Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. íþróttir Fjóla bjargaði Stjömustúlkum - er Stjaman vann Hauka, 20-18 Stjömustúlkurnar héldu sigur- göngu sinni áfram er þær unnu verðskuldaðan sigur á Haukum í Hafnarfiröi í gærkvöldi. Stjarnan hafði ávallt yfirhöndina í leiknum og sigruöu meö tveggja marka mun, 20-18, eftir að hafa leitt, 11-10, í hálfleik. Eins og áður sagði var sigur Sljörnunnar sanngjarn. Stjörnu- stúlkurnar voru betra liðið á vell- inum og höfðu alltaf yfirhöndina í leiknum. Þó náðu Haukastúlkurn- ar að jafna í þrígang en með baráttuvilja og leikgleöi náði Stjarnan yfirhöndinni aftur. At- hyglisvert hve Stjörnustúlkurnar halda haus viö mótlæti þrátt fyrir reynsluleysi og ungan aldur. Þær gefast aldrei upp og berjast til síð- ustu mínútu. Haukaliðið átti ekki góðan dag. Munaði þar mestu að þeir íeikmenn sem hafa leikið lykil- hlutverk í sóknarleik liðsins undanfarið náðu sér ekki á strik. Mikill munur á liðinu frá því í síð- asta leik er þær unnu stórsigur á Val. Haukarnir fengu gullið tæki- færi á að jafna leikinn er þær fengu vítakast á síðustu mínútu leiksins en Fjóla, góður markvörður Stjörn- unnar, varði vel frá Margréti T. Lið Stjörnunnar átti góðan leik eins og áður sagði og var þetta sig- ur liðsheildarinnar. Erfitt er að hrósa einhverjum einstökum leik- mönnum en þó áttu útispilarar liðsins þær Herdís, Ragnheiður og Drífa einna bestan leik. Haukarnir spiluðu þennan leik langt undir getu og vantaði allan þann kraft sem í liðinu býr. Sókn- armennimir brugðust og var leikur liðsins bitla'us. Margrét var sú eina sem sýndi eitthvaö og átti þátt í flestum mörkum þeirra. • Mörk Hauka: Margrét T. 9/4, Steinunn 4, Elva og Halldóra 2 hvor, Ragnheiður eitt mark. • Mörk Stjörnunnar: Ragnheið- ur 8/4, Herdís og Drífa 4 hvor, Guðný 2, Hrund og Ingibjörg eitt mark hvor. -ÁS/EL FH kafsigldi Víking FH vann öruggan sigur á Víking- um í gærkvöldi. Eftir að hafa haft yfir 10-7 í hálíleik skiptu þær um gír í seinni hálfleik og unnu stórt 22-14. Leikurinn var ekki vel spilaður og fór mjög rólega af stað. Liðin skiptust á að skora og þegar flautað var til leikhlés hafði FH þriggja marka forystu. Eitthvað hefur Við- ar þjálfari messað yfir sínum stúlkum í hálfleik því liöið kom tvíelft til síðari hálfleiks og var allt annað að sjá til liösins. Varnarleik- urinn ágætur og kafsigldu FH stúlkurnar leikmenn Víkings með vel útfærðum hraðaupphlaupum. Kraftur FH kom Víkingum í opna skjöldu og höföu þær ekkert svar við honum og hreinlega gáfust upp. • Mörk Víkings: Inga Lára 6/4, Valdís og Eiríka þijú hvor, Jóna og Svava eitt hvor. • Mörk FH:Kristín 5, Eva og Hildur fjögur mörk hvor, Inga 3, Rut 2/1, Heiða 2, Helga og Berglind eitt mark hvor. ÁS/EL Juventus missti 2 stig Reyksprengja, sem kastað var inn á leikvanginn í leik Juventus og Cesena í 1. deild ítölsku knattspyrn- unnar í síðasta mánuðj, hefur reynst Juventus dýrkeypt. I umræddum leik fór Juventus meðsiguraf hólmi, 2-1. I gær ákvað sérstakur dómstóll að leikurinn skyldi Juventus tapaöur, 2-0.1 kjölfar sprengjunnarfékk einn leikmanna Cesena taugaáfall og var fluttur á sjúkrahús. Sprengjunni var fleygt úr áhorfendapöllunum á heimavelli Juventus í Tórínó. Juventus fékk einnig að auki 500 þúsund króna sekt. Juventus fellur úr þriöja sæti í það fimmta við að tapa leiknum en Cesena fer liins vegar úr þriöja neðsta sætinu í það tíunda. -JKS Naumthjá Ungverjum ’Jngverjar sigruöu Kýpur, 1-0, í um meö 10 stig eftir 6 leiki en 5. riðli undankeppni Evrópumóts- Grikkir koma næstir með 9 stig ins í knattspyrnu í Búdapest í eftir 7 leiki. Tveir leikir eru eftir í gærkvöldi. Eina mark leiksins kom riðlinum. Hollendingar og Kýpur á lokamínútu leiksins og var leika9.desemberogþremurdögum Kiprich þar að verki fyrir Ung- síöar leika Hollendingar síðan aft- verja. 5000 þúsund áhorfendur- urogþágegnGrikkjumáútivelli. fylgdust með leiknum. -JKS • Hollendingar eru efstir i riðlin- Skotarge,ðu aðeins markalaust jafntefii við Lúxemborg í sjötta riðli undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu í Lúxemborg í gær- kvöldi. Skotar, sem sköpuðu sér sárafá marktækifæri, ollu vonbrigðum en 250 Skotar fylgdu þeim í leikinn. Lúxemborgarar, sem eru flestir áhuga- menn, hafa ekki unnið alvöruleik siðan 1972 og ekki náð jafntefli í átta ár. Skotar höfnuðu í næstneðsta sæti í riðlinum en hefðu með stórsigri í leikn- um getað komist í annað sætið en írar urðu efstir og komast áfram. Á myndinni sést Maurice Johnston í baráttu við Carlo Weis. Símamynd/Reuter r Spurs vann Lakers tapaði á heimavelli Pétur Guðmundsson og félagar unnu í nótt góðan sigur í NBA-deild- inni í körfuknattleik. San Antonio Spurs lék þá á heimavelli sínum gegn Houston Rockets og sigraði San An- tonio með 97 stigum gegn 93. # Los Angeles Lakers tapaði óvænt á heimavelli sínum í nótt gegn Portland Trailblazers, lokatölur 117-104. Þá vann Indiana Pacers óvæntan sigur gegn Seattle Super- sonics, 104-102, á heimavelli Seattle. úrslit í öðrum leikjum í nótt (heima- lið á undan): Boston Celtics-New Jersey 130-99, Detroit-Milwaukee 115-105, Denver Nuggets-Sacra- mento Kings 147-120, Chicago Bulls- Utah Jazz 105-101, og Los Angeles Clippers-76ers 88-85. • Næsti leikur hjá San Antonio Spurs er gegn Chicago á heimavelli. -SK • Pétur Guömundsson og teiagar unnu góðan sigur gegn Houston í nótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.