Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Page 14
14 Spumingin Eiga þéringar rétt á sér? Ásta Kristjánsdóttir: Nei, alls ekki. Mér fmnast þær alls ekki við hæfi og bara vera húmbúkk. Hans Jörgensson: Nei, er alveg á móti þeim. Þetta er danskur siður og var aðallega ætlaður til að halda fólki frá ráöamönnum. Ólafur Jónsson: Nei. Þær auka á stéttamismun. Guðmundur Már Franz Sigurðsson: Já, því ekki? Eru þær ekki notaðar í boðorðunum? Bjarni H. Jónsson: Já, að sjálfsögðu. Þær stuðla að meiri kurteisi í um- gengni fólks. Ólafur Sigurðsson: Nei. Mér finnast þær fáránlegar. Lesendur FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. DV Atvik úr umferðinni: Steytti hnefann ogfekk Kona á bil skrifar: Ég átti leið í miðbæinn nýlega á bíl mínum og þurfti að nota bifreiða- stæði eins og gengur. Það fann ég fljótlega og ætlaöi að aka 'inn í það, eins og beinast lá við. Fyrir aftan mig og til hliðar við þetta auða bifreiðastæði tók ég eftir kyrrstæðum leigubíl sem var að hleypa út farþega. Sinnti ég því ekki nánar og lagði bíl mínum í stæðið og var í þann veginn að fara út úr honum. Þá kemur þar allt í einu maður, mikilúðlegur á svip, og lemur á bíl- rúðuna. Eg opna gluggann og spyr hvaö honum sé á höndum. Hann steytir þá hnefann framan í mig og spyr hvort ég hafi ekki séð að hann hafi ætlað að leggja sínum bíl í þetta bílastæði! Ég svara því til, sem satt var, að þaö hefði ég ekki vitað og ekki getað vitað þótt ég hefði séð bíl hans, sem var leigubíll, fyrir aftan mig og séð að hann var að sinna sínum við- stæðið skiptavini sem var að fara úr bíl hans. Maðurinn hélt nú áfram að steyta hnefann og hóta mér og endaði með því að hann krafðist þess að ég færi úr stæðinu því hann „ætti rétt“ á því. Ég sá strax að ég gæti átt von á hveiju sem var og hrökklaðist því úr stæðinu og fann mér annað. Ég hef nú orðið vör við ýmislegt í umferðinni sem bendir til þess að margir ökumenn séu haldnir meiri háttar streitu og margir virðist ekki fullfærir um að stjóma bifreið við þær aðstæður. En ég hélt að þetta ætti einungis við meðan á akstri stendur og ætti ekki við um leigubíl- stjóra og alls ekki í kyrrstæðum bíl. Ég er nú komin á þá skoðun að streitan og spennan, sem fylgir slíkri ógnarumferð sem er orðin meira og minna stjórnlaus hér í borginni, geti tekið af mönnum völdin hvenær sem er og breytt þeim í óargadýr við venjulegar aðstæður, eins og t.d. þær að sjá fólk leggja bfi í bílastæði. Geta menn breyst í óargadýr vegna spennu og streitu í umferðinni? Ég lifi til að Ólafur Ragnarsson skrifar: Loksins kom opinber umræða um dauðann! Sjónvarpsþátturinn Skuggsjá hinn 26. nóv. sl. vakti mig og eflaust marga aðra landsmenn til umhugsunar um það hversu lít- ið við gefum okkur að umfjöllun um lífið sjálft á meðap við lifum og hversu berskjölduð við erum þegar við stöndum frammi fyrir hugsun eða umfjöllun um dauð- ann. Er það ekki stórkostlegt að öll skulum við þurfa að horfast í augu við dauðann innan tíðar, já, við öll? Eftir svo sem hundrað ár verð- ur svo að segja hvert einasta mannsbam sem á jörðinni býr þessa stundina, farið héðan. Þessi ófrávíkjanlegi veruleiki blasir við okkur dag hvem en samt er hann sem lokuö bók, ekki síst með tilliti til opinberrar umræðu um lífið eft- ir dauöann. Hvers vegna? er það vegna þess að ekki taki því að ræða um hann, við verðum engu nær? Finnst mönnum dauðinn vera viðkvæmt mál að ræða? Eða finnst þeim sem stýra allri opin- berri umræðu það ekki vera í sínum verkahring aö fjalla um annað en fjármál, æsifréttir dags- ins, auglýsingar, nauðungarupp- boð eða annaö sem fylgir daglegu og tímabundnu amstri? Er ekki orðið tímabært að fjalla meira um lífið og tilvemna á þess- ari öld tækni og eðlisfræðilegrar þekkingar? Er ekki tímabært að við reynum að leita eftir skilningi á sjálfum okkur í tengslum við tilver- una og ræða hana sameiginlega á opinberum vettvangi með aðstoð fjölmiðlanna? Það getur ekki skaðað að kalla fram þann takmarkaða skilning sem við höfum, hver fyrir sig, á lögmálum tilverunnar. Margt deyja hér og nú og finnum okkur í stór- kostlegum veruleika sem við köllum líf og alheim. Ef sérhver leggur sitt lítiö af mörkum til um- ræðu, gefur sinn skilning, en notar ekki ffamlag sitt til að gagnrýna skilning náungans þá getum við vænst athyglisverðrar útkomu. Ég, eins og margir aðrir, hugsa oft um dauðann. Ég hef leitast við að skilja lífið og tilveruna og ég vil gjaman deila með ykkur niður- stöðmn sem hafa hjálpað mér við skilningsleitina. Framlag mitt er eftirfarandi: - Með aðstoð eðlisfræðinnar hef ég komist að raun mn að allur al- heimur, hvort sem þaö er fast efni, fljótandi eða í formi ljósgeisla, sé orka. Ég hef einnig komist að því, með aðstoð eðlisfræðinnár, að orka getur ekki orðið að engu heldur er orkan á eilífri hreyfingu og er sí- fellt að umbreyta formi sínu og útliti. Þessi magnaða staðreynd segir okkiu- að við erum einnig og ein- ungis byggð upp af orku og við erum þá lifandi, hugsandi og sjálf- meðvituð orka, í formi fasts, fljót- andi og ljóskennds efnis. Staðreyndin segir okkur einnig að við erum háð þessari sífelldu umbreytingu lífsorkunnar og að ekkert líf er án umbreytingar og enginn dauði án umbreytingar. StaðreynSir þessar sýna aö lífið var, lífið er og lífið verður alltaf til. Sú fegurð og það skipulag sem við sjáum í lífkeðjunni og í óravídd- um alheimsins er, eftir mínum besta skilningi, byggð á djúpum meðvituðum sannleika. Ég á bágt með að ímynd mér alheiminn and- lausan. Við og allt sem í tilverunni er, LIFUM TIL AÐ DEYJA! Er það óttinn við dauðann? Eöa smátt gerir eitt stórt. Við erum öll „Ég á bágt með að ímynda mér alheiminn andlausan," segir bréfritari. Bubbi í Dögun Aðdáandi skrifar: í DV í síðustu viku birtist auglýsing þar sem nýja platan með Bjartmari var auglýst sem „tvímælalaust besta platan á íslandi í 'dag“. Um svipað leyti sló Þjóðviljinn upp þeirri fyrir- sögn að Bjartmar og Bubbi seldust best. Þessu hvoru tveggja vil ég mót- mæla harölega. Staðreyndin er sú aö plata Bubba, Dögun, hefur selst í 9000 eintökum en plata Bjartmars í tæp- um 4000 eintökum, eða svipað og nýja Megasar-platan, Loftmynd. Þessar sölutölur hafa ítrekað kom- ið fram í fréttum án þess að vera andmælt. Sömuleiðis staðfesti vin- sældalisti DV, svokallaður DV-listi, sem byggir algjörlega á sölutölum, aö Dögun með Bubba er söluhæsta platan í dag og þar af leiðandi sú vin- sælasta. Samkvæmt nýjasta vinsældalista rásar 2 (frá sunnudeginum 29.11. sl.) er lagið Aldrei fór ég suður af Dögun vinsælasta lagið á íslandi í dag. Með fullri sanngimi gagnvart öllum mætti því segja að Dögun og Bubbi séu vinsælustu fyrirbærin á íslandi í dag en Bjartmar og Megas slagi upp í Bubba að hálfu. Sunnlendingur skrifar: Það er víðar mannlíf en í Reykjavík. Útvarpsstöðin Stjam- an hefur sannfært mig um þaö. Með útsendingum endrum og sinnum frá Suðurlandi og Vest- mannaeyjum hafa Stjörnumenn sannað að þeir standa við þaö sem þeir segja. Að þjóna landsbyggöinni hey- rist oft sagt á öldum ljósvakans og yfirleitt em það orðin tóm en með framtakssemi og áhuga hef- ur þessi útvarpsstöð á stuttum tíma gert meira en okkar gamla Ríkisútvarp í því að útvarpa ann- ars staðar frá en úr höfuðstöðv- unum í Reykjavík. Ríkisútvarpiö með allan sinn útbúnað hefur ekki látiö sjá sig hér um slóðir og kallar sig samt „útvarp allra landsmanna". Nafnbótin á miklu betur viö um Stjömuna. Ég er ekki sérlega hlynntur þessum nýju stöðvum en vil samt meö þessum orðum vekja athygli á góðu framtaki sem er virt og metið af hálfii heimamanna. Haldiö þessu áfram, Stjörnu- menn. Þið hafiö gert góða hluti og eigið trygga hlustendur hér fyrir bragðið. Þið eigiö hrós skilið fyrir framtakið og skemmtilega dagskrá utan af landi. Bubbi söluhæstur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.