættismönnum og sögðust varla telja að orð forsetans hefðu mikil áhrif á fund hans með Gorbatsjov. Á sama tíma og försetinn bar fram ásakanir sínar á hendur Sovétmönn- um, lýstu aðrir háttsettir bandarískir embættismenn þeirri von sinni að leiðtogarnir kæmust á fundi sínum eitthvað á veg í átt til samninga um helmingssamdrátt í langdrægum kjarnorkuvopnum. Talið er að þessi tvískinnungshátt- ur, sem bandaríska stjórnin sýnir, eigi rætur sínar að rekja til viðleitni hennar til aö fullnægja kröfum and- stæðra hópa. Annars vegar þeirra sem vilja afvopnun, hins vegar íhaldssamra repúblikana sem vilja aö forsetinn sýni Gorbatsjov hörku á fundinum. í texta þessarar Ijósmyndar frá Washington segir að mávurinn sé að lýsa skoðun sinni á fyrirhuguðum leiðtogafundi þar. Væntanlega hefur sú skoð- un lítil áhrif á fundinn og nú vonast bandarískir embættismenn til þess að hið sama gildi um skoðanir forsetans. Simamynd Reuter Samkomulag um Gíbraltaiflugvöll Flugfargjöld lækka Spánverjar og Bretar komust að samkomulagi um Gíbraltarflugvöll í gær. Þetta var skilyrði af hálfu Spán- verja fyrir því að losað yrði um hömlur á farþegaflugi í ríkjum Evr- ópubandalagsins og það gefið frjálst. Samkomulagið sem náðist eftir tólf tíma samningafund utanríkisráð- herra ríkjanna, Francisco Fernández Ordonez og sir Geoffrey Howe, felst Utanríkisráðherrar Spánar og Bretlands, Francisco Fernández Ordonez og Geoffrey Howe, takast í hendur að loknum löngum og ströngum samninga- viðræðum. Símamynd Reuter í því að öll aöstaða til móttöku far- þega og varnings verði aukin í hinni örsmáu nýlendu Breta á Íberíuskaga, Gíbraltar. Jafnframt þessu verða teknar upp reglulegar ferjuferðir milli Gíbraltar og Algeciras, auk þess sem samgöng- ur á landi milli Spánar og nýlend- unnar verða stórauknar. Þetta hefur þó engin áhrif á yfirráð Breta yfir Gíbraltar en Spánverjar hafa lengi gert kröfu til yfirráða yfir klettinum. Vegna þessa lét Francisco Franco einræðisherra loka landamærum Spánar og Gíbraltkr jafnframt því sem allar samgöngur voru lagðar niður. Þetta gerði það að verkum að þeir sem vildu komast frá Spáni til Gíbraltar urðu svo árum skipti að koma við í Marokkó. Samkomulagið breytir í engu áhuga Spánverja á yfirráðum yfir klettinum, en hinir 30 þúsund íbúar hans eru allir sem einn á því að halda áfram að vera undir yfirráöum Breta. Samkomulag um flugvöllinn í Gí- braltar var forsenda þess að Evrópu- bandalagið gæti sett nýja reglugerð um farþegaflug innan landa banda- lagsins sem myndi stuðla að veru- legri lækkun fargjalda en Spánveijar höfðu hótað að beita neitunarvaldi yrði reglugerðin lögö fram áður en málefni Gíbraltar hefðu verið rædd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.