Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. 11 Kenna hermdarverka- mönnum hvarf þotunnar Stjórnvöld í Suöur-Kóreu sögðust í gær fullviss um að hermdarverka- menn hefðu átt hlut að hvarfi far- þegaþotunnar frá kóreska flugfélag- inu KAL á sunnudag. Park Soo-Oil, aðstoðarutanríkisráðherra S-Kóreu, sagði fréttamönnum í gær að ýmis- legt renndi stoðum undir þá skoðun stjómvalda að þotunni hefði verið grandað til þess að sverta ímynd Suður-Kóreu á alþjóðavettvangi. Taldi ráðherrann ætlun hermdar- verkamannanna að skapa efasemdir um hæfni S-Kóreumanna til að sjá um ólympíuleikana á næsta ári. N-Kóreumenn grunaðir Aðspurður um það hverjir gætu hugsanlega staðið á bak við tilræði af þessu tagi sagði ráöherrann að ónefnd ríki gætu talið sér hag í að raska jafnvægi Suður-Kóreu. Átti ráðherrann þar greinilega við Norð- ur-Kóreu þótt hann fengist ekki til að segja það berum oröum. Sjálfsmorð grunaðra Meðal þess sem s-kóresk yfirvöld telja að renni stoðum undir kenning- ar um hermdarverk er hegðun tveggja kóreskra borgara, sem fóru úr þotunnni í Bahrain, síðasta við- komustað hennar áður en hún hvarf. Fólk þetta, eldri maður og ung kona, reyndi að fremja sjálfsmorð með eit- urinntöku þegar flugvallaryfirvöld í Bahrain vildu yfirheyra það. Karl- manninum tókst að bana sjálfum sér en konan lifði af og er nú á sjúkra- húsi í lögregluvörslu. Fólk þetta er talið vera Kóreufólk, sem búsett hefur verið í Japan und- anfariö. Bæði ferðuðust þau á fölsk- um japönskum skilríkjum. Á leið til Rómar Að sögn s-kóreskra embættis- manna hóf parið, sem þóttist vera faðir og dóttir, ferð sína í Bagdad og fór um Abu Dhabi og svo áfram til Bahrain. Til Bagdad kom fólkið frá Belgrad. Embættismenn yfirheyrðu hjúin á hóteli í Bahrain daginn eftir að þotan hvarf. Að sögn þeirra kváðust þau þá ætla til Rómar en vilja feröast ofurlítið um Mið-Austurlönd fyrst. Bæði töluðu þau reiprennandi jap- önsku. Daginn eftir yfirheyrslurnar reyndu þau svo að fara frá Bahrain. Útlendingaeftirlit tók þau þá til yfir- heyrslu. Áður en til yfirheyrslu gat komið drógu þau upp sígarettur, sem reyndust hafa í sér hylki með blá- sýru, og bitu í hylkin, með þeim aíleiðingum að karlinn lét lífið, en konan er enn þungt haldin á sjúkra- húsi. Tengsl könnuð Gjaldkeri hjá kóreska flugfélaginu KAL, sem var um borð í þotunni er hvarf á leið hennar til Bahrain, seg- Aðstandendur þeirra sem voru um borð j kóresku þotunni biða þess enn að fá einhverjar fregnir af afdrifum ættingja og vina. Símamynd Reuter Karlmaðurinn, sem framdi sjálfsmorð í Bahrain i vikunni, ferðaðist á vega- bréfi sem gefið var út á nafn þessa manns, Shinichi Hachiya. Simamynd Reuter ist muna eftir fólki þessu úr fluginu og hafi sér þótt það heldur skugga- legt. Ber gjaldkerinn að karlinn hafi meðal annars farið á salemi rétt aft- an við stjórnklefa þotunnar og er talið hugsanlegt að hann hafi komið fyrir sprengju þar. Grunur leikur á að þessi sami mað- ur hafi átt hlut að máli þegar sautján háttsettir suður-kóreskir embættis- menn og blaðamenn létu lífið í sprengjutilræði í Rangoon í septemb- er 1983. Þar gætu einmitt verið fundin tengsl flugslyssins við stjóm- völd í Norður-Kóreu því á sínum tíma var þeim kennt um tilræðið í Rangoon. Hugsanleg tengsl tvímenninganna við Norður-Kóreu eru nú til athug- unar, sem og tengsl þeirra við þá kóreska borgara sem búa í Japan og eru hliðhollir Norður-Kóreu. Þá hafa komið fram hugmyndir um að þau tengdust japönsku hermdar- verkasamtökunum Rauða hernum. í síðustu viku handtók lögregla í Jap- an einn leiðtoga samtakanna og reyndist hann þá hafa í fórum sér farseöil til Seoul, höfuðborgar Suð- ur-Kóreu. Hafa því vaknað gmn- semdir um að Rauði herinn hygði á aðgerðir þar. Kenna Roh um Samtök Kóreumanna í Japan, sem eru hliðholl Norður-Kóreu, hafa þeg- ar mótmælt því harðlega að eiga aðild að hvarfi þotunnar. Fullyrða forystumenn samtakanna raunar að Roh Tae-Woo, forsetaframbjóðandi stjórnarflokks Suður-Kóreu, og hans menn standi að baki hvarfsins. Segja þeir að frambjóðandinn þurfi á ein- hverju slíku máli að halda til að fylkja s-kóreskum kjósendum að sér í komandi kosningum. Hver þessi tengsl em upplýsist þó ekki fyrr en konan veröur búin að ná sér nægilega mikið til þess að unnt verði að yfirheyra hana. Bíöa yfirvöld í Bahrain þess nú spennt aö svo verði. Stjórnvöld í Bahrain hafa sagt að ef konan reynist hafa gerst sek um einhvern glæp muni hún að sjálf- sögðu verða framseld s-kóreskum yfirvöldum. Hins vegar hefur engin slík beiðni komið fram enn sem kom- ið er og ekkfeinu sinni ljóst hvort S-Kóreumenn hyggjast senda menn til að yfirheyra konuna. Árangurslaus leit Leit að þotunni hafði í gær ekki borið neinn árangur. Talið var að hún hefði hrapað nálægt landamær- um Thailands og Burma og voru leitarflokkar að störfum á því svæði. Leitarstarfið var mjög erfitt því svæðið er vaxið frumskógi og leitar- menn verða að fara með varúð, bæði vegna villtra dýra á svæðinu, þar á meðal tígrisdýra, og vegna þess að á þessu svæði hefur einn af stærstu herjum uppreisnarmanna frá Burma höfuðstöðvar sínar. Vegna nærveru uppreisnarmann- anna vilja stjórnvöld ekki beita hermönnum við leitina aö flaki þot- unnar. Vonast þau hins vegar til þess aö unnt reynist aö fá skæruliða upp- reisnarmanna til þess að taka þátt í leitinni enda séu þeir í mun betri aðstöðu til þess en aðrir. Spennuástand ríkir enn á Haiti Kyrrð ríkti í fyrsta sinn í heilan mánuð í Port au Prince, höfuðborg Haiti, í gær þó að mikil spenna ríki nú í landinu eftir að kosningum þar var aflýst á sunnudag. Fyrrum leyni- lögregla Duvalier-feðga, sem ríktu sem einræðisherrar í Haiti um ára- bil, hleyptu þeim upp. Talið er að herforingjaráð, sem far- ið hefur meö völd í landinu að undanfórnu, undir stjóm hershöfð- ingjans Henri Namphy, sé ófúst til að afsala sér völdum og hafi því átt þátt í aö kosningunum var hleypt upp. Frambjóðendur eru að vonum óhressir með ástand mála og hafa þeir hvatt fólk til allsherjarverkfalls og algerrar óhlýðni viö stjórnvöld á næstunni. Einn þeirra, Sylvio Claude, hvatti stjómina til að láta af völdum ekki síðar en á fimmtudag. Orðrómur er í gangi á eyjunni um aö til verkfalla geti komiö strax á fóstudag og er því fólk byijað aö hamstra matvæli eftir því sem tök em á en Haitibúar hafa löngum ver- ið taldir ein fátækasta þjóð á jörðinni. Samtök Ameríkuríkja hafa verið hvött til aö senda friðargæslusveitir til eyjarinnar en þau hafa aftekið það með öllu. Þau fordæma hins vegar harðlega að kosningar skyldu ekki hafa veriö haldnar og harma drápin sem átt hafa sér staö að undanfornu. Suður-Ameríkuríki hafa óttast að Bandaríkjastjóm kynni aö grípa til þess ráðs að senda her til Haiti en að sögn talsmanns Hvíta hússins hafa engar slíkar aðgerðir verið áformaöar. Úflönd Kosningaórói Tveir frambjóðendur voru skotnir til bana í kosningatengd- umn óeirðum á Filippseyjum í morgun. Báðir vora mennirnir í framboöi til embættis borgar- stjóra, hvor í sinni borginni, en fyrirhugaö er aö ganga til sveitar- stjómarkosninga á eyjunum í næsta mánuði. Búist er viö aö mun fleiri eigi eftir aö falla í kosningabarátt- unni. Fyrir kosningar þær sem haldnar voru í maímánuöi á Filippseyjum létu um fimmtiu manns lifið. Þaö voru friösamleg- ustu kosningar sem haldnar hafa veriö á eyjunum. Kosningabaráttan fyrir kosn- ingarnar í næsta mánuöi hófst nú i vikunni en kosið verður um sjötíu og fimm héraösstjóraemb- ætti og fimmtán hundraö borgar- og bæjarstjóraembætti. Fram- bjóöendur era um hundraö og fimmtíu þúsund. Safha brakinu JEtjörgunarmenn vinna nú aö því að slæöa upp lik og brak úr þotunni frá suður-afríska fiugfé- laginu sem fórst á hafi úti, nálægt Mauritius, um síðustu helgi. Lítil von er talin til þess að flug- riti þotunnar finnist, þrátt fyrir mikla leit, því meginhluti flaks hennar liggur á mjög miklu dýpi. Telja verður því vonlítiö að fulln- aðarskýring á slysinu fáist nokkum tíma. Hundrað og sextíu manns fór- ust með þotunni sem var af gerðinni Boeing 747. Mótmæla sundrungu Hópur suður-kóreskra stúdenta hefur nú sest aö ó skrifstofu Kim Dae-jung, eins af leiötogum stjómarandstöðu landsins og hafa stúdentarair efnt til hungur- verkfalls til að mótmæla sundr- ungu síjómarandstöðuafla. Krefjast stúdentamir þess aö forsetaframbjóðendur stjórnar- andstööunnar, þeir Kim Dae-jung og Kim Youngsam, sameinist um eitt framboð til þess að von sé um að sigra frambjóðanda stjómar- innar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.